Þjóðviljinn - 26.05.1988, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 26.05.1988, Qupperneq 2
FRÉTTIR Eitraðir þörungar Offjölgun vegna mengunar Neyðarástana í Noregi. Getur liðkað fyrir seiðasölu þangað. Gunnar Steinn vatnalíffrœðingur: Ástœða til að fylgjastgrannt með skilyrðum í sjónum þar sem eldisstöðvar eru að sem veldur ofljölgun þess- ara þörunga sem nú valda miklum skaða í Noregi stafar fyrst og fremst af þeim aðstæðum sem þeim eru búnar af manna- völdum ss. vegna mengunar frá skolpi, fóðurstöðvum fyrir fisk- eldi þar sem óhreinsaður úr- gangur fer óhindraður út í sjóinn með mikið af næringaefnum sem þörungarnir þrífast á, sagði Gunnar Steinn Jónsson vatnalíf- fræðingur hjá Hollustuvernd ríkisins við Þjóðviljann. Sannkallað neyðarástand hef- ur skapast í Noregi síðustu daga vegna þörungategundarinnar Chrysochruomulina Polylepis eða svipuþörungs, sem ógnar eldisfiskum í sjókvíum við vestur- strönd landsins. Er svo komið að forráðamann fiskeldis þar í landi líkja ástandinu við náttúruham- farir og eru nánast ráðþrota hvernig bregðast skuli við ásókn þörunganna sem nú þegar hafa drepið ógrynni fiskjar. Þörunga- plágan berst nú fyrir vindum og straumum norður með landinu. Af þeim sökum er óttast um eldi- sfisk í 120 stöðvum við Hörða- land til viðbótar við þær tugi stöðva sem hafa orðið fyrir tjóni sunnar í Noregi. Á þessari stundu er ekki vitað hvaða áhrif þetta hefur á seiðaútflutning héðan til Noregs en fiskeldismenn vonast þó eftir að áfall Norðmanna eigi eftir að liðka fyrir seiðasölu þangað sem ekki er vanþörf á þar sem mikið er af óseldum seiðum hérlendis. Að sögn Gunnars Steins Jóns- sonar eru þekktar um 80 tegundir eitraðra sjávarþörunga og nokkr- ar þeirra mynda eitur sem er meðal sterkustu eiturefna sem þekkjast. Flestar þessarar teg- unda tilheyra skoruþörungum en til þeirra telst um 1200 tegundir. Áðspurður hvort einhver ráð séu þekkt til að koma í veg fyrir að eitraðir þörungar geti valdið tjóni við eldisstöðvar hér við land, sagði Gunnar að eina ráðið væri að fylgjast vel með skilyrð- um í sjónum og sjá til þess að í hann berist ekki úrgangsefni sem innihalda næringarefni fyrir þörungana sem orsaki ótímabæra fjölgun þeirra eins og raun ber vitni um í Noregi. Gunnar sagði ennfremur að heimilda um rauðan sjó af völd- um þörunga sé fyrst getið 1638 þegar fiskimenn urðu varir við blóð í sjónum undan Austfjörð- um sem rak inn að landi í löngum rákum eða röstum. Á þeim tíma var litið á fyrirbærið sem boðun um vonda tíð. -grh Frá Vinnuverndarþinginu sem stendur yfir á Hótel Sögu Norrœn vinnuvernd Vöðvabólgur skæðar Bakverkir og vöðvabólgur algengustu orsakirfjarvista frá vinnu. Ammoní- aksgeymir Aburðarverksmiðjunnar til umrœðu á norrœnu vinnuverndar- þingi Áiagssjúkdómar, svo sem vöðvabólgur og bakverkir, eru þeir sjúkdómar sem valda hvað mestum fjarvistum frá vinnu samkvæmt norrænum skrám og virðast einir skæðustu atvinnu- sjúkdómarnir sé miðað við vinnulaun. Þetta