Þjóðviljinn - 04.05.1988, Síða 3

Þjóðviljinn - 04.05.1988, Síða 3
Grásleppa Dræm veiði 400 veiðileyfum úthlutað. Búið að veiða í2500-3000 hrognatunnur Grásleppuvertíðin hefur farið hægt af stað í ár en hún hófst fyrir Norðurlandi 1. aprfl sl. Búið er að veiða í 2500-3000 tunnur af um 12 þúsund tunna kvóta. í ár hefur verið úthlutað um 400 veiði- leyfum. Fyrir vestan og sunnan eru menn þegar farnir að leggja netin, en litlar fregnir hafa borist af veiði enn sem komið er. Vegna verulegrar birgðasöfn- unar á hrognum frá síðustu vertíð veiða menn nú ekki nema það sem þeir eru vissir um að geta selt og er verðið sem grásleppukarl- arnir fá fyrir hrognatunnuna um 1100 þýsk mörk eða um 25 þús- und krónur, brúttó. Að sögn Amars Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssam- bands smábátaeigenda, hefur lítil sem engin veiði verið hjá grá- sleppukörlum á Ströndum og er þar þungt hljóð í mönnum. Lé- legt hefur það verið á Sauðár- króki en reytingur hjá bátum út af Skagatá og þokkaleg veiði á svæðinu frá Kópaskeri og austur fyrir land að Vopnafirði. Þó hef- ur það ekki verið í líkingu við það sem aflaðist í fyrra. Astæðuna kenna menn miklum kulda í sjón- um sem verið hefur meiri en í venjulegu árferði. Kanadamenn, sem eru helstu samkeppnisaðilar okkar á mörkuðum fyrir grásleppuhrogn, eru ekki enn byrjaðir veiðar, en þar eru menn óhressir með verð- ið sem býðst fyrir hrognatunn- una. Ennfremur hefur það haml- að veiðum að enn er mikill ís á veiðisvæðunum. -grh Pjóðkirkjan Vill endur- greiðslu Flytur mál sittsjálfur í þessum mánuði verður mál- flutningur í borgardómi í máli Þóris Gunnars Ingvarssonar gegn fjármálaráðherra og kirkjumála- ráðherra. Krafa Þóris er sú að hann fái endurgreiddan hluta af persónulegum gjöldum sínum sem á undanförnum 4 árum hafa runnið til þjóðkirkjunnar. Þórir er kaþólskur maður og hann segir að hér sé um að ræða greiðslur til þjóðkirkju, presta, . prófasta, söngmálastjóra þjóð- kirkjunnar og aðrar greiðslur sem upp eru taldar í fjárlögum hvers árs og greiddar eru úr sam- eiginlegum og óskiptum sjóðum landsmanna einu trúfélagi til framdráttar. Aðilar utan þjóðkir- kjunnar fái ekkert en verði hins- vegar með opinberum gjöldum sínum að taka þátt í fjármögnun þjóðkirkjunnar. Þórir telur að þetta brjóti í bága við 64. grein stjórnarskrár- innar og að ekki sé hægt að rétt- læta fyrirkomulagið með tilvitn- un til 62. greinar þar sem sagt er að hin evangeliska-lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja og skuli ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Það þýði ekki hið sama og að allt skuli borgað. Þórir mun flytja mál sitt sjálf- ur, segir það of mikilvægt til að setja í hendur lögfræðinga en hann hefur aflað sér lögfræðiað- stoðar. Dómari í málinu er Allan V. Magnússon en fyrir hönd ríkislögmanns er Guðrún M. Árnadóttir. -FRI . FRETTIR Ráðhúsið Graftarleyfið ógilt Félagsmálaráðherra afturkallar leyfifyrir byrjunarframkvœmdum við byggingu ráðhúss í Tjörninni. Kœra íbúa við Tjarnargötu tekin til greina. Borgarstjóri: Byggingarleyfið verður samþykkt ánœsta borgarstjórnarfundi Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra hefur ákveðið