Þjóðviljinn - 03.06.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.06.1988, Blaðsíða 9
til hans þegar hann fór að fá byr í seglin, ef ekki hefðu komið til ax- arsköft leiðtoga tveggja stóru hægri flokkanna. Ekki má gleyma því að Gaullistar gátu verið naskir í því fyrir nokkrum áratugum að ná til sín fylgi sem kommúnistar misstu. Er þá kom- ið aftur að því sjálfskaparvíti sem hinn mikli ósigur Chiracs var að þessu sinni. Arið 1986 var tals- verð óánægja vegna þess að sósí- alistum hafði ekki tekist að leysa vanda atvinnuleysisins og þótt þeir hefðu snúið sér að endur- skipulagningu iðnaðar af tals- verðu hugrekki hefði það skapað ýmis vandamál sem enn voru óleyst. Stjórn Chiracs komst síð- an til valda á þeim loforðum að úr þessu yrði bætt, en reyndin varð önnur: sú hægri stefna sem þá var tekin upp virtist fyrst og fremst vera auðugri stéttum þjóðfélags- ins til hagsbóta. Það þótti mörg- um táknrænt á sínum tíma að fyrsta stjórnarstarf Chiracs, þeg- ar hann tók við embætti forsætis- ráðherra 1986, skyldi vera að af- nema þann stóreignaskatt sem sósíalistar höfðu sett, og þótti at- vinnuleysingjum víst lítil hagsbót í því. Mikill hluti af stjórnarstarf- inu fór svo í að selja opinber fyrir- tæki einkaaðilum með gífurlegu brambolti, uns verðbréfahrunið setti strik í reikninginn, og bötnu- ðu kjör atvinnuleysingja heldur ekki við þá sölu. Af slíkum ástæð- um fór fylgið að saxast af stjórn- arflokkunum og leitaði að vissu marki til sósíalista, en jafnframt óx „þjóðfylking" Le Pens. En þá kom enn annað til: í samkeppninni við Le Pen og fylg- ismenn hans gripu ýmsir Gaullist- ar til þeirra ráða að gera sum stefnuskráratriði þeirra að sínum (stundum í meira eða minna mildaðri mynd) t.d. það að inn- fluttir verkamenn væru mikið vandamál í landinu, og þar fram eftir götunum, þótt þeir hefðu næga skynsemi til að reyna ekki að framkvæma þau (eða yrðu að hrökklast burt með það). Fyrir bragðið gáfu þeir ýmsum kenn- ingum „þjóðfylkingarinnar" þá pólitísku „baktryggingu" sem þær höfðu ekki áður haft: þær urðu nú umræðuhæfar og stærri hópar manna en áður fóru að líta á þær sem hugsanlega „lausn“ á vandamálum landsins. En niður- staðan varð þó þveröfug við það sem til hafði verið ætlast: Gaullistar unnu ekki aftur það fylgi sem var að leita aftur til „þjóðfylkingarinnar“ heldur töpuðu þeir enn meir. Peir sem tóku að líta á kenningar Le Pens sem „lausn“ yfirgáfu sem sé Gaullista, sem sýndu ekki mikinn lit í að framkvæma þær, og leituðu til „þjóðfylkingarinnar“ sem var greinilega mun harðsvír- aðri. Leiddi eftiröpun Gaullista þannig til þess að á þeim sjálfum bitnaði sú gamla regla, að betra er að vera á höfuðbólinu en hjá- leigunni. En þetta daður sumra leiðtoga Gaullistaflokksins við stefnu Le Pens hafði svo líka þær afleiðing- ar, að ýmsir þeir sem stóðu nær miðjunni í stjórnmálum fóru að snúa við þeim baki. Þannig má segja að fyrir þessar forsetakosn- ingar hafi Chirac mistekist frek- lega það sem de Gaulle tókst svo listilega vel á sínum tíma: að af- marka sig skýrt frá öllum hægri öfgastefnum, mynda sterka al- þýðuhreyfingu og ná til sín megn- inu af hægri mönnum og stórum hluta miðflokkafylgisins. Þess í stað missti Chirac fylgi í báðar áttir, hann fékk aðeins um 20% atkvæða í fyrri umferð - en það hefur aldrei áður gerst að sá frambjóðandi hægri manna sem sterkastur var hafi fengið svo lítið -og Le Pen náði 14%. Sundrung og kjarkleysi ríkti í herbúðum hægri manna. Mitterrand landsfaðir Gagnvart þessum ráðvillta her var staða Mitterrands mjög sterk, HEIMURINN Sósíalistinn Michel Rocard á skrifstofu forsætisráðherra. og er athyglisvert að í afstöðu hans gagnvart leiðtogum Gaul- lista hafa einnig orðið undarleg hlutverkavíxl: þegar Mitterrand bauð sig fyrst fram 1965 átti hann erfitt með að losna við þá mynd, sem löngum loddi við hann, að hann væri ungur „framagosi“ sem væri til alls vís ef hann fengi þann- ig