Þjóðviljinn - 08.05.1988, Side 11

Þjóðviljinn - 08.05.1988, Side 11
„Nóttúran ein er sönn því hún er list guðs“ Endurminningar Sólveigar Önnu Hooke fró íslendingabyggðum íVesturheimi ó fyrri hluta aldarinnar Vetur við Barney’s Point Það var árla morguns 1930 í Riverton. ísnálar héngu í loft- inu er við köfuðum snjóinn þangað sem hundarnir höfðu verið spenntir fyrir hinn vold- uga sleða föður okkar. Hundaeykið samanstóð af fimm eskimóa-sleðahundum, glefsandi og urrandi í óþolin- mæði eftir að komast af stað. Forystuhundurinn „Crusoe“ tók vandann af stjórnun hinna fjögurra, stöðu sem hann hélt allt sitt líf. Ég minnist þess að pabbi sagði frá því hvernig hann reyndi að létta álagið á Crusoe með því að setja hann næstfremstan í eykið. Crusoe hafnaði því og lagðist niðurog þar lá hann þar til hann var aftur settur í forystuna. Sleðinn var með tjörusegls- blæjum á hliðunum, klæddur innan og bólstraður með ullar- efnum. Mamma, Margrét og ég voru dúðaðar inni og ferðin hófst með kæti og hlátrum, niður „Ice- landic River“, að Winnipegvatni, frosnu og snæviþöktu svo langt sem augað eygði. Hundarnir lögðust í klafana, pabbi hvatti þá tímunum saman milli áninga, sem rufu keyrsluna eftir víðáttu auðnarinnar. Nóttin féll á og frá rennirekkju okkar horfðum við til mánans, stjarnanna og norður- ljósanna, sem brugðu töfrabirtu yfir hina hvítu veröld. í fjarska sást stakt ljós frá glugga á bjálka- kofa við D’Arcy’s Point. Þar fögnuðu okkur hjónin Jimmy D’Arcy með dökkum tindrandi augum sínum geislandi af ham- ingju og buðu okkur inn á hið hlýja vistlega heimili sitt, þar sem við gistum eftirað hafa neytt villi- bráðar og heimabakaðs flat- brauðs til kvöldverðar. Snemma næsta morgun var lagt af stað til verbúðanna og seint um kvöldið komum við til bjálkakofans, sem verða skyldi heimili okkar um veturinn. Venjulega voru nokkrir hinna fiskimannanna þegar komnir eða komu skömmu síðar. Á góðviðr- isdögum var okkur Margréti leyft að fara út og fylgjast með mönn- unum draga net sín upp um götin á ísnum. Stundum sýndum við það hugrekki að taka upp ný- veiddar geddur en aldrei álana, sem bæði vöktu okkur áhuga og hrylling. Við vorum fegnar að þurfa ekki að borða þá, þar sem þeir voru einungis hirtir í hunda- fóður. Það var dag nokkurn er við Margrét vorum úti að leika okk- ur, að við kynntumst því að lífið krefst stundum harðneskju. Við höfðum gengið að viðarhlaða og skelfdumst er við sáum blóð- rauða bletti í snjónum. Gat þetta verið blóð? Margrét tók upp eitthvað smátt og loðið. Þvílík skelfing! Þetta var eyra - eyra af hvolpi. Og fleiri eyru voru um- hverfis. Hver hafði sýnt slíka grimmd? spurðum við og ótti og skelfing greip okkur er við heyrðum ýlfrið í hvolpunum. Við hlýddum á móður okkar með tár- in í augunum, er hún sagði okkur að klippa þyrfti eyru hvolpanna svo þau frysu ekki, en það væri mun kvalafyllra að missa eyrun þannig. Seinna komumst við að því að oft þurfti að stýfa rófur þeirra einnig til þess að andgufa eins frysi ekki á rófu þess næsta fyrir framan í eykinu. Sagt er að erfiðleikar laði fram eiginleika sem ekki hefðu komið fram við hagstæðari skilyrði. Þetta sannaðist í veiðistöðinni. Flesta daga voru vinnuáhöld búin til úr „drasli“, sleðar