Þjóðviljinn - 07.04.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 07.04.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR Palestína Þrjú ung- menni drepin Ung ísraelsk stúlka og tveir palestínskir piltar létu lífið á vesturbakka Jórdanár ígœr. Alls hafa tveirgyðingar fallið en 135 Palestínumenn frá því uppreisnin hófst rír unglingar létu lífið í gær og tugir manna særðust þegar heiftarlega skarst í odda milli pal- estínskra ungmenna og ísraelskra „landnema“, steinsnar frá bæn- um Beita á vesturbakka Jórdan- ár. Tvennum sögum fer fram um aðdraganda átakanna. Að sögn ísraelsra heimildamanna og bandarísks kvikmyndatöku- manns réðust palestínskir ung- lingar að jafnöldrum sínum úr hópi „landnema" sem voru á skemmtigöngu. Tveir fullorðnir gyðingar voru í för með ísraelsku unglingunum. Þeir voru vel vopnum búnir og þegar þeir sáu hvað verða vildi hófu þeir skot- hríð á árásarmennina. Tveir þeirra létust samstundis og allt að 27 særðust. En allt kom fyrir ekki og þegar skotfærin þraut réðust palest- ínsku ungmennin á gyðingana og börðu þá með grjóti. 15 ára gömul stúlka lét lífið og 14 slös- uðust. Palestínskir sjónarvottar segja hinsvegar að hinir vopnuðu fylgdarmenn ísraelsku ungling- anna hafi átt upptökin að ógæ- funni. Þeir hafi fyrirvaralaust og án tilefnis hafið skothríð á fólk sem var við vinnu sína á ökrum. Stúlkan sem myrt var í gær er fyrsti ísraelski borgarinn sem lætur lífið á herteknu svæðunum frá því uppreisn Palestínumanna hófst þann 9nda desember í fyrra. Einn ísraelskur hermaður hefur fallið og að minnsta kosti 135 Pal- estínumenn. Gífurleg heift greip um sig meðal gyðinga í ísrael þegar fréttir bárust af því að einn úr þeirra röðum hefði fallið á vest- urbakkanum. Zevulun Hammer trúmálaráðherra lét eftirfarandi frá sér fara: „Höggvum hand- leggina af villimönnunum og mölbrjótum höfuðbein högg- ísraelskir „land-nemar" á vest- urbakkanum. orma dauðans." Mörg hundruð ísraelsdátar komu á vettvang skömmu eftir þessa ömurlegu atburði. Þeir slógu þegar í stað hring í kringum Beita og hófu þvínæst leit að morðingjum stúlkunnar. Þyrla hnitaði hringa yfir höfðum þeirra einsog hrægammur á höttunum eftir æti. Rcuter/-ks. Bandaríkin Dukakis í sjöunda himni Michael Dukakis og stefnuskráin, loftbólur í öllum regnbogans litum Mikhael Dukakis var í góðu skapi þegar hann kom til New York frá Wisconsin í gær enda tilefnið ærið. Tæpum sólar- hring áður hafði honum verið greint frá góðum sigri sínum á helsta keppinautinum um útncfn- ingu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í haust, hin- um þeldökka predikara og mannréttindafrömuði Jesse Jack- son. 48 af hundraði demókrata í Wisconsin telja fylkisstjórann frá Massachusetts best til þess fallinn að etja kappi við George Bush. 28 af hundraði kusu Jackson, 17 af hundraði kusu Albert Gore, öldungadeildarþingmanninn frá Tennessee, en aðeins 5 af hundr- aði telja Paul Simon heppilegan mótframbjóðanda varaforsetans. Nú hefur Dukakis tryggt sér 749 fulltrúa á kjörmannasam- kundu Demókrataflokksins í sumar. Jackson á 695 atkvæði vís á fundi þessum. Lysthafandi þarf að tryggja sér fulltingi 2,082 kjör- manna hið minnsta til þess að verða forsetaframbjóðandi Dem- ókrataflokksins að þessu sinni. Dukakis virðist ekki nokkurn tíma láta sér verk úr hendi falla. Strax í rauðabítið í gærmorgun hóf hann ræðuhöld einhversstað- ar á alfaraleið í New York. Að sögn heimildamanns Reuters fór hann í smiðju til Jacksons og fékk fáein „baráttumál" að láni. Til dæmis hét hann því að taka eitur- lyfjavandamálið föstum tökum næði hann kjöri. Sem kunnugt er búa margir gyðingar í New York og því átti Dukakis ekki nógu sterk orð til að lýsa heilshugar stuðningi sínum við Ísraelsríki. Og þannig og þannig meir. Bandarískir stjórnmálaskýr- endur telja þó að svo geti farið að allt þetta mælskustúss Dukakisar verði unnið fyrir gýg. 25 af hundr- aði demókrata í New York séu blakkir á hörund og muni að öllum líkindum styðja Jackson. Og sé haft í huga hve mjög vins- ældir hans hafi aukist meðal hvítra sé ekki fjarri lagi að spá honum helmingi allra atkvæða í fylkinu. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma munu Jackson og Dukakis því glíma til úrslita í New York þann 19da þessa mánaðar. 