einhverja von um að hrifsa völdin úr höndum landsföðurins de Gaulle, - en nú var það Mitterrand sem var í hlutverki landsföðurins og Chirac sem var kominn í hið vanþakkláta hlut- verk framagosans! Brambolt Chiracs vikuna fyrir kosningarn- ar (hernaðaraðgerðirnar í Nýju Kaledóníu o.fl.) virðist fremur hafa stuðlað að því að fella hann enn meir inní þessa vafasömu rullu og því ekki orðið honum til framdráttar. Mitterrand vann mesta kosningasigurinn sem hann hefur unnið, en Chirac tap- aði með svo miklum atkvæðamun í seinni umferðinni, að staða hans sem leiðtogi hægri manna virtist í hættu. Strax og úrslitin urðu kunn fóru menn að velta því fyrir sér hvernig Mitterrand myndi fylgja sigrinum eftir, og hvað skynsam- legast myndi fyrir hann að gera. Stjórnmálafræðingar töldu lík- legt að væri strax efnt til nýrra þingkosninga myndu sósíalistar vinna sigur og jafnvei fá hreinan meirihluta, og bentu skoðana- kannanir einnig í þá átt. En nú vill svo til - þrátt fyrir vinsældir Mitterrands og styrk sósíalista - að valdataka vinstri manna 1981 hefur ekki að öllu leyti skilið eftir sig góðar endurminningar: eru þeir ásakaðir fyrir að hafa þá sýnt kreddufestu og þröngsýni sem hafi tekið þá góða stund að losna við. Því gekk sú saga ljósum logum, að Mitterrand væri ekki sérlega um að endurtaka leikinn frá 1981, heldur hefði hann meiri áhuga á að fá stuðning þeirra miðflokkamanna sem stóðu hon- um næst og mynda þannig nýjan og breiðari meirihluta á þingi. í sjónvarpsumræðum seinni kosn- ingakvöldið tóku ýmsir leiðtogar miðflokkanna því ekki ólíklega að ganga til stuðnings við Mitter- rand: Simone Veil virtist þá reiðubúinn að stíga skrefið og Giscard d’Estaing var já- kvæður... Voru þá horfur á meiriháttar uppstokkun í frönsk- um stjórnmálum. En fljótlega kom babb í bátinn. Þótt hægri fylkingin virtist vera að gliðna í sundur og sá maður væri gerður forsætisráðherra sem best virtist til þess fallinn að ná samstöðu við ýmsa miðflokka- leiðtoga, kom í ljós að mið- flokkamenn ætluðu að bíða átekta og styðja stjórn Mitterr- ands fyrst um sinn ekki nema í einstökum málum. Auk þess settu þeir að skilyrði að ekki yrði efnt til nýrra kosninga, þar sem allar horfur voru á því að þá myndu miðflokkamenn fá slæm- an skell. Þá átti Mitterrand ekki lengur margra kosta völ: hanngat ekki fengið fáeinum miðflokka- mönnum vald til að fella stjórn- ina hvenær sem þeim þóknaðist, og ákvað því strax að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Fékk hann í því stuðning úr óvæntri átt: frá Raymond Barre, sem hafði reyndar alltaf talið slíkt þingrof óhjákvæmilegt og í samræmi við anda stjórnarskrárinnar. Svo virðist nú sem þessar að- gerðir Mitterrands hafi stöðvað tvístring hægri manna, a.m.k. í bili. Leiðtogar „stóru“ hægri flokkanna, Gaullista og lýðræðis- bandalagsins, voru loksins búnir að sjá hvaða tjóni tvískinnungur- inn gagnvart Le Pen hafði valdið og tóku þá um síðir skýra afstöðu í sameiningu: lýstu þeir því yfir fljótlega eftir að kosningar voru boðaðar að flokkarnir myndu bjóða fram sameiginlega í öllum kjördæmum undir sameiginlegu heiti og ekki ganga til neinna samninga við „þjóðfylkinguna". Var þá komin upp sama staðan og jafnan hefur verið undanfarna áratugi: hægri fylkinggegn vinstri fylkingu, en þar sem hin síðar- nefnda hafði meiri sigurhorfur. En Le Pen hafði lýst því yfir áður að hann myndi líta á sameiginlegt framboð hinna hægri flokkanna sem „casus belli“ og grípa til geipilegra hefndaraðgerða, - t.d. neita að styðja frambjóðendur þeirra í seinni umferð. Slíkt gæti leitt til þess að hægri menn fari meiri háttar hrakfarir, og kunna þessar hótanir enn að hafa ófyrir- sjáanlegar afleiðingar á samstöðu hægri flokkanna og úrslit kosn- inganna. e.m.j. Stuðningsmenn Le Pens. „Víst er að eftir tuttugu ár verður Frakkland orðið íslamskt lýðveldi". Föstudagur 3. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.