Þjóðviljinn - 07.04.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.04.1988, Blaðsíða 6
Gunnar M. Magnúss Fœddur 2. 12. 1898 - Dáinn 24. 3. 1988 Þeir eru fáir sem ganga fyrstir ótroðnar slóðir. Landnemar reisa byggð þar sem áður engan fýsti að fara. Síðan koma fleiri og innan tíðar verða dagsverkin á nýjum slóðum sjálfsögð og eðli- leg. Það fennir í hin fyrstu spor en minningin um forgöngumanninn lifir. Gunnar M. Magnúss var í hópi þeirra sem vísuðu á ný verkefni og opnuðu nýjar leiðir. Hann gerði sögu lands og þjóðar auðugri að fróðleik og viðfangs- efnum. Hugsjónin um friðlýst land og réttlæti og jöfnuð í mann- lífi var hinn sterki undirtónn í fjölmörgum ritverkum hans. Hún gaf honum kraft til að vera lengur en flestir aðrir virkur fé- lagi í baráttunni fyrir málstað al- þýðunnar. Bækur Gunnars um hernáms- árin voru brautryðjandaverk í sögu samtíðarinnar. Enn eru þær meðal hins besta sem fróðl- eiksfúsir lesendur eiga völ á þeg- ar spurningar vakna um þá örlag- aríku tíma. Hin fjölmenna sveit menntaðra sagnfræðinga hefur ekki enn ræktað sem skyldi þann garð sem Gunnar M. Magnúss fyrstur sýndi að er einhver mikil- vægasti og erfiðasti kaflinn í sögu fslendinga á þessari öld. Ævisagan um skáldið á Þröm gaf bókmenntafræðingum nýjan lykil að meistaraverkum Hall- dórs Laxness. Þá urðu tímamót í umfjöllun um íslensku skáld- söguna. En einnig á þessu sviði er enn langt í land að komin sé í hús öll sú uppskera sem Gunnar M. Magnúss sáði til með frásögn sinni og persónulegri fræði- mennsku. Þegar hinir skólalærðu fræði- menn voru fyrir tveimur ára- tugum að byrja að vakna til vit- undar um mikilvægi rannsókna á sögu alþýðusamtakanna í landinu fundu þeir að enn á ný hafði Gunnar M. Magnúss orðið fyrri til að safna fróðleik og gera úr honum nýja sögu. Rit hans um járniðnaðarmenn og upptök og þróun alþýðusamtakanna í landinu voru brautryðjandaverk sem sýndu að einnig á þessu sviði var Gunnar M. Magnúss landneminn. En Gunnar var ekki bara bundinn við bækur og hina heill- andi sköpun sem felst í því að búa til úr gömlum skjölum nýjan skilning á samtíð og verkefnum framtíðar. Hann tók einnig virk- an þátt í baráttunni fyrir herlausu íslandi og skipaði sér í sveit þeirra sem gera kröfur um rétt- íæti og jöfnuð. Hann var vara- þingmaður Reykvíkinga fyrir rúmum þrjátíu árum og einnig frambjóðandi í Vestur-ísa- fjarða-arsýslu í aukakosningun- um sem fram fóru 1952 þegar Ás- geir Ásgeirsson var kosinn forseti lýðveldisins. Þær kosningar voru sérstakar því þeir flokkar sem þá stjórnuðu landinu börðust um þingsætið og aðrir áttu ekki mikla möguleika. Allir vissu og Gunnar M. Magn- úss best sjálfur að hann var ekki kominn á heimaslóðir til að sækja stóran feng atkvæða. Hann var kominn til að flytja málstað og halda uppi merki róttækrar jafn- aðarstefnu og hinnar nýju sjálfs- tæðisbaráttu sem hófst þegar er- lendur her settist að í landinu. Þessi kosningabarátta var mikið ævintýri fyrir ungan strák sem ekki var nema níu ára. Fram- boðsfundirnir og umtalið allt skapaði ólgu sem var framandi og heillandi í senn. Og enn er mér í fersku minni Gunnar M. Magn- úss í ræðustólnum í troðfullu samkomuhúsinu á Þingeyri. Virðulegur og glettinn, orðsnjall og með eldmóð í augum. Hann átti ekki mörg atkvæði í salnum. Það var opinbert leyndarmál í þessu litla samfélagi. En það var hlustað þegar hann talaði. Hann