Þjóðviljinn - 03.06.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.06.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI KLIPPT OG SKORIÐ Listahátíö til heilla best Þaö er aö byrja Listahátíö í Reykjavík, sú tíunda í rööinni. Og þaö er eins og fyrri daginn: sá sem reyna vildi aö fella dóm um dagskrána í heild sinni kemstfljótt í meiri vanda en hann ræöur viö: hvar skal byrja hvar skal standa? Hver og einn mun aö vísu eiga hægt með að nefna eitthvað þaö sem hefur rækilega vakið upp listvísa forvitni hans. Og menn geta lýst almennt oröuöum fögnuði yfir því, aö flutt verður íslensk list og alþjóö- leg, ný og klassísk, aö atkvæöamenn okkar í tónlist og leikhús- lífi og myndlist láta til sín taka um leið og viö fáum til okkar sýningu eftir einn af ágætustu höföingjum myndlistar á okkar öld, Marc Chagall, og mikill flokkur pólskra listamanna sækir okkur heim og flytur m.a. eitt þeirra miklu verka sem sanna okkur aö tónlist nýsköpuö getur enn talaö til okkar máttugri raust, hvaö sem líður tilbreytingalausu glamri dægranna. Og svo mætti lengi áfram halda. Átján ár eru síöan Listahátíð var fyrst haldin í Reykjavík. Sem betur fer eru menn flestir upp úr því vaxnir nú oröiö aö væla yfir því að slíkt tiltæki kosti mikla peninga eöa sé aðeins fyrir skelfilegt snobbliö. Raddir heyrast enn í þá veru, en einna helst þá sem eitthvert ósjálfrátt nöldur sem vart tekur aö gera sér mikla rellu út af. í annan staö eru menn flestir búnir aö losa sig viö lítt raunsæjar hugmyndir um Listahátíö sem alþjóðlegan stórviöburð, sem draga kunni til sína erlenda feröamenn í stórum stíl. Vitanlega hefur enginn neitt á móti því aö slíkir gestirsláistíhópinn-en hittskiptirmeiramáli aö viö vitum sem best, aö Listahátíð er fyrir okkur íslendinga og þaö er undir okkursjálfum komið hvernig til tekst, hverreisn eryfirtiltækinu. Á setningarhátíð fyrstu Listahátíðar sumariö 1970 flutti Hall- dór Laxness ávarp þar sem hann vék m.a. aö því aö í listum veröa ekki framfarir með svipuðum hætti og menn þykjast geta mælt á öörum sviðum. Vísindaleg þekking, drjúgur hagvöxtur, auösæld meö gnótt neysluvöru - ekki dugir þetta til aö efla sköpunarmátt í listum, ekki dugir þetta velmegunarþjóöfé- lögum til aö sýna fram á aö þeirra list sé merkilegri og sannari en sú list sem orðin er hundraö ára eöa þúsund ára. Þessi staöreynd er okkur holl aö því leyti, aö hún eflir trú okkar á óforgengileika ágætra mannanna verka: má vera að engum auðnist aö standast nauð tímans, en listin er þó flestum öðrum seigari í andófinu, orðstír hennar reyndar miklu langlífari en frægö stríðsgarpa og annarra höföingja. Hitt er svo lakara, þegar menn láta aðdáun á listrænum afrekum fortíöar verða sér til afskiptaleysis og áhugaleysis um það sem til verður á okkar dögum. Þeir sem í þá gröf falla finna þar skammgóöan vermi: ef menn ekki hleypa aö sér lifandi list er hætt viö að sambandið viö afreksverk fortíöarinnar veröi fyrr en varir ófrjótt og flýti fyrir því að menningararfurinn veröi aö safngrip í nei- kvæöri merkingu þess orös. En þótt því væri fram slegið hér aö ofan aö sem betur fer hefði tekist allvíötæk samstaöa um Listahátíð, þá úreldist samt ekki þörfin á aö halda opnu því gagnrýna auga. Sem spyr bæði um samsetningu dagskrár: hvort er hún nógu ögrandi? eöa hvort er hún nógu íslensk? - og svo jafnvel um sjálft tiltækið. Er kannski óþarft að hafa sérstaka Listahátíð, á list ekki aö lifa allt áriö um