Þjóðviljinn - 03.06.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 03.06.1988, Blaðsíða 13
UM HELGINA MYNDLISTIN Ásgrímssafn, Bergstaöastræti 74, er opið sunnudaga, þriðju- daga, fimmtudagaog laugardaga ámillikl. 13:30 og 16:00. Bókakaffi, Garðastræti 17, síð- asta sýningarhelgi á fótógraf ík Ólafs Engilbertssonar. Bókakaff- ið er opið alla virka daga kl. 09:00-21:00,og kl. 14:00-18:00 um helgar. Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5, á laugardaginn opnar Sigur- jón Björnssonyfirlitssýningu á nokkrum málverka sinna f rá liön- um áratugum í Liststofu safnsins. Sýningin er haldin í tilefni áttræð- isafmælis Sigurjóns þann 9. júní, og er opin alla virka daga kl. 09:00-19:00. Húnstendurtil 16. júní. Ferstikla, Hvalfirði, málverka- sýning Magnúsar Guðnasonar stendurtiljúníloka. FÍM-salurinn, Garðastræti 6, sýning á grafíkverkum breska listmálarans Howard Hodgkin verður opnuð á sunnudaginn kl. 16:00. Sýningin er einn af dag- skrárliðum Listahátíðar 1988. Hún stendurtil 19. júníog eropin daglega kl. 14:00-19:00. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, Gunnar Kristinsson sýnir skúlptúr og olíumyndir. Sýningin er opin virkadagakl. 10:00-18:00, kl. 14:00-18:00 um helgar og stend- ur til 7. júní. Á sunnudaginn kl. 15:00 flytur Gunnar frumsamið tónverkígalleríinu. Grafíkgalleríið, Austurstræti 10, kynning ágrafíkmyndum Hörpu Björnsdótturog keramikverkum Daða Harðarsonar. Auk þess er til sölu úrval grafíkmynda eftir fjölda listamanna. Galleríið er opið á opnunartíma verslana. Gallerí Gangskör, Torfunni, á laugardaginnkl. 14:00opna gangskörungarnir 12 samsýn- ingu á nokkrum verka sinna. Sýn- ingin heitirGróska, stendurtil 19. júní og er opin þriðjudaga til föstu- daga kl. 12:00-18:00, og kl. 14:00-18:00 um helgar. Gallerí Grjót, Páll Guðmunds- son frá Húsafelli sýnir högg- myndir, allar unnar í rautt og blátt grjót úrbæjargilinu á Húsafelli. Sýningin er opin virka daga kl. 12:00-18:00, kl. 14:00-18:00 um helgar og stendur til 12. júní. Gallerí List, Skipholti 50 B, Hjör- dís Frímann sýnirþrettán olíumál- verkfránýliðnumvetri. Sýningin eropin virkadagakl. 10:00- 18:00, kl. 14:00-18:00 umhelgar, og stendurtil 5. júní. Gallerí Svart á hvítu, Laufásvegi 17 (fyrir ofan Listasafnið), sýning á pappírsverkum og skúlptúr eftir Jóhann Eyfells. Sýningin stendur til 15. júní og eropinalladaga nemamánudagakl. 14:00-18:00. Gimli, Stokkseyri, málverkasýn- ing Elfars Guðna er opin virka dagakl. 20:00-22:00, kl. 14:00- 22:00 um helgar, og stendur til 5. júní. Hafnargallerí, Hafnarstræti 4, í dag opna T ryggvi Þórhallsson og Magnús S. Guðmundsson sýn- ingu á málverkum og grafík. Sýn- ingin stendur til 11. júní og er opin á opnunartíma verslana. íslenskur heimilisiðnaður, Hafnarstræti 3, einn af dagskrár- liðum Listahátíðar 1988, sýning á glermunum eftir Sigrúnu Einars- dóttur og Sören Larsen, leirlist eftir Jónínu Guðnadótturog Kol- brúnu Kjarval, og batikmunum eftir Katrínu Ágústsdóttur og Stef- án Halldórsson, verður opnuð á morgun kl. 15:30. Sýningin stendurtil 19.júníogeropiná opnunartíma verslana. Kjarvalsstaðir, Maðurinn í for- grunni, sýning á íslenskri fígúratíf list f rá árunum 1965-1985, verður opnuð á sunnudaginn kl. 14:00. Sýningin sem er einn af dag- skrárliðum Listahátíðar 1988, stendurtil 10.júlíog eropinalla dagavikunnarkl. 