átti virðingu fólksins og aðdáun. Gunnar M. Magnúss skilaði miklu æviverki. Um langa fram- tíð munu bækur hans skipa veg- legan sess þegar fjallað er um sögu þessarar aldar. Þátttaka hans í baráttu fyrir málstað friðar og réttlætis verður einnig í minnum höfð. Hann nam ný lönd og vísaði öðrum veginn. Á kveðjustund þakka íslenskir sósíalistar góðum dreng og fágæt- um félaga fyrir einstakt framlag. Olafur Ragnar Grímsson Kveðja frá Rithöfundasamband- inu Það eru rétt sextíu ár frá því heiðursfélagi okkar, Gunnar M. Magnúss, hóf rithöfundarferil sinn með smásagnasafninu Fiðr- ildi. Það vill svo til að sama ár var Bandalag fslenskra listamanna stofnað og var Rithöfundadeild þess fyrsti vísir að heildarsam- tökum íslenskra rithöfunda. Eftir því sem ég kemst næst var Gunn- ar M. Magnúss einn af stofnfélögunum og er þá aðeins einn þeirra á lífi, Halldór Lax- ness. Það er skemmtilegt að þetta skyldi bera uppá sama árið því Gunnar var ötull á báðum þess- um sviðum þ.e. ritstarfa og fé- lagsmála. Listinn er langur á fé- lagsmálasviðinu en í þessari stuttu kveðju læt ég nægja að nefna að hann sat í stjórn Rithö- fundafélags íslands frá 1950-60 og var formaður Félags leikrit- ahöfunda 1963-1970. Hann var ennfremur stofnandi og fyrsti for- maður Stéttarfélags kennara í Reykjavík en kennaraprófi lauk hann ári áður en fyrsta bók hans kom út á fyrrnefndu ári 1928. Enda þótt félagsstörf og fleira þess háttar sé gott og gilt eru það ritstörf Gunnars sem vissulega munu halda nafni hans á lofti um ókomna tíð. Rithöfundarferill hans var kringum sextíu ár og út- gefin verk hans slaga upp í að vera jafnmörg. Með þessum kveðjuorðum er ekki ætlunin að gera grein fyrir þessu stórkost- lega æviverki en það mætti benda á nokkur atriði sem hugsanlega verða meðal þess sem hæst ber þegar menn fara að meta ritstörf Gunnar síðar meir. Það má benda á hlutverk hans sem skrásetjara í víðtækustu og göfugustu merkingu þess orðs, rithöfundarins sem byggir á ríkri þjóðlegri hefð að færa frásagnir af mönnum og atburðum í letur. Þessi mikilvægi þáttur rithöfund- arstarfs Gunnars hefur fært okk- ur afbragðsverk og má nefna ævi- sögu Magnúsar Hj. Magnús- sonar, Skáldið á Þröm og þá ekki síður Virkið í norðri. Það verk í þremur bindum er mesta sam- tímaheimild um ísland á dögum síðari heimsstyrjaldarinnar og er sama hvort litið er á gæði eða magn en verkið er um 1250 síður í stóru broti með 1400 ljósmynd- um í síðustu útgáfu þess. Þetta rit er einfaldlega grundvallarrit um einhverja mestu umbrotatíma í sögu þjóðarinnar. Verkið er einkar læsilegt og raunar spenn- andi og miðlar bæði staðreyndum og sterkum bæjarlífs- og þjóðlífs- myndum, persónulegum frásögn- um og heildarmynd af atburðum. Ég tek hér Virkið í norðri sem dæmi um mjög mikilvægt verk Gunnars en auðvitað mætti minnast á mörg önnur, bæði frá- sagnir og skáldsögur og ekki síður leikrit eins og til dæmis í múrnum (1964). En mig langar til þess að minnast á vettvang þar sem Gunnar vann ótvírætt brautryðjandastarf og það var í ritun barna- og unglingabóka. Fyrstu bók þeirrar tegundar sendi hann frá sér upp úr 1930 og skrifaði síðan fjölda slíkra bóka. Lengi var vanmetið starf þeirra sem skrifuðu raunverulegar bók- menntir fyrir börn og unglinga. Kannski er það að einhverju leyti vanmetið ennþá. En hvað er mik- ilvægara en þessir tengiliðir sem tengja nýja