Þjóðviljinn - 07.04.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.04.1988, Blaðsíða 1
Fiskvinnslustöðvar Nýsamtök að fæðast Fiskvinnslan gegn út- gerðinni. Astœðan: Útgerðarmenn í meirihluta bœði í stjórn og varastjórn Sambandsfisk- vinnslustöðva Jón Karlsson, framkvæmda- stjóri Brynjólfs hf. í Njarðvíkum, segir að ný samtök fiskvinnslu- stöðva verði brátt stofnuð vegna þess að innan Sambands fisk- vinnslustöðva ráði meirihluta- vald útvegsmanna en hagsmunir fiskvinnslustöðvanna nái ekki fram að ganga. Nýkjörinn formaður Sam- bands fiskvinnslustöðva, Arnar Sigurmundsson, segir samtökin aldrei hafa verið sterkari en ein- mitt nú. Sjá bls. 3 Markaður Gúrkur á _____¦____*k> II I II ¦ ¦------- Á uppboðsmarkaði Sölufélags garðyrkjumanna á garðávöxtum, sem nýlega tók til starfa, er verð- ið talið niður. Kaupendur eru fulltrúar alira helstu stórmarkaða á höfuðborgarsvæðinu. Um 20 tonn af agúrkum voru seld á markaðinum síðustu dag- ana í mars og féll verðið verulega eða úr 213 kr. hvert kg, niður fyrir 100 kr. kílóið. Sjá bls. 7 Fimmtudagur 7. apríl 1988 78. tölublað 53. árgangur Þrátt fyrir tilmæli Alþingis um að engin viðskipti skuli höfð við S-Afríku vegna aðskilnaðarstefnu þarlendra stjórnvalda, blómgast viðskiptin engu að síður og ma. í taumlausum innf lutningi á s-af rískum vínberjum eins og þeim sem Laufey Sveinbjörnsdóttir í versluninni Brekkuvali heldur á. Mynd E. Ól. Suður-Afríka Tilmæli Alþingis höfð að engu TaumlausinnflutningurávínberjumfráS-Afríku. VerslaniryýirfuUar. ífyrra var tœplega fimmtungur af heildarinnflutningi vínberjafrá S-Afríku eða 86,3 tonn Þrátt fyrir tilmæli Alþingis um að engin viðskipti skuli höfð við S-Afrfku vegna aðskilnaðar- stefnu stjórnvalda þar, blómstra viðskiptin við landið engu að síður. Að sögn innflytjenda er á þess- um árstíma aðeins um einn annan valkost að ræða vilji menn á ann- að borð ekki kaupa vínber frá S- Afríku og hann er sá að kaupa endaseljast þaugrimmt íverslun- þau frá Chile. um landsins þessa dagana. Mikil eftirspurn er eftir þessum s-afrísku vínberjum af hálfu kaupmanna og viðskiptavina Sjá blS. 2 7.apríl I l«II reykjum við ekki Alþjóðaheilbrigðisráðið hefur lýst daginn í dag reyklausan. Enginn á að reykja og allir una glaðir við sitt! Verslunareigendur eru hvattir til að selja ekki reyktóbak í sínum verslunum og fólk hvatt til að reykja ekkert í dag og jafnvel ekki meir, aldrei meir. Heilsugæslustððvar víð- svegar um landið verða með tó- baksbindindisnámskeið pg fleira smálegt verður gert. Þjóðviljinn ræddi við reykingamann í tilefni dagsins. Sjá baksíðu Grœnmeti Vamarlaus gegn rotvamarefnum Ekkert eftirlit er með innflutningi á grœnmeti Starfsmaður Þjóðviljans geymdi af tilviljun gulrætur sem keyptar voru 11. mars og rotnuðu sumar þeirra en aðrar alls ekki. Þær héldust þvert á móti svipaðar og þegar þær voru keyptar. Odd- ur R. Hjartarson hjá Heilbrigðis- eftirliti Reykjavíkursvæðis segir að ekki sé hægt að sverja fyrir að inn í landið komist grænmeti sem inniheldur meira magn af ro- tvarnarefnum og öðrum krabb- ameinsvaldandi aukaefnum en heilbrigt geti talist. Hann segir að grænmetið sem flutt er inn til landsins geti innihaldið hvaða efni sem er, ekki sé nokkur leið að vita neitt um það. Sjá bls. 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.