seglbúnir til þess að auðvelda ferðir um ísinn, ofnar gerðir úr tunnum og traust húsgögn úr viðum trjánna í nág- renninu. Uppáhalds leikföngin mín voru brúða skorin úr neta- korki. Vöggur okkar sem hengu í ioftinu til hlýinda voru listilega gerðir bátar, málaðir í skærum litum. Þær voru settar á flot þegar kom fram á sumar. Svo smíðaði pabbi handa okkur sleða og vagna. Sá kunni að fara með hamar og sög! Ekki má gleyma sokkunum sem amma Björnsson prjónaði úr ullarbandi sem hún spann sjálf. Þeir voru dásamlega hlýir, en það klæjaði undan þeim! Með vorinu tók ísinn að leysa og við tókum með gleði og kappi að undirbúa heimferðina til Ri- verton, áður en ferð yfir ísinn yrði of áhættusöm. Við kvöddum með gleði vetrarbústaðinn og litum síðan til baka með snert af trega. Fóru foreldrar þínir með þig í tjaldferð þegar þú varst lítil? Þannig spurði ein dætra minna mig í byrjun sjötta áratugarins, þegar við áðum við Minnisota- vatn á almenningstjaldstað þöktum tjöldum, hjólhýsum og bátum. Ekki stóð á svari mínu. Engir fóru í tjaldferðir á þeim tíma og hugur minn reikaði aftur til bernsku minnar með foreldr- um mínum, Jóni og Jóhönnu Björnsson frá Riverton og systur minni Margréti (íslenskukennari þar við skólann), við vatn miklu stærra og stórkostlegra, Winnip- egvatn. Að kvöldi stigum við um borð í fiskibátinn J.R. Spear við Hnausabryggju, næstum veikar af eftirvæntingu, þar sem jafnvel ferð með vörubíl að Hnausahöfn var ævintýri. Ferð okkar hófst síðan með dyn frá vél hins öfluga Spear, sem klauf öldurnar norður til Berensár, þeirra erinda að bvggja aftur upp veiðistöðina að Sandy Bar. Minningar mínar frá veiðistöðinni eru eingöngu fagr- ar: um sólskinsdaga með Mar- gréti að grafa eftir froskum í sandinum, fund gullfylltra steina og um rannsókn á eyju, ósnort- inni af menningunni. „Búið“ okkar var byggt úr fiskkössum, diskar okkar skeljar, teppin grænn, mjúkur mosi. Hvílíkt dá- semdar hús sem við áttum! Þarna íslenskir landnemar við bjálkahús í Islendingabyggðum í Kanada á fyrri hluta aldarinnar. SumarviðSandy Bar var hvorki útvarp né sjónvarp til þess að stela tíma okkar, engin keypt leikföng til þess að ræna okkur hugmyndafluginu og engir skipulagðir leikir til þess að svipta okkur skarpskyggninni. Dagar okkar voru töfrandi og kvöldin við arineldinn leyndar- dómsfulla, með óviðjafnanlegum hljóðum fugla og dýra sem ef til viíl voru reið manninum fyrir að rjúfa friðinn í ríki þeirra. Stór svartur otn var þunga- miðja matreiðslutjaldsins og sá- tum við umhverfis hann ásamt foreldrum okkar og öðrum fiski- mönnum. Sá sem sagði bestu sögurnar var vinsæll, einkum ef þær voru kryddaðar góðlátlegu gríni. Nú hugsa ég til þess hvað for- eldrar okkar þurftu að leggja á sig. Móðir mín hvfldist ekki í sói- stól! Dagar hennar liðu við matargerð á viðarkyntri stó, brauðbakstur og gerð búðinga með berjamauki. Engin verslun til þess að hlaupa í eftir efni og föngum, og margs vant. Hún sýndi hugrekki og fyrirhyggju við frumstæðustu skilyrði þrátt fyrir öryggisleysi, og annaðist fjöl- skylduna eins og konur hafa gert um aldir. Faðir minn, eins og aðrir fiski- menn, kom ekki frá hinu óræða, hættulega Winnipegvatni með yf- irlæti sportveiðimannsins, heldur