Þjóðviljinn - 08.05.1988, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 08.05.1988, Qupperneq 3
Mesta ógœfa vinnandi stétta er að halda ekki samstöðu sinni l.maíávarp 1. maí er dagur sérstakra tengsla milli manna og skiptir þá ekki máli þótt skilji höf. Fyrsti maí er dagur bróður- banda alþýðufólks um allan heim. Dagur þeirra sem vilja vinna að friði, jafnrétti og mannréttindum. Við minn- umst sérstaklega þeirra sem ekki njóta þeirra réttindasem viðteljumsjálfsögð. Á þessum degi, sem ásér engan líka á árinu, finnum við og eflum samhygð systra og bræðra um allan heim og snú- umst öndverð gegn og for- dæmum þau öfl sem níðast á varnarlitlu fólki, öfl sem myrða, kúga og fangelsa. Al- þýða heims tekur höndum saman og finnur betur en alla aðra daga hve skyld við erum og náin, hvaða liftaraft sem við berum, hvaða land sem við byggjum, hvaðastjórnar- fari sem við lútum - eða rísum gegn. Árgœska og verkalaun í dag eru 65 ár liðin síðan reykvísk alþýða gekk hrakin og smáð moldargötur þessa bæjar í fyrstu kröfugöngu þessa hátíðis- og baráttudags. Hún varð fyrir aðkasti og háðsyrðum þeirra sem betur þóttust vita og mega. Nú er sú tíð liðin og breytingin orðin mikil. Launþegar í öllum starfs- stéttum eiga samleið. Krafan um réttláta skiptingu þjóðartekn- anna er jafn brýn og fyrr. Mikils er aflað og miklu er eytt. Á metn- aðarfullum stundum er gortað af miklu aflafé þjóðarinnar, á öðr- um er ekkert eftir til skipta. Bruðl og offjárfesting sjá fyrir þv£. Við höfnum minnismerkja- áráttu einstakra valdamanna. Ekki hafa bagað okkur harð- indin undanfarið. Síðastliðið ár var eitt hið besta og blíðasta til lands og sjávar. Ætla mætti það væri ágætt, en hagstjórnendur segja að ekki sé gott að verða fyrir slíku góðæri, því það skapi of mikla þenslu. Nú er hinsvegar allt að verða ómögulegt aftur, og það er verið að heimta gengis- lækkun eina ferðina enn vegna þess að kostnaður innanlands hafi hækkað - en þessi kenning kemur ævinlega fram þegar þegar vinnandi fólk vill fá sanngjörn laun fyrir eðlilegan vinnutíma. En það sýnir betur en flest annað að þessi áróður um að venjuleg verkalaun skapi vandann í efna- hagslífi er rangur og upp loginn, að það má jafnframt borga þessu sama fólki ótakmarkaða nætur- og helgidagavinnu ef svo ber undir. Og þarf ekki að fara langt til að finna dæmin. Þegar verið var að klambra saman Kringlunni sl. sumar var þar hver hönd á uppboði og menn unnu eins og þeir þoldu og vel það. Fyrirtæki sem á pappírunum geta ekki með nokkru móti borið hærri dag- vinnulaun geta látið vinna nær ót- akmarkað með 80% álagi um kvöld og helgar. Hvernig skyldi Hjálmfríðar Þórðardóttur, ritara Dagsbrúnar, fluttá útifundi Fulltrúaráðs verklýðsfélaganna Hjálmfríður Þórðardóttir: Við höfum öll sömu þörf fyrir samvinnu, vináttu.'félagsskap og virðingu. nú standa á því? Það er einfald- lega vegna þess að vinnuaflið er svo ódýrt. Tíminn og frelsið Og núna, einmitt í kringum fyrsta maí, upphefst hið hefð- bundna stríð sem háð er á hverju einasta vori um helgarleyfið á okkar stutta og hverfula sumri. Árvisst stríð þar sem tekist er á um rétt sívinnandi fólks til að ráða sjálft frídögum sínum. Og við þurfum meira og minna, því miður, að selja af dýrmætum eigin tíma okkar til að sjá okkur farborða. Fjöldinn allur þarf að ná orlofinu sínu út eins fljótt og hægt er, því orlofsféð fer beint í afborganir af lánum sem líklegast eru fallin, því það er dýrt að vera fátækur. Og þegar orlofslaunin eru tekin upp í afborganir, reynum við að fjármagna sumarfríið með meiri aukavinnu, með því að skerða enn tímann sem við eigum eftir handa okkur sjálfum. Við ráðum minna og minna af okkar tíma sjálf, rétt eins og við ráðum því æ minna sjálf hvernig við ráð- stöfum tekjum okkar. Frelsi manna hefur verið skil- greint á ýmsa vegu og það frelsi