Þjóðviljinn - 26.05.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.05.1988, Blaðsíða 8
Brynjólfur Bjamason nírœður Fyrir átján árum vorum við þrír menntaskólastrákar að byrja að grufla í heimspeki, Gestur Ól- afsson, Páll Halldórsson og ég. Við höfðum komist í tæri við bækur Brynjólfs Bjarnasonar og Iangaði að spyrja hann út í nokk- ur atriði sem eitthvað höfðu vaf- ist fyrir okkur. Því varð úr að við áræddum að hringja til hans og spyrja hvort við mættum koma í heimsókn. Það var auðsótt mál. Þetta var upphaf kynna okkar Brynjólfs, sem með árunum hafa þróast í ágætan vinskap. Ekki ætla ég hér að Brynjólfi níræðum að fara að rekja ævi hans og störf, pólitísk eða heimspekileg. En um leið og ég sendi honum heillaósk- ir langar mig að segja svolítið frá manninum sjálfum eins og hann kemur mér fyrir sjónir. Vona ég að Brynjólfur misvirði það ekki að vinur hans taki upp á því að lýsa honum svona á prenti. Brynjólfur er óvenjulegur maður fyrir margra hluta sakir. Eitt er að maðurinn virðist ekki eldast eins og fólk gerir yfirleitt, hvorki andlega né líkamlega. Fyrir örfáum árum kvartaði hann undan því við mig í bréfi frá Dan- mörku - en þar dvelur Brynjólfur jafnan hluta ársins hjá dóttur sinni - að engar froststillur hefðu verið þar í Iandi svo að hann hefði ekkert komist á skauta. Og hugur hans virðist alveg jafn fimur og nokkurn tíma. Um það vitnar til dæmis nýlegur eftirmáli Brynj- ólfs að samræðum hans, Páls Skúlasonar og Halldórs Guðj- ónssonar um heimspeki sem út komu í haust er leið, en þar fer Brynjólfur á kostum. Nefnandi þessar samræður finnst mér rétt að ítreka hér það sem ég segi í formálakorni sem ég skrifaði að þeim, að Brynjólfur sé fyrsti eiginlegi heimspekihöfundur ís- lenskur. Þessu er haldið fram þarna með vissum fýrirvörum og skýringum og alls ekki ætlað að kasta rýrð á verk nokkurs manns. En þessi dómur minn hefur nú verið vefengdur opinberlega í rit- dómi um Samræður um heimspeki í Morgunblaðinu. Mér sýnist að höfundur hans hafi alls ekki tekið tillit til fyrirvara minna, sem voru á þá ieið að Brynjólfur sé að líkindum fyrstur íslendinga til að glíma við heimspekilegar gátur í Ijósi evr- ópskrar heimspekihefðar af fullri einurð, fyrstur til að skapa heimspeki fremur en að miðla lærdómi um hana eða setja fram einhvers konar lífsspeki. Við þennan dóm hyggst ég standa þangað til sýnt hefur verið fram á annað með ljósum vitnisburði. En það eru þó fremur mannkostir Brynjólfs en sú stað- reynd að hann ber ellina flestum betur sem gera hann að eftir- minnilegum manni og góðum vin. Brynjólfur er einstaklega blátt áfram og hreinskiptinn maður. Þessar lyndiseinkunnir skína út úr fasi hans öllu. Hann á ekki til sýndarmennsku eða hé- gómleika. Af kynnum mínum við Brynjólf þykist ég líka viss um að hann hafi miklu ríkari ábyrgðar- kennd en gengur og gerist. Hann vandar sig í smáu og stóru, reynir alltaf eftir fremsta megni að kom- ast að þeirri niðurstöðu sem hann telur réttasta, því að kæruleysi er jafn fjarri honum og sýndar- mennskan. Þettaerusatt að segja fremur sjaldséðir eiginleikar, sem Brynjólfur hefur í þeim mæli að