Þjóðviljinn - 21.05.1988, Qupperneq 7
r Leiklist
ÞIBILJA
Splunkunýr leikhópur sýnir frumsamið
verk á mánudagskvöldið
Vala, Fjóla, Fía og Sigurveig,
Sigurveig, Vala, Fía, og Fjóla,
eða var röðin kannski önnur?
Fjórar konur sem seiglast áfram í
gegnum vinnudaginn. Endur-
tekninguna og merkingarieysið.
Sömu hreyfingarnar í síbylju
þangað til loksins kemur pása.
Eitthvað annað. Og kannski ræt-
ist draumurinn.
Þær tala saman, láta sig
dreyma, eru vinkonur en þó
ekki... Þær eru að minnsta kosti
vinkonur á meðan engin brýtur
reglurnar. Og að baki gráum
hversdagsleikanum býr ævintýr-
ið. Draumurinn um prinsessuna
og þennan á þessum hvíta, þið
vitið. Og um Álfadrottninguna.
Eða var það sagan um Orfeus og
Evridísi?
Og svo birtist allt í einu guð.
Stressaður, komplexaður og
vandræðalegur guð, enda hvern-
ig á annað að vera. Hvurslags
veröld er þetta eiginlega sem
hann hefur skapað? Eða er þetta
allt mönnunum að kenna? Eru
það þeir sem hafa eyðilagt sköpu-
narverk hans? Hann leitar sér
hjálpar hjágyðjunni sem allt veit,
- og greinilega kominn tími til.
Gulur, rauður, grænn og blár
er fyrsta verkefni tilraunaleik-
hússins Þíbilju. Leikritið er spun-
averk eftir meðlimi leikhópsins
og fjallar um draumana, kom-
plexana, vinnuna og lífið sjálft,
tilveruna eins og hún kemur fyrir.
f Þíbilju eru Bryndís Petra
Bragadóttir (Vala), Ingrid Jóns-
dóttir (Sigurveig), Ólafía Hrönn
Jónsdóttir (Fjóla), Inga Hildur
Haraldsdóttir (Fía), ÞórTulinius
(leikstjórn), Ása Hlín Svavars-
dóttir (leikstjórn og búningar) og
Egill Árnason (ljós). Þar að auki
hefur Guðrún Baldvinsdóttir ver-
ið hópnum innan handar með
hljóð og Björgvin Gíslason með
leikhljóð og músík.
Frumsýning á Gulur, rauður,
grænn og blár verður á mánu-
dagskvöldið kl. 20:30, - sýningar
verða í kjallara Hlaðvarpans.
LG
„Og bráðum kemur fegursti maður heimsins og bjargar mér.“ (Inga
Hildur Haraldsdóttir).
Þíbilja: Bryndís Petra Bragadóttir, Ingrid Jónsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Inga Hildur Haraldsdóttir, Þór
Tulinius, Asa Hlín Svavarsdóttir og Egill Árnason. Myndir -Sig.
MENNING
Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir
Ása Hlín Svavarsdóttir
Hugleiðingar um lífið sjálft
- Við vildum vinna saman að
einhvcrju verkefni, sagði Asa
HHn Svavarsdóttir, annar af leik-
stjórum Gulur, rauður, grænn og
blár. - Við vorum á tveimur
námskeiðum sem voru haldin hér
í vetur, og langaði til að þróa með
okkur það sem við bættum við
okkur þar, og reyna að búa til
sýningu saman.
Nú er þetta spunaverk. Hvernig
gekk vinnan fyrir sig?
- Við byrjuðum á því að
spinna út frá ákveðinni hug-
mynd, sem var maðurinn og
draumurinn, eða draumur
mannsins. Þessi draumur sem býr
með okkur öllum um betra líf og
betri veröld. Og í gegnum þá
vinnu mótuðum við persónurnar.
Inn í draumana kom einhver
reynsla, eitthvað frá fyrri tíð,
þetta sem gerir einn einstakling
frábrugðinn öðrum.
- Við vorum að leita fyrir okk-
ur út frá þemanu í um sex vikur,
og síðan settumst við Þór niður
og komum á blað því sem okkur
þótti álitlegast í því sem við
höfðum verið að gera, og skrifuð-
um grind að leikriti út frá því.