255 kjörfundarmenn eru í húfi. Reuter/-ks. Eþíópía UUendingar reknir úr átakahéiuðum Skœruliðar í Erítreu og Tigray hafa átt velgengni aðfagna en nú hyggjast ráða- menn íAddis Ababa snúa vörn ísókn Ríkisstjórnin í Addis Abaha skipaði í gær öllum erlendum starfsmönnum hjálparstofnana að yfirgefa án tafar Erítreu og Tigray héruð sökum vaxandi um- svifa skæruliða þar. Alkunna er að þessi svæði hafa orðið mjög illa úti vegna þurrka. Þrjár milj- ónir íbúa þeirra horfast nú í augu við hungurvofuna. í yfirlýsingu frá hjálparstofnun stjórnvalda (RRC) segir að hinir erlendu gestir geti snúið aftur til beggja héraða jafnskjótt og „sveitir glæpamanna hafa verið upprættar og friði komið á.“ Skorað er á erlendar hjálpar- stofnanir að láta starfsmenn RRC annast framkvæmdir sínar uns þeirri eigið fólk taki til starfa á ný. Skæruliðum aðskilnaðarsinna í Erítreu og Tigray hefur aukist mjög ásmegin uppá síðkastið. Foringjar þeirra segjast hafa lagt mestöll héruðin undir sig, aðeins helstu borgir séu enn á valdi stjórnarhersins. Erlendir starfsmenn hjálpar- stofnana hafa staðfest þessar fréttir. Ráðamenn í höfuðborg- inni hafa að undanförnu skorið upp herör og hyggjast þeir ganga á milli bols og höfuðs á upp- reisnarmönnum. Einsog nærri má geta bitnar allt þetta vopnaskak á þeim sem síst skyldi. f Eþíópíu líða sjö milj- ónir manna hungur, þar af tvær miljónir barna. Vegna átakanna í Erítreu og Tigray hefur engin matvæladreifing farið þar fram um allangt skeið. Reuter/-ks. Matvœli Offramleiðsla og skortur ídaghefstráðstefnaávegumEvrópubandalagsinsumhungursneyð og bruðl með matvæli Hungursneyð geisar í fjölmörg- um Afríkulöndum en á sama tíma veldur það ráðamönnum í Vestur-Evrópu og Bandaríkjun- um áhyggjum hvernig draga megi úr landbúnaðarframleiðslu án þess að styggja kjósendur í sveit- um. Þetta tvennt verður efst á baugi á ráðstefnu sem Evrópuþingið í Brússel hefur boðað til og hefst í dag. Maður er nefndur Plumb, lávarður að tign, forseti Evrópu- þingsins og bóndi. Hann mun stýra umræðum á ráðstefnunni sem lýkur annað kvöld. Hana sækja sérfræðingar um landbúnaðar- og þróunarmál frá rúmlega eitt hundrað löndum. Plumb ræddi við fréttamenn í gær. Hann var fyrst inntur eftir viðhorfi sínu til mótsagnarinnar milli hungursins í þriðja heimin- um og ofgnóttarinnar á Vestur- löndum. Hann sagðist hafa samúð með fólki sem vildi einfaldlega leysa vandann með því að flytja um- frambirgðir stöndugra ríkja til hinna fátækari. En slíkt yrði ein- vörðungu til að gera illt verra því þá myndu allir bændur í landi þiggjenda bregða búi, afurðir þeirra stæðust hvort eð er ekki samkeppni við gjafakorn. Frum- kvæði yrði gersamlega drepið í dróma og hvað myndi gerast ef gefendur yrðu uppiskroppa einn góðan veðurdag? Matgjafir væru ætíð neyðarúrræði. Hinsvegar gætu og ættu auðug ríki að stór- auka aðstoð á sviði tækni og verkþjálfunar og stuðla með því að stóraukinni framleiðni í land- búnaði vanþróuðu ríkjanna. Richard Lyng, Iandbúnaðar- ráðherra Bandaríkjanna, og Frans Andriessen, yfirmaður landbúnaðardeildar Evrópu- bandalagsins, munu rekja raunir offramleiðsluríkja á ráðstefn- unni. Kenneth Kaunda, forseti Zambíu, mun ávarpa ráðstefn- una sem aðalfulltrúi ríkja sem geta ekki brauðfætt þegna sína. Sérfræðingar sem fréttamaður Reuters ræddi við í gær voru á einu máli um nauðsyn tafarlausra aðgerða til að stemma stigu við siðlausu bruðli á Vesturlöndum. Stjórnmálamenn hvaðanæva að yrðu að taka höndum saman og vinna markvisst að réttlátri ný- skipan landbúnaðármála í heiminum. Viðmælendur fréttamannsins sögðust ekki eingöngu hafa áhyggjur af matvælaskorti í Afr- íku heldur og í Suður-Asíu. Þar hefði uppskera brugðist hrapal- lega í fyrra og ef hún brygðist einnig í ár yrðu afleiðingarnar óskaplegar. Edward Clay er forstjóri Stofn- unar um neyðarhjálp og þróun í Lundúnum: „Svo gæti farið að Indverjar yrðu nauðbeygðir til að kaupa 10-15 miljónir smálesta af korni ef allt fer úrskeiðis hjá þeim á ný. Þegar ástandið var verst í Afríku báðu leiðtogar hungur- ríkja í álfunni um 6 miljónir smá- lesta. Nú þegar er sýnt að hálf miljón dráttardýra fellur úr hung- ri í ár verði ekkert gert og ef svo illa fer verða akrar óplægðir á Indlandi þegar sáðtíminn fer í hönd.“ Fyrrnefndur Plumb gerir sér vonir um að leiðtogar ríkja heims muni hefjast handa án tafar. „Tíminn er á þrotum. Ef okkur er í raun og veru kappsmál að bæta hag sveitafólks í þriðja heiminum verða forystumenn iðnríkja strax að taka af skarið og hafa samráð við leiðtoga fátækra ríkja urn að- gerðir. Reuter/-ks. Fimmtudagur 7. april 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.