Þjóðviljinn - 20.05.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.05.1988, Blaðsíða 1
Föstudagur 20. maí 1988 113. tölublað 53. árgangur Landssamband fiskeldis- og hafbeitarstöðva hefur farið fram á stuðning ríkisstjórnarinnar til að fá 900 miljón króna fjárfest- ingarlán til uppbyggingar mat- fiskeldis og hafbeitar. Það er gert til að gera verðmæti úr 4,7 miij- ónum gönguseiða sem ekki er tal- ið að hægt verði að selja vegna erfiðra markaðsaðstæðna. Verði ríkisstjórnin við óskum fiskeldismanna telja þeir að hér verði hægt að framleiða 12 þús- und tonn af laxi fyrir 3 miljarða króna sem er ígildi 75 þúsund tonna af þorski. -grh Sjá bls. 3 Ríkisstjórnin Lokatilraun Búist er við að í dag ráðist hvort stjórnin situr eða stjórnin springur, þegar Framsókn og Al- þýðuflokkur svara nýjustu til- lögum forsætisráðherra. Meðan talað er og talað í stjórnarráðinu er dýrtíðin hinsvegar hert í Verð- lagsráði. Sjá bls. 3 Grandavagninn Ragnar situr áfram! Stjórnarmenn þöglir eftir stjórnarfund. Ragnar kaupir bílinn. StarfsfólkGrandaleggurípúkkið.Borgarstjórnarfulltrúar vilja fundagerð á borðið Eftir stjórnarfund í Granda hf. í gær er enn óljóst hver tók ákvörðun um það í upphafi að Ragnar Júlíusson stjórnarfor- maðurfengi bíl upp á 1,5 miljónir til afnota frá fyrirtækinu. Stjórn- in samþykkti að Ragnar fengi að kaupa bílinn á kostnaðarverði og greiddi hann fyrir lok júnímánað- ar. Þeir Ragnar Júlíusson og Þröstur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Dagsbrúnar og stjórnar- maður í Granda, vildu hvorugur tjá sig mikið um málið að fundi loknum í gær. En þeim ber ekki saman um hvernig að kaupum bflsins var staðið. Þröstur sagðist hafa rætt þennan ágreining við Ragnar en vildi ekkert segja um niðurstöðu þeirra viðræðna. Starfsfólk í Granda skoðaði eðalvagn Ragnars í gær og sá sig tilneytt að hjálpa aumingja manninum við kaupin og hengdi því poka með smáaurum á bílinn. Borgarstjórnarfulltrúar minni- hlutans hafa farið fram á að fá að sjá fundagerðarbók Granda hf. Sjá bls 3 N-Kóreumenn Suðuimenn sprengdu vélina Það voru suðurkóreskir ráða- menn sem lögðu á ráðin um að sprengja farþegaflugvélina, ekki við, sagði sendiherra Norður- Kóreu á Norðurlöndum, Chon Jong Jin, á fundi íslenskra blaða^ Þar var rætt um sambúð kór- esku ríkjanna, ólympíuleikana, Kim II Sung, „perestrojku" og glasnost, - og meint hermdarverk Norður-Kóreumanna. manna í gær. Sjá bls. 6 ^M Ii£3KSIIffiíft<ÖK5! • i * - -" *k * fr" ¦ '¦ " . '¦¦¦:: , ¦ ¦. ... • - V, ,'• fjgg -~~/ ijj CKW*^rr*^^J|áÉBj Frl Gamli gráni sem farþegar Landleiða vilja ekki sjá á götunni. Mynd-Sig. Landleiðir Oánægja með þjónustuna 20 ára gamlir vagnar hafðir íáœtlunarferðum. Forstjórinn: Verða hafðir áfram á götunni Chon Jong Jin, sendiherra Norður-Kóreu á (slandi: Ekki við sem sprengdum Megn óánægja er meðal far- þega Landleiða, sem aka á sér- leiðinni milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Farþegar kvarta undan lélegri þjónustu, slæmum vagnakosti og sífelldum bilunum og seinkunum. Þessa dagana er einn elsti bíll Landleiðaflotans, 20 ára gamall jálkur, í daglegum ferðum milli bæjanna og Agúst Hafberg for- stjóri Landleiða segir ekki koma til greina að taka vagninn af götu- nni. Sjá bls. 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.