eftirtekt og aðdáun hlýtur að vekja. En það eru á honum fleiri hliðar. Þó að Brynjólfur taki lífið alvarlega, er hann enginn húmor- laus pedant. Hann á nóg rúm fyrir glettni, næman mannskiln- ing og einlæga hlýju. Út á við mun hann þekktur sem hinn viljasterki alvörumaður sem stjórnast einvörðungu af kaldri skynsemi í þjónustu hugsjóna. Sjálfur þekki ég ekkert til Brynj- ólfs sem stjórnmálamanns af eigin raun, og það má vel vera rétt að þessir síðarnefndu þættir í fari hans, sem hann vissulega á til, hafi verið mest áberandi hjá honum á þeim vettvangi. En mér finnst ólíklegt að nokkrum sem kynnist Brynjólfi eitthvað að ráði dyljist hinar mjúku og mannlegu hliðar hans. Eg hef heyrt þann dóm um Brynjólf, að ég held úr fleiri en einni átt, að þessir ólíku eðlisþættir sem ég hef drepið á eins og myndi tvo menn, annan kaldan, rökvísan og óbilgjarnan, hinn tilfínninganæman, hlýjan og gamansaman. Að minni hyggju er þetta mjög villandi lýsing og raunar fjarri sanni. Því þótt Brynjólfur hafi ef til vill andstæða eiginleika til að bera, sem að ein- hverju leyti kunna að togast á í honum því að sál hans er stór, er hann eigi að síður fullkomlega heill. Þessi heiiindi ljá honum sérstaka heiðríkju sem eru töfrar hans og þau gera hann á einhvern hátt marktækari en flesta menn aðra. Um það hygg ég að jafnvel andstæðingar hans hljóti að geta vitnað, því Brynjólfur hefur alltaf talað þannig að á hann er hlustað. Ásamt einlægri skilningsþrá gerir þessi sama heiðríkja Brynjólf að góðum heimspekingi, og ásamt hjartagæsku og næmieika að góð- um vin sem gott er að eiga að. Eyjólfur Kjalar Emilsson Það er nú liðinn réttur aldar- fjórðungur síðan ég fór í fyrsta sinn á pólitískan fund, þá ellefu ára gamall. Þá sem oftar voru erf- iðir tímar í hreyfingu íslenskra sósíalista, og pabbi vildi sýna þann lit að fara á kosningafund Alþýðubandalagsins í Austur- bæjarbíói. Hann tók mig með á þeim forsendum að rétt væri að ég sæi „gömlu mennina" Einar og Brynjólf áður en þeir hættu af- skiptum af pólitík. í minningunni um þennan fund er bundin sér- stök eftirvænting við ræðu Brynj- ólfs. Hann hafði þá haft sig lítið frammi í póiitíkinni um nokkurra ára skeið, og þegar hann gekk inn á sviðið og að ræðustólnum, fann ég hvernig pabbi lyftist allur í sæt- inu og varð eins og krakki á jól- unum. Brynjólfur kunni greini- lega vel að byggja upp eftirvænt- ingu, hellti sér vatn úr könnu með sömu hægðinni og hann glímir við gátur heimspekinnar, og pabbi hvíslaði að mér: „Þetta verður ör- ugglega góð ræða, fyrst hann gef- ur sér svona góðan tíma.“ Einhvern veginn er þessi eftir- vænting mér minnnisstæðari en sjálf ræðan, enda bauð ástand innanlands- og alþjóðamála á því herrans ári 1963 ekki upp á neinar stórbrotnar ræður sósíal- ista. En í eftirvæntingunni skild- ist mér hvílík virðing var víða borin fyrir Brynjólfi; í persónu hans sáu margir sem til þekktu eins konar holdgervingu sósíalí- skra hugsjóna: mikið mannvit og rökvísi, samofið ást á öllu sem iifir, og menn vissu að það var samræmi á milli þeirra hugsjóna sem Brynjólfur boðaði og þess lífs sem hann lifði. Þetta pólitíska