Þjóðviljinn - 31.05.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.05.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI KLIPPT OG SKORIÐ Að græð- ast fé Loks er búiö aö leggja fram upplýsingar, en aö vísu mjög takmarkaðar, um gjaldeyrisviðskipti dagana 6. til 11. maí s.l. Þá keyptu bankarnir á fjórum virkum dögum gjaldeyri af Seðla- bankanum fyrir 2.847 miljónir króna, þ.e. um fjóröungur af gjaldeyrisvaraforða þjóöarinnar. Viöskiptaráöuneytinu hefur gengiö frekar illa að fá upplýsingar um þessi mál hjá Seðla- bankanum og hefur verið borið viö bankaleynd og ýmsum tæknilegum atriöum. Svo viröist sem æöstu mönnum íslenska bankakerfisins þyki þessi mál koma ríkisstjórninni næsta lítið við. Það hefur því tæpast legið þungt á bankamönnum aö kannski ætti almenningur einhvern rétt á aö fá upplýsingar um aðdraganda síöustu gengisfellingar. Upplýsingar um einstaka kaupendur hafa ekki verið lagöar fram en viöskiptin hafa verið flokkuð eftir því til hvers nota átti gjaldeyrinn og segja þær tölur býsna merkilega sögu. Mánu- dag, þriöjudag og miðvikudag fyrir uppstigningardag, þ.e. 9. til 11. maí, seldu bankar og sparisjóöir gjaldeyri fyrir um 953 miljónir króna vegna innflutnings. Þessi tala er býsna há þegar þess er gætt aö heildargjaldeyrissala allra banka og sparisjóða var í aprílmánuði að meðaltali um 330 miljónir króna á dag. Dagana fyrir uppstigningardag hafa menn drifið sig í að kaupa gjaldeyri til að greiða þær kröfur sem lágu á borðinu hjá þeim þótt við eðlilegar aðstæður hefðu þær fengið að bíða í ein- hverja daga. Astæðan er augljós. IVIenn bjuggust við gengis- fellingu íslensku krónunnar. Dagana fyrir uppstigningardag voru símalínur forstjóranna rauðglóandi. Vinur talaði við vin og gaf góð ráð. Menn voru hvattir til að vera ekki að drolla með umsóknir um gjaldeyri, það gæti kostað þá stórarfjárhæðir. Þessi hafði heyrt að ríkisstjórn- in myndi fella gengið á uppstigningardag, annar að það yrði næsta sunnudag, menn voru sammála um að ekki þyrfti að spyrja hvort heldur hvenær gengið félli. Var ekki búið að senda þingið heim? Voru forsvarsmenn fiskverkenda ekki farnir að tala eins og gengisfelling væri staðreynd? Og var ekki forsætisráðherra búinn að flytja sjón- varpsávarp og segja að gengisfelling ein sér dygði ekki og hafði látið í það skína að ríkisstjórnin væri að upphugsa efna- hagsráðstafanir til að beita samhliða gengisfellingu? Kunning- jar í viðskiptalífinu hvöttu hverjir aðra til lesa það sem skrifað stóð á vegginn. Af hverju að vera að draga það að kaupa gjaldeyrinn? Það gæti jafnvel borgað sig að slá lán til að kaupa dollarana strax, gengisfellingin yrði aldrei undir 10% og því gæti þetta snúist um miljónir. Væru það ekki líka peningar? Sú þjóð er býr við hagkerfi, sem hefur frjálshyggjuna að leiðarljósi, þarf ekki að verða hissa þótt við þessar aðstæður sé gerð hörð hríð að gjaldeyrisvaraforðanum. Eigi það lögmál að gilda að hver sé sjálfum sér næstur og að andskotinn megi eiga þann, sem aftastur fer, þá verður að búast við því að kaupa- héðnar sleppi ekki góðu tækifæri til að þéna nokkrar miljónir. En hitt vekur nokkra furðu að stjórnendur bankastofnana hafa tekið þátt í því kaupæði á gjaldeyri sem ríkti dagana fyrir uppstigningardag. Bankarnir eru flestir ríkisbankar og spari- sjóðirnir lúta héraðsbundinni stjórn. Fáar stofnanir eru með jafnaugljósum hætti í almenningseigu. Hvað kemur til að þær lentu í prímadonnuhlutverki í sókn markaðsaflanna að gjald- eyrisvaraforða þjóðarinnar? Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum um gjaldeyris- viðskipti dagana 9. til 11. maí keyptu bankar og sparisjóðir gjaldeyri fyrir samanlagt 3.407 miljónir króna. Á sama tíma var gjaldeyrissala þeirra til viðskiptamanna „ekki nema“ 2.397 miljónir króna. Mismunurinn er rúmur miljarður eða 1.010 milj- ónir króna. Þegar bankar opnuðu mánudaginn 16. maí var búið að fella gengi krónunnar um 10%. Bankastofnanir tóku til við að selja þann miljarð sem þær áttu í erlendum gjaldeyri en hann hafði að meðaltali hækkað um 11 %. Gróðinn var yfir 110 miljónir króna. Tapið var Seðlabankans og endar að lokum á herðum almennings. Ýmsar spurningar vakna en eina þeirra ber hæst: hverjir stjórna í raun og veru íslenska ríkinu? Reagan og Sovétmenn Reagan Bandaríkjafor- seti hélt í lok síðustu viku ræðu í Helsinki áður en hann héldi tii Moskvufund- arins s'em nú stendur yfir. Grípum niður í Reuter- skeyti þar sem frá henni segir: „Reagan... lýsti því yfir að virðing fyrir mannréttindum væri órjúf- anlegur hluti öryggismála og sagði að Sovétmenn ættu að tileinka sér þau mannúðar- gildi sem auðkenndu menn- ingu vestrænna ríkja. Sovét- menn brugðust reiðir við ræðu Reagans og gáfu í skyn að hún boðaði ekkert gott fyrir fundi leiðtoga stórveld- annaíMoskvu." Klausa sem þessi segir margt um sambúð risaveld- anna og heiminn yfir höfuð. Vitaskuld er það rétt hjá Reagan, að mannréttindi skipta máli fyrirfriðargerð- friður er meira en vopn þegi, segir sá góði biskup Helder Camara íBrasilíu. Og því skyldi Reagan ekki segja Rússumaðkomat.d. áfullu trúfrelsi, og því skyldi Gor- batsjov ekki svara með því að minna á syndir banda- rísks samfélags - t.d. gagnvart Indjánum? Allt sé það í lagi. en við hin skulum þá minna alla hlutaðeigandi áþað.aðánerilltgengi nema heiman hafi. Og þá er átt við þá siðferðiskröfu að menn fari ekki sífellt í póli- tískt manngreinarálit í mannréttindamálum. Eða vita menn til dæmis til þess að Reagan forseti hafi heim- sótt einhverja af þeim vest- rænu og kristnu og mark- aðsfrjálsu herstjórum og klíkuforingjum sem víða ráða yfir löndum og spurt þá með nokkrum þjósti: Hvers vegna hagið þið ykkur ekki eins og vestrænni mannúð sæmir? Þetta ermér að þakka Hitt liggur svo nokkuð í augum uppi hvað Reagan forseti er að fara með ræðu þeirri sem hann flutti í Hels- inki. Hún er m.a. partur af nokkuð lævíslega útfærðu pólitísku tafli. Það hafa ver- ið að gerast og eru að gerast miklar breytingar í Sovét- ríkjunum og þá ekki síst á sviði málfrelsis og annarra mannréttindamála. Svo miklar reyndar að enginn bjóst við öðru eins. Og með taii sínu vill Reagan náttúr- lega láta líta svo út sem þær breytingar séu að verða fyrir sakir áhrifa hans og hins mikla bandaríska fordæmis. Mætti kannski segja með vissri illkvittni að þetta sé hans leið til að krækj a sér í part þeirra vinsælda sem Gorbatsjov nú nýtur um víða veröld. Þetta er klókt. En þetta er ekki veruleikinn. Vegna þess að tímarnir eru breyttir. Meðan Brézhnév var og hét og „stöðnun" ríkti, þá gátu vestrænir áh- rifamenn - forsetar Banda- ríkjanna eða Frakklands, kanslari Vestur-Þýskalands - reyndar haft áhrif á örlög einstakra nafngreindra andófsmanna, fengið