Þjóðviljinn - 07.04.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.04.1988, Blaðsíða 9
Uppboðí stað ein- hliða verð* ákvörðunar Ætti að leiða til sveiflukenndara verðs á íslensku grænmeti. Verð á gúrkumféll verulega áfyrsta uppboðinu Á síðastliðnu hausti ákvað Sölufélag garðyrkjumanna að koma á fót uppboðsmarkaði á ís- lensku grænmeti og var fvrsta uppboðið haldið nú í lok mars. Þessi ákvörðun var tekin eftir að Neytendasamtökin höfðu kært verðlagningaraðferð Sölufélags- ins til Verðlagsstofnunar, sem úr- skurðaði hana ólögmæta. SFG og fulltrúar framleiðcnda höfðu um áraraðir sjálfir ákveðið verð á hverjum tíma, en í gegnum Sölu- félagið fer mest allt af því græn- meti sem ræktað er í gróðurhús- um hér á landi. Til að fræðast um hvernig markaðurinn starfaði og almennt um framboð og sölu á grænmeti var leitað til Kristjáns Benedikts- sonar, markaðsstjóra hjá Sölufé- lagi garðayrkjumanna. Verðið talið niður Til að byrja með verður haldið uppboð á grænmetismarkaðnum þrisvar í viku og koma þangað bæði heildsalar og kaupmenn. Uppboðið fer þannig fram að á tölvuskjá birtist verð á ákveðinni tegund. Verðið er látið rúlla nið- ur þar til einhver kaupandi stöðv- ar niðurtalninguna, með því að ýta á hnapp á borði sínu. Hann segir hversu mikið magn hann vilji kaupa á þessu verði og síðan er aftur byrjað að telja niður frá upphafsverðinu. Af innlögðum afurðum eru tó- matar, gúrkur og paprikur seldar úr einum potti. Grænmetismark- aðurinn sér um að gæðameta þessar tegundir og framleiðendur fá greitt meðalverð fyrir hverja tegund. Aðrar tegundir eru seld- ar á ábyrgð einstakra fram- leiðenda og fær hver og einn þá upphæð sem greidd var fyrir hans vöru. Kristján sagði að einstakir framleiðendur gætu sett ákveðið lágmarksverð á þær tegundir sem seldar væru undir nafni. Ef þeir settu það verð of hátt tækju þeir ákveðna áhættu og gætu jafnvel þurft að henda vörunni ef hún seldist ekki. Geymsluþolnar teg- undir má reyna að setja nokkrum sinnum á markaðinn ef menn bú- ast við að fá hærra verð síðar. Varðandi lágmarksverð á tó- mötum, gúrkum og parpriku, sagði Kristján að SFG og bændur teldu ákjósanlegt að það væri ákveðið af opinberum aðilum. Þeir hefðu beðið Verðlagsstofn- un að taka að sér að gefa upp lágmarksverð og væri verið að skoða það mál. Tilgangurinn með því að setja slíkt lágmarks- verð er að forða mönnum frá al- geru verðhruni og vitleysu, að sögn Kristjáns. Hann sagði að bændur hefðu nokkuð ákveðna hugmynd um hvað þeir þyrftu fyrir sína vöru og nú væri félag garðyrkjumanna að láta reikna út fyrir sig raunverulegan fram- leiðslukostnað. Hættum ef leiðir til verðhruns Með tilkomu grænmetismark- aðarins má búast við sveiflukenndara verði á íslensku grænmeti en verið hefur, þar sem framboð og eftirspurn ræður mestu um verðið. A fyrsta upp- boðinu féll verð á gúrkum veru- lega. í marsmánuði hafði það verið 213 kr. fyrir kílóið, en með- Dæmi um verð á grænmetismarkaðnum Efri línan sýnir verð á fyrsta uppboðinu 29. mars, en sú neðri á við uppboðið í gær. Tegund Magn (kg) Meðalverð Lægsta Hæsta Agúrkur 4445 91,70 56 119 3300 87 86 88 Tómatar 6 880 880 880 66 276 276 276 Paprika 20 672 672 672 45 265 265 265 Á þessari töflu sést að verðið getur rokkað mikið til. Háa verðið á tómötum og gúrkum á fyrsta uppboðinu á sér þá skýringu að hér var um að ræða fyrstu íslensku framleiðsluna. Miðað við reynslu síðustu ára má búast við að mest framboð verði á gúrkum í apríl og maí og síðan komi annar toppur í ágúst. Toppurinn í framboði á tómötum hefur verið í júní og júlí fylgir fast á eftir. Enginn einn mánuður hefur skorið sig verulega úr (framboði á papriku, sem hefur verið álíka mikið yfir sumarmánuðina þrjá. Kristján Benediktsson í salnum þar sem íslenskt