Þjóðviljinn - 04.05.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.05.1988, Blaðsíða 7
. J Fiölarinn á Akureyri Shalom Aleichem og Fiðlarinn á þakinu Um síðustu helgi frumsýndi Leikfélag Akureyrar söngleikinn vinsæla Fiðlarann á þakinu eftir Fimm dætur sama og fimm tengdasynir. Og hvað ef valið er ekki eftir höfði pabba? Bandaríkjamennina Joseph Stein (handrit), Sheldon Harnick (söngtextar) og Jerry Bock (tón- list). Leikurinn var frumsýndur á Broadway árið 1964, og hlaut þegar miklar vinsældir, sló öll fyrri sýningamct (3.242 sýningar á Broadway). Síðan hcfur Fiðlar- inn gert víðreist um heiminn, og er þetta í þriðja skipti sem leikur- inn cr sýndur hér á landi. Þjóð- leikhúsið sýndi hann árið 1969, en þá lék Róbert Arnfinnsson mjólkurpóstinn Tevje og Leikfé- lag Húsavíkur sýndi Fiðlarann 1979, nieð Sigurð Hallmarsson í aðalhlutvcrki. Fiðlarinn á þakinu er byggður á sögum jiddíska rithöfundarins Shalom Aleichem (friður sé með yður). Hann hét reyndar Salom- on Rabinovitz ogvarfæddur 1859 (Úkraínu. Hann gekk í rússnesk- an menntaskóla og gerðist kenn- ari að loknu stúdentsprófi 1876, en stundaði jafnframt ritstörf, skrifaði til að byrja með greinar um menningarmái í dagblöð gyð- inga og þá ýmist á rússnesku eða hebresku, en seinna meir smá- sögur, leikrit og ljóð á jiddísku. Það var þegar hann fór að skrifa á jiddísku að liann tók upp höfu- ndarnafnið Shalom Aleichem, því á þessum tíma var jiddíska einungis mál alþýðunnar og ekki hátt skrifuð hjá menntamönnum gyðinga. En það var reyndar Aleichem að þakka að jiddískan hlaut sess sem bókmenntamál, hann gaf út árbók yfir bók- menntir á jiddísku árið 1888, og varð hún til þess að jiddískar bók- menntir voru aðgreindar frá „ruslbókmenntum". Fyrsta saga Aleichems um mjólkurpóstinn Tevje og dætur hans kom út árið 1894. Sögurnar eru hugsaðar sem sjálfstæðar smásögur og eintöl, þar sem Tevje ræðir við höfundinn um lífið og tilveruna. Fyrirmynd hans var mjólkurpósturinn sem færði fjölskyldu Shalom Al- eichems mjóíkina í Bojarka þar sem þau dvöldust í sumarleifum, en sá var sífellt með tilvitnanir í Biblíuna og hebreisk orðatiltæki sem hann sneri og lagaði að þörf- um sínum til að lifa af ömurlegan Gunnar Rafn Guðmundsson og Arnheiður Ingimundardóttir. veruleikann. Á þessum árum var fjölskylda Aleichems bláfátæk, vegna þess að hann hafði misst aleiguna í kauphallarbraski. Þau bjuggu í Kiev árið 1905 þegar gyðingaofsóknir hófust í kjölfar byltingartilraunarinnar. Vegna ofsóknanna flutti fjölskyldan fyrst til Sviss og síðar til Banda- ríkjanna. Síðustu árin ferðaðist Aleichem á milli gyðingabyggða í Evrópu og Bandaríkjunum og las úr verkurn sínum. Honum var hvarvetna vel tekið og var á far- aldsfæti þangað til hann lést, árið 1916. Handrit þeirra Stein og Harn- ick er byggt á leikgerð Shaloms Aleichem á sögunum um Tevje. Enn fremur tengdu þeir efnið myndlist Marc Chagall, og er nafn og umgjörð verksins dregið af málverki hans af fiðlaranum á þakinu. Söngleikurinn gerist í þorpinu Anatevka í Úkraínu um 1905, og er fiðlarinn á þakinu orðinn samlíking við það líf sem gyðingar í Rússlandi lifðu á þess- um tíma, lýsir þrjósku þeirra þeg- ar þeir reyndu að lifa lífinu og njóta þess þrátt fyrir erfiöar að- stæður. Það er augljóst að staða fiðlarans á þakinu er í meira lagi ótrygg, hann er tákn mannsins sem reynir að laða fram eitthvað fallegt og gott, eigandi stöðugt á hættu að detta niður og háls- brjóta sig. Rúmlega fimmtíu leikarar, söngvarar og dansarar taka þátt í sýningum á Fiðlaranum á Akur- eyri. Théódór Júlíusson leikur hlutverk Tevjes, Anna Sigríður Einarsdóttir er Golda kona hans, og dætur þeirra fimm eru leiknar af Arnheiði Ingimundardóttur, Margréti Kr. Pétursdóttur, Erlu Rutli Harðardóttur, Helgu Hlín Hákonardóttur og Arnbjörgu Valsdóttur/ Júlíu Egilsdóttur. Sunna Borg leikur hjúskapar- miðlarann Yentu. Leikstjóri er Stefán Baldurs- son og leikmynd gerir Sigurjón Jóhannsson. Juliet Naylorer höf- undur dansa, ljósameistari Ing- var Björnsson, tónlistarstjóri Magnús Blöndal Jóhannsson og kórstjóri Jón Hlöðver Áskelsson. LG Tevje: Theódór Júlíusson Leikhús i . J J J J Miðvikudagur 4. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.