þakklæti vegna þess að þeir höfðu veitt nóg í matinn og nokk- uð til þess að selja, en með áhyg- gjusvip og kvíðnir ef veiði var lé- leg. þar sem þetta var lífsbjörgin. Eg man eftir fárviðri, þrumu- veðri, sem skall fyrirvaralaust á - fellibyl á máli fiskimanna. Menn- irnir voru úti á bátum sínum, traustum bátum en ekki gerðum til að mæta stormum á vatninu. Mamma, Margrét og ég vorum einar í eyjunni. Þvflík spenna og ævintýri fyrir mig og Margréti! En hvflíkur ótti hlýtur ekki að hafa búið í hjörtum foreldra minna. Mamma áhyggjufull um að mennimir sneru ekki aftur, og karlmennirnir beita kænsku og hugrekki gegn slægð hinna blökku, áleitnu holskefla hins reiða vatns. Hvflíkur léttir þegar veðri slot- aði og þeir sneru aftur til strand- ar! Og ár eftir ár þegar vertíðin hófst, yfirgaf pabbi bæinn þar sem hlutirnir voru auðveldari og sneri aftur til vatnsins og lífsins þar. Ég held að heimspeki hans hafi verið þessi: „Allir aðrir hlutir eru falskir, því náttúran er list guðs.“ Sólveig Anna Hooke (Björnsson) r Hallgrímur Björnsson timbur- meistari. Myndin er tekin um 1890. HallgrímurBjörnsson, lengi þekktur um byggðir Riverton sem Hallgrímur „timbur- meistari" (mastercarpenter), varAustfirðinguraðuppruna. Hann var fæddur 18. ágúst 1871,sonurBjörns Sæmundssonar bónda á Ekkjufelli í Fellahreppi, N- Múlasýslu. Foreldrar Björns Niðjatal Hallgríms og Margrétar Björnsson voru Ingibjörg Bjarnadóttirog Sæmundur Vilhjálmsson. Móðir Hallgríms var Aðai- björg, dóttir Guðmundar Hin- rikssonar og Guðrúnar Sölva- dóttur. Önnur börn Ekkjufells- hjóna voru: Guðmundur, Sigfús, Sigbjörn og Sölvi, þekktir sem Ekkjufellsbræður, og systurnar: Guðrún, Ingibjörg og Anna. Öll þessi systkini bjuggu á fslandi til æviloka. Um tvítugt fór Hallgrímur til Kaupmannahafnar til frekara náms í iðn sinni, trésmíðinni, og kom heim tveim árum síðar með sveinsbréf sitt. Hann hóf nú störf við smíðar og skömmu síðar, 14. júlí 1894, giftist hann Margréti Jónsdóttur, en foreldrar hennar höfðu komið sem hjú að Ekkju- felli. Fjölskylda Margrétar var úr Skaftafellssýslu. Hún var fædd að Árnanesi í Hornafirði 30. nóv. 1866, dóttir Jóns Jónssonar frá Sævarhólum í Suðursveit, og konu hans, Steinunnar Pálsdótt- ur úr Vestur-Skaftafellssýslu. í júní 1903 fóru Hallgrímur og Margrét til Ameríku ásamt fjór- um börnum sínum. Þau höfðu þá búið um nokkur ár á Ekkjufelli, Breiðavaði og Miðhúsum. Þau komu til Winnipeg 3. júlí 1903 og fór Hallgrímur fljótlega að starfa við byggingar, fyrst á vegum ann- arra en síðar sjálfstætt. Gengi hans á þessu sviði er vottað í eftir- farandi frásögn í blaðinu „Heimskringlu“ 18. okt. 1906: „Hr. Hallgrímur Björnsson timburmeistari frá Winnipeg, sem flutti frá íslandi fyrir 3 árum, yfirgaf borgina nýlega til þess að setjast að á stórum búgarði, sem hann hefur keypt. Hann gat borg- að meirihluta verðsins, sem var $8000,- eða nærri 30.000,- kr., eftir að hafa unnið hér í aðeins 3 ár. Ekki lítið afrek af landnema! Þetta er aðeins dæmi um hvað framsækni og dugnaður manna má sín hér, jafnvel þótt menn kunni ekki málið þegar þeir koma.