Þjóðviljinn - 03.06.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.06.1988, Blaðsíða 6
MINNING rt'iy RÍKISÚTVARPIÐ Valdimar Unnar Valdimarsson Fœddur 29. 9. 1958 - Dáinn 21. 5. 1988 Starfslaun Ríkisútvarpsins til höfunda útvarps- og sjónvarpsefnis Ríkisútvarpið auglýsir starfslaun til höfundar eða höfunda til að vinna að verkum til frumflutnings í Ríkisútvarpinu, hljóðvarpi eða sjónvarpi. Starfslaunum geta fylgt ókeypis afnot af íbúð Ríkisútvarpsins í Skjaldarvík í Eyjafirði. Starfslaun eru veitttil 6 mánaða hið lengstaog fylgja þau mánaðarlaunum skv. 2. þrepi 140. Ifl. í kjarasamningum Bandalags háskólamanna og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Umsóknum ásamt greinargerð um fyrirhuguð viðfangsefni skal skilað til skrifstofu útvarps- stjóra, Efstaleiti 1, Reykjavík, fyrir 3. júlí nk. Þar eru ennfremur veittar nánari upplýsingar um starfslaunin. Landsliðsþjálfari Sundsamband íslands óskar eftir að ráða reyndan þjálfara í fulla stöðu. Umsóknarfrestur er til 15. júlí nk. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnað- armál. Frekari upplýsingar fást hjá S.S.Í. í síma 91-84210. Umsóknir skal senda til Sundsambands íslands, íþróttamiðstöðinni, Laugardal, 104 Reykjavík. ísland úr NATÓ - Herinn burt Dregið hefur verið í Happdrætti Samtaka herstöðvaandstæðinga. Eftirtalin númer komu upp: 1039 759 1114 1493 1430 1596 1658 1166 781 550 1739 1056 397 1663 61 1454 831 68 898 138 60 232 142 1164 356 1609 246 1218 1662 1922 357 1562 1876 1106 1049 1569 1579 330 932 1576 777 1934 205 1568 1514 522 904 1639 1038 1567 1515 1420 749 539 1591 1448 540 1089 1287 340 I. -10. Listaverk: Alda Sveinsdóttir, málverk, Hringur Jóhannesson, pastelmynd, Jó- hanna Bogadóttir, grafík, Jón Reykdal, grafík, Kjartan Guðjónsson, grafík, Kolbrún Björgúlfsdóttir, Magnús Kjartansson, leirskúlptúr, Richard Valtingojer, grafík, Sigrún Eldjárn, grafík, Sigurður Örn Brynjólfsson, pastelteikning, Tryggvi Ólafsson, klippiverk. II. -29. Bækur Skáldsögur, ævisögur, Ijóðabækur, barna- og unglingabækur o. fl. frá Máli og menningu og Svörtu og hvítu. 30.-49. Plötur og snældur Plötur og snældur með Bergþóru Árnadóttur, Bjartmari Guðlaugs- syni og Bubba. 50.-59. Gönguleiðbeiningar: Innrammaðar gönguleiðbeiningar í bundnu máli, ómissandi fyrir næstu Keflavíkurgöngu. 60. Aukavinningur: Keflavíkurgönguskór úr Skátabúðinni. Myndlistarmönnum, tónlistarmönnum, bókaforlögum, verslunum og öðrum sem lögðu hönd á plóginn er þakkaður stuðningur við happdrættið. ísland úr NATÓ - Herinn burt Svartasunna - hugsaði ég á hvítasunnudag þegar ég vissi að Unnar vinur minn væri dáinn. Sólin uppspretta alls á sér and- stæðu. Svartasunna er hol og tóm. Syrgjendur standa um stund á barmi svartrar holu í himin- geimnum. Þar sýnist sólin hel- björt. Dauðinn stingur í augun á vor- in, þegar lífgandi hárið á sólinni flæðir um allt. En dauðinn býr undir sólinni og hún skapar hann. Kjarnorka sólar sendir geisla sem fæða grös, sem deyja. Látum leik lífsins að tíma ekki að blekkja okkur. Við eigum allt sem við höfum lifað. Eg sé Unnar alltaf baðaðan sól. Hann er ætíð vinur minn og gefur mér hug og móð. Sólin skín í æðruleysi á van- máttuga sorg okkar