grænmeti er boðið upp þrisvar í viku. Mynd: Sig. alverðið á uppboðinu var 91,70. Kristján sagði að framleiðendur hefðu verið óánægðir með það verð, því fást þyrftu 100-120 kr. til að bændur gætu lifað á fram- leiðslunni. Ástæðan fyrir verðhruninu á gúrkum er óvenjumikið framboð á þessum árstíma. Alls komu 20 tonn til sölu í mars, sem er helm- ingi meira en á sama tíma í fyrra. Kristján sagði að framleiðendum hefði ekki fjölgað, heldur réði hér mestu um gott tíðarfar og aukin framleiðni. - Þó að mikið sé af gúrkum núna þá minnkar framboðið strax í næsta mánuði. Ef aukin sala kemur á móti lægra verði þá erum við hæstánægðir. Að sögn Kristjáns verður mark- aðnum hætt ef hann verður að- eins til þess að verðið hrynji. - Við viljum ekki verða til þess að bændur flosni upp. Hann sagðist þó vera bjartsýnn á að ákveðnar leikreglur mynd- uðust, eins og gerst hefði erlendis þar sem löng hefð er fyrir svona mörkuðum. Reynsla næstu vikna yrði að skera úr um hvort dæmið gengi upp hér. Samkeppni við frosið grænmeti Til verndar íslenskri grænmet- isframleiðslu er innflutningi á fersku grænmeti stýrt af landbún- aðarráðuneytinu samkvæmt heimild í búvörulögum. Nefnd sem í eru fulltrúar seljenda og framleiðenda auk oddamanns, fjallar reglulega um innflutnings- þörfina. Þegar íslensk fram- leiðsla fullnægir eftirspurn er lok- að fyrir innflutning sömu tegund- ar, t.d. var tekið fyrir innflutning á gúrkum 21. mars og hann verð- ur ekki leyfður fyrr en dregur aft- ur úr innanlandsframleiðslu. Kristján sagð að vissulega væri þetta umdeild aðferð, en ekki hefði fundist nein betri enn. Nú er lagður 30% tollur á inn- flutt ferskt grænmeti, en engir tollar eru á frosnu grænmeti og innflutningur þess frjáls. Stafar það af því að frosið grænmeti flokkast undir iðnaðarvöru, en Mikið framboð er nú á gúrkum og féll verðið verulega á fyrsta upp- boði grænmetismarkaöarins. menn hafa átt erfitt með að koma sér saman um hvar mörkin liggi milli landbúnaðar- og iðnaðar- vöru, eins og nýlegar deilur um franskar kartöflur sýndu. Krist- ján sagðist telja frystinguna að- ferð við geymslu og því óeðlilegt að engir tollar kæmu á þá vöru. Hann áleit frosið grænmeti í beinni samkeppni við ferskt ís- lenskt grænmeti og sérstaklega væri mikið keypt af því til veiting- ahúsa. Innflutningur á hálfunnum tómötum flokkast einnig undir iðnaðarframleiðslu og eru þeir fluttir inn til að búa til „íslenska" tómatsósu. Kristján sagði að eng- inn hér á landi tæki tómata til vinnslu og því neyddust þeir til að henda umframframleiðslunni. Aftur á móti er engum gúrkum hent nema þær séru skemmdar, því þær fara allar til vinnslu hjá Ora. Óttast áhrif söluskattsins Kristján taldi að nú þegar ís- lenskt grænmeti væri að koma á markaðinn færu áhrif 25% sölu- skattsins að korna vel í ljós. Á sama tíma og matarskatturinn tók gildi lækkuðu tollar á inn- fluttu grænmeti um 10%, svo að áhrifa söluskattsins gætti ekki eins mikið á útsöluverð grænmet- isins. Hann sagðist óttast að bændur þyrftu að borga þennan söluskatt, því miðað við verðið á grænmetismarkaðnum væri ljóst að neytendur tækju ekki á sig bæði verðhækkun til bænda og söluskatt. Miðað við verðlags- breytingar hefðu bændur þurft um 25% hækkun á sína fram- leiðslu milli ára, en fráleitt væri að það næðist nú. Á uppboðinu 29. mars greiddu kaupendur mishátt verð fyrir sömu tegund af grænmeti og von- andi skilar það sér til neytenda. Lægsta verð á gúrkum var t.d. 56 kr. en hæsta verð 119 kr. fyrir kílóið og getur munað um minna. Ofan á þetta verð leggst 2,1% neytenda- og jöfnunargjald, frjáls álagning verslana og stund- um milliliðakostnaður heildsala. Ofan á allt leggst síðan 25% sölu- skattur. -mj ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.