“ Ekki er vitað hvar hinn um- ræddi búgarður var, en vegna stofnunar Árborgar árið 1910, samfara þenslu í uppbyggingu þar, flutti Hallgrímur ásamt fjöl- skyldunni til Arnheiðarstaða í Geysi, sem hann hafði keypt af frumbyggjanum, Jóhanni Magn- úsi Bjarnasyni. Um 1914 var Ri- verton orðin miðstöð umsvifa, og Hallgrímur fékk vinnu þar. Um svipað leyti sótti hann um búsetu norðan við Riverton (N.W. 18- 24-4E) og settist árið 1915 að í aðliggjandi hverfi (S.E. 19-24- 4E) að sögn Guðjóns, næst elsta sonarins. Um 1918 fluttu Margrét og Hallgrímur að „Hvoli“, sunn- an Riverton, þar sem heimilið í ísafoldarbyggð var umgirt og ein- angrað af fenjum, en fluttu síðar að „Lundi“ í hús sem áður var í eigu Kristjáns Finnssonar. Hallgrímur og Margrét voru góðgjörn, starfsöm og gestrisin hjón, sem báru marga erfiðleika og sorgir með þolinmæði og sál- arstyrk. Margrét, sem síðari árin undi við prjónaskap, spilaboð og að segja barnabörnum sínum sögur, andaðist að „Gimli- sjúkrahúsinu" 7. ágúst 1949 og Hallgrímur, þekktur að fádæma þreki og glaðsinni, dó að heimili sínu í Riverton 7. aprfl 1956. Börn þeirra voru 10: 1) Aðalbjörg Hallgrímsdóttir, fædd á íslandi 1894. Dó úr berkl- um 1910. 2) Björn H. Björnsson, þekktur sem Bjössi eða Barney, og stund- aði fiskimennsku með Guðjóni bróður sínum. D. 1954. 3) Guðjón H. Björnsson, betur þekktur sem John, fæddur á ís- landi 1896. Fiskimaður og tré- smiður að atvinnu, kvæntur Jó- hönnu Sigrúnu Eastman. Guðjón stundaði fiskveiðar á Winnipeg- vatni og lést í Riverton 1954. Þau Jóhanna áttu 3 börn, og er Sól- veig Anna Hooke höfundur frá- sagnarinnar hér að ofan elst þeirra. Hún er gift James Hooke frá Manitoba og þriggja barna móðir. Systkin hennar eru Margrét Lo- vísa Wishnowski kennari í Ri- verton og Joan Arlene Joyal í St Andrews. 4) Guðný Steinunn Hallgríms- dóttir, f. 1901, lést af slysförum við Háaland 1915. 5) Sölvi Hallgrímsson, f. 1903, dó ungur. 6) Garðar H. Björnsson, f. í Winnipeg 1904. Fiskimaður og trésmiður, giftur Cecilia Pindera. Þau áttu 5 börn. Hann dó 1967. 7) Thorir Aðalmundur H. Björnsson, f. 1906, d. 1917. 8) Aðalbjörg Sigríður Lovísa Björnsson (Lúlla), f. í Winnipeg 1910, gift John Angus Gillis. Þau bjuggu í Riverton og Winnepeg og áttu 2 börn. Lúlla andaðist 1975. 9 og 10, Sólveig og Ólafur, eru talin hafa látist ung á íslandi. OSLÓ 8xíviku FLUGLEIÐIR f -fyrirþig- P&Ó/SÍA 1 um FRA MLEIOUM STEYPU SEM ENDIST Við notum eingöngu valin landefni laus við alkalívirkni. Steypuverksmiðjan Ós hefur frá upphafi kappkostað að framleiða steypu sem upp- fyllir ströngustu kröfur. Þess vegna er aðeins notað fylliefni úr landefnum sem eru óalk- alívirk með mikið veðrunarþol. Öll blöndun steypunnar er tölvustýrð, svo innbyrðis hlutföll fylli- og íblöndunarefna eru mjög nákvæm. Til frekari tryggingar fyrir kaupandann fylgir hverjum steypufarmi tölvuútskrift sem sýnir nákvæmlega hlutföll þeirra hráefna sem eru í steypunni og er hún jafnframt ábyrgðarskírteini kaupandans. Óháð framleíðslu- og gæðaeftírlit: Ós var fyrsta steypuverksmiðjan til að gera samning við Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins um óháð gæðaeftirlit á allri framleiðslu fyrirtækisins. Hafðu samband við okkur. Við veit- um þér með ánægju nánari upplýsing- ar um framleíðslu okkar. 10 ára ábyrgð á steypu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.