að fella úr gildi svokallað graftar- leyfi fyrir byggingu ráðhúss f Tjörninni og afturkallað þar með leyfi til byrjunarframkvæmda við ráðhúsið. Alitsgerð ráðuneytisins var send borgaryfirvöldum í gær um að hætta framkvæmdum, Með þessari ákvörðun sinni hefur ráðuneytið tekið til greina kæru íbúa við Tjarnargötu sem kærðu til ráðuneytisins í apríl- byrjun sl. þá samþykkt bygging- arnefndar Reykjavíkur sem gerð var 30. mars og borgarstjórn sam- þykkti 7. apríl, að veita verkefn- isstjórn ráðhússins svokallað graftarleyfi. í niðurstöðu ráðuneytisins segir að ákvæði 9. gr. byggingar- laga beriað túlka þröngt, að náin tengsl séu á milli graftarleyfis og byggingarleyfis, að byggingar- leyfi hafi ekki enn öðlast gildi og rökstudd mótmæli hafi verið bor- in fram gegn graftarleyfinu ma. innan þeirra stjórnsýslustofnaria sem um það hafa fjallað og sem ekki verður talið fullnægjandi, þótt svo kunni að vera að fram- kvæmdir brjóti ekki í bága við tiltekna þætti aðal-og deiliskipu- lags, er niðurstaða ráðuneytisins sú að við slíkar aðstæður hafi ekki verið rétt að veita graftarleyfi og beri því að ógilda það. Að sögn félagsmálaráðherra var þessi ákvörðun ráðuneytisins tekin eftir vandlega skoðun í ráðuneytinu og var ma. byggt á niðurstöðum prófessors Sigurðar Líndals um málið. Þá hefur kæra borist til ráðuneytisins í skeyta- formi vegna byggingarleyfis og sagði Jóhanna að ekki yrði tekin afstaða til þess fyrr en greinar- gerð íbúanna hefur borist. Þá á eftir að samþykkja byggingar- leyfið í borgarstjórn og því verð- ur afstaða til þessarar kæru vegna byggingarleyfis ekki tekin fyrir fyrr en öll kurl eru komin til grafar. Jóhanna vildi því engu spá um hve langur tími liði þangað til þessi kæra um byggingarleyfið yrði tekin fyrir í fé- íagsmálaráðuneytinu og sagði það út í hött að vera að spá ein- hverju um það. Byggingarleyfið ætti eftir að fara til umsagnar skipulagsstjórnar ríkisins og bygginganefndar borgarinnar. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði að byggingarleyfið yrði samþykkt í borgarstjórninni nk. fimmtudag og þangað til myndi verktakinn halda áfram þeim nauðsynlegu undirbúningsfram- kvæmdum á lóðinni sem þyrfti. -grh Samvinnubankinn Seinheppinn þjófur Greip handfylli afþúsund króna seðlabúntum hjágjaldkera. Gómaður innandyra Maður á þrítugsaldri gerði sér lítið fyrir í gær um hádegis- bilið og komst höndum yfir nokk- ur knippi af þúsund króna seðlum frá bankagjaldkera í aðalútibúi Samvinnubankans í Bankastræti. Hann komst þó ekki langt með fenginn því hann var gripinn glóðvolgur af einum viðskipta- vina bankans sem hlaut ámæli fyrir af hálfu þjófsins sem taldi sig vera gróflega hindraðan í vinn- unni! Að sögn Sigríðar Elínar Þórð- ardóttur bankagjaldkera var hún ekki að störfum í gjaldkera- stúkunni þegar ránið fór fram, en sá tilsýndar hvar þjófurinn teygði lúkuna niður í gjaldkerahólfið og greip handfylli af þúsurid króna seðlabúntum. - Ég trúði í fyrstunni ekki mín- um eigin augum en eins og ósjálf- rátt spratt ég á fætur og hljóp á eftir þjófinum. Ef ekki hefðu komið til rösk viðbrögð frá spari- sjóðsdeildinni sem lokaði strax bankanum og ónefndum við- skiptavini bankans