Þjóðviljinn - 18.05.1988, Side 13
HEIMURINN
Danmörk
Helveg-Petersen
í stjómarmyndun
Radíkalar vilja helst „breiða meirihlutastjórn en samstjórn
með vinstriflokkum kemur til greina
krötum og íhaldsmönnum, sem
hvorugir eru mjög hrifnir.
Drottning fól Helveg-Petersen
umboðið eftir samráð við leið-
toga allra þingflokka, og tekur
hann við þessum starfa af Svend
Jakobsen, formanni þingflokks
jafnaðarmanna sem gafst upp
eftir að hægrimenn höfðu kvart-
að yfir að hafa ekki flokksfor-
mann í hlutverkinu. Stjórnar-
ftokkarnir fjórir og Framfara-
flokkurinn bentu Margréti á
Schliiter, en formaður RV á sjálf-
an sig ásamt jafnaðarmönnum og
SF, en þessir þrír flokkar hafa
saman þingmeirihluta.
Helveg-Petersen sagði í gær að
hann liti á sig sem fundarstjóra
fyrst og fremst en ekki væntan-
legan forsætisráðherra. Hann
ætlaði að hefja viðræður við aðra
forystumenn í gær og sagðist ætla
að kanna alla möguleika, þar
með talda samstjórn með jafnað-
armönnum og SF.
Slík stjórn færðist ögn nær
raunveruleikanum í lok síðustu
viku þegar flokksráð SF, - sem
hefur verið andsnúið annar-
skonar stjórnarsamstarfi en við
krata eina - gaf forystumönnum
mikið svigrúm í viðræðunum til
að Radíkalar gætu ekki hafnað
SF-samstarfi fyrirfram.
Þrátt fyrir yfirlýsingar Hel-
vegs-Petersens um hugsanlega
stjórn með vinstriflokkunum er
til þess tekið f Danmörku að
helsta stuðningsblað RV, Skive
Folkeblad, sagði í gær að senni-
legasta niðurstaðan væri að RV
gengi inn í nýja hægristjórn. Til
að slíkt geti orðið verða Radíkal-
ar þó að lúffa verulega í utanríkis-
málum, sem einmitt urðu hið
formlega tilefni kosninganna á
þriðjudaginn í síðustu viku.
reuter/info/-m
Evrópuferð
Líbanon
Vopnahléð
enn rofið
Risaveldin
Kanar mildast
Formaður „róttækra vinstrimanna". Á leið í hægristjórn?
Niels Helveg-Petersen formað-
ur Radikale Venstre fékk í
gær umboð Margrétar drottning-
ar til stjórnarmyndunar og virð-
ast allir kostir koma til greina, en
Helveg-Petersen sagðist þó telja
sér skylt að reyna myndun
„breiðrar meirihlutastjórnar".
Einsog fyrir kosningarnar er
fyrst og fremst komið undir Radí-
kölum hverjir halda um stjórn-
artaumana. Þeir studdu „fjögra-
laufasmára" Schluters í öðru en
utanríkismálum, en hafa eftir
kosningarnar verið áfram um
samstarf „yfir miðjuna", og virð-
ist óskastjórn þeirra vera með
gagnvart Kreml
Carlsson ánægður
Segist mœta skilningi um EB-afstöðu Svía
Sýrlendingar gráir fyrir
járnum við
bardagahverfin í Suður-
Beirút, stöðugar
viðrœður við Iransmenn
Fimm féllu þegar vopnahlé var
enn rofið og bardagar bloss-
uðu upp á ný í suðurúthverfum
Beirút á milli Amíl-sjíta og
Hizbollah-sjíta, og hafa þá 255
fallið í átökum fylkinganna á hálf-
um mánuði.
Sjöþúsund manna her Sýrlend-
inga var í gærkvöldi í viðbragð-
sstöðu í suðurhluta Beirút, albú-
inn þess að ráðast inn á bardaga-
svæðin, en allan daginn stóðu yf-
irmenn Sýrlandshers í áköfum
viðræðum við sendimenn írana
um endurnýjað vopnahlé.
Hizbollah-fylkingin sem er höll
undir Teheran-klerka hefur náð
undir sig þremur fjórðu af sjíta-
svæðunum í suðurúthverfunum
þann tíma sem bardagar hafa
staðið. Sýrlendingar vilja rétta
hlut skjólstæðinga sinna úr
Amal-fylkingunni, og mun Assad
forseti í Damaskus hafa ítrekað
stuðning sinn við Nahib Berri
Amal-leiðtoga í gær. Sýrlending-
ar vilja þó halda frið við íran og
forðast bein átök við Hizbollah-
menn.
Óljósar fréttir hermdu að í við-
ræðum Sýrlendinga og írana í gær
hefði borið á góma örlög erlendu
gíslanna sem Hizbollah-liðar eru
taldir hafa í haldi á bardagasvæð-
unum, en alls er óljóst hvað úr
kann að verða.
Arthur Sagar prentari var í
gær dæmdur í flmm ára fangelsi
fyrir að hafa stolið vinnings-
spjaldi í dagblaðsbingói í prent-
smiðjunni þar sem hann vinnur,
en á spjaldið unnust milljón
pund, eða rúm 81 milljón íslensk-
ar eftir gengisfellingu.
Hálfáttræð amma Artúrs, sem
Samkvæmt nýbirtri skoðana-
könnun hefur almenningsálit í
Bandaríkjunum í garð Sovét-
manna tekið talsverðum
breytingum undanfarið. Þótt enn
gæti mikillar tortryggni gagnvart
Kremlverjum er sú Rússagrýla
nær útdauð sem segir von árásar
að austan á hverri stundu.