var meðal þess sem fram kom á fyrsta degi norræns vinnu- verndarþings á Hótel Sögu í gær. Sérfræðingur frá Noregi taldi að álagssjúkdómar kostuðu norska ríkið árlega sem svarar fjórum miljörðum norskum, jafnframt væru álagssjúkdómar 35% af veikindaforföllum þar í landi. Þingið á Sögu sækja fulltrúar allra vinnueftirlitsstofnana á Norðurlöndum, og er það hið sextánda í röðinni. Félagsmála- ráðherra setti þingið, en síðan hófust framsöguerindi. Þar Eyjólfur Sæmundsson for- stjóri Vinnueftirlits ríkisins fjall- aði um greiningu á stórslysahættu og áhættugreiningu með sérstöku tilliti til áhættu frá ammoníaks- geymi Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi Eyjólfur gaf yfirlit yfir aðferðir við að meta hættu á stórslysum og tengdi það við hættuna frá geyminum. Niðurstaða hans var sú að ef geymirinn mundi bresta fullur af ammoníaki gæti myndast mikið ammoníaksský sem hefði mjög alvarlegar afleiðingar í ríkj- andi vindáttum og gæti náð niðrí miðbæ á 10 mínútum. í máli Eyjólfs kom jafnframt fram að í ráði væri að byggja nýj- an tvöfaldan stáltank, með jarð- vegsvegg í kring sem þriðju vörn, ef leki kæmi. Innihaldið yrði kælt niður í 33 gráður. Yfirþrýstingur verður þannig að kæmi leki mundi ammoníakið haldast niðri í jarðvegsskálinni vegna þess að andrúmsloftið er þyngra en amm- oníakið. gjh Grandavagninn Skýringa óskað Fulltrúar stjórnarandstöð- unnar í borgarstjórn hafa lagt fram fyrirspurnir í borgarráði þar sem borgarstjóri er krafinn nánari skýringa á yfirlýsingum sínum varðandi kaupin á Grand- avagni Ragnars Júlíussonar og jafnframt er óskað eftir Ijósriti af þeirri fundargerð stjórnar Granda þegar kaupin voru á- kveðin. Óskað er eftir upplýsingum og svörum við eftirfarandi spurning- um. 1) Borgarstjóri sá ekki ástæðu til að gera athugasemd við bíla- kaupin þegar þau voru gerð í des- ember sl. Hvers vegna sá hann ástæðu til að hafa afskipti af kaupunum eftir borgarstjórnar- fund 5. maí sl? 2) Getur borgarstjóri nefnt dæmi um fyrirtæki þar sem stjórnarformaður hefur bíl frá fyrirtækinu til einkaafnota eða nýtur annarra áþekkra hlunn- inda? 3) Ef fyrir liggur stjórnarsam- þykkt um bflakaupin, hlýtur hún að vera skráð í fundargerðarbók Granda hf. Óskað er eftir ljósriti af samþykktinni og dagsetningu þess stjórnarfundar. 520 miljónir í Ólafsfjarðarmúlann Krafttak verktakafyrirtækið Ellert Skúlason í samvinnu við norskt verktakafyrirtæki, átti lægsta tilboð í gerð jarðgangna í gegnum Ólafs- fjarðarmúla. Tilboð í verkið voru opnuð i gær og hljóðaði lægsta tilboðið uppá 520 miljónir en kostnaðaráætlun Vegagerðar ríkisins var uppá rúmar 630 miljónir. 