Þjóðviljinn - 21.05.1988, Page 11
ERLENDAR FRÉTTIR
Danmörk
Schliiter fær umboð
Níels Helveg Petersen mistókst myndun meirihlutastjórnar.
íhaldið vill ekkertmeð jafnaðarmönnum starfa
Paul Schluter er harla bjartsýnn og býsna kampakátur þótt öldungis sé
óvíst að honum verði nokkuð ágegnt.
Margrét Þórhildur, drottning
Danaveldis, fór í gær þess á
leit við Paul Schliiter forsætisráð-
herra og formann íhaldsflokksins
að hann stýrði viðræðum flokks-
brodda um myndun nýrrar ríkis-
stjórnar. Þá voru fáeinar klukku-
stundir iiðnar frá því að formað-
ur „Róttæka vinstriflokksins“,
Níels Helveg Petersen, kom að
máli við drottningu og játaði upp-
gjöf sína.
„Þetta er erfitt hlutskipti og
alls óvíst að ég fái einhverju áork-
að. Ég er ekki svo áfjáður í ríkis-
stjórn að ég leggi allt í sölurnar,"
sagði Schluter við blaðamenn er
hann kom af fundi Margrétar.
Hann er þriðji atvinnu-
stjórnmálamaðurinn sem reynir
að tjasla saman stjórn frá því úr-
slit þingkosninga lágu fyrir að
kvöldi lOnda maí.
Petersen var daufur í dálkinn
þegar hann gekk út úr höll henn-
ar hátignar í gær. „Mér þykir
mjög miður að hafa mistekist ætl-
unarverk mitt,“ sagði hann við
blaðamenn. Hann bætti því við
að allsendis óvíst væri að flokkur
sinn brygðist vel við væntan-
legum kvonbænum Schluters.
„Mér er sem ég sjái Schlúter
mynda stjórn á augabragði.“
Skilyrði „róttækra" væru öllum
kunnug, þeir vildu að mynduð
yrði fjölflokka ríkisstjórn ólíkra
afla sem stólað gæti á fylgi meiri-
hluta þingmanna. Hið eina sem
stæði í vegi fyrir þessu væru per-
sónuleg óvild manna hvers í ann-
ars garð og fíkn ýmissa í forsætis-
ráðherraembætti.
En Schlúter hefur aðrar skýr-
ingar á reiðum höndum: „Vegna
stefnu og aðgerða .jafnaðar-
manna á umliðnum árum og ára-
tugum telur íhaldsflokkurinn
gersamlega ógerlegt að starfa
með þeim að svo komnu máli.“
Vinur hans, Uffe Ellemann-
Jensen, formaður „Venstre“ og
utanríkisráðherra, tók í sama
streng.
Danskir fréttaskýrendur eru
enn við sama heygarðshornið,
Schluter takist að ídastra saman
minnihlutastjórn íhalds og „Ven-
stre“ og hugsanlega „róttækra
vinstrimanna“. Hann muni
treysta á að ýmsir smáflokkar á
hægri væng, „Framfaraflokkur“
Glístrúps, Miðdemókratar og
Kristilegur þjóðarflokkur verji
sig vantrausti.
Reuter/-ks.
Afganistan
Standa skæmliðar
til vinnings?
Frakkland
Hægri-
menn
makka
Fulltrúar franskra hægri- og
miðflokka funduðu stíft í gær
og freistuðu þess að ná samkomu-
lagi um að tefla fram einum fram-
bjóðanda í síðari umferð þing-
kjörsins sem fram fer dagana 5ta
og 12ta næsta mánaðar. Flestar
fylgiskannanir benda til þess að
Sósíalistaflokkurinn hreppi rúm-
lega 40 af hundraði atkvæða í
kosningunum en það ætti að
tryggja þeim meirihluta þing-
sæta. Það er því spurning um líf
eða dauða fyrir andstæðinga
þeirra að setja strax niður deilur
sínar.
Framboðsfrestur rennur út í
dag. Svo virðist sem nýgaullistar
og miðjumenn hafi orðið ásáttir
um gagnkvæma tilhliðrun í um
500 einmenningskjördæmum af
577 sem att verður kappi um. í
þeim sem ekki hefur náðst sam-
komulag um munu tveir fram-
bjóðendur Giscard/Chirac
blokkarinnar keppa við einn
frambjóðanda vinstrimanna,
væntanlega flokksbróður þeirra
Mitterrands forseta og Rocards
forsætisráðherra.
Reuter/-ks.
Afganskir uppreisnarmenn búa
sig nú af kostgæfni undir loka-
átök um tvær borgir, Jalalabad
og Kandahar. Sú fyrrnefnda
liggur mitt á milli höfuðborgar-
innar Kabúl og Peshawar í Pak-
istan en þar hafa leiðtogar upp-
reisnarmanna aðsetur. Síðar-
nefnda borgin er höfuðsetur og
miðstöð stjórnsýslu í syðri hluta
Afganistans. Falli önnur hvor
þeirra í hendur skæruliða er Ijóst
að ríkisstjórn Najibullahs er
bráðfeig.