14:00-22:00. Listasafn Alþýðusambands ís- lands, Grensásvegi 16. Fjórar kynslóðir, sjálfstætt framlag Listasafnsins til Listahátíðar 1988 og sumarsýning safnsins. Á sýningunni sem verður opnuð á morgun, og spannar tímabilið frá fy rsta áratug þessarar aldar f ram á síðustu ár, eru um 60 málverk eftir á fjórða tug listamanna. Sýn- ingin stendur til 17. júlí, og er opin alla virka daga kl. 16:00-20:00, og kl. 14:00-22:00 um helgar. Listasafn Einars Jónssonar. er opið alla daga nema mánudaga kl. 13:30-16:00. Höggmynda- garðurinn er opinn daglega kl. 11:00-17:00. Listasafn íslands. Sýning á verkum Marc Chagalls og sýn- ingin Norræn konkretlist 1907- 1960 verða opnaðar almenningi á morgun kl. 16:00. Sýningarnar eru liður í Listahátíð 1988, og verða opnar alla daga nema mánudaga kl. 11:00-22:00 til loka Listahátíðarþann 19. júní. Eftir það verða sýningarnar opnar kl. 11:00-17:00 alladaga. Sýningin Norræn konkretlist stendur til 31. júlí, og sýningin á verkum Chag- alls til 14. ágúst. Kaffistofa Lista- safnsins er opin á sama tíma og sýningarsalirnir. Menningarstofnun Bandaríkj- anna, Neshaga 16, Gulay Berr- yman sýnirmálverk. Myndirnar eru flestar af íslenskum mótífum og unnar hérlendis undanfarin ár. Sýningin stendur til 12. júni og er opin daglega kl. 08:30-20:00. Gulay Berryman er við á sýning- unnialladagakl. 13:30-20:00. Mokka. Davíð Þorsteinsson sýnir Ijósmyndir teknar af gestum og starfsfólki Mokka á undanförnum árum. Norræna húsið, sýning Textílfé- lagsins á verkum félagsmanna. Sýningin er liður í Listahátíð 1988,stendurtil 12.júníoger opindaglega kl. 14:00-22:00. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, Guð- rún Kristjánsdóttiropnarsýningu áolíumálverkum unnum undan- farin tvö ár á morgun kl. 14:00. Sýninginstendurtil 19.júníog er opin virkadaga kl. 10:00-18:00, og kl. 14:00-18:00 um helgar. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3 B, sýning á verkum Donalds Judd, Richards Long og Kristjáns Guð- mundssonar verður opnuð á morgun kl. 15:30. Sýningin sem erframlag Nýlistasafnsinstil Listahátíðar 1988, stendur til 19. júní, og er opin virka daga kl. 16:00-20:00, og kl. 14:00-20:00 um helgar. Stofnun Árna Magnússonar. Gamlar glæsibækur, bóka- og facsimile sýning í tilefni Listahá- tíðar 1988, verður opnuð á morg- un kl. 16:00. Sýndarverðaljós- prentaðar útgáfur af evrópskum, austurlenskum og suður- amerískum bókum og handritum allt frá 5. öld. Sýningin verður opindaglegakl. 14:00-17:00, og stendurtil 19. júní. LEIKLISTIN Leikfélag Akureyrar, Fiðlarinn á þakinu, í kvöld og annað kvöld og sunnudagskvöld kl. 20:30. Leikfélag Reykjavíkur, Djöfla- eyjan, aukasýning í Skemmunni í kvöld kl. 20:00. Hamlet, í Iðnó í kvöld kl. 20:00. Síldin er komin, í Skemmunni laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20:00. Þíbilja, tilraunaleikhús í kjallara Hlaðvarpans, Gulur, rauður, grænn og blár, á morgun og sunnudag kl. 16:00, mánudags- kvöld kl. 20:30. Þjóðleikhúsið, Vesalingarnir, síðustu sýningar laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20:00. - TÓNLIST Hljómsveit Jónasar Þóris leikur í Heita pottinum, Duus-húsi á sunnudagskvöldið kl. 22:00. Kolbeinn Bjarnason flautuleik- ari