sem við búum við hér hefur oft verið lofað í ræðu og riti. En hvernig getum við kallað þann mann frjálsan sem bundinn er óeðlilegri vinnukvöð öll sín bestu æviár? Illa skipt Tekjumisskiptingin er hroða- legur smánarblettur á jafn vel gerðri og vel upplýstri þjóð og hér býr. Tekjumisskiptingin og aðbúnaður aldraðra og öryrkja. Skattbyrði launafólks er nú þyngri og peningarnir renna örar í ríkiskassann en nokkru sinni fyrr. Það eru til nógir peningar á ís- landi en þeim er illa skipt. Miklu fé er líka svo óskaplega illa varið. Lítið þið bara yfir á Kalkofnsveg- inn, á þennan dökka óskapnað, Seðlabankann, sem er búinn að troða tröllþungum hrammi sínum að tánum á Ingólfi Arnarsyni. Hvað haldið þið af hefði mátt byggja margar íbúðir fyrir það fé sem fór í þennan táknræna minn- isvarða um fjármunasóun? Ýmsir tala um samneysluna sem þjóðarmein og beri að minnka hana. En hvernig er búið að því fólki sem þarf á samneyslu- fé að halda og hefur margunnið fyrir því? Hefur hagur þess verið bættur? Aldraðir og heilsutœpir Fullorðið fólk, sem með ráð- deild, sparnaði og sjálfsafneitun hefur komið sér upp dálitlum efn- um, kaupir sig inní rándýrar smá- íbúðir í byggingum fyrir aldraða vegna þess öryggis sem þeim á að fylgja. Og svo þegar þetta full- orðna fólk hefur fórnað húsinu sínu eða íbúðinni sem það átti og kæru, þekktu umhverfi fyrir litlar þjónustuíbúðir svokallaðar, þá fylgir því minnst af því sem lofað var. Engin hjúkrun, ekkert sjúkrarými. Margir aldraðir og heilsutæpir búa við fátækt. Uppistaðan í fæð- inu er skyr og hafragrautur. Kaff- ipakki, brauð og smjör er munað- ur. Þegar búið er að greiða föstu útgjöldin, húsaleigu, rafmagn, hita og síma, sem er ómissandi sjúkum og öldruðum, þá eru eng- ir peningar eftir fyrir mat. Og ef þetta fólk veikist og þarf að fara til lengri dvalar á sjúkrahúsi en tvo mánuði, þá er lífeyririnn tek- inn af því. Það má sem sagt einu gilda þótt búið sé að loka fyrir rafmagn og hita og símann, þegar komið er heim. Þetta eru einu þegnar þessa lands sem njóta ekki ókeypis sjúkrahússvistar. Þannig er nú okkar marglofaða heilbrigðis- og tryggingakerfi. Þetta er okkar velferðarþjóðfé- lag. Leiguhúsnæði er mjög erfitt að fá, fyrir tekjulítið fólk að minnsta kosti, Eðlilegt framboð á leigu- húsnæði höfum við aldrei þekkt og munum aldrei þekkja - nema af afspurn um hagi nágranna- þjóðanna - ef ekki verður reist á félagslegum grunni. Reykjavík- urborg á alltof lítið af leiguhús- næði. Það hefur ekki annað frést en fjárhagur borgarinnar sé góð- ur og byggingaáhugi mikill, en ég hefi ekki heyrt þess getið, að það eigi að byggja gott leiguhúsnæði fyrir þá sem sárlega þurfa á því að halda. Hinsvegar hækkaði húsa- leigan hjá borginni ekki um neitt smáræði í vetur - ég hefi séð leiguseðla sem sýna helmings- hækkun og meira þó. Öryggisleysið Já vel á minnst: Reykjavíkur- borg. Það var ekki lítið um dýrðir þegar borgin afhenti ísbirninum Bæjarútgerðina. Þá var því lofað í hátíðlegum ræðum að þar skyldi allt vanda og vel að standa og enginn missa vinnu, en nú eiga 50 manns að yfirgefa þennan vinnu- stað í sumar. Það er býsnast yfir því að einhver framámaður fái reisupassann og mál höfðað og krafist stórra fébóta, en þagað þunnu hljóði yfir fjöldauppsögn- um verkafólks, sem á sér formæl- endur fáa. Að viðurkenna konur Auðlindin kona, sem fæðir af sér nýja þjóðfélagsþegna, elur þá upp, vinnur fyrir þeim og kemur þeim til manns - hver er viður- kenning hennar? Hún er kölluð „fósturlandsins Freyja“ í hátíða- ræðum, en ef hún að loknu upp- eldisstarfi sækir um vinnu þá er til fárra fiska metin sú víðfeðma starfsreynsla, sem hún hefur af því að stjórna og reka það afar flókna og oft erfiða fyrirtæki sem heimili er. Það er fyrst núna sið- Sunnudagur 8. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.