Þjóðviljinn - 07.04.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.04.1988, Blaðsíða 8
Komið áfót endurhœfingaraðstöðufyrir konur og börn í Madras Það eru ekki allir sem láta sér nægja að gefa af og til í safnanir hjálparstofnana til aðstoðar fólki i fjarlægum löndum. Sumir leggja einnig fram starfskrafta sína til hjálparstarfsins og er Þóra Einarsdóttir ein þeirra. Þóra er orðin 75 ára en hefur ekki látið aidurinn aftra sér frá því að fara margar ferðir til Ind- lands á síðustu árum, færandi fá- tækum fé og vörur sem safnað hefur verið á íslandi. Af nægum verkefnum er að taka á Indlandi, en nú í febrúar var þessari aðstoð komið í fastan farveg með því að koma upp endurhæfingarheimili fyrir holdsveika í borginni Ma- dras. Þar er fyrirhugað að 20 kon- ur og börn geti í senn fengið starfsþjálfun að Iokinni sjúkra- húsvist og eftir það eygt von um að framfleita sér af vinnu þrátt fyrir ýmis konar fötlun af völdum sjúkdómsins. Holdsveikin enn útbreidd Hinn hræðilegi sjúkdómuiv holdsveiki, heyrir síður en svo sögunni til á Indlandi og virðist enn breiðast hratt út í sumum fylkjum. Verst er ástandið ITam- il Nadu á Suðaustur-Indlandi og í Madras, sem er stærsta borgin, er vitað um 30.000 sjúklinga. Holdsveikin smitast milli manna í gegnum sár og ef hún nær að komast á alvarlegt stig getur þurft að fjarlægja limi og líkamshluta, þar sem drep hefur myndast. Margir hljóta því ör- kuml og eiga ekki annarra kosta völ en halda í sér lífinu með betli. Að sögn Þóru eru allir hræddir við að smitast af holdsveikinni og ef einn fjölskyldumeðlimur smit- ast, þá er ekki óalgengt að hann sé sniðgenginn og lendi á ver- gang. Erlend samtök hafa lagt ind- versku stjórninni lið í baráttunni við holdsveikina, með því að leggja fram fé til sjúkrahúsbygg- inga og sérfræðiaðstoð. í nýaf- staðinni ferð sinni til Indlands komst Þóra í samband við Þýsku holdsveikraaðstoðina og er ís- lenska endurhæfingarheimilið byggt í tengslum við sjúkrahús þeirra í Madras. Spyrnt viö veldi erlendra trúboða Er Þóra var innt eftir aðdrag- andanum að samstarfinu við Þýsku holdsveikraaðstoðina, sagði hún að sér hefði verið bent á þessa leiö af heilbrigðisráðu- neytinu í Madras. Aðurhafði hún leitað fyrir sér með kaup á hús- næði í tengslum við sjúkrahús Belgiska trúboðsins í borginni Dindigul. Það hafði gengið erfið- lega, því indversk yfirvöld hafa nú sett bann við því að útlendar trúboðsstofnanir stækki umráða- svæði sín. Indverjum þótti þær margar vera komnar með of mikil umsvif auk þess sem þær reyndu að koma sinni trú og siðum til landsmanna, meðfram hjálpinni. Hins vegar nýtur Þýska holds- veikraaðstoðin (The German Leprosy Relief Association Eund), virðingar og velvildar ind- verskra^gtjórnvalda. Ekki síst er Við sjúkrahúsið var rekið endurhæfingarheimili fyrir karl- menn og sagðist Þóra strax hafa séð að tilfinnanlega vantaði endurhæfingu fyrir konur, börn og unglinga, sem eru stór hluti sjúklinganna. Hvert land innan samtakanna rekur sína einingu og var auðsótt mái að íslendingar tækju að sér upbyggingu og rekst- ur slíkrar starfsþjálfunar. Þjálfun í saumaskap og handavinnu Borgaryfirvöld í Madras létu í té gamalt hús til starfseminnar og var það endurbyggt og innréttað. Síðan voru keyptar 10 saumavél- ar og önnur tæki sem læknar sjúkrahússins töldu nauðsynleg. Þóra sagðist hafa tekið með sér ýmsa muni að heiman til að skreyta húsið með og gefa því ís- lenskan svip. Fyrir miðju hangir mynd af Vigdísi Finnbogadóttur forseta og á einum vegg er mynd með áletruninni „Drottinn blessi MANNLÍF Umsjón: Magnfriður Júlíusdóttir það vegna óhlutdrægni í trúmál- um og á hvern hátt innlendir aðil- ar eru látnir sjá um reksturinn og bera ábyrgð á starfseminni, eftir að