Þjóðviljinn - 31.05.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.05.1988, Blaðsíða 6
FLOAMARKAÐURINN Hús í Árósum leigist út á tímanum 9. júní-2. júlí. Gott fyrir 4-5 manna fjölskyldu. Uppl. ís. 9045-621-4904. Nú er veður til aö byggja Til sölu grindajárn fyrir bragga ca. 6,40x15 m. Tilvalið t.d. fyrir skemmur og gróðurhús. Upplýs. í s. 667098. Mjög gó&ur bíll SAAB-900, árgerð 1981 til sölu. Uppl. í síma 72896. Trabant Vill ekki einhver góð manneskja takaaðsérTrabantinnminn.sem ég verð því miður að selja. Hann er 2ja ára en alveg eins og nýr, með góðum græjum og öllu til- heyrandi. Uppl. í s. 76191. Til sölu 30 I fiskabúr ásamt fiskum og kuðungum. Uppl. í s. 22660 í kvöld og næstu kvöld. Grátt karlmannsreiðhjól (DBS) með hvítu barnasæti hvarf frá Brávallagötu 18 um helgina. Finnandi vinsamlegast hafið samband í sima 29338. Myndavél fannst við Grímshaga Uppl. í s. 23789. Gunnlaugur. Kettlingar fást gefins Uppl. á kvöldin í s. 99-4581 eða 36422. Hrísey Til sölu íbúð á góðum stað í Hrís- ey. Húsgögn geta fylgt. Uppl. í s. 30834. Barnapössun Ég er 12 ára og óska eftir að gæta barns í sumar. Er í Seljahverfi. Hef farið á námskeið hjá Rauða krossinum. Uppl. í s. 72750 e.kl. 19. Ung reglusöm stúlka óskar eftir að taka litla ibúð á leigu í austurbæ Kópavogs. Skilvísum greiðslum er heitið. Uppl. í s. 45865 e.kl. 19. Ódýrar víðiplöntur Brúnn og grænn Alaskavíðir, strandavíðir og viðja. Uppl. í s. 667490 og 666237. Sigga. Gömul Rafhaeldavél og tvöfaldur vaskur með blönd- unartækjum til sölu. Bæði í prýð- isstandi. Selst ódýrt. Sími 680418. Til sölu ísskápur baðskápur og tvöfaldur stálvask- ur. Uppl. ís. 16328. Vinnupláss í hjarta borgarinnar Þarftu næði? Ertu að vinna verk- efni í stuttan tíma? Vinnuaðstaða mín í miðborg Rvík. er til leigu í 5 vikur í sumar. Frá ca. 15. júní. Uppl. í s. 22705 e.h. og 623909 á kvöldin. Til sölu vel með farin ungbarnakerra á kr. 3000. Einnig áklæði og him- inn á vögguna á kr. 1000. Leikföng og fatnaður á ungbarn til sölu á vægu verði. Uppl. í s. 30704. Karlmannsreiðhjól til sölu Gíralaust, nýlegt. Selst ódýrt. Sími 32984. Bamakerra Vil kaupa notaða barnakerru. Vel með farna með stórum hjólum. Uppl. ís. 15016. Til sölu Trabant station '87 Ekinn 10 þús. km. Uppl. í s. 12147 eftirkl. 16. Notuð húsgögn Svefnbekkir með rúmfata- geymslu, sófasett o.fl. til sölu. Sími 52504 e.kl. 18. Óska eftir Alf Bráðvantar Alf-þærti frá síðasta ári. Er tilbúinn að greiða 1500 kr. fyrir spóluna eða leigja á 500 kr. Uppl. í s. 82432 Sindri eða 686364 Andrés. Barnavagn Dökkblár Emmaljunga barna- vagn til sölu. Uppl. í s. 15841. Lítið notað stelpnareiðhjól Verð kr. 3.500. Einnig svartur leð- urjakki á 11-12 ára strák, ónotað- ur. Verð kr. 4000. Sími 79248 á kvöldin. Reiðhjólaverkstæði Til sölu gott verkstæði. Það sem selja á er nafn, verkfæri og vara- hlutir. Húsnæði fylgir ekki. Verð- hugmynd 150-200 þús. kr. Greiðslumáti mjög sveigjanlegur. Tilvalið tækifæri fyrir 1 -3. Upplýs- ingar í síma 621309. Trjáúðun Tek að mér úðun á trjám. Nota skordýralyf sem er skaðlaust mönnum, fuglum og gæludýrum. Uppl.s. e. kl. 19 39706. Gunnar Hannesson garðyrkjufræðingur. Húsnæði óskast Óskum eftir að taka á leigu ibúð í Reykjavík frá 1. júní. Uppl. i síma 623605, Anna Hildur og Gísli Þór. Barmmerki Tökum að okkur að gera barm- merki með skömmum fyrirvara. Félagasamtök, fyrirtæki, einstak- lingar. Einnig hönnun og prentun ef þarf. Besta verö í bænum. Uppl. í síma 621083 og 11048. Til sölu Handunnar rússneskar tehettur og matrúskur (babúskur) í miklu úrvali. Póstkröfuþjónusta. Uppl. gefur Selma í síma 19239. Selfoss - Reykjavík húsnæðisskipti Óskum eftir góði 4-5 herbergja íbúð í Reykjavík í leiguskiptum