heldur tónleika í Listasafni ís- lands á sunnudagskvöldið kl. 20:30. Tónleikarnir eru liður í Listahátíð 1988. Á efnisskránni eru Cassandra's Dream Song eftir Brian Ferneyhough, Shun- San eftir Kazuo Fukushima, Sol- itude eftir Magnús Blöndal Jó- hannsson, Lethe, fyrir bassa- flautu eftir Atla Heimi Sveinsson og Ein Hauch von Unzeit eftir KlausHuber. Kvartett MK heldur tónleika á Hótel Borg á mánudagskvöldið kl. 22:00. Flutt verða erlend og íslensk lög í nýjum og ferskum útsetningum þar sem raddirfara meðaðalhlutverkið. Kvartettinn hef ur sérhæft sig í þétthljóma- (close harmony) raddsetningum hvort sem um er að ræða söng með eða án undirleiks. Kvartett- inn skipa þau Þuríður Jónsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Hjörleifur Hjartarson og ÞórÁsgeirsson. Undirleik annast hljómsveit undir stjórn Ara Einarssonar, en hana skipa: Birgir Bragason (bassi), Matthías Hemstokk (trommur), Kjartan Valdimarsson (píanó) og Ari Einarsson (gítar). Ríkharður Örn Pálsson og Skarphéðinn Hjartarson eiga útsetningar nokkurralaganna. Listahátíðartónleikar í Háskólabíói: Á morgun kl. 17:00, Pólsksálumessaeftir Krzysztof Penderecki. Fílharm- óníuhljómsveitin frá Poznan og Fílaharmóníukórinn frá Varsjá flytja. Einsöngvarareru Jadwiga Gadulanka (sópran), Jadwiga Rappé (mezzosópran), Paulos Raptis (tenór) og Radoslaw Zuk- owski (bassi). Stjórnandi, Krzysztof Penderecki. Sunnudag kl. 17:00: Fílharmóní- uhljómsveitin frá Poznan og Fíl- harmóníukórinn frá Varsjá. Ein- leikari á píanó: Piotr Paleczny, einsöngvarar: Barbara Zagorz- anka (sópran), Jadwiga Rappé (mezzosópran) og Andrzej Hiol- ski (baritón). Áefnisskránni er Choralis, eftir Jón Nordal, Pían- ókonsertnr. 1 íe-molleftirChop- in, Stabat Matereftir Karol Szym- anowski og Eldglæringadans (Krzesany) eftir Wojcuecg Kilar. Stjórnandi er Wojciech Michni- ewski. Mánudag kl. 20:30: Jasstónleikar Stephane Grappelli (fiðla), Jack Sewing (bassi) og Marc Fossit (gítar). Listadjass í Djúpinu (í kjallara veitingastaðarins Hornið v/ Hafn- arstræti), frá mánudagskvöldinu til laugardagskvöldsins 18. júní, verður leikinn djass á hverju kvöldi í Djúpinu, frá kl. 22:00- 01:00. Á þeim tveim vikum sem Listadjassinn stendur munu fjöl- margir tónlistarmenn koma fram, þar á meðal píanóleikararnir Kristján Magnússon og Kjartan Valdimarsson, saxófónleikararn- ir Sigurður Flosason og Þorleifur Gíslason, kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson og trymbill- inn Birgir Baldursson. Stephane Grappelli hefurafsagt hvers kon- ar móttöku eftir tónleikana í Há- skólabíói á mánudagskvöldið, en meðspilurum hans hefur verið boðið á opnun Listadjassins. HITT OG ÞETTA Ferðafélag íslands, dagsferðirá sunnudaginn: Ki. 10:00, Stapafell - Sandfellshæð - Sýrfell, ekið suður á Miðnesheiði og eftir slóð sem liggur að Stapafelli, og þar hefst gangan. Gengið um Sand- fellshæð að Sýrfelli sem er skammtfrásaltverksmiðjunni á Reykjanesi. Forvitnileg göngu- leið á sléttlendi en í lengra lagi. Verðkr. 