í könnuninni kemur fram að
aðeins 15% telja að líklegt sé að
kjarnorkustyrjöld hæfist með
sovéskri kjarnorkuárás á Banda-
ríkin eða bandamenn þeirra, en
aðrir töldu sennilegast að kjarn-
orkustyrjöld hæfist af völdum
hermdarverkamanna, vegna stig-
mögnunar staðbundins þriðja-
heimsstríðs eða af slysni.
Af fjórum kostum um sam-
skipti risaveldanna krossuðu
meira en þrír fjórðu annaðhvort
við samstarf gegn hermdarverk-
um og dreifingu kjarnavopna eða
samstarf um niðurskurð kjarna-
vopnaforðans sem fyrsta eða
annan kost.
39% töldu æskilegasta þróun
samskipta að Bandaríkin öðluð-
ust yfirburði og þykir lítið þegar
litið er til fortíðar og opinberrar
Reagan-stefnu.
Gorbatsjov hefur aflað sér vin-
sælda vestanhafs samkvæmt
könnuninni: 76% segjast hafa
gott álit á Gorba, 71% telur hann
ólíkan forverum sfnum, 58%
vann í bingóinu útá spjaldið, var
hinsvegar sýknuð og ekki talin
hafa vitað af svindlinu. Gamla
konan hafði eytt helmingi fjárins,
borgað inná villu og gefið dætrum
sínum miklar peningagjafir.
Síðdegisblaðið sem fyrir bingó-
inu stóð, The Sun, ætlar að áfrýja
sýknudómi ömmunnar til að
reyna að fá peningana aftur.
telja hann hafa meiri friðarvilja
en fyrri menn.
Hinsvegar segja um sjö tíundu
að Sovét sé sífellt leitandi að vest-
rænum veikleikum til að færa sér
þá í nyt, og lítið færri telja líkur á
að Sovétmenn endurtaki
Afganistan-ævintýrið annarstað-
ar.
Viðhorfsbreytingin vestra sést
eftilvil best á því að fyrir fjórum
árum tóku 56% Bandaríkja-
manna undir orð Reagans um
Sovét sem heimsveldi hins illa, en
nú aðeins 38%.
Punjab
Hefnt með
fjöldamorðum
Stjórnarherinn herðir
umsátrið, en vopnaðir
sikkar enn í miðju Gullna
hofinu
Stjórnarhermenn náðu i gær á
sitt vald kjallaragangi milli
tveggja turna í ytri byggingum
„Gullna hofsins“ í Amritsar í
Punjab-fylki, en enn er talið að
nokkrir tugir vel vopnaðra sikka
séu til varnar í hinu alira helgasta
í miðju hofinu.
Svar sjálfstæðissinnaðra sikka
við stórárás stjórnarhermanna á
mánudag var að myrða 44 hindúa
um allt Punjab-fylkið, mestallt
almenna borgara, og voru þau
viðbrögð blóðugri en lögregla
sagðist hafa átt von á. Búast má
við harðri andspyrnu frá þeim
nokkru tugum vopnaðra sikka
sem enn eru í hofinu, og eru
stjórnvöld treg til að skipa her
sínum að taka allt hofið, bæði
þess vegna og vegna helgi hofs-
ins, en í skriðdrekaárás hersins
fyrir fjórum árum féll um þúsund
manns, og olli sú árás gríðarlegri
reiði sikka, - og má rekja morðið
á Indiru Gandhi til þeirra at-
burða.
Ingvar Carlsson forsætisráð-
herra Svía kvaðst í gær ánægð-
ur með það sem af væri Evrópu-
farar sinnar, og sagðist mæta
skilningi í garð afstöðu Svía
gagnvart Evrópubandalaginu.
Carlsson ræddi í gær við Kohl
kanslara í Bonn, og var áður í
Madrid og Brússel, á í dag við-
ræður við Thatcher í London.
Hann sagði við blaðamenn eftir
fundinn í gær að hann hefði náð
megintilgangi ferðar sinnar,
nefnilega að útskýra fyrir leið-
togum EB að hlutleysi Svía kæmi
í veg fyrir aðild að bandalaginu.
Um annað en utanríkispólitík og
varnarmál vildu Svíar hinsvegar
sem nánast samstarf við EB-
ríkin, og sagði Carlsson að Svíar
ætluðu til dæmis að taka þátt í
Erasmus-áætluninni sem á að efla
hátækniþróun í banda-
lagsríkjunum.
Á dagskrá viðræðufundar
Carlssons og Thatchers í dag
verða suðurafrísk málefni og um-
hverfismál auk EB, - en Svíar
hafa sakað Breta um að vera
höfuðvaldar súra regnsins sem
smám saman étur upp skóga á
Skandinavíuskaganum.
l! Félagsmálastofnun
I Reykjavíkurborgar
Fulltrui
í húsnæðisdeild
Staöa fulltrúa íHúsnæöisdeild er laus til umsókn-
ar.
Starfið reynir á hæfni í almennum skrifstofustörf-
um og mannlegum samskiptum, jafnframt þekk-
ingu og reynslu í sambandi viö viöhald húsnæöis.
Umsóknareyðublöð fást hjá Starfsmannahaldi
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9. Umsóknar-
frestur er til 24. maí nk.
Nánari upplýsingar gefur Birgir Ottósson
húsnæðisfulltrúi í síma 25500.
Laus staða
Við námsbraut í lyfjafræði lyfsala í læknadeild Háskóla Islands er
laus til umsóknar hlutastaða lektors (37%) í félagslyfjafræði.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda,
ritsmíðar og rannsóknir í félagslyfjafræði, svo og námsferil og störf,
skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykja-
vík, fyrir 10. júní nk.
Menntamálaráðuneytlð
10. maí 1988
Bretland
Milljón punda svindl!
Vinningsspjaldi stolið í dagblaðsbingói
Mlðvikudagur 18. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13