sem söknum hans. Tunglið hnikar ekki af sinni braut þótt grimm náttúran rífi í sífellu sundur hjörtu. Heiðnir forfeður kenndu að ekki er hægt að gráta úr helju þá, sem deyja af vangá vegna þess að guðirnir eru ófullkomnir. Þótt hvert einasta tonn af blágrýti, grágrýti og hrauni, smágerv grös, menn og dýr þessa lands gráti góðan mann lifnar hann ekki við - Loki sér fyrir því. Það er ljótt og sárt. Skelfilegt að mistilteinar skuli vera til og guðinn Baldur þurfi alltaf að vera að deyja. Heilindi Unnars sáust í góð- mennsku hans, samhug og vin- áttuþeli. Einnig í hugsjónum, fórnfýsi og orku. Unnar var af- kastamestur ungra sagnfræðinga hér á landi og enginn þeirra er eins víða heima í samtímasögu og hann. Eftir langa vist í heilabúi Breta var Unnar albúinn að skerpa vitund þessarar þjóðar, sem man illa og skilur nýliðna tíma á sviði hagsögu, stjórnmála og alþjóðasamskipta. Tröll éti þá tilviljun sem varð til þess að Unn- ar dó. Svo raunalegt er að hafa misst hann. Megi gæska og gróandi friða móður Unnars, föður og systkini. Við sem þekktum Unnar höldum áfram að snúast með jörðu um sólu og heilindi hans fylgja okkur alla leið. Þórunn Valdimarsdóttir Það voru óhugnanleg og óvænt tíðindi þegar fréttaþulur útvarps- ins skýrði frá dauðaslysi kærs vin- ar okkar Valdimars Unnars Valdimarssonar, samstúdents og fyrrverandi bekkjarfélaga úr Menntaskólanum í Reykjavík. Unnar var hæglátur maður og lét ekki mikið fyrir sér fara. Hann reyndist bekkjarfélögum sínum góður drengur og var ávallt reiðubúinn til að hjálpa þeim sem leituðu til hans. Þar sem Unnar var alla tíð afburða námsmaður, stóð aldrei á greiðum svörum ef spurt var. Ef próf voru í vændum myndaðist einatt hópur í kringum hann, þar sem hann svaraði og útskýrði. Þá voru það eflaust margir, sem einhvern tímann fengu lánaðar lausnir hans á heimadæmum eða þýskustflum. Hann vann skipulega hvert verk, sem hann tók sér fyrir hendur og lauk því með sæmd. 4. júlí næstkomandi munum við halda upp á 10 ára stúdentsaf- mæli. Þar sem mörg okkar hafa verið við nám erlendis um lengri tíma, sem og Unnar sjálfur, hefur sambandið við hann, að loknu stúdentsprófi, verið með minna móti. Það er eftirsjá í því tæki- færi, sem þar hefði gefist, til að rifja upp gömul kynni. Um leið og við kveðjum þennan góða dreng, vottum við foreldr- um hans og öðrum ástvinum inni- legustu samúð. F. h. bekkjarfélaga úr M.R. Jóhanna og Narfi 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sofinn er fífill fagr í haga, Tilbrigði við Magnúsarkviðu Jónasar Hallgrímssonai f dag er til moldar borinn vinur okkar Valdimar Unnar Valdi- marsson sagnfræðingur. Hann lést eftir bílslys 21. maí síðastlið- inn, aðeins 29 ára gamall. Leiðir okkar lágu saman fyrir tæpum áratug, þegar við hófum sagnfræðinám við Háskóla ís- lands. Fyrst um sinn settu þeir málgefnu mestan svip á nem- endahópinn. Unnar var hins veg- ar fámáll og lét lítið á sér bera. Fljótt á litið virtist ekki mikils að vænta af þessum yfirlætislausa manni. Annað kom þó á daginn. Flest stóðum við Unnari langt að baki. Nemendur í sögu voru ekki margir og tengdust því fljótt vin- áttuböndum. Áhugi á sagnfræði treysti einingu okkar og varð kveikjan að