sem náði að stöðva þjófinn hefði hann jafnvel komist upp með ránið. En hann náðist sem betur fór áður. Ekki þurfti að kalla á lögregl- una í þetta sinnið til að handtaka þjófinn því í sama mund og þetta gerðist voru lögreglumenn að koma í bankann sem hverjir aðrir viðskiptamenn, en komu að bankanum lokuðum vegna ráns- ins. í stað þess að fá hefðbundna afgreiðslu var þeim afhentur þjófurinn og tóku þeir hann í sína vörslu. -grh Vegna breytinga sem standa yfir i afgreiðslusal Samvinnubank- ans í Bankastræti var það létt verk fyrir þjófinn að grípa hand- fylli af þúsund króna seðlabúnt- um hjá Sigríði Elínu bankagjald- kera í hádeginu í gær. Mynd: Sig. Kaupfélag Fáskrúðsfjarðar Hagnaður 15,9 miljónir Rakið til góðs hags útgerðar og að sneitt hefur verið hjá offjárfestingu egar mikið er rætt um slæma stöðu fyrirtækja á lands- byggðinni, vekur eftirtekt hve góð afkoma Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga var á síðasta ári. Hagnaður af rekstri fyrir- tækja félagsins nam 15,9 miljón- um og munaði þar mest um 12,5 miljón króna hagnað Hraðfrysti- húss Fáskrúðsfjarðar. Á aðal- fundi fyrir skömmu var ákveðið að greiða 1250 þúsund í stofnsjóð félagsmanna, en þeir eru um 200 talsins. Gísli Jónatansson kaupfélags- stjóri sagði að helsta skýring á hagnaðinum væri góður hagur út- gerðarinnar á síðasta ári og til- tölulega lítill fjármagnskostnað- ur, þar sem reynt hefði verið að forðast offjárfestingu. Togarar félagsins eru báðir smíðaðir í Japan 1973 og í fyrra var Hoffellið endurbyggt í Pól- landi fyrir um 110 miljónir. Að sögn Gísla nam kostnaðurinn við endurbygginguna um þriðjungi af verði nýs togara og má búast við að hann endist 15-20 ár í við- bót eftir breytingarnar. í sumar fær Ljósafellið sömu endurnýj- un, en að öðru leyti verður ekki um neinar stærri fjárfestingar að ræða. Kaupfélagið er langstærsti at- vinnurekandinn á Fáskrúðsfirði og í fyrra komust um 450 af tæp- lega 900 íbúum á launaskrá hjá félaginu. Er spurt var hvernig gengi að manna fiskvinnsluhúsin, sagði Gísli að fólkið mætti vera fleira. Ekki hefði þó verið farið út í að flytja inn fólk síðustu árin. Auk togaranna eru gerðir út milli 20 og 30 smábátar og að sögn Gísla hefur fiskast mjög vel í vetur. Hann sagði að það ylli mönnum áhyggjum að fiskurinn væri nú mun smærri en þeir ættu að venjast fyrir austan. Meðal- stærðin á þorskinum væri um 2 kg- Hveragerði Hótel Örk til sölu Helgi Þór Jónsson eigandi Hótel Arkar er nú að leita að kaupendum að þessari eign sinni og hefur nokkrum aðilum verið boðin hún til kaups. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans var m.a. eigendum Hótel Holts boðið að kaupa hótelið en áhuginn var tak- markaður á því. Frá því að Hótel Örk reis af grunni hefur reksturinn staðið tæpt vegna mikils fjármagns- kostnaðar og hefur Helgi m.a. leitað til opinberra aðila, svo sem Byggðasjóðs, og beðið um að- stoð, en án mikils árangurs. Um tíma voru svo uppi hugmyndir um að selja erlendum aðilum hót- elið til að reka það sem heilsubót- arhótel. -FRI -mj Miðvikudagur 4. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 J i /

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.