Þjóðviljinn - 20.05.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 20.05.1988, Blaðsíða 15
Ogþetta liía... Klaus Allofs sem er á leiðinni undir hnífinn segir aö hann vonist til veröa orðinn góður fyrir Evrópukeppnina sem fram fer í Þýskalandi í byrjun júní. Til stendur að skera hann upp við þrálátum hnjámeiðslum. Sáu að sér Bæjarráðið í Turin á ítalíu, þar sem fyrirhugað er að Heimsbikarkeppnin í fótbolta fari fram 1990, hafði fellt í atkvæðagreiðslu tillögu um að halda áfram með framkvæmdir fyrir leikana. Þetta er heimavöllur Juvent- us og Torino en hann er ekki nógu stór fyrir Heimsbikarkeppnina. En þegar FIFA hafði sagt að kannski yrði keppnin færð var haldinn skyndifund- ur og ákvörðuninni breytt snarlega. Markmanninn út Eitt af stóru fótboltafélögunum í . Austur-Þýskalandi, Lokomotiv Leip- sig, vantar svo tilfinnanlega nýja menn að þjálfara félagsins fannst betra að láta aðalmarkmanninn fram á völlinn en varamarkmanninn í markið þegar liðið lék gegn Carl Zeiss Jena um daginn. Markvörðurinn skoraði þegar Kolombía vann Finnland í vin- áttulandsleik í Helsinki á fimmtudag- inn. Kolombíumenn, sem gerðu markalaust jafntefli við Skota á þriðjudaginn, komust í forystu með marki Aragona en Jari Rantanen, sem leikur með Leicester á Englandi, jafnaði 20 mínútum síðar. Markvörð- ur Kolombíu, Higuita, átti næsta mark sem hann skoraði úr vítaspyrnu og Iguaran bætti þriðja við skömmu síð- ar. Kolomþía leikur við England næsta þriðjudag en Skotar leika gegn Englendingum á laugardaginn. Skurðir í boxi Bretinn Tom Collins (boxarinn en ekki drykkurinn) varð um daginn Evr- ópumeistari í léttari flokkunum í boxi þegar hann rotaði samlanda sinn Mark Kaylor í 9. lotu. Keppnin var mjög blóðug því blóðið fór fljótlega að leka úr nefi Collins og í 6. lotu fékk hann skurð yfir hægra augað en í þeirri 7. kom skurður yfir það vinstra. Kaylor var ekki laus við skurði því hann fékk skurð yfir vinstra augað sem Collins notaði sér óspart. Það var síðan í 9. lotu að fætur Kaylors gáfu sig en hann lýsti því grátandi yfir að hann væri hættur í boxinu því hann væri bara í því fyrir gamanið. Honum hefur sem sé ekki verið mjög skemmt. IÞROTTIR 4. deild Ármann vann 2-lsigurgegn Höfnum síst ofstór í 4. deildinni tókust á Ármann og Hafnir á gervigrasinu í gær- kvöldi. Ármenningar voru meira í sókn en hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleik. í síðari hálf- leik tókst Konráð Árnasyni að gera eitt mark fyrir Ármann og Róbert Jónsson bætti öðru við. Það var ekki fyrr undir lok leiksins að Suðurnesjamönnum tókst að minnka muninn með fal- legu marki Halldórs Halldórs- sonar. Það ættu að vera sanngjörn úr- slit því liðin voru frekar jöfn þó að Reykvíkingarnir væru meira með boltann. Ármann - Hafnir 2-1 (0-0) Mörfc Ármenninga: Konráð Arnason og Róbert Jónsson. Mörk Hafna: Halldór Halldórsson. l.deild Pétur er farinn að blómstra og það verður erfitt að halda honum frá landsliðinu. 2. deild Vel sloppið hjá Göf lumm Unnu Breiðablikfrekar óverðskuldað 3-1 ídaufum leik í Kópavogi Leikurinn var ekki við öðru að búast á svo lélegum velli. Breiða- blik var mcira í sókn allan tímann en gekk mjög illa að komast í gegnum vörn Gaflaranna og Hall- dór Halldórssonar markvarðar. Fyrsta markið kom á 14. mín- útu þegar markvörður Breiða- bliks brá Pálma Jónssyni innan vítateigs og Ólafur Jóhannesson skoraði örugglega úr vítaspyrn- unni 0-1. Á 20. mínútu meiddist Grétar Steinþórsson og varð að fara af leikvelli en í hans stað kom Helgi Bengtsson sem nú er í Breiðabliki. Leikurinn var síðan tíðindalítill þar til á 33. mínútu síðari hálfleiks að FH komst í UBK-FH 1-3 (0-1) Mark UBK: Ingvaldur