Þjóðviljinn - 03.06.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.06.1988, Blaðsíða 1
Föstudagur 3. júní 1988 124. tölublað 53. árgangur Verðjöfnunarsjóður Ekki allt sem synist Hagsmunaaðilar bíða eftirgulli Verðjöfnunarsjóðs. Stofnun Sveiflujöfnunarsjóðs mœtir skilningi Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi sem eiga innistæður í Verðjöfn- unarsjóði fiskiðnaðarins bíða þessa dagana spenntir eftir því hvort farið verður að tillögum nefndar sem leggur til að greiðsla úr honum fari fram innan næstu 24 mánaði og hann lagður niður. Verði td. rækjuverksmiðjum borguð út sín inneign vegur hún upp á móti öllu tapi síðasta árs sem var á milli 400-500 miljónir króna. Tillagan um stofnun Sveiflu- jöfnunarsjóðs í staðinn fyrir Verðjöfnunarsjóðinn mætir skilningi en hins vegar vefst það fyrir mönnum að óbreyttu, hvort fyrirtæki í sjávarútvegi geti að einhverju marki lagt fé til hliðar; staðan í dag bjóði einfaldlega ekki upp á það. Sjá síðu 3 Flóttamenn 20 Víetnamar til landsins Þrýst á Islendinga að taka á mótifleiri flóttamönnum Seint á síðasta ári heimilaði Al- þingi 20 skyldmennum ísiensku Víetnamanna að flytja til íslands. Fólkið kemst hins vegar ekki frá Víetnam vegna stríðs við skrif- finna í Hanoi. Björn Friðfinnsson aðstoðarmaður dómsmálaráð- herra segir mikið af flóttafólki búa við hræðilegar aðstæður í flóttamannabúðum í Malasíu og Hong Kong. Flóttamannastofn- un Sameinuðu þjóðanna hefur þrýst á ísland að taka við fleiri flóttamönnum Björn taldi vel koma til greina að taka við fleiri Víetnömum og umræður hefðu átt sér stað hér í þeim efnum. Dómsmálaráðherra sagði á norrænu þingi að stjórnvöld vildu frekar taka á móti fólki sem þau þekktu heldur en að dreifa því á margar þjóðir - það væri dýrara og fyrirferðar- meira. Björn segir dýrt að byggja upp aðstöðu til að taka á móti fólki frá mörgum þjóðum. „Við erum hins vegar orðnir sérfræð- ingar í Víetnömum ef ég má orða það svo," sagði Björn. Að sögn Björns hafa íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn gert allt sem hægt er til að hjálpa 20 manna hópnum í Víetnam að koma til íslands. -hmp Alverið Þöglu mótmælin virka Samningarundirritaðiríálverinuígœr. Farið íkringum bráðabirgðalögin. Varist allrafrétta. SigurðurT. Sigurðsson, Hlíf: I anda bráðabirgðalaganna Þögul mótmæli starfsmanna ál- versins í Straumsvík virðast hafa borið árangur og neytt atvinnu- rekandann að samningaborðinu. En í gærkvöldi var undirritað samkomulag milli samninga- nefndar starfsmanna og atvinnu- rekanda. Hlutaðeigandi vörðust allra frétta af efnisinnihaldi samningsins, sem verður borinn upp í dag í þeim 10 verkalýðsfé- lögum sem hlut eiga að máli. Eftir því sem komist varð næst í gærkvöldi, er að nokkru farið í kringum bráðabirgðalögin og meiri kjarabótum, en þeim sem lögin gera ráð fyrir, komið í kring með tilfæringum á starfsaldurs- mati og röðun í launaflokka. Einn viðmælenda blaðsins benti á að ísal hefði ekki átt nema um tvennt að velja, annað hvort að draga úr framleiðslunni um fjórðung, þar sem starfsmenn ginu lítt við allri yfirvinnu sem í boði væri, eða að ganga til samn- inga. Að sögn Sigurðar T. Sigurðs- sonar, formanns verkamannafé- lagsins Hlífar í Hafnarfirði, er samningurinn lítið frábrugðinn þeim samningi sem lá fyrir undir- ritaður af atvinnurekendum, er bráðabirgðalögin gengu í garð á dögunum. Að öðru leyti vildi Sig- urður ekki tjá sig frekar um samkomulagið. í fíma streng tók einn tals- manna ísal í gær. - Það er ekkert ólöglegt í samkomulaginu. Við vorum búnir að leggja fram til- boð sem var bindandi af okkar hálfu. Meira segi ég ekki. í viðtölum blaðsins við tals- menn hinna ýmsu starfshópa sem eiga ósamið, kemur fram að þeir verði varir við mikinn óróa hjá sínum félögum og einstaka hópar hafa neitað þeirri yfirvinnu sem er í boði. Sjá síðu 2 og 3 Starfsmönnum álversins hefur í yfirstandandi kjaradeilu verið meinað að ræða við fjölmiðla meðan á vinnu stendur. Banninu verðurvæntan- lega aflétt eftir samkomulag um kaup og kjör. Mynd E.ÓI. Herinn Ónæði af hermönnum Útivistarreglur brotnar Lögreglan í Keflavík hefur í vaxandi mæli þurft að hafa af- skipti af bandarískum her- mönnum vegna kærumála og brota á þeim reglum sem um þá gilda. Nýjasta málið er kæra á hendur tveimur hermönnum sem höfðu samfarir við stúlku undir lögaldri. Kæran barst í gegnum barnaverndarnefnd. Rannsókn málsins er lokið hjá lögreglunni í Keflavík og hafa mennirnir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þórir Maronsson yfirlögregluþjónn í Keflavík segir að málið sé nú í höndum lög- reglustjórans á Keflavíkurflug- velli. Þórir sagði að sér fyndist um- ferð hermanna um Keflavík hafa færst í aukana. Lögreglan þyrfti í vaxandi mæli að hafa afskipti af hermönnum sem brytu lög og væru kærðir vegna hinna ólíkustu mála. Oftast er um að ræða brot á þeim reglum sem gilda um heim- ildir hermanna til veru utan girð- ingar. Brot hermanna hafa þó verið mun alvarlegri en þessi. Skemmst er að minnast þegar tveir vopnað- ir hermenn voru stöðvaðir á ferð um Keflavík. Þá hafa hermenn beint byssur að fólki sem hefur verið á ferð nálægt Vellinum. Þórir sagði kæruna vegna kyn- makanna við ungu stúlkuna ekki vera nauðgunarkæru. Stúlkan væri hins vegar ekki nema 13 ára og því undir lögaldri. -hmp Vor í franskri pólitík? Eftir endurkjör Mitterrands Frakklandsforseta á dögunum eru ýmsar blikur á lofti í franskri pólitík. Einar Már Jónsson skrifar frá París um nýjar og gamlar víddir í stjórnmálum Frakka. Sjá síðu 8-9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.