kynslóð við sagna- gleðina? Á síðustu árum hafa menn sívaxandi réttmætar áhyggjur af minnkandi lestrará- huga barna og unglinga og þá er ekki seinna vænna en meta áð- urnefnda tengiliði. Þetta brautryðjandastarf myndi nægja til að halda nafni Gunnars M. Magnúss á lofti. Sama er að segja um Virkið í norðri. Hans yrði minnst þó hann hefði skrifað það verk eitt. En verk hans voru yfir fimmtíu! Rithöfundasamband íslands kveður heiðursfélaga sinn með söknuði og samhryggist fjöl- skyldu hans og vinum. Sigurður Pálsson Gamall samferðamaður og vaskur samherji, Gunnar M. Magnúss, er í dag kvaddur hinstu kveðju. Um það leyti sem ég, strák- lingur vestur á Fjörðum, fór að fylgjast ögn með samtíðarbók- menntum, var Gunnar að stíga fyrstu spor sín á rithöfundar- braut. Bækur hans vöktu strax áhuga minn, vafalaust meðfram vegna þess að hann var fæddur Önfirðingur eins og ég, og alinn upp í næstu sveit, Súgandafirði. Snemma barst mér vitneskja um það, að ungur hefði Gunnar stundað sjó frá Suðureyri og jafn- framt tekið mikinn þátt í íþrótta- 1 lífi á staðnum og þótt efnilegur glímumaður. Tuttugu og sex ára gamall hafði hann farið í Kenn- araskólann, lokið kennaraprófi 1927 og starfað síðan við kennslu og ritstörf. Þegar ég kynntist Gunnari fyrst persónulega, hafði hann stundað framhaldsnám við Kenn- araháskólann í Kaupmannahöfn og stóð nú framarlega í rómuðu kennaraliði Austurbæjarskólans, þar sem framúrskarandi skóla- maður, Sigurður Thorlacius, réð ríkjum og hafði safnað um sig vaskri sveit úrvalskennara. Snemma mun Gunnar hafa gerst róttækur í skoðunum, enda gjörkunnugur frá barnæsku kjörum fátækra þorpsbúa og kot- bænda á Vestfjörðum. Þegar leiðir okkar lágu fyrst saman, var hann ötull liðsmaður Alþýðu- flokksins og hafði verið í fram- boði fyrir þann flokk við góðan orðstír. En ekki fór það leynt, að Gunnar var gagnrýninn á flokk sinn og stóð þar yst í vinstri fylk- ingu. Hann varð og einn af rithöf- undum Rauðra penna, við tak- markaða hrifningu ýmissa flokksbræðra sinna. Kynni okkar Gunnars hófust að marki seint á fimmta áratug aldarinnar, þegar hafin var fyrir alvöru hin langvinna barátta gegn erlendri hersetu og íslenskri aðild að hernaðarbandalagi. Þar var Gunnar um hríð í fremstu víglínu og hlífði sér hvergi. Árin 1953- ’56 var hann formaður and- spyrnuhreyfingarinnar Gegn her í landi og sat um skeið sem vara- maður á alþingi. Þá hafði Gunnar gengið til samvinnu við Sósíalistaflokkinn, fyrst og fremst vegna herstöðvamálsins. Þeim hugsjónum, sem Gunnar helgaði krafta sína á þessum árum, reyndist hann trúr allt til hinstu stundar, enda þótt hann drægi sig nokkuð í hlé hin síðari ár. Þurfti ekki lengi við hann að ræða til að ganga úr skugga um að hugurinn var hinn sami, vökull og óhvikull. Gunnar M. Magnúss var einn afkastamesti rithöfundur sinnar samtíðar. Enda þótt hann hefði löngum kennslu og ritstjórn tíma- rita að aðalstarfi, voru afköstin á ritvellinum með ólíkindum. Er ég glöggva mig á því sem um þau segir í Æviskrám samtíðarmanna kemur í ljós að á tímaskeiðinu 1928 til 1980 sendi Gunnar frá sér á sjötta tug bóka af margvíslegum toga. Er mér til efs að aðrir skrif- andi menn hafi komið víðar við en hann. Eftir hann liggja skáld- sögur, smásagnasöfn, leikrit, ljóð,barna- ogunglingabækur. Á sviði skáldskaparrita tókst Gunn- ari að líkindum best upp við ung- lingasögurnar. Þar vann