kring? Því er náttúrlega til aö svara, aö hátíð er gott tilefni til að ögra tregðunni og nískunni viö listalíf í þessu ríka samfélagi. Hún er líka tilræði viö þaö vitundarleysi í afþreyingu sem á sér margar hávaðasamar hátíðir í Evrópvísjón og feg- urðarkeppni, sem íslendingar ku leggja meira í en nokkur þjóö önnur. Hátíö er til heilla best, segir þar, hún getur stillt saman strengi og krafta þegar vel til tekst og leyst úr læöingi fögnuö sem finnur sér betri leiðir en sú lyfting sem aðrir „vímugjafar" þykjast gefa mönnum. Og mætti svo lengi halda áfram já- kvæðum áróðri fyrir Listahátíð. Þótt vitanlega megum viö ekki gleyma því, aö góð list er ávallt hátíð í sjálfu sér, ber í sér þann góöa sigur sem birtist í fullveldi mannsins yfir miöli sínum. Hátíö er nauðsyn en hún má aldrei standa ein út af fyrir sig án öflugra tengsla viö hvunndagsleika mannlífs og menningar. Þekkingarbrot að vestan í síðasta tölublaði Dag- fara, tímarits Samtaka her- stöðvaandstæðinga, erfjall- að nokkuð um bandarísk leyniskjöl frá fimmta ára- tugnum en þau hafa hafa verið nokkuð í fréttum að undanförnu. Þettaeru sömu skjölin, eða ljósrit þeirra, og herstöðvaandstæðingar færðu utanríkisráðuneytinu til geymslu ífyrradag. I Dag- fara er m.a. að finna grein eftir þá félaga Árna Hjartar- son og Jón Torfason um þessi mál og við leyfum okk- ur að bregða skærunum á hana. Þeirræðam.a. umþá gloppóttu vitneskju, sem er fyrir hendi um margt, er varðar undanfara hernáms- ins1951. „Þau þekkingarbrot, sem tiltæk eru í þessum efnum, eru mörg fengin úr banda- rfskum leyniskjölum sem hægt og hægt hafa verið að koma fram í dagsljósið. En íslensk skjöl um þessi efni liggja harðlæst í hirslum utanríkisráðuneytisins, ef . þau eru á annað borð til. Það hljóp ekki verulegt fjör í þessa leyniskjalaumræðu fyrr en Tangen-málið svo- kallaða kom upp á síðast- liðnu hausti. Þá kom það berlega í ljós að áhrifamikil stjórnmála- og fjölmiðlaöfl vilja ekki fyrir nokkra muni að grafið sé niður í þessa sögu. Menn virðast blátt áfram dauðhræddir við þá hluti sem út úr slíkri rann- sókn gætu komið. Hrædd- astir eru menn auðvitað um æru og pólitískan heiður ákveðinna stjórnmála- manna, þeirra sem mest mök höfðu við Bandaríkja- menn á þessum árum. “ Snara í hengds manns húsi „Tangen-málið er ákaf- lega skýrt dæmi um þessa fortíðarhræðslu. Norski fræðimaðurinn DagTangen segist hafa séð í bandarísk- um gögnum sérkennileg tengsl Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar forsætisráðherra við ótilgreinda Bandaríkja- menn, þeirra á meðal leyni- þjónustumenn. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá þessu. Síðar kom í ljós að Tangen hafði umrædd skjöl ekki á reiðum höndum. Þá varfjandinn laus. Morgun- blaðið skrifaði stórorðar greinar. Taugatitringurfór um alla sali alþingis. Frétta- stofan baðst afsökunar en samt ályktaði útvarpsráð um málið og vítti fréttastofuna harðlega. Að tilhlutan út- varpsstjóra tók siðanefnd Blaðamannafélagsins málið til meðferðar og taldi brotið alvarlegt. Síðast en ekki síst lagði þingið svo fram beiðni þar sem óskað var eftir því að menntamálaráðherra gæfi alþingi ítarlega skýrslu að undangenginni rækilegri rannsókn um fréttaflutning RÚV af Tangen-málinu. Árangurinn af þessu öllu varð sá að það tókst að stöðva umfjöllun um þetta mál áður en því var í raun lokið. Spurningunni um tengsl Stefáns Jóhanns við Bandaríkjamenn hefur ekki verið svarað. Grunsemdir hafa