Þjóðviljinn - 20.05.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.05.1988, Blaðsíða 2
Álverið Álverð slær öll met Vinnudeilan óleyst. T'æpur sólarhringur í lokun. Ríkisstjórnin rœddi deiluna áfundi í , gœr Alverð hefur aldrei verið hag- stæðara í heiminum en það er nú. Á markaði í London fást nú rúmlega 143 þúsund krónur fyrir tonnið og slær það öll fyrri met. Vinnudeilan í álverinu er enn óleyst tæpum sólarhring áður en til lokunar verksmiðjunnar kem- ur. Ríkisstjórnin ræddi deiluna á ríkisstjórnarfundi í gær og fékk skýrslu um málið. Deiluaðilar hafa setið á fundi síðan kl. 10 í gærmorgun og er talið að fundað verði fram á síð- ustu stundu. í kjaradeilu starfs- manna og álversins 1984 voru ekki nema 14 klukkustundir til lokunar þegar samningar náðust. Þegar viðsemjendur hittust í gær- morgun var samkomulag ekki í augsýn. Starfsmenn höfnuðu á þriðjudaginn tilboði vinnu- veitenda og sögðu það lægra en fyrra tilboð þeirra. Á ríkisstjórnarfundi í gær var lögð fram skýrsla þeirra ráðherra sem hafa fylgst með deilunni í ál- verinu. Porsteinn Pálsson forsæt- isráðherra vildi ekki segja neitt um það hvort lög yrðu sett til að stoppa verkfallið en lýsti áhyg- gjum sínum af gangi mála. Álverð hefur hækkað mikið að undanförnu. í marslok var verðið 1,472 sterlingspund fyrir tonnið á markaði í London og hækkaði upp í 1,587 sterlingspund í byrjun apríl. Nú fást 1,749 sterlingspund fyrir tonnið eða 143,141.- krón- ur. Hefur verðið því hækkað um 18,8% síðan í marslok. Vinnslu í álverinu verður hætt á miðnætti í nótt hafi ekki samist. -hmp FRÉTTIR Landleiðir Þeir gömlu á götunni Eldgamlir vagnar í áœdunarferðum. Hávær mótmœli á borgarafundi íFirðinum. Ágúst Hafberg: Nauðsynlegt að hafa vagninn í förum Tvítugur straetó sem rúllar á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur þessa dagana og nýtur lítillar hylli meðal farþega. Mynd-Sig. essa dagana ekur einn af elstu vögnum Landleiða milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur; R-4712, en vagninn er orðinn tuttugu ára gamall. Mikil óá- nægja er meðal farþega fyrirtæk- isins með þjónustuna og þá eink- um að gamlir vagnar séu hafðir í reglulegum áætlunum. Segja farþegar vagnanna sífellt vera að bila og kvarta sáran undan út- blástursmengun inni í þeim. - Það verður nú að viður- kennast að það dettur af manni andlitið við að þurfa að setja þessi hró út á göturnar, sagði einn af starfsmönnum Landleiða við Þjóðviljann en Ágúst Hafberg, forstjóri Landleiða, sagði í sam- tali í gær að ekki kæmi til greina að taka þennan bíl af götunum. Nú stæðu yfir lagfæringar á öðr- um vögnum fyrirtækisins eftir veturinn og því algjörlega nauðsynlegt að hafa þann gamla í förum. Borgarafundur var haldinn í Hafnarfirði á dögunum um þjón- ustu Landleiða og kom þar fram hörð gagnrýni á fyrirtækið. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa að sögn Magnúsar Jóns Árnason- ar, formanns bæjarráðs, ítrekað lýst vilja sínum til að fá fram breytingar og tekið þátt í við- ræðum við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um samein- aða þjónustu almenningsvagna. - Við fórum fram á það við samgönguráðuneytið að Land- leiðum yrði ekki úthlutað sérleyfi nema til eins árs í senn meðan þessi mál væru í athugun. Þáver- andi ráðherra Matthías Bjarna- son hlustaði ekki á okkur og lét Landleiðir hafa sérleyfi á þessari leið til 5 ára. Það er því víðar sem þarf að klást við íhaldið en í heimahögunum, sagði Magnús. Fækkun farþega sem nýta sér ferðir Landleiða hefur verið mikil upp á síðkastið og bera Landleiðamenn því við að vegna hennar þurfi þeir að nota gamla vagna, auk hinna sem eru í för- um, en í bílaflota Landleiða sem ekur milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur er að finna vagna sem eiga ekki sína líka í almenn- ingssamgöngum. Ágúst Hafberg segir hugmynd- ir bæjaryfirvalda góðra gjalda verðar. Þar hafi þó mest verið í orði, en sáralítið á borði. Viðræður hafa verið í gangi á milli bæjaryfirvalda í Hafnar- firði, Kópavogi og Garðabæ um leiðir til úrbóta, almenningssam- göngum en fulltrúar Reykjavík- urborgar hefur ákveðið að sjá niðurstöður þeirra viðræðna áður en þeir komi inn í viðræðurnar. -tt. Ríkisstjórnin