Síðan héldum við áfram að
spinna út frá þeirri grind, það
kom í ljós hvað gekk upp og hvað
ekki. Nýjar hugmyndir bættust
við og aðrar voru úr sögunni, og
þetta er svo útkoman.
Einhver ákveðinn boðskapur?
- Við höfum ekki verið í
neinum heimspekilegum
þönkum. Erum ekki með neinn
sérstakan boðskap, heldur eru
þetta hugleiðingar um lífið sjálft.
Hvað við gerum úr okkar lífi,
hvað okkur dreymir um, en sem
sagt ekki neitt alveg ákveðið sem
við ætlumst til að fólk skilji nák-
væmlega. Það hlýtur að verða
undir hverjum og einum komið
hvað þessir draumar segja hon-
um. LG
Loksins kom sumarið. Og það
kom þá líka almennilega, aldrei
þessu vant. En ekki stóð það
lengi. Á sunnudaginn var ég í
Kjósinni og mældi síðdegis yfir 20
stiga hita í forsælu. En nú er veðr-
ið bara orðið venjulegt. Það er
komið annað veður þótt sólin
skíni áfram. Tarotspilin mín spá
nú hlýjasta sumri í Reykjavík í
háa herrans tíð. Þannig hef ég
spáð í veðrið í fimmtán ár og hafa
allar spár mínar gengið nákvæm-
lega eftir. Ég hef séð látlausa
kulda og skítaveður allan tímann.
En ég er svo mikill mannvinur að
ég hef ekki flíkað þessum taro-
tveðurspám. Ég hef borið harm
minn í hljóði. En nú gjöri ég
bragarbót enda benda öll teikn
og allar stjörnur, svo í Washing-
ton sem á Bergþórugötu, til besta
sumars í manna minnum. En ef
svo ótrúlega skyldi fara að spá
mín brygðist flyt ég af landi brott
og sný aldrei aldrei aftur.
Vorið er tími ljóðasöngsins. Þá
eru allir svo lýrískir eitthvað og
sumir gerast meira að segje
ástfangnir til að fá meira kikk út
úr liederunum, sem flest eru nú
einu sinni um sætar stelpur, eða
kannski öllu heldur ógurlega
ógæfu góðra drengja út af sætum
stelpum. Á nítjándu öldinni var
ekki búið að uppgötva konuna og
þess vegna er lítið sagt frá sætum
stelpum sem fóru í rusl út af ljó-
tum strákum. En í hitabylgjunni
á laugardaginn héldu sænska
söngkonan Marianne Eklöf og
undirleikari hennar Stefan Boj-
sten ljóðatónleika á vegum Tónl-
istarfélagsins í íslensku ópe-
runni. Þau fluttu lög eftir
Brahms, Sibelius, Rakkmanínoff
og Granados. Söngkonan hefur
ágæta tækni og allt það. En söng-
ur hennar hreif mig samt lítið.
Rödd hennar er hversdagsleg og
ekki falleg. Hún var dauf og ós-
ensitív í Brahms en aftur á móti of
dramatísk og tilfinningasöm í
Rakkmanínoff. Miklu skárri var
hún í Granados en skorti þó
nauðsynlegan sjarma. Eklöf var
langbest í lögunum eftir Sibelius.
Þar var söngur hennar ágætur.
En Stefan Bojsten lék hins vegar
á píanóið af mikilli snilld og stal
alveg senunni. Hann var ná-
kvæmur, óvenjulega blæbrigðar-
íkur og endurspeglaði af miklu
næmi geðhrif og stemmingar
ljóðanna.
Frágangur á prentaðri efnis-
skrá tónleikanna var fyrir neðan
allar hellur. Ekki var getið um
höfunda ljóðanna og þau voru
ekki þýdd. Áheyrendur áttu víst
bara að skilja þessi fjögur fram-
andi tungumál. En þetta voru
smámunir hjá þeirri lygilegu
staðreynd að nöfn ljóðanna við
lög Rakkmanínoffs voru á ensku í
efnisskránni en sungin á
Shit
rússnesku! Hvers konar undir-
lægjuháttur og enskusmjaður er
þetta? Hvernig dettur nokkrum
manni í hug að bjóða áheyrend-
um upp á annað eins? Hefur
þetta vesalings fólk enga sjálfs-
virðingu? Villa Tónlistarfélags-
ins, sem á að heita menningarfé-
lag, er ekki nein venjuleg hroð-
virkni. Hér er um miklu alvar-
legra mál að ræða. Þetta lýsir
ótrúlegri hugarfarsmengun; al-
gjörum sljóleika og sinnuleysi
fyrir því að vera þegn þeirrar
þjóðar sem örlögin hafa ætlað
okkur en ekki einhverrar annarr-
ar þjóðar. Það geigvænlegasta
við þessi „mistök" er þó hversu
algeng svipuð dæmi eru orðin í
daglegu lífi. Enskan er að rugla
hugsun þjóðarinnar. Á Hallæris-
planinu æpir framan í vegfarend-
ur þessi auglýsing: „Tími fyrir ís“.