Síðustu fréttir, óstaðfestar að
vísu, herma að skæruliðar hafi
umkringt Jalalabad. Sveitir af-
ganskra stjórnarhersins og sov-
éskir hermenn, sem eru svo
óheppnir að hafa ekki enn verið
fluttir á brott einsog þorri félaga
þeirra, séu í herkví. Málsvari
uppreisnarmanna í Peshawar
kvað félaga sína ríkja yfir öllum
þjóðvegum er liggja að Jalala-
bad. Fréttastofa Pakistana, PPI,
hafði eftir ónefndum heimilda-
mönnum úr röðum skæruliða að
Kandahar væri nú þegar á þeirra
valdi. Ekki fengust neinir ábyrgir
aðilar til þess að staðfesta þá
flugufregn.
Fréttaskýrendur og sendimenn
að vestan segja að eigi fréttir
þessar við rök að styðjast sé af-
ganski stjórnarherinn með ólík-
indum lítilfjörlegur og Najibullah
búinn að vera. Mun fyrr en nokk-
ur óttaðist eða þorði að vona.
Einsog kunnugt er hélt bróð-
urpartur sovéska herliðsins í Jal-
alabad heim til ættjarðarinnar
þann 15da þessa mánaðar. Fá-
einir urðu þó eftir í borginni. Sé
hún umsetin verður að teljast
hæpið að sovéskir herforingjar
láti sér það í léttu rúmi liggja og
skilji landa sína eftir í helgreipum
fjenda sinna. Enda er þeim í lófa
lagið að ná þjóðleiðum á sitt vald
að nýju.
Samkvæmt samningi þeim sem
gerður var í Genf fyrir nokkru var
skipuð nefnd á vegum Samein-
uðu þjóðanna til þess að hafa
yfirumsjón með heimkvaðningu
sovétdáta og heimför afganskra
flóttamanna. Fulltrúar hennar
sitja vart aðgerðarlausir um þess-
ar mundir því klögumál samn-
ingsaðila ganga látlaust á víxl.
Ráðamenn í Kabúl saka kollega
sína í Pakistan um að gefa skærul-
iðum æ fleiri vopn þrátt fyrir
bann. Pakistanir segjast á hinn
bóginn hafa öruggar heimildir
fyrir því að ekkert lát hafi orðið á
vopnasendingum Kremlverja til
Najibullah og félaga hans.
Reuter/-ks.
IÐNSKÓLINNI REYKJAVfK
Innritun fer fram í Iðnskólanum í Reykjavík og Miðbæj-
arskólanum frá kl. 9.00-18.00 1. og 2. júní.
Innritað verður í eftirtalið nám:
1. Samningsbundið iðnnám (Námssamningur fylgi
umsókn nýnema).
2. Grunndeild í prentun.
3. Grunndeild í prentsmíði (setning-skeyting-offset).
4. Grunndeild í bókbandi.
5. Grunndeild í fataiðnum.
6. Grunndeild í háriðnum.
7. Grunndeild í málmiðnum.
8. Grunndeild í rafiðnum.
9. Grunndeild í tréiðnum.
10. Framhaldsdeild í bifreiðasmíði.
11. Framhaldsdeild í bifvélavirkjun.
12. Framhaldsdeild í bókagerð.
13. Framhaldsdeild í hárgreiðslu.
14. Framhaldsdeild í hárskurði.
15. Framhaldsdeild í húsasmíði.
16. Framhaldsdeild í húsgagnasmíði.
17. Framhaldsdeild í rafeindavirkjun.
18. Framhaldsdeild í rafvirkjun og rafvélavirkjun.
19. Framhaldsdeild í vélsmíði.
20. Almennt nám.
21. Fornám.
22. Meistaranám.
23. Rafsuða.
24. Tæknibraut.
25. Tækniteiknun.
26. Tölvubraut.
27. Öldungadeild í bókagerðargreinum.
28. Öldungadeild í grunnnámi rafiðna og rafeinda-
virkjun.
Innritun er með fyrirvara um þátttöku í einstakar
deildir.
Öllum umsóknum nýnema fylgi staðfest afrit prófskír-
teina með kennitölu.
Iðnskólinn í Reykjavík
Auglýsing
um lausar stöður
veiðieftirlitsmanna
Sjávarútvegsráðuneytið óskar eftir að ráða veiði-
eftirlitsmenn.
Umsækjendur sem til greina koma þurfa að upp-
fylla eftirfarandi skilyrði:
1. Hafa lokið fiskimannaprófi II. stigs.
2. Hafa starfað sem yfirmenn á fiskiskipi.
3. Hafa þekkingu á öllum algengustu veiðum og
veiðarfærum.
4. Æskilegur aldur 30-50 ára.
Umsóknir þurfa að hafa boríst ráðuneytinu fyrir
15. júní nk. og skal þar greina aldur, menntun og
fyrri störf.
i
Sjávarútvegsráðuneytið, 18. maí 1988
IÐNSKÓLiNN f REYKJAVfK
Iðnskólanum í Reykjavík verður slitið föstudaginn 27.
maí kl. 14.00 í Hallgrímskirkju og verða þá afhent
burtfararskírteini.
Iðnskólinn í Reykjavík
Frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð
Innritun nýnema í öldungadeild fer fram í skólan-
um 24., 25. og 26. maí kl. 15-19 gegn greiðslu
1000 króna staðfestingargjalds.
Rektor
Laugardagur 21. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11