hreinlífi Brynjólfs óttuðust and- stæðingar hans meira en annað, og þeir reyndu að smíða mynd af honum sem pólitískum ofstækis- manni, eins konar jesúíta, og varð nokkuð ágengt, enda lengra milli einstaklinga úr ólíkum skoð- anahópum og stéttum en nú er. Ég hef ekki heyrt Brynjólf tala á pólitískum fjöldafundi síðan, en stundum lesið hann og heyrt á hljóðlátari stundum. Það fylgir 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. maí 1988 því sérkennileg tilfinning að sitja andspænis manni sem hefur upp- lifað allt það breytingaskeið sem hreif þjóð okkar úr þúsund ára kyrrstöðu og inn í nútímann. Það hafa svo sem fleiri upplifað þess- ar breytingar, en Brynjólfur hef- ur líka skilið þær skörpum skiln- ingi og hann getur kallað fram andblæ horfinna tíma í frásögn. Með honum er hægt að líta liðna atburði frá ófölsuðum sjónarhól þess samtíma sem þeir gerðust í, en um leið bregða sér upp á aðra hærri og nútímalegri útsýnisstaði. Brynjólfur varð kunnur að rökvísi sinni á baráttuárum sín- um. Að mínu mati skilaði hún ekki alltaf þeim árangri sem hann og félagar hans væntu, því eins og Brynjólfur og aðrir heimspeking- ar vita, verða niðurstöðurnar aldrei betri en þær forsendur sem maður gefur sér, hversu rökvíst sem unnið er með þær. Ég kýs heldur að taka mið af óvanalega opinni þekkingarleit Brynjólfs og læra af rökvísi hans til að spyrja óvæntra spurninga, líka spurn- inga sem honum og samferða- mönnum hans hefur ekki dottið í hug að spyrja. Þannig tökum við best við merkinu frá Brynjólfi. Við sem núna böslum í því að halda sósíalismanum á lofti sem hugsjón og svari við samtíma- vanda, stöndum öll í óborgan- legri þakkarskuld við Brynjólf Bjarnason og samherja hans í baráttu fyrri áratuga. Þeir höfðu ekki einasta forgöngu um að bæta kjörin og vernda sjálfstæði þjóð- arinnar, heldur felst kannski stærsta framlag þeirra í því, hvernig þeir efldu sjálfsvirðingu íslenskrar alþýðu. Þegar allt er tekið saman, lögðu þeir mikinn og traustan grunn að íslenskum sósíalisma, og þótt einhvers stað- ar þurfi að breyta lögnum og teikna efri hæðirnar upp á nýtt, þá megum við ekki láta það verk vaxa okkur í augum, heldur ljúka við húsið. Við gerum það nátt- úrulega fyrir okkur sjálf og af- komendur okkar, en einhvern veginn finnst mér líka að allt ann- að væri svik við það fólk sem byggði grunninn og gerði okkur að því sem við erum. Gestur Guðmundsson Saga Evrópu er saga okkar. Örlög álfunnar hafa á þessari öld skapað atburðarás og hugmynda- heim sem færðu íslensku þjóðlífi nýjar og nýjar sjálfsmyndir. í kjölfar heimsstyrjaldarinnar fyrri komu fullveldi og umturnun á atvinnulífi og búsetu. Kreppan mikla skerpti stéttaandstæður og markalínur hinna hugmynda- fræðilegu átaka urðu hvassari en nokkru sinni. Hreyfing jafnaðar- manna klofnaði vegna ágreinings um leiðir. Fordæmi byltingarinn- ar í Rússlandi heillaði suma. Aðr- ir vildu feta braut þingræðis og lýðræðislegrar fjöldahreyfingar. Úppgangur fasismans skóp nýjar forsendur og í heimsstyrjöldinni síðari urðu ný bandalög burðar- ásinn í glímunni við Þýskaland nasismans. Síðan var álfunni skipt og frostnætur