fyrir stórt og gott einbýlishús á fallegum stað á Selfossi. Tilboð sendist auglýs- ingadeild Þjóðviljans. Gæludýr Hamstrartil sölu á 50 kr. stk. Upp- lýsingar í síma 666709 eða 666981. Kaupið kaffið sem berst gegn Apartheid. Tanz- aníukaffi frá Ideele Import. Upplýs- ingar í síma 621083. (búð til leigu í Paris frá 1. júní-1. sept. Lítil, en á besta stað í miðborg Parísar. Verð 2500 fr. á mánuði. Frekari upplýsingar gefur Ása í síma 30589 á kvöldin. íbúð í Lundi í Sviþjóð Góð 3ja herb. íbúð í notalegu um- hverfi í Lundi er til leigu í sumar. íbúðin leigist með nauðsynleg- ustu húsgögnum og eldhús- áhöldum á sænskar kr. 2000 á mánuði. Leigutími 15. júní- ágústloka. Upplýsingar veitir Þyrí i síma 666623, helst á kvöldin. Tölva tll sölu Til sölu er Amstrad BCW 8256 rit- vinnslutölva. Hagstætt verð. Uppl.s. 612317. MINNING Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd skólaskrifstofu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í gerð hitakerfis í Hagaskóla í Reykjavík. Verkið felst í því að leggja nýjar hitalagnir sem eru ofnakerfi og aftengja geislahitun sem fyrir er í húsinu. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 15.000 skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 9. júní kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Guðmundur Dav mm -^* ^mm^ ^Mht. ^mb*. mm^ IkNII Fæddur 29. 5. 1900 - Dáinn 18. 5. 1988 Þann 18. þessa mánaðar lést að Elliheimilinu Grund gamall vinur okkar, Guðmundur Davíðsson. Hann fæddist á Hvammstanga, næst elstur sex systkina og ólst þar upp til fermingaraldurs í alda- mótabasli jarðnæðislausa smælingjans. Þá strax sendur að heiman til þess að vinna fyrir sér, eins og títt var í þá daga, þótt pasturslítill væri. Minntist hann oft þeirra ára með hryllingi. Um tvftugt er hann þó kominn í brú- arsmíði, þar sem hann þótti laginn með hamar og sög og far- inn að öngla saman nægu fé til þess að geta látið einhverja drauma rætast. Þá var draumur- inn ekki sá að eignast upptjúnað jeppatröll heldur sæmilegan fola, sem gera mætti úr liðugan reiðhest með natni og þolinmæði. Helst að geta, eins og sagt er nú á dögum, spyrnt á móti hvaða gaur sem væri. Systkini hans urðu líka snemma að hjálpa sér eins og best varð á kosið og líklega hefur síld- in dregið þau til Siglufjarðar. 26 ára er hann kominn þar til systur sinnar sem giftist þangað. Tvær aðrar systur og móðir hans settust einnig að á Siglufirði og hélt Guð- mundur árum saman hús með móður sinni, sem þá var slitin orðin. Þarna á Siglufirði gekk hann að þeirri vinnu sem gafst og fann í öðrum daglaunamönnum þá félaga og í samtökum þeirra þann styrk sem hann leitaði. Hann gekk svo heilshugar til liðs við þá að honum varð aldrei það- an hnikað. Um mitt stríðið selur hann hús, sem hann hafði komið sér upp og flytur til Reykjavíkur. Gengur í Dagsbrún og upp frá því er það hans félag. Þegar ég kynnist Guðmundi um miðjan sjötta ár- atuginn er hann löngu fullhertur verkalýðssinni, Dagsbrúnarmað- ur í gegnum þunnt og þykkt. Þótt ekki værum við alltaf sammála, þá var ekki hægt annað en virða hann fyrir það hve trúr hann var sínum sjónarmiðum. Guðmundur var alla tíð ein- hleypur og átti sjálfur engin börn, en var með afbrigðum umhyggju- samur við börn ættingjanna, hvern ættliðfram af öðrum, alveg fram á dauðastund. Hann var líka hreinskiptinn og heiðarlegur fram í fingurgóma. Mátulega sérlundaður og gat oft verið meinfyndinn. Þessi skemmtilega blanda gerði Guðmund afa að aufúsugesti á þau heimili sem hann umgekkst. Með þessum fá- tæklegu orðum þökkum við langa og trygga samfylgd. Blessuð veri minning hans. Þorsteinn Egilsson og fjölskylda En í kvöld lýkur velrí sérhvers vinnandi mannsn og á