Gústafsson. Mörk FH: Ólafur Jóhannesson 1 og Guðmundur Magnússon 2. Fótbolti Knattspyrnu- skóli íþróttafélagið Leiknir verður með knattspyrnuskóla í sumar sem Sigurbjartur Á. Guðmunds- son mun stýra en hann mun fá til liðs við sig marga af frægustu knattspyrnumönnum landsins. sókn að marki Blikanna og eftir fallega fyrirgjöf skallaði Hörður Magnússon boltann léttilega í netið 0-2. Það var þó aðeins 2 mínútum síðar sem heimamenn komust í sókn og Arnar Grétars- son gaf góða sendingu inn fyrir vörn FH þar sem Ingvaldur Gúst- afsson afgreiddi boltann í glæsi- legri spyrnu í netið 1-2. Breiða- blik hafði verið mun meira í sókn í síðari hálfleik en eftir markið brá svo við að Hafnfirðingarnir byrjuðu að sækja af krafti. Þegar 2 mínútur voru til leiksloka var FH-ingi brugðið á miðjum vallar- helming Blika og leikmenn stoppuðu og biðu, nema Hörður Magnússon sem áttaði sig fyrstur, rauk upp völlinn og skaut boltan- um í markið 1-3. J?að sem eftir lifði leiksins sóttu Blikar án afláts en tókst ekki að skora þó að Jón Þórir gerði tvær góðar tilraunir. Þetta voru ekki mjög sann- gjörn úrslit því Blikar voru mun meira í sókn en tókst ekki að skora. Vörn FH var góð og Hall- dór stjórnaði eins og herforingi í markinu. FH átti nokkur færi í leiknum og nýtti þau vel. -ste Kef Ivíkingar sóttu en KR skoraöi Það var ekki eftir gangi leiksins þegar KR lagði Keflvíkinga að velli í Keflavík í gærkvöldi. ÍBK átti mun meira af færum en gekk illa að komast í gegnum vörn KR. Fyrsta markið kom á óvart þegar' Þorsteinn Guðjónsson stakk boltann innfyrir vörn Keflvíkinga á Björn Rafnsson IBK-KR 1-3 (1-2) 3. Björn Rafnsson KR...................0-1 8. RagnarMargeirssonlBK..........1-1 33PéturPéturssonKR................1-2 89. Þorsteinn Halldórsson KR.......1-3 Llð ÍBK: Þorsteinn Bjarnason, Jóhann Magnússon, Guðmundur Sighvats- son, Daníel Einarsson, Sigurður Björgvinsson, Grétar Einarsson Peter Farell, Ragnar Margeirsson, Óli Þór Magnússon, Jóhann Júlíusson, Gest- ur Gylfason. Llft KR: Stefán Arnarson, Gylfi Aðal- steinsson, Þorsteinn Guðjónsson, Jósteinn Einarsson, Willum Þór Þórs- son, GunnarOddsson, Þorsteinn Hall- dórsson, Rúnar Kristinsson, Björn Rafnsson (Jón G. Bjarnason 83.mín), Ágúst Már Jónsson, Pétur Pétursson. Spjöld: Þorsteinn Halldórsson og Rúnar Kristinsson KR gult. Dómari: Eyjólfur Ólafsson góður Maður lelksins: Pétur Pétursson KR. -ste Ægir-Skotfélagið Mark Ægis: Ellert Hreinsson. Mörk Skotfélagsins: Árni Harðarson og Trausti Kristjánsson. Tennis McEnroe slapp inn 1. námskeið 25/5 til 3/6 2. 6/6 til 17/6 3- 20/6 til 1/7 4. 4/7 til 15/7 5. 18/7 til 29/7 Krakkar fæddir 1980 og síðar verða milli kl. 9.00 til 10.30, krakkar fæddir 1978 til 1980 kl. 10.30 til 12.00 og þeir sem eru fæddir 1977 og fyrr verða frá kl. 13.00 til 14.30. Innritun fer fram í Leiknishús- inu sama dag og námskeið hefjast og kostar 1500 á mann en veittur er systkinaafsláttur og þeir sem taka þátt í fjórum námskeiðum fá það fimmta frítt. John McEnroe, hinn skapheiti og fyrrum besti tennisleikari í heimi, slapp með heppni inná li- stann yfir 16 bestu tennisleikara heims þegar draga átti í Opna franska tennismótið. Samlandi hans Jimmy Connors og Tékkinn Miloslav Mecir urðu að draga sig úr keppninniwegna meiðsla og því sluppu Guillermo Perez-Roldan frá Argentínu og John McEnroe inná listann. Hefðu þeir ekki sloppið inn hefði þeim ekki verið raðað sem þýðir fleiri leiki og erfiðari keppni. Listi yfir 16 bestu kariana 1. Ivan Lendl, Tékkóslóvakíu 2. Stefan Edberg, Svíþjóð 3. Mats Wilander, Svíþjóð 4. Pat Cash, Astralíu 5. Boris Becker, V-Þýskalandi 6. Yannick Noah, Frakklandi 7. Kent Carlsson, Svíþjóð 8. Tim