kalda stríðs- ins færðu stjórnmálin í fjötra. Það varð síðan verk nýrrar kyn- slóðar sem stundum er kennd við vorið í París að slíta fyrir tuttugu árum þessi bönd og opna á ný umræðuna um lýðræðið og sósíal- ismann, jafnréttið og frelsið. Þetta er stórbrotin saga og myndbirting hennar á íslandi bar auðvitað sérstök einkenni fá- mennrar bændaþjóðar sem um aldir hafði lifað í einangrun og varðveitt sína fornu tungu. Það voru hins vegar hinir miklu at- burðir álfunnar sem skópu stefið og réðu taktinum. Og það er til marks um hraðann að allt hefur þetta gerst á einni mannsævi. Enn eru skarpir þátttakendur í umræðu samtímans nokkrir þeirra sem hlýddu á sjálfan upp- hafsforleikinn að þessari mestu söguóperu álfunnar. Brynjólfur Bjarnason hélt til Kaupmannahafnar nýbakaður stúdent á fullveldisárinu 1918. Hann hrærðist í ölduróti hinnar heimspekilegu umræðu og hug- myndafræðilegu átaka við há- skólann í Berlín nokkrum árum síðar þegar örlög byltingarinnar í Rússlandi voru enn óráðin og kenningin um heimsbyltinguna miklu var raunverulegur grund- völlur ákvarðana og ágreinings. Hann réði heimkominn mestu um viðskilnaðinn við Alþýðu- flokkinn 1930. Hin hárfína rök- hyggja Brynjólfs mótaði grund- völlinn að Kommúnistaflokki ís- lands sem síðan var lagður niður átta árum síðar þegar samfylking- arkrafan í álfunni og sérstakar aðstæður hér heima leiddu til stofnunar Sósíalistaflokksins. Þar með varð þingræðið á ný grundvöllur baráttunnar og hin formlegu tengsl hans við alþjóða- hreyfingu kommúnista tóku að rofna. Síðan þá eru fimmtíu ár og mörg vötn hafa til sjávar runnið. Hinn mikli rökhyggjúmaður hef- ur dæmt atburði og þróun á kvarða þeirra kenninga sem hann nam ungur í Kaupmannahöfn og Berlín. Ávallt skýr og afdráttar- laus. Dró ekkert undan þegar aðrir töluðu tæpitungu. Hann varaði við að gera Alþýðubanda- lagið að flokki vegna þess að þá yrði hið sósíaldemókratíska eðli hreyfingarinnar fest í sessi og hafði reyndar hætt þingmennsku strax 1956 þegar fyrst var boðið fram í nafni Alþýðubandalagsins. Þegar aðrir voru feimnir við að viðurkenna þróunina tók Brynj- ólfur af skarið. Nú síðast fyrir nokkrum mánuðum þegar fiill- trúi 68-kynslóðarinnar ræddi við hann í einu hinna glæsilegustu tímarita í landinu, þá var jafnvel vafamál hvort flokkurinn væri ekki orðinn of útþynntur til að verðskulda gæðastimpil raun- verulegs sósíaldemókratisma!! Það er mikill höfðingi í langri sögu íslenskra sósíalista sem í dag fagnar 90 ára afmæli. Elstu félag- arnir sem muna hann í hita bar- áttunnar eru enn með aðdáun í röddinni þegar þeir rifja upp ræður og sögulega fundi. Hinir yngri virða mannvitið, þekking- una, rökhyggjuna og hinn hug- myndafræðilega heiðarleika sem þeir hafa kynnst við lestur bóka og greinasafna eftir Brynjólf. Kæri Brynjólfur, þessi spurning „hvers er heimspekin megnug?