Svona talar enginn íslendingur.
Þetta er ekki íslensk hugsun.
Þetta er ekki íslenska. Það er
enska. Time for ice.
Sumir segja að enskuáhrifin
SIGURÐUR ÞÓR
GUOJÓNSSON %
hér á landi vitni um mikla
menntun þjóðarinnar (samanber
Víkverja um helgina). En það er
fráleitur misskilningur. Þetta
kemur menntun ekkert við.
Menntun felst ekki í því að kunna
ensku. Sjálf kenningin um að ís-
lendingar almennt\,kunni“ ensku
er sjálfumglöð bábilja. Gott og
vel. Ég efast ekki um að býsna
margir af yngri kynslóðinni geti
bablað við ferðamenn og skilið
söguþráð bíómynda og sumir
jafnvel drjúgt meira en það. En
ég sé í anda íslending, sem ekki
hefur lagt stund á ensku sérstak-
lega eða dvalið að ráði í ensku-
mælandi löndum, tala við ensku-
mælandi mann af hita og tilfinn-
ingu um allt milli himins og jarð-
ar: veðrið, pólitík, íþróttir, skák,
listir, trúmál, heimspeki, fisk-
veiðar, landbúnað; sagt brandara
og kjaftasögur, slúðrað, klæmst,
bölvað og ég veit ekki hvað. Þá er
ég smeykur um að flestir tslend-
ingar myndu komast að raun um
að þeir kunni andskotann ekkert
í ensku. En ofangreind fyrirbæri
og allt annað geta íslendingar
rætt eins og ekkert sé á móð-
urmálinu. - Ennþá.
Mesta ógnin af flóði enskra áh-
rifa er hins vegar sú að menn
hætti að hugsa á íslensku og týni
henni meira og minna niður án
þess að læra að gagni annað tung-
umál. Þeir verða þá aðeins mellu-
færir, eins og kallað er, á tveimur
tungum: ófærir um að tjá hug-
sanir sínar og tilfinningar í
margbreytileik mannlegrar
lífsreynslu. Slík niðurlæging vitn-
aði auðvitað ekki um menntun og
menningu. Það væri úrkynjun og
andleg uppgjöf. En þetta ástand,
sem hér er mátulega ýkt, er nú að
skapast í landinu. Verði ekki þeg-
ar í stað snúist til öflugrar varnar
er hætt við að þjóðin breytist á
fáum áratugum í mállausan skrfl
sem tjáir sig í eins atkvæðis slett-
um. Shit! Fuck! Og þá verður
ekki sunginn neinn Rakkmaní-
noff, hvorki á rússnesku, ensku,
né íslensku. Þá verður engin
klassísk músík. Engin æðri menn-
ing yfirleitt. En þjóðin mun aftur
á móti hafa um þrjátíu sjónvarps-
rásir að velja um, allar með sömu
dagskrá og verður hamingju-
samari en fjandinn í helvíti.
Leiðréttingar: f pistli mínum
um Missa Solemnis voru tvær fár-
ánlegar prentvillur: „Eins og
hann (Beethoven) hafi ekki öðl-
ast neitt nema trúarvissu", á að
vera: „... ekki öðlast neina trúar-
vissu“. „Gáttirnar upplukust
ekki fyrr en í þessu verki“, á að
vera: „... ekki fyrr en í síðustu
strengjakvartettunum“. Hvað í
ósköpunum kom yfir prófarka-
lesarann? Og svo halda allir að
tónlistargagnrýnandinn sé orðinn
brjálaður og hlakkar í sumum!
Laugardagur 21. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7