6 önnur tilboð bárust í verkið og kom það hæsta frá Finnlandi uppá nærri 1 miljarð króna. Reiknað er með að framkvæmdir við verkið geti hafist í sumar, en þetta verk er það stærsta sem boðið hefur verið út af hálfu Vegagerðarinnar. Jarðhitaráðgjöf fyrir ullarkaup íslenskir sérfræðingar sem starfa hjá Virki-Orkint munu veita jarðfræðistofnun Hebei- héraðs í Kína jarðhitaráðgjöf á þremur afmörkuðum svæðum á næstu misserum. Framkvæmd þessa verkefnis er háð því að Kín- verjar geti greitt fyrir ráðgjöfina með vörum eða þjónustuvið- skiptum, t.d. á sviði ullariðnaðar. Þetta varð niðurstaðan í við- ræðum Friðriks Sophussonar iðn- aðarráðherra og Zhu Xun ráð- herra jarðefna og auðlinda í Kína. Kínareisu iðnaðarráðherra lýkur á föstudag. Banaslys við ísafjörð Vörubflsstjóri lést síðdegis í gær, er bifreið sem hann ók fór fram af háu barði í Dagverðardal skammt utan við ísafjörð. 14 ára sonur bflstjórans var einnig í bifreiðinni en hann sakaði ekki. Vörubifreiðin var að flytja fisk frá Flateyri til ísafjarðar. Katrín Hall til Kölnaróperunnar Katrínu Hall, ballettdansara, hefur verið boðinn árssamningur við Tanz Forum, dansflokk Kölnaróperunnar, næsta vetur. Katrín er nú stödd í Þýskalandi og mun dansa aðalhlutverk í nýju dansverki eftir Jochen Ulrich sem frumsýnt verður í Kölnaróperunni í næsta mánuði. Katrín hefur dansað með íslenska dansflokknum frá 1982. Lánskjaravísitalan hækkar um 1,53% Lánskjaravísitalan 2051 gildir fyrir júnímánuð og hefur hún þá hækkað um 1,53% frá síðasta mánuði. Þessi hækkun umreiknuð til árshækkunar er uppá 20,1% en síðustu 3 mánuði hefur lánskjaravísi- talan hækkað um 18% og síðustu 12 mánuði um 21,6%. Minjar og saga í Þjoðminjasafni Hið nýstofnaða félag Minjar og saga ætlar að funda í Þjóðminjasafn- inu í dag kl. 17.15 og verður þar m.a. sýndar myndir frá endurbyggingu Viðeyjarstofu sem á að taka í notkun í ágúst á afmæli Reykjavíkur- borgar. Þau Magnús Sædal og Margrét Hallgrímsdóttir gera grein fyrir framkvæmdum í Viðey og fornleifauppgreftrinum þar. 100 þús. í minningarsjóð Eðvarðs í tilefni 100. fundar í framkvæmdastjórn Sambands almennra líf- eyrissjóða, sem haldinn var fyrir skemmstu, var einróma samþykkt að leggja fram 100 þús. krónur í Minningarsjóð Eðvars Sigurðssonar fyrrv. alþm. og formanns Dagsbrúnar. Eðvarð sat óslitið í stjórn SAL frá stofnun sambandins þar til hann lést í júlí 1983. Þrátt fyrir ákvæði í lögum um að fulltrúar ÁSÍ og VSÍ skuli hafa á hendi formennsku til skiptis, gegndi Eðvarð formennsku allan þann tíma sem hann sat í stjórninni. 36 nýir búfræðingar frá Hvanneyri Á næsta ári verður minnst 100 ára afmælis Bændaskólans á Hvann- eyri, en fjölþætt nám fer nú fram við skólann auk tilraunastarfsemi og þjónustu við landbúnaðinn. 36 nemendur luku búfræðiprófi frá skóla- num á þessu vori, en 40 nemar luku námi úr 1. bekk og 9 eru við nám í búvísindum. Þá sóttu um 300 manns margvísleg námskeið á vegum skólans á liðnum vetri. Plumb lávarður í heimsókn Forseti Evrópuþingsins, Plumb lávarður kom í opinbera heimsókn til landsins í gær í boði forseta Alþingis. Plumb hefur einkum helgað starfskrafta sína landbúnaðarmálum og var um tíma forseti samtaka breskra bænda. Hann hefur verið formaður Evrópuþingsins frá janúar á sl. ári. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.