1000. Kl. 13:00, Háleyjarbunga- Reykjanes, Háleyjarbungaer austan Skálafells á Reykjanesi, hraunskjöldur með reglulegum gíg í kolli. Létt gönguferð, verð kr. 800. Brottförfrá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin, farmiðar við bíl, frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Hana nú, Kópavogi, lagt upp í laugardagsgönguna f rá Digra- nesvegi 12, kl. 10:00 í fyrramálið. Verið með í bæjarröltinu í skemmtilegum félagsskap, sam- vera, súrefni, hreyfing og nýlagað molakaffi. Útivist, sunnudagur: Kl. 10:30, þjóðleiðin til Þingvalla, 3. ferð. Miðdalur- Mosfellsheiði - Vil- borgarkelda. Nú ergenginn stærsti og skemmtilegasti hluti leiðarinnar. Verð kr. 800. Kl. 13:00, Þingvellir— Skógarkotsvegur - Gjábakki. Gengið um gamla þjóðleið sem fáir þekkja á Þingvöllum. Verð kr. 900. Brottförfrá BSÍ, bensínsölu. Helgarferðir3.-5. júní, Eyjafjalla- jökull - Seljavallalaug, gengið úr Þórsmörk, yfir jökulinn að Selja- vallalaug. Þórsmörk- Goðaland, göngu- ferðir um Mörkina við allra hæfi. Gist í Útivistarskálunum Básum í báðumferðunum. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni Grófinni 1,símar 14606 og 23732. Félag eldri borgara, opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á sunnu- daginn kl. 14:00. ALÞÝPUBANDALAGIP Ertu með á Laugarvatn í sumar? Eins og undanfarin sumur efnir Alþýðubandalagið til orlofsdvalar á Laugar- vatni vikuna 18.-24. júlí. Mikil þátttaka hefur verið í þessari sumardvöl á Laugarvatni enda er þar gott að dvelja í glöðum hópi og margt um að vera. Rúm er fyrir um 80 manns. Umsjónarmenn í sumar, eins og síðastliðið sumar, verða þær Margrét Frímannsdóttir og Sigríður Þorsteinsdóttir. Rúnar matsveinn ásamt sam- starfsfólki sér um matseld að alkunnri snilld. Kostnaður fyrir vikuna er sem hér segir: Fyrir börn að 6 ára aldri kr. 2000,- Fyrir börn 6-11 ára kr. 8000,- Fyrir 12 ára og eldri kr. 12.000,- Innifalið í verðinu er fullt fæði alla dagana; morgunverður, hádegisverður, síðdegiskaffi og kvöldverður, gisting í 2jaog 3ja manna herbergjum, barna- gæsla fyrir yngstu börnin, tvær ferðir i sund og gufubað, þátttaka í fræðslu- og skemmtistarfi og skipulögðum göngu- og útivistarferðum. íþróttasvæði, bátaleiga, hestaleiga, silungsveiði og fleira er við höndina í næsta nágrenni Héraðsskólans á Laugarvatni. Sumardvölin á Laugarvatni hefur reynst góð afslöppun fyrir alla fjölskyld- una, unga sem aldna, í áhyggjulausu og öruggu umhverfi, þar sem fólk hvílir sig á öllum húsverkum, en leggur alla áherslu á að skemmta sér saman í sumarfríi og samveru. Dragið ekki að festa ykkur vikudvöl á Laugarvatni í sumar. Komið eða hringið á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105. Síminn er 91-17500. Panta þarf fyrir 15. júní og greiða Kr. 5000,- í staðfestingargjald fyrir 1. júlí. - Alþýðubandalagið. LÖGTÖK Aö kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunn- ar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskuröi, uppkveönum 1. þ.m., verða lögtök látin fara fram fyrir vangoldnum opinberum gjöldum utan staö- greiösiu, sem féllu í gjalddaga 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní 1988. Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða hafin að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýs- ingar, verði tilskildar greiðslur ekki inntar af hendi innan þess tíma. Borgarfógetaembættið í Reykjavík 1. júní 1988. Kolbeinn Bjarnason flautuleikari heldurtónleika i Listasafni Islands á sunnudagskvöldið. Föstudagur 3. júnf 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.