hann merkilegt brautryðjandastarf og bætti úr brýnni þörf. Hafa ung- lingasögur hans notið mikilla vin- sælda og flestar komið út í tveimur, þremur eða fleiri útgáf- um. Þá náði Gunnar og góðum tökum á gerð útvarpsleikrita, einkum þar sem hann glímdi við söguleg efni. Eftirminnilegast þeirra er líklega framhaldsleikrit- ið í múrnum, þar sem sögusviðið er fslenska tugthúsið við Lækjar- torg, fangar þar og fangaverðir í byrjun 19. aldar. Svipaðrar gerð- ar eru Landsins lukka, um ævi Skúla landfógeta, Herrans hjörð, framhaldsleikrit um Bólu- Hjálmar, leikrit um Fjölnismenn og enn eitt, framhaldsþættir um vesturfarir íslendinga. Auk skáldrita lét Gunnar að sér kveða á mörgum sviðum ís- lenskra þjóðfræða. Hann tók saman stórar bækur um afmörk- uð tímabil í sögu landsins á þess- ari öld. Þeirra rita merkast er Virkið ínorðri, þrjú stór bindi um hernámsárin, þar sem miklu efni er saman safnað. Bækur liggja eftir Gunnar um verkalýðshreyf- 'inguna almennt og einstök verka- lýðssamtök. Héraðssögur samdi hann tvær, Súgfirðingabók um heimabyggð sína og Undir Garðskagavita, um bernskuslóð- ir móður sinnar. Þá ritaði Gunnar allmargar ævisögur og endurminningabæk- ur. Eftirminnilegust þeirra og sú sem mér þykir vænst um af öllum ritum hans er Skáldið á Pröm, um Magnús Hj. Magnússon, skáldið og kennarann, sem öðlaðist nýtt líf í gervi Ólafs Kárasonar Ljós- víkings. Enn mætti margt nefna, þótt hér verði látið staðar numið. Ég lýk þessum fáu minningar- orðum á svipaðan hátt og kveðju þeirri sem ég sendi Gunnari M. Magnúss áttræðum. Þeim fylgja þakkir mínar fyrir góða samfylgd um langan veg og staðfast atfylgi hans við þá hugsjón sem við sveitungarnir báðir bárum gæfu til að öðlast á unga aldri: að sósí- alismi, þjóðfrelsi og mannhelgi, „eining sönn í þrennum grein- um“, sé sú framtíðarsýn er ein getur talist þess virði að fyrir henni sé barist. Gils Guðmundsson Suður heiðar var mér gefin á jólum 1937 og hreifst ég af sög- unni. Voru það fyrstu kynni mín af Gunnari M. Magnúss. Nú á páskum las ég bókina aftur og staldraði við þessi upphafsorð: „Nýrri hugsjón hafði skotið upp meðal drengjanna; hún var eins og neisti frá stóru báli og greip hugi þeirra geist, eins og eldur fer um sinu. Hugmyndirnar leystust úr læðingi og fóru á flug, nýjar og nýjar, framtíðin breiddi sig út í ljórna." Áður en ég hripaði upp þessar línur leit ég yfir viðtal við Gunnar M. Magnúss í Alþýðu- blaðinu 20. september 1968, en í því segir hann svo frá: „Ég var staddur úti í Kaupmannahöfn á kennaraháskóla og dag einn, þegar ég var á gangi í skemmtigarði, sá ég hóp af rösk- legum drengjum, sem minntu mig allt í einu á okkur strákana á Súgandafirði og ég hóf að skrifa söguna.“ Við endurlestur sög- unnar duldist mér ekki, að hún er sígild drengjasaga og lýsing á við- horfum æskufólks í verstöðvum landsins á millistríðsárunum. Gunnar M. Magnúss stundaði sjómennsku í æsku á Súganda- firði, en á þrítugsaldri gekk hann í Kennaraskólann og lauk frá honum prófi 1927. Barnakennari var hann síðan í tvo ártugi, við Austurbæjarskólann í Reykjavík 1930-1947. Fyrstu bók sína, smá- sagnasafn, birti Gunnar 1928, og um hálfrar aldar skeið sendi hann frá sér bók nær árlega. í Alþýðuflokkinn gekk Gunn- ar M. Magnúss snemma. og var 6 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 7. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.