morgun skín maisól, það er maísólin hans, það er maísólin okkar okkar einíngarbands, fyrir þér ber ég fána þessa framtíðarlands. (Halldór Kiljan Laxness) Undir maísól hóf frændi okkar Guðmundur Davíðsson lífsgöngu sína og er sól hneig af himni þann 18. maí sl. lagði hann upp í sína hinstu för og hefur því kvatt okk- ur að sinni. Honum var ekki drjúgt skammtað af veraldlegum gæðum í lífinu en því ríkulegar af trygglyndi og heiðarleika. Á yngri árum var hann virkur þátt- takandi í þeirri hörðu stéttarbar- áttu, sem háð var um allt land og undir þeim fána stóð hann stað- fastur alla tíð. Guðmundur kvæntist ekki né eignaðist börn, en barngóður var hann og erum við ófá sem alla tíð höfum kallað hann afa. Síðustu æviárin dvaldist hann á Elliheimilinu Grund og margar urðu heimsóknir okkar til hans þangað. Hann fylgdist ætíð vel með mönnum og málefnum líð- andi stundar og gat oft kryddað tilveruna með meinfyndnum at- hugasemdum eða frásógnum/ í þessum heimsóknum kom alúð hans í garð barnanna vel í ljós og sjaldan fóru þau tómhent af fund- um við Guðmund afa. Fyrir þá sem alast upp í þjóðfélagi þar sem veraldleg gæði eru höfð í háveg- um og lítill tími gefst til mannræktar, ætti minningin um aldamótabarnið sem trúði á handabandið að vera þroskandi veganesti. Þetta eru fátækleg minningar- orð sem hér eru rituð og lýsa litlu því sem á langri ævi hefur gengið. Héðan hvarf hann þrotinn að kröftum. Hvíldin var honum því kærkomin orðin að loknum löngum og ströngum degi. Að leiðarlokum viljum við mæðgur þakka honum samfylgdina. Blessuð sé minning hans. Helga Þorsteinsdóttir Perla Ósp Ásgeirsdóttir 6 SÍÐA - WÓÐVILJINN Auglýsing frá landbúnaðarráðuneytinu til þeirra aðila sem hyggja á sauðfjárslátrun á komandi hausti, svo og annarra sláturleyfishafa. Samkvæmt lögum nr. 30/1966 skal hver sá aðili, sem slátrar sauðfé, eða öðrum fénaði hafa til þess tilskilin leyfi og fullnægja ákveðnum kröfum varðandi meðferð, skoðun og mat á sláturafurð- um. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi nú í vor, getur ráðherra „þar sem brýn nauðsyn krefur, tímabundið leyft slátrun í sláturhúsum sem ekki eru svo úr garði gerð að löggilding geti farið fram á þeim, ef yfirdýralæknir eða hlutað- eigandi héraðsdýralæknir telja að slátrun og meðferð sláturafurða geti tekist þar á viðunandi hátt." Með vísan til þessa hefur landbúnaðarráðuneytið ákveðið að þeir er hyggja á slátrun á komandi hausti, þurfi að hafa sótt um sláturleyfi til land- búnaðarráðuneytisins fyrir 15. júní 1988. Yfirdýralæknir og hlutaðeigandi héraðsdýra- læknar munu í framhaldi af því veita nauðsyn- legar umsagnir til landbúnaðarráðuneytisins. Ráðuneytið mun á grundvelli þeirra umsagna ákveða hvort leyfi til slátrunar hjá einstökum aðil- um verður veitt. Landbúnaðarráðuneytið, 30. maí 1988 INNRITUN í FRAMHALDSSKÓLA í REYKJAVÍK Tekið verður á móti umsóknum um námsvist í framhaldsskóla í Reykjavík dagana 1. og 2. júní næstkomandi í Miðbæjarskólanum í Reykja- vík, Fríkirkjuvegi 1, kl. 9.00-18.00 báða dagana. Umsókn skal fylgja Ijósrit eða staðfest afrit af prófskírteini. I Miðbæjarskólanum verða jafnframt veittar upp- lýsingar um þá framhaldsskóla, sem sækja á um þar, en þeir eru: Ármúlaskóli Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Iðnskólinn í Reykjavík Kvennaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn við Hamrahlíð Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn við Sund Réttarholtsskóli (fornám) Verslunarskóli (slands Þeir sem ætla að sækja um námsvist í ofan- greinda framhaldsskóla eru því hvattir til að leggja inn umsókn sína í Miðbæjarskólann 1. og 2. júní næstkomandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.