styrkur hefur verið veittur til uppbyggingar. Það eru ekki aðeins Þjóðverjar sem standa að þessum sam- tökum, sem stofnuð voru árið 1957. Ýmis lönd taka þátt í starfseminni víða um heim og þar sem íslendingar hafa bæst í hóp- inn í Madras, taka einnig Sviss- lendingar og Malasíubúar þátt í starfinu. Þó að sjúkrahús samtak- anna í Madras taki um 500 sjúkl- inga fullnægir það engan veginn þörfinni og þurfa sjúklingar fljótt að víkja fyrir nýjum eftir aðgerð- ir. heimilið", eins og tíðkaðist að hafa í öllum stássstofum fyrr á árum. í allt eiga 20 konur að geta fengið þjálfun í saumaskap og annarri handavinnu í þessu húsi og sér sjúkrahúsið um að velja þær. Þær sem eiga börn fá að hafa þau hjá sér njóta þau þá einnig kennslu. Þegar Þóra sneri heim voru komnar 10 stúlkur á aldrin- um 12-16 ára. Taldi hún að mjög auðvelt yrði fyrir þær að fá vinnu að lokinni starfsþjálfun því mikil vöntun væri á saumakonum. Ráðið var indverskt fólk til kennslu og til að hafa eftirlit með starfseminni og er áætlað að safna þurfi 200 þúsund krónum árlega til að standa undir kostn- Þessi 10 ára drengur hefur misst máttinn í fótunum af völdum holds- veiki. aði af rekstrinum. Sjálf uppbygg- ingin kostaði um 500 þúsund og hafði því fé verið safnað hér á landi. Þóra sagði að margir hefðu viljað leggja fram pening þegar fréttist um þetta hjálparstarf og þó nokkuð væri um áheit. Þróun- arsamvinnustofnun íslands veitti einnig styrk til þessa verkefnis. Fólk hefur ekki aðeins gefið pen- ing. Miklu var safnað af fötum og Tóró gaf vítamín og lyf, sem komu í góðar þarfir á sjúkrahús- inu. Þóra sagði það von sína að hægt yrði að gefa sjúklingunum á endurhæfingarheimilinu mjólk og vítamín til að flýta fyrir endur- bata. Almennt lifði fólkið aðeins á hrísgrjónum og væri illa nært. Endurhæfingarheimilið var opnað með viðhöfn 3. febrúar og hafði 2000 gestum verið boðið. I ræðu sinni vék skrifstofustjóri samtakanna að því hve mikil þörf væri á að fleiri lönd tækju þátt í þessu aðkallandi björgunarstarfi og ynnu með því að eflingu vin- áttu og friðar þjóða á milli. Þóra sagði að þetta framtak hefði vak- ið athygli og birtust fréttir um opnunina í öllu stærstu blöðum Indlands. íslandsvinir með eftirlit Árið 1979 er Þóra dvaldi í fyrsta sinn á Indlandi beitti hún sér fyrir stofnun íslandsvinafé- lags í fjallabænum Kodaikanal. Eru nú um 60 Indverjar í því fé- lagi og hefur formaður þess, Raj- Gopal Dorai Raja, tekið að sér að hafa eftirlit með starfsemi endurhæfingarheimilisins í Ma- dras. Allt of dýrt yrði að senda fulltrúa héðan að heiman og fáir myndu fást til að fara slíkar ferðir á eigin kostnað, eins og Þóra hef- ur gert. RajGopal er af gamalli aðals- ætt og fyllir flokk ríkra Indverja. Hann hefur á síðustu árum helg- að sig mannúðarstarfsemi og taldi Þóra það mikið happ að fá hann til að sinna íslenska fram- laginu til holdsveikra í Madras. í Kodaikanal eru 20 börn styrkt til skólagöngu af íslenskum einstaklingum. Eru það bæði munaðarlaus börn og börn ein- stæðara mæðra, sem engin tök hafa á að greiða fyrir skólagöngu barna sinna. Auk kennslunnar fá börnin eina máltíð á dag í klausturskóianum og er það oft á tíðum meiri næring en þau geta vænst í fátæktinni heima hjá sér. Um framhald hjálparstarfsins á Indlandi sagðist Þóra vona að einhver tæki að sér að fylgja starfi hennar eftir. Heilsa hennar leyfði ekki fleiri erfið ferðalög til Ind- lands. mj Þóra ásamt börnum í einu af fátækrahverfum Madras, þar sem holdsveiki er útbreidd. Hluti af saumavélunum sem keyptar voru til endurhæfingarheimilisins. Þær eru allar nýjar þó ekki teljist þær af nýjustu gerð hér uppi á íslandi. íslensk aðstod til holdsveikra á Indlandi 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.