Gengisskráning Hellir olíu á verðbálið Álagningar- og birgðahækkunum hleyptígegn hjá Verð- lagsráði. Fulltrúar ríkisstjórnar á móti tillögu Alþýðusam- bandsins í Verðlagsráði. Enn deilt í ríkisstjórninni Óháð og frjáls Tekjumyndun útflutnings verðifrjáls Fulltrúar ríkisstjórnarinnar í Verðlagsráði felldu í gær til- lögu forseta Alþýðusambandsins um að komið yrði í veg fyrir hækkun álagningar og farm- gjalda svo og birgða í kjölfar gengisfellingarinnar. Fulltrúi BSRB I Verðlagráði greiddi til- lögu Ásmundar atkvæði. - Ríkisstjórnin hefur sýnt í verki að hún er ekki reiðubúin að standa að aðgerðum til að hamla gegn verðhækkunum í kjölfar gengisfellingarinnar, segir Ás- mundur. Forystumenn ríkisstjórnarinn- ar funduðu stíft í gærdag um væntanlegar efnahagsráðstafan- ir. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra lagði fram í gærmorgun ákveðnar tillögur til málamiðlun- ar. Mjög skiptar skoðanir eru enn innan stjórnarinnar um aðgerðir og vildi Þorsteinn í gær engu spá um hvenær niðurstaða fengist í umræðurnar. -íg- Ameríkumarkaður Fimmtán sækja um leyfi Utanríkisráðuneytið gefur grœnt Ijós á útflutning frystra sjávarafurða utan sölusamtaka. 15 hafa sótt um útflutningsleyfi Fimmtán útflutningsfyrirtæki hafa sótt um leyfi fyrir útflutn- ingi frystra sjávarafurða á Bandaríkjamarkað eftir að utan- ríkisráðuneytið ákvað að heimila aðilum utan sölusamtaka útflutn- ing á markaðinn að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Áður höfðu sex fyrirtæki fengið út- flutningsleyfi í nóvember sl. en aðeins tvö þeirra nýttu sér það. Gömlu leyfin giltu aðeins í sex mánuði en samkvæmt reglum utanríkisráðuneytisins gilda nýju leyfin til 1. júlí 1989. Marbakki hf. í Kópavogi var eitt þeirra sex fyrirtækja sem var úthlutað útflutningsleyfi í nóv- ember sl. en notfærði sér það ekki vegna þess að það var aðeins veitt til skamms tíma. Jón Guð- laugur Magnússon framkvæmda- stjóri sagði að það væri mikill hugur í Marbakkamönnum að notfæra sér leyfisveitinguna núna þar sem sjálfgefið væri að leyfin yrðu framlengd eftir 1. júlí 1989. Jón Guðlaugur sagði leyfisveit- inguna vera mikið framfaraspor og mjög til heilla fyrir útflutning frystra sjávarafurða á Banda- ríkjamarkað sem borgaði hæsta verð fyrir fiskinn þrátt fyrir að verðlag á sjávarafurðum hefði lækkað á undanförnu. Hann sagði að Marbakki hf. mundi leggja áherslu á að selja fisk á austurströnd Bandaríkjanna og það yrði síðan að koma í ljós hvort reynt yrði víðar. Jón sagði skilyrði ráðuneytisins fyrir út- flutningnum vera almenns eðlis og ekkert í þeim sem hefði komið á óvart né ætti að hindra útflutn- ing frá fyrirtækinu. Ríkismat sjávarafurða mun hafa með höndum gæðaeftirlit með útflutningnum en útflytj- endur þurfa að gera utanríkisráð- uneytinu grein fyrir útflutningi sínum í aðalatriðum samkvæmt reglugerð þar að lútandi. Brot á reglum og reglugerð mun jafn- framt leiða til sviptingar leyfis. -grh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. maí 1988 Aaðalfundi Sambandsll.sk- framleiðenda sem lauk í vik- unni, var samþykkt ályktun þess efnis að allur innlendur kostnað- ur verði háður sömu takmörkun- um og gengisskráningin, eða að hún verði óháð afskiptum stjórnvalda og ráðist eingöngu af framboði og eftirspurn. f ályktun aðalfundarins segir ma. að sú stefna sé fráleit að litlar sem engar hömlur séu hafðar á innlendum kostnaði, en gengi krónunnar sé bundið og gengis- skráningin oft og tíðum ekki í neinu samræmi við kostnaðinn sem er þvf samfara að afla erlends gjaldeyris. Fundurinn leggur því til að tekjumyndun útflutningsat- vinnugreinanna verði jafn frjáls og önnur tekjumyndun í þjóðfé- laginu, enda sé það í fullu sam- ræmi við stjórnarsáttmála núver- andi ríkisstjórnar, þar sem tekið er fram að framboð og eftirspurn skuli ráða verðmyndun í landinu. Jafnframt beinir aðalfundur- inn því til stjórnar SAFF, að hún beiti sér fyrir því að stofnuð verði hagsmunasamtök með þátttöku allra fyrirtækja í fiskvinnslu. Einnig að tekið verði upp sam- starf við alla helstu útflytjendur um hvernig staðið verði að því að tryggja að erlendur gjaldeyrir verði aldrei afhentur undir kostn- aðarverði. „rh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.