Mayotte, USA 9. Andre Agassi, USA 10. Anders Jarryd, Svíþjóð 11. Henri Leconte, Frakklandi 12. Emilio Sanchez, Spáni 13. Andres Gomez, Equador 14. Andrei Chesnokov, Sovét 15. Guillermo Perez-Roldan, Argentlnu 16. JohnMcEnroe, USA Listi yflr 5 bestu konurnar 1. Steffi Graf, V-Þýskalandi 2. Martina Navratilova, USA 3. Chris Evert, USA 4. Gabriela Sabatini, Argentínu 5. Manúela Maleeva, Búlgariu. sem skoraði fyrsta mark leiksins 0-1. Heimamenn sóttu án afláts og uppskáru mark á 8. mínútu þegar Gestur Gylfason gaf bolt- ann á Ragnar Margeirsson sem skoraði örugglega 1-1. Enn sóttu heimamenn og gegn gangi leiksins bættu KR-ingar öðru marki við á 33. mínútu þegar Pét- ur Pétursson skoraði af löngu færi í bláhornið 1-2, glæsilegt mark. Keflvíkingar sóttu meira af kappi en forsjá í síðari hálfleik og spilið úr fyrri hálfleik vantaði. Úndir lokin gleymdu þeir sér í áköfum tilraunum sínum og Þor- steinn Halldórsson komst innfyrir vörn þeirra þar sem hann lagði boltann í hornið. -ste 4. deild Skotfélagið sigraði í sandkassa Það er ekki létt að spila fót- bolta á malar/sandvelli þeirra Þorlákshafnarbúa eins og Skotfé- lag Reykjavíkur fékk að reyna í gærkvöldi. Völlurinn er mjög ójafn og mikið ryk enda var spilið ekki mikið fyrir augað. Grasvöll- urinn þeirra er mun betri kostur en er ekki ennþá reiðubúinn fyrir átökin í 4. deildinni. Annars skoraði Skotfélagið bæði mörkin í fyrri hálfleik og voru Árni Harðarson og Trausti Kristjánsson þar að verki á með- an Snorri Már Skúlason fékk heilahristing og varð að fara af velli því hann vissi ekki alveg hvar hann var staddur. Það var síðan seint í síðari hálf- leik að Ægir náði að minnka muninn með marki Ellerts Hreinssonar úr víti. Einn sóknar- manna Ægis truflaði markvörð Skotfélagsins, þegar hann ætlaði að skjóta frá. Markverðinum gramdist það og ógnaði honum með boltanum en fékk dæmt á sig víti fyrir vikið. Föstudagur 20. maí 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 15 Um helaina 20. -24. maí Fótbolti íslandsmót: Föstudagur 1.d. Ólafsfirði kl.20.00 Leiftur- Valur 3.d. Sandgerði kl.20.00 Reynir S.-Stjarnan 4.d. Gervigrasi kl.20.00 Léttir- Hvatberar Laugardagur 1.d. Húsavíkkl. 14.00 Völsungur- ÍA 1.d. Víkingsvöllur kl.15.00 Víkingur-KA 1.d. Akureyri k. 14.00 Þór A.- Fram 2.d. Siglufirði kl. 14.00 KS- Tindastóll 2.d. Garðsvelli kl.14.00 Víðir- Fylkir 2.d. Vestmannaeyjum kl. 14.00 ÍBV-Þróttur 3.d. Njarðvík kl. 14.00 Njarðvík- Grótta 3.d. Kópavogi kl.14.00 ÍK- Afturelding 3.d. Grindavík kl.14.00 Grindavík-Leiknir 4.d. Selfossi kl. 14.00 Ernir- Haukar 4.d. Kópavogi kl.17.00 Augnablik-Snæfell 4.d. Borgarnesi kl. 14.00 Skallagr.-Hverag. 4.d. Gervigrasi kl. 18.00 Fyrirtak- Vík.Ólafsv. Þriðjudagur Laugardalsvöllur kl.20.00 ísland- Portúgal Á föstudaginn frá kl.16.00 til 19.40 og laugardaginn frá kl.9.15 til 17.40 fer fram á gervigrasinu, Framvellinum og Ármannsvellin- um keppni milli landshluta í 3. og 4. flokki. Frjálsar Á laugardaginn fer fram á Eg- ilsstöðum Skólakeppni UÍA. Fimleikar Á föstudaginn kl.19.00 hefst í íþróttahúsinu Digranesi hópa- keppni Fimleikasambands ís- lands. Keppt verður í gólfæfing- um og dýnuæfingum en 7 hópar frá 3 félögum taka þátt í keppn- inni. Handbolti Norðurlandamót heyrnarlausra í handbolta fer f ram um helgina í Selja- skóla. Þetta er í fyrsta sinn sem keppnin er haldin hér á landi. Mót- setning verður á föstudaginn kl. 19.10 en síðan leika Islendingar við Norðmenn og Svíar við Dani. Á laug- ardaginn kl.14.00 leika Norðmenn við Dani og kl. 15.45 íslendingar við Svía. Á sunnudaginn kl.14.00 leika Norðmenn við Svía og fslendingar við Dani.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.