Þjóðviljinn - 10.05.1988, Qupperneq 7
Á alþingi er nú mikill handagangur í öskjunni og menn þurfa að ráða
ráðum sínum. En ríkisstjórnin vill ekki ráðgast við stjórnarandstöðuna
um yfirvofandi efnahagsráðstafanir.
Alþingi
Þingmenn laumast burt
Hjáseta Borgaraflokks olli titringi. Frásögn af
atkvæðagreiðslu mótmœlt
_____________ÞJÖÐMAL________________
Efnahagsráðstafanir
Ríkisstjómin þögul
Utandagskrárumræður: Ekkigefið upp til hvað ráða verðurgripið.
Glittir ígengisfellingu. Pingið mun ekki fjalla um ráðstafanir í
efnahagsmálum. Enn stefntað þinglausnum á morgun
„Ætlar ríkisstjórnin að grípa til
einhverra efnahagsaðgerða á
næstunni og hverjar eru þær þá?
Er ríkisstjórnin tilbúin að ganga
til samninga við stjórnarand-
stöðuna um að gert verði nokk-
urra daga hlé á störfum þingsins
meðan ríkisstjórnin undirbýr til-
lögur sínar um aðgerðir í efna-
hagsmálum?“ Þetta voru þær
spurningar sem bornar voru fram
í snarpri umræðu sem varð utan
dagskrár á fundi sameinaðs þings
í gær.
Það var Steingrímur J. Sigfús-
son sem hóf umræðuna og krafð-
ist þess að forsætisráðherra upp-
lýsti hver væru áform ríkisstjórn-
arinnar um aðgerðir í efna-
hagsmálum. Steingrímur hafði
fyrr um daginn afhent ráðherran-
um bréf frá þingflokki Alþýðu-
bandalagsins þar sem segir m.a:
„Þingflokkur Alþýðubanda-
lagsins telur það ófremdar-
ástand, sem nú ríkir í atvinnulífi
og efnahagsmálum landsmanna,
sanna svo ekki verði um villst að
stjórn þeirra mála hefur gjörsam-
lega mistekist og að stjórnar-
stefnan er röng. Hvarvetna í
þjóðfélaginu er nú krafist
breytinga og stjórnarliðar sjálfir
tala opinskátt um að grípa eigi til
efnahagsaðgerða. Þingflokkur
Alþýðubandalagsins fer því fram
á að ríkisstjórnin geri Alþingi
áður en það lýkur störfum undan-
bragðalaust grein fyrir því hvort
efnahagsráðstafanir séu í aðsigi
og þá hverjar þær séu.
í ljósi þessara aðstæðna telur
þingflokkur Alþýðubandalagsins
einsýnt að Alþingi starfi áfram en
geri, ef þurfa þykir, hlé á fundum
sínum í nokkra daga. Á Alþingi
verði síðan rætt um aðgerðir í
efnahags- og atvinnumálum og
þær afgreiddar þar eins og eðli-
legt er. Þingflokkurinn lýsir sig
reiðubúinn til viðræðna um nán-
ari tilhögun þinghaldsins svo af
þessu megi verða. Einnig er ósk-
að svara ríkisstjórnarinnar um
þetta efni.
Sé það hins vegar ætlun ríkis-
stjórnarinnar og stjórnarmeiri-
hlutans að slíta þingi næstu daga
án þess að svara neinu til um þær
aðgerðir, sem í vændum kunna
að vera, vill þingflokkur Alþýðu-
bandalagsins mótmæla því sér-
staklega. Þingflokkurinn mun þá
beita sér fyrir því að Alþingi geri
áður en það lýkur störfum, ráð-
stafanir til að hugsanlegar að-
gerðir ríkisstjórnarinnar skerði
ekki lífskjör launafólks. Þetta
verði m.a. gert með því að verð-
tryggja laun ef gengið verður
fellt.“
Svör Þorsteins Pálssonar voru
ekki afdráttarlaus nema hann
ítrekaði fyrri yfirlýsingar sínar
um að stefnt væri að þinglausnum
á morgun (miðvikudag). Hann
taldi að það væri verkefni fram-
kvæmdavaldsins að stjórna efna-
hagsmálunum. Allmikið gengis-
fellingarbragð þótti að eftirfar-
andi orðum forsætisráðherra:
„Við getum ekki og við munum
ekki búa við það til langframa að
útflutningsatvinnuvegirnir skuli
reknir með halla.“
Guðrúnu Agnarsdóttur þóttu
svör forsætisráðherra ekki skýr.