mörgum skemmti- legum stundum. Á kaffistofu stúdenta þótti þessi hópur bæði tala og hlæja hæst allra. Unnar átti til að lauma að stuttum og glettnum athugasemdum, sem fengu alla til að veltast um af hlátri. En þegar alvaran tók við hvatti Unnar félaga sína til dáða. Hann sýndi verkum annarra lifandi áhuga og var ætíð boðinn og bú- inn að gefa góð ráð, væri eftir þeim leitað. Unnar hlustaði á aðra kvarta, en tók sjálfur aldrei undir þann söng. Hljóður leysti hann verk sín af hendi, öll á fram- úrskarandi hátt. Ungir menn eru stundum hrokafullir, einkum þeir sem þurfa að berja í eigin bresti. Unn- ar hafði hins vegar ekkert að fela. Oflæti var ekki til í fari hans. Hann hafði þó ríkari ástæður en flestir aðrir til að setja sig á háan hest. Unnar var sá úr hópi ungra sagnfræðinga, sem mestar vonir voru bundnarvið. Hann hafði allt það til að bera, sem þarf til að skara fram úr; skýra og skipulega hugsun, vandvirkni, heiðarleik gagnvart heimildum og frábært vald á íslenskri tungu. Þessa hæfi- leika nýtti hann til hins ítrasta. Um það bera fjölmörg verk, sem eftir hann liggja, vitni. Þau hafa þegar skipað honum á bekk með fremstu sagnfræðingum þjóðar- innar. Fyrir skömmu kom Unnar í stutta heimsókn til landsins frá doktorsnámi í Lundúnum. Hress og kátur sá hann fyrir endann á löngum og glæsilegum námsferli. Framtíðin brosti við honum, enda vart við öðru að bú- ast en uppskeran yrði í samræmi við það, sem til var sáð. Nokkrum vikum síðar er þessi ungi og efnilegi maður allur. Við sem eftir lifum stöndum frammi fyrir hinu óskiljanlega. Á sorgar- stundu er mikils virði að eiga fal- legar minningar um góðan dreng. Unnar lifir í hugum allra þeirra sem kynntust honum sem góðum fræðimanni, vini, bróður eða syni. Við kveðjum Valdimar Unnar Valdimarsson með trega; ungan mann, sem átti ekkert ann- að skilið en bjarta og gæfuríka framtíð, frábæran sagnfræðing og góðan vin, sem nú er sárt saknað. Innilegar samúðarkveðjur send- um við foreldrum Unnars og systkinum, sem sjá nú á bak ynd- islegum syni og bróður. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Peir eru himnarnir honum yfir. Hannes Pétursson Margrét Guðmundsdóttir Þorleifur Óskarsson Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við grunnskóla Norðurlandsumdæmi vestra: Stöður grunnskólakennara við grunnskólana: Akranesi meðal kennslugreina líffræði og stærðfræði í 7.-9. bekk, sérkennsla, tón- mennt og leiðsögn á bókasafni. Búðardal, meðal kennslugreina stærðfræði í eldri bekkjum, handmennt og tónmennt. Andakíls- skóla, hlutastarf. Kleppjárnsreykjaskóla, Varmalandsskóla, meðal kennslugreina íþróttir og enska. Laugaskóla, meðal kennslugreina erlend mál, íslenska, kennsla yngri barna, mynd- og handmennt, íþróttir og tónmennt. Frá Héraðsskólanum á Laugarvatni Umsóknarfrestur um skólavist er til 30. júní. í skólanum eru 8. og 9. bekkur grunnskóla. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 99-6112. Lögfræðingar Viöskiptaráðuneytiö óskar aö ráöa lögfræðing til starfa. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist ráðuneytinu í síö- asta iagi 29. júní nk. 1. júní 1988 Viðskiptaráðuneytið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.