verið vaktar en ekki skorið úr um neitt. Offorsið við að þagga niður um- ræðuna vakti með mönnum þær tilfinningar að hér væri gruggugt mál á ferð, mál sem ekki má tala um á sama hátt og ekki má nefna snöru í hengds manns húsi. “ Neitað um 99 ára samning í annarri grein Dagfara er fjallað um dálítið skondna skýrslu sem bandaríska sendiráðið í Reykjavík sendi til Washington 1. nóvember 1945. í lok heimsstyrjaldar- innarfór Bandaríkjaher ekki brott af íslandi eins og þó hafði verið lofað þegar hann kom hingað. Þess í stað var farið fram á að hafa hér herstöðvar næstu 99 árin. Viðbrögð íslendinga voru að skipa 12 manna við- ræðunefnd er skipuð var fulltrúum allra þingflokka, þremur úr hverjum. Svo fóru leikar í það sinn að ís- lendingar neituðu einróma þessu erindi Bandaríkja- manna. Þaðeríhugunarefni að engu að síður hafa Bandaríkin haft hér hernað- arleg ítök allt frá lokum heimsstyrjaldarinnar, eða í 43 ár. En það var sem sagt 1. nóvember 1945 að frá bandaríska sendiráðinu í Reykjavík voru sendar vest- ur um haf upplýsingar um hvaða 12 menn hefðu af ís- lendinga hálfu verið skipað- ir í viðræðunefnd um her- stöðvabeiðnina. Með bréf- inu varfylgiskjal: Persónu- lýsingar á nefndarmönnum, og er þar lögð nokkur áhersla á að meta hvort við- komandi nefndarmaðurer hlynnturbeiðni Bandaríkja- manna. Grípum niðurí nokkrarlýsingar. Mannlysingar í leyndarskjölum „BjarniBenediktsson. 37 ára, borgarstjóri í Reykja- vík og einn af forystu- mönnum íhaldsmanna á al- þingi; er talinn mjög hlynnturáætluninni. Harð- skeyttur stjórnmálamaður og hugsuður, ágætur náms- maður, varð prófessor í lögum við Háskóla íslands 23 ára og borgarstjóri tæp- lega þrítugur. Var talinn að- dáandi þýskrar menningar á fyrri árum en fullkomlega trúr bandamönnum og sér- lega samvinnuþýður á stríðsárunum öllum ... Stuttur, feitur, ísannleika sagt svínslegur (literally porky) - seinmáll, nefmælt- ur; ekíci aðlaðandi í útliti en sérlega hæfileikaríkur ungur maður og oft nefndur verð- andi leiðtogi Sjálfstæðis- flokksins.“ „Hermann Jónasson. Formaður Framsóknar- flokksins... Hann tilheyrir vinstra armi flokksins og hefur á stundum sýnt vilja til að tengjast kommúnistum, einfaldlega til að komast í ríkisstjórn. Hannhefur nú tekið harða andkommún- íska afstöðu. Hann er Iík- legur til að styðja tilmæli Bandaríkjanna um land undir herstöð og mundi nýta málið til hins ýtrasta til að vinna Framsóknarflokknum aftur fylgi og byggja einkum á Rússaandúð í sveitum. “ „Þóroddur Guðmunds- son (Sósíalistaflokknum, innsk. Þjv). Ungur maður frá Siglufirði, virkur í að hrinda málefnum stjórnar- innarí framkvæmd (Ný- sköpunarstj órnarinnar, ríkisstjórnar sjálfstæðis- manna, krata og sósíalista, innsk. Þjv). Ekki óhaggan- legur í einkaviðskiptum en algerlega hollur flokkslín- unni.“ ÓP þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórar:Árni Bergmann, MörðurÁrnason, óttarProppé. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.).Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita-og prófarkalestur: ElíasMar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltsteiknarar: GarðarSigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýslngastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-ogafgreiðslustjóri: Björn IngiRafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síöumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð:70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.