Þjóðviljinn - 31.05.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 31.05.1988, Blaðsíða 16
P—SPURNINGIN—1 Er rétt að íslendingar slíti stjórnmálasambandi við S-Afríku? Gunnar Guðmundsson verslunarmaður: Nei, alls ekki. Það þjónar engum tilgangi. Meiri einangrun leiöir bara til meiri kúgunar. Jóhann Jónsson afgreiðslumaður: Já, jafnvel þó aö það hafi engin áhrif á stjórnvöld S-Afríku, þá myndi það sýna stuðning okkar við málefni blökkumanna. Björn S. Baldursson sendibílstjóri: Nei, við eigum ekki að vera að skipta okkur af málefnum ann- arra þjóða. Ásdís Runólfsdóttir símavörður: Já, ef það myndi verða til að styðja málstað svartra I landinu. Viðskiptabann þjónar hins vegar litlum tilgangi. Sígurður Arinbjörnsson flugvirki: Já, það er sjálfsagt að sýna af- stöðu okkar til ástandsins þar með því, þó afstaða okkar skipti sjálfsagt ekki miklu máli. þJÓÐVIUINN ™ hriAii .Hr-ir-ii ir ^l mnílOfifil91 thl53 Arc Þriðjudagur 31. maí 1988 121. tbl. 53. órg. Yfirdráttur á téKKareiKninga launafólKs SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF Kvennaathvarfskonur ætla að vinna gegn kynferðislegri misnotkun á börnum með fræðslustarfi. Hér kynna þær nýútkominn bækling: Þetta er líkaminn minn. Kvennaathvarf Þetta er líkami minn Andœft gegn kynferðislegri misnotkun á börnum. Nýrfrœðslubœklingur gefinn út „Þetta er líkami miiin" heitir ný bók gefin út af barnahóp Sam- taka um kvennaathvarf. Bókin er ætluð börnum á ieikskólaaldri 3- 6 ára og er hugsuð sem hjálpar- gagn fyrir foreldra, fóstrur, kennara og aðra þá sem sinna uppeldi barna. Kvennaathvarfskonur leggja mikla áherslu á fyrirbyggjandi hlutverk bókarinnar. Þær vekja athygli á 48. gr. barnaverndar- laga. Samkvæmt henni getur sá, sem verður vitni að líkamlegri eða kynferðislegri misnotkun á börnum en tilkynnir það ekki réttum yfirvöldum, átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi Kynna á þessa bók sem víðast og er að því stefnt að koma henni á allar dagvistarstofnanir. Munu borg og ríki hafa keypt allstórt upplag af bókinni. Utgefendur leggja áherslu á að að bókin verði notuð til kennslu í Fósturskólan- um. í bókinni er ávarp til foreldra og segir þar að kynferðisleg ár- eitni sé glæpur sem til skamms tíma var ekki ræddur við börn. Foreldrar veigri sér við að tala um þetta efni við börn sín, en athuganir sýni að börn sem feng- ið hafi fræðslu í þessum efnum, séu betur í stakk búin til að kom- ast hjá áreitni. Fljótlega eftir stofnun kvenna- athvarfsins 1982 varð ljóst að mikill fjöldi barna fylgdi mæðr- um er þangað komu. 1983 var stofnaður barnahópur sem ætlað var að veita börnunum í athvarf- inu styrk. Með árunum hafa verkefni barnahópsins aukist og hafa í auknum mæli beinst að öllum börnum í þjóðfélaginu og hvernig beita megi fyrirbyggjandi aðgerðum til að draga úr líkam- legri og kynferðislegri áreitni við börn. -gjn Símaskráin fossar út Nýtt og breytt útlit. Afhending hafin. Farsímar orðnir 5500 Gullfoss brosir framan í notendur nýju símaskrár- innar sem nú er byrjað að afgreiða hjá Pósti og síma, en svæðisskipta íslandskortið er þó enn á forsíð- unni. Símaskráin er 832 blaðsíður, 64 síðum fleira en í fyrra og hún er gefin út í 145 þúsund eintökum að þessu sinni. Nýja skráin tekur gildi 6. júní n.k. að öðru leyti en því að númerabreytingar á svæðum 98 og 99 verða nokkrum dögum síðar. Hægt er að fá símaskrána afhenta á póst- og símstöðvum um land allt næstu daga gegn framvísun sérstakra afhendingarseðla sem póstlagðir hafa verið. Af skráðum farsímum í símaskránni sést að lands- menn eiga orðið um 5500 slík tæki. _;i, Haraldur Haraldsson hjá Pósti og síma, umkringdur stöflum af nýju símaskránni. Mynd -E.ÓI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.