“ hefur sótt að mér þegar mér hefur orðið hugsað til þín að undanförnu. Ég varð undrandi er ég veitti þessu eftirtekt. Tengslin í huga mínum milli þín og þessarar spurningar voru mér fyrst ekki ljós. Þau eru mér ekki fullljós enn, en samt eða kannski þess vegna langar mig til að reyna að skýra þau í þessu bréfi sem ég sendi þér í tilefni af afmæli þínu á næstunni. Annars veit ég ekki hvort ég veld þessu bókmenntaformi sem „sendi- bréf“ kallast; það lýtur ekki sömu lögum og „fyrirlesturinrí1, „er- indið“ eða „greinin“, en gefur manni frelsi til að láta móðan mása og stökkva úr einu í annað eftir því sem hugurinn stendur til. Að þessu leyti er það líkt „sam- ræðunni“. Kannski er það ein- mitt vegna fyrri samræðna okkar sem mér finnst sendibréfið nú við hæfi. En sem sagt: hvers vegna vek- ur þú upp í huga mínum spurn- inguna um mátt heimspekinnar? Ástæðurnar eru tvær. Önnur er svolítið djúp og flókin, hin er augljós og blasti strax við mér. Mér finnst að þú eigir andlega æsku þína heimspekinni að þakka. Og þar með ert þú mér lifandi sönnun fyrir þann andlega Hvers yngingarkraft sem býr í heimspeki. Þú ert sjálfur svar við spurningunni hvers heimspekin sé megnug. Vera má að þessi augljósa ástæða sé alveg nægileg skýring á umræddum hugtengslum mfnum. Ef til vill er þetta líka eina gilda svarið við spurningunni hvers heimspekin sé megnug. Þá hljót- um við að spyrja: Er heimspekin kannski einskis annars megnug en efla andlega æsku? Og er víst hún geri það nema í einstöku til- felli? Ég spurði einn vin minn hvers heimspekin væri megnug og hann svaraði umsvifalaust: „Að flækja málin". Það sló þögn á mig, og þá bætti hann við: „Og valda von- brigðum." Hvort tveggja er óumdeilanlegt svo að ljóst er að heimspekin megnar ýmislegt ef því er að skipta. En hvorugt sér- kennir þó heimspekina; hún er ekki ein um að flækja málin og valda vonbrigðum. Hún gerir það engu að síður á ákveðinn hátt og í ákveðnu augnamiði: með því að spyrja útí sjálfsagða hluti og í þvf skyni að fá menn til að taka sjálfa á málunum. Ég tala nú um heimspekina eins og ákveðna persónu sem vinnur á ákveðinn hátt og með ákveðin markmið í huga. Það má fara eins að með trúna og skáidskapinn, vísindin er heimsp og stjórnmálin. Tæknin er líka höfuðskepna af þessu tagi. Þá hefur hún nú heldur betur flækt málin og.valdið vonbrigðum! Að vísu mundu fæstir íslendingar vilja segja þetta um tæknina. Vinur minn hafði fregnað af frumstæðum búskaparháttum ít- ala og honum varð á orði: „Þeir eru bara ekki í tengslum við veru- leikann." Veruleikinn er íslend- ingum tækni, heimsskoðun þeirra er einhvers konar tækni- speki. Hér kemur að síðari ástæðu þess að þú vaktir í huga mínum spuminguna um mátt heimspek- innar. Hvers vegna tókst þú trú á heimspekina en ekki tæknina eins og þorri íslendinga á þessari öld? Hvers megnar heimspekin í samanburði við tæknina? Þegar ég opnaði fyrst bók eftir þig fannst mér þú vera á valdi tækni- spekinnar sem hrærir saman vís- indum og trú og telur allar fram- farir vera fólgnar í lausnum á vandamálum af tæknilegu tagi. (Svo dæmi sé tekið, eru ekki sannanir fyrir framhaldslífi bara spurning um viðeigandi tækni?) Löngu síðar uppgötvaði ég að sú hugsun sem þér er hjartfólgin á lítið, kannski ekkert skylt við tækni, að það er hugsun sem leitar eftir efnum sem tæknin kann engin tök á, efnum sem frá

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.