þá úr haldi eða úr landi. Það var lofsverð viðleitni, en hún gat því miður aðeins náð skammt. Nú er hinsvegar farin af stað mikil breyting- askriða (og þá einnig að því er mannréttindamál varðar) sem á sér forsendur og hreyfiafl í aðstæðum og ÞÖRFUM sjálfs hins so- véska samfélags. Og það er vitanlega miklu skárra og líklegra til varanlegs árang- urs en hálfvolg tillitssemi við kröfur eða óskir erlendra áhrifamanna. Skilji menn þessi orð ekki svo, að allt sé nú komið í hið besta lag hj á Sovétmönnum og engin þörf að finna að neinuframarhjáþeim. En forgangsverkefni hjá þeim sem vilja vel mannfólkinu í Sovétríkjunum hlýtur að vera það nú um stundir, að gera sitt til að Gorbatsjov og hans menn njóti stuðnings jákvæðs andrúmslofts í al- þjóðamálum. Mun ekki af því veita til að kveða niður tregðulögmál og andóf ým- issa þeirra afla heima fyrir, sem vilja sem fæstu breyta. Svartsýnin og hiðóvænta Glasnost og perestrojka í Sovétríkjunum eru fyrir margra hluta sakir merkileg. Þau eru m.a. einkar þarft til- ræði við þá svartsýni í heimsmálum sem segir: Það bjargast ekki neitt, það ferst það ferst. Þýski rithöfundur- inn Hans Magnus Enzens- berger víkur skemmtilega að þessum hlutum í nýlegu viðtali. Hannsegirm.a.: „Það er svo auðvelt að hugsa sífellt um stórslys, það er engin fyrirstaða í þeim hugsunarhætti. Það er alltaf hægt að finna hundrað þús- und ástæður fyrir því að flest gengur bölvanlega í heimin- um. En þæreru allar smáar- það erað segja: maðurhefur ekki skilið neitt með því að skiljaþær. Ef maðurgengur til móts við vandamálin eins ogheimsslitaspámaður, þá skilur maður ekki meira heldurminna. Ogafþeirri ástæðu - út frá þeim reikningi gæti maður sagt - er skemmtilegra að spyrja: En hvað nú ef þetta er byrj- unin á einhverju sem við skiljum ekki alveg enn? Það er skemmtilegra að vera bjartsýnismaður því þá get- urmaður hugsað. Lítum nú á Gorbatsjov," heldur Enzensberger áfram, „hann er einn af oss, hann er fulltrúi þeirra sem ég kalla nútímamiðstétt og það er ekki oft að hans líkar koma til valda í Rússlandi. Það gátu menn ekki séð fyrir. Og það er svo skemmtilegt að virða það fyrir sér, hvernig Gorbatsjov hefur hrifsað til sín frumkvæðið á alþjóða- vettvangi. Nú eru það hinir sem verða að bregðast við. Hver hefði getað trúað því? Nú verða Amríkanar að leggja hausinn í bleyti og hugsa stíft hverj u þeir geta svarað: æ, kemurhann ekki með enn nýja tillögu!“ Enzensberger er ekki einn þeirra manna sem býð- ur upp á auðvelda bjartsýni. Kannski er það líka út í hött að leggja mikið upp úr því á okkar dögum hvort menn eru bjartsýnir eða svart- sýnir. En víst er hitt frjórra: að taka sem best eftir því, að heimurinn getur vel haldið áfram að koma okkur skemmtilega á óvart - í smáu og stóru. -ÁB þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, óttar Proppé. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guöbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlitsteiknarar: Garðar SigvaJdason, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglysingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Simavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síöumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð: 70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Þri&judagur 31. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.