„Hvað ætlar ríkisstjórnin að
segja við fólk í þeim byggðar-
lögum þar sem atvinnulífið er að
hrynja?“ spurði Guðrún.
Stefán Valgeirsson og Albert
Guðmundsson tóku undir spurn-
ingar Alþýðubandalagsins og
Ragnar Arnalds taldi að það væri
lítilsvirðing við þingræðið að
senda þingmenn heim og grípa
nokkrum dögum síðar til veiga-
mikilla aðgerða í efnahagsmálum
án þess að þær væru ræddar á
samkomu hinna kjörnu fulltrúa.
í lokaorðum sínum lagði
Steingrímur J. Sigfússon mikla
áherslu á þá skoðun Alþýðu-
bandalagsmanna að launafólk
yrði ekki látið bera bótalaust þær
byrðar sem af efnahagsaðgerðum
stjórnarinnar hlytust, sama hvort
þar væri um að ræða gengisfell-
ingu eða einhverjar aðrar að-
gerðir. ÓP
Alþingi
Lýsing í gróðurttúsum
Pingsályktunartillaga um lækkun rafmagnsverðs tilgarðyrkjubœnda.
Aukin raflýsing dreifir framleiðslunni á lengri tíma. Minnkarþörf á
innflutningi. Á jafnt við um grænmeti sem skrautblóm
Þingmenn Borgaraflokksins
eru ekki ánægðir með frásagnir af
atkvæðagreiðslu á þingi á laugar-
daginn. Þeir hafa sent frá sér
fréttatilkynningu þar sem and-
mælt er frásögn Ríkisútvarpsins
af atburðum. Þeir telja að vítur
forseta á þingmenn vegna fjar-
veru geti ekki átt við þingmenn
Borgarflokksins, þeir hafi verið
viðstaddir allar atkvæðagreiðslur
En hið sama verði ekki sagt um
alla þingmenn, þar á meðal
allmarga stjórnarþingmenn. í
fréttatilkynningunni segir m.a:
„Við atkvæðagreiðslu á fyrstu
grein í tillögu um flugmálaáætlun
Nú stendur yfir fundur alþjóða
hvalveiðiráðsins í Bandaríkjun-
um en fimm vísindamenn héðan
sitja fundinn. Ekki hefur tekist
að ná samkomulagi við Banda-
ríkjamenn um vinnubrögðin í vís-
indanefnd ráðsins eins og stefnt
var að og veldur það íslenskum
ráðamönnum töluverðum vand-
ræðum.
Bandaríkjamenn vilja að
greidd verði atkvæði um vísind-
aálit nefndarinnar. Samkvæmt
því yrði vísindaáætlun okkar
kynnt í vísindanefndinni en síðan
greidd um það atkvæði hvort
mæla ætti með henni eða ekki við
alþjóða hvalveiðiráðið. Slíkt var
gert í desember s.l. er nafnakall
var viðhaft um vísindaáætlun
Japana.
greiddu 32 þingmenn (af 63,
innsk. Þjv.), sem er meiri hluti
þingmanna, atkvæði með hand-
auppréttingu við þriðju tilraun
forseta til að knýja fram lögleg
úrslit. Við atkvæðagreiðslu um
aðra grein taldist aðeins 31 hönd
á lofti og atkvæðagreiðslan því
ekki lögleg. Einn stjórnarliða
hafði bersýnilega laumast á
brott.“
Borgaraflokksmenn telja ekk-
ert óeðlilegt við það að þeir hafi
setið hjá. „Borgaraflokkurinn er
ekki á móti flugmálaáætluninni
sem slíkri, en hefði kosið að hafa
hana öðruvísi." ÓP
íslenskir ráðamenn eru mjög
mótfallnir þessu fyrirkomulagi og
telja raunar furðulegt að greiða
skuli atkvæði um vísindi.
Þeir vísindamenn sem nú eru
staddir í Bandaríkjunum eru þeir
Jóhann Sigurjónsson og Gísli
Víkingsson sérfræðingar Haf-
rannsóknastofnunnar, Þorvaldur
Gunnlaugsson tölfræðingur,
Kjartan Ragnarsson frá Reiknist-
ofnun bankanna og Alfreð Árna-
son erfðafræðingur.
Á fundinum vestra mun rann-
sóknaáætlun Hafrannsóknarsto-
funnar verða kynnt, en hún hefur
verið endurskoðuð í vetur auk
þess sem greint verður frá niður-
stöðum rannsókna.
-FRI
„Framkvæmdin hlýtur að
verða þannig að garðyrkjubænd-
ur og Rafmagnsveitur ríkisins
hafi um það samvinnu að móta
tillögur um það hvernig lækka
megi rafmagnsverð til þessara
nota,“ sagði Friðrik Sófusson
iðnaðarráðherra um tillögu um
að unnið verði að lækkun á raf-
orkuverði til lýsingar í gróður-
húsum. Sagðist ráðherra vonast
til að tillagan yrði samþykkt en
annarri umræðu um hana er lokið
og má búast við atkvæðagreiðslu
um hana í dag.
Það er Margrét Frímannsdóttir
sem flutt hefur þingsályktunartil-
lögu um að alþingi skori á ríkis-
stjórnina að beita sér fyrir því við
stjórnir Landsvirkjunar og Raf-
magnsveitna ríkisins að garð-
yrkjubændum verði gefinn kost-
ur á hagkvæmum kaupum á raf-
orku til lýsingar í gróðurhúsum.
Tilgangurinn er að styrkja sam-
keppnistöðu innlendrar ylræktar
gagnvart innflutningi. Átvinnu-
málanefnd sameinaðs þings mæl-
ir einróma með því að tillagan
verði samþykkt.
Nú eru um 13 ár síðan garð-
yrkjubændur fóru að taka í notk-
un yfir vetrarmánuðina sérstaka
lýsingu í gróðurhúsum. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Raf-
magnsveitum ríkisins voru á ár-
inu 1985 seldar um 358 kílówatts-
tundir vegna lýsinga í gróðurhús-
um og má búast við að um tölu-
verða aukningu sé að ræða frá
þeim tíma. Mest er notast við
slíka lýsingu frá því í janúarbyrj-
un og fram í apríl. Þetta hefur
leitt til þess að innlent grænmeti
kemur í verslanir mun fyrr en
áður. Samkvæmt upplýsingum
frá Sölufélagi garðyrkjumanna
kom á markað svipað hlutfall af
heildaruppskeru af innlendum
tómötum í apríl 1984 og í maí
1971 en þá var ekki farið að nota
raflýsingu. Uppskeran dreifist
því yfir fleiri mánuði en áður eftir
að lýsingin kom til.
í umræðunni um tillöguna hef-
ur komið fram það sjónarmið að
því minna sem flutt er inn af
grænmeti og afskornum blómum
þeim mun minni líkur séu þess að
til sýklar og sníkjudýr bersist
hingað. ÓP
Þriðjudagur 10. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Hvalveiðiráðið
Ekkert samkomulag
Bandaríkjamenn vilja atkvœðagreiðslu. Fimm
vísindamenn áfundi ráðsins