Þjóðviljinn - 03.06.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.06.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Unnið að því að gera einn hvaibátanna sjókláran fyrir komandi hvalveiðivertíð. Mynd E.ÓI. Hvalveiðar Hvalvertíð frestað? 10þjóðir leggja til bann við vísindaveiðum. Sjávarútvegsráðherra ósáttur. Atkvœðagreiðsla í dag Islensku fulitrúarnir á ársfundi alþjóða hvalveiðiráðsins, sem haldinn er á Nýja-Sjálandi, reyndu að telja fulltrúum 10 þjóða hughvarf og fá þær til að milda orðalag i tillögum sem þær hafa lagt fyrir fundinn um bann við hvalveiðum í vísindaskyni. I gær var talið líklegt að gengið yrði til atkvæða um tillögurnar í dag, en þá lýkur ársfundinum. Aðspurður sagði Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra í gær, að tilögurnar væru óað- gengilegar fyrir íslendinga og því reyndu menn að fá orðalagið mildað. í samtali við Ríkisút- varpið í gær, sagði Halldór að hugsanlegt væri að upphafi hval- vertíðarinnar hér yrði frestað um einhvern tíma. - Éf til þess kem- ur, verður það aðeins í mjög skamman tíma. Starfsmenn Hvals hf. eru um þessar mundir í óðaönn að gera hvalbátana sjóklára, en ráðgert er að þeir haldi á miðin um miðj- an mánuðinn. -rk Sjómannadagurinn Fimmtugur um helgina Hátíðardagskrá ísjávarplássum um land allt. Þriggja daga dagskrá í Reykjavík Nú um helgina verður sjó- mannadagurinn haldinn há- tíðlegur í fímmtugasta sinn og setja þessi merku tímamót víða svip á hátíðarhöldin. Þann 6. júní 1938 var lagður grunnur að sjóm- annadeginum með hátíðarhöld- um í Reykjavík og á ísafirði. í Reykjavík verður 3ja daga dagskrá. Meðal dagskrárliða má nefna að skútur sigla í dag um ytri höfnina, en þær verða almenn- ingi til sýnis um helgina. í kvöld er síðan hátíðardagskrá í Laugar- ásbíói. Á laugardaginn verður kappróður og björgunarsýning í höfninni. Á sunnudag hefst dag- skrá kl. 9 með því að vígður verð- ur nýr minnisvarði um óþekkta sjómanninn í Fossvogskirkju- garði. Athygli hefur vakið að Brynj- ólfur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Granda flytur ávarp á sjó- mannadaginn. Áð sögn Garðars Þorsteinssonar, framkvæmda- stjóra sjómannadagsins er hefð fyrir því að LÍÚ tilnefni einn ræðumann og í ár varð Brynjólfur fyrir valinu, en auk hans talar utanríkisráðherra og Pétur Sig- urðsson formaður stjórnar sjó- mannadagsins. Á ísafirði verður hátíðardag- skrá á laugardag og sunnudag og verður hálfrar aldar afmælisins sérstaklega minnst, með opnun sjóminjadeildar Byggðasafns Vestfjarða í Turnhúsinu í Neðstakaupstað. Athöfnin í Turnhúsinu hefst kl. 17 á laugar- daginn og verða þar flutt ávörp og karlakórinn Ernir tekur lagið fyrir gesti. Undanfarin ár hefur undirbún- ingur sjómannadagshátíðahalda á Siglufirði verið í höndum björg- unarsveitarinnar Stráka. Sigurð- ur Rfkharð Stefánsson, formaður sveitarinnar, sagði að í ár setti það svip sinn á daginn að vígt verður veglegt minnismerki um drukknaða sjómenn. Minnis- varðann gerði Ragnar Kjartans- son og sýnir öldu hefja upp gúmmíbjörgunarbát, sem í eru 3 þrekaðir sjómenn. Einnig verður nýjum 27 feta björgunarbáti gef- ið nafn og sagði Sigurður að með þessum báti yrði bylting í búnaði björgunarsveitarinnar. -mj Hafrannsókn Kalt vor í sjónum Sjávarhiti undir meðallagi Nniðurstöðum úr nýafstöðnum vorleiðangri Hafrannsókna- stofnunar, sem farinn var til könnunar á almennu ástandi sjávar í kringum landið, kemur fram að hitastig sjávar fyrir norðan og austan hefur breyst mikið til hins verra en er ágætt fyrir sunnan og vestan. Að sögn Jakobs Jakobssonar forstjóra Hafrannsóknastofnun- ar er ljóst að í bili eru lífsskilyrði á uppeldissvæðum þorsksins mun verri á þessu sióðum en oft áður. 1 leiðangrinum, sem farinn var á rannsóknaskipinu Bjarna Sæ- mundssyni, voru gerðar athugun- ar á 105 stöðum allt í kringum landið, bæði á landgrunninu sjálfu og utan þess, og kom í ljós að hlýsjávar gætir að þessu sinni ekki fyrir Norðurlandi, frá Hún- aflóa og austur um, heldur var þar að finna pólsjó í kjölfar íssins á liðnum vetri með hitastigi um 1-3 gráðu heitan. Þannig að sjáv- arhiti nú fyrir Norður- og Austur- landi er 2-4 gráðum undir meðal- lagi. Mælingarnar á þessum slóð- um sýna aðstæður sem flokkast undir köldu árin hér við land eins og 1975, 1977 og 1981-1983, sem voru þó ekki að sama skapi köld og hafísárin 1965-1971. -grh r-1 Álverið Mikil óánægja starfsmanna Mengun og slœmar aðstœður. Ekki ginnkeyptir fyrir yfirvinnu. Blaðamönnum meinaður aðgangur. Yfirstjórn álversins úr tengslum við starfsmenn Mikil óánægja er á meðal starfsmanna álversins vegna mengunar og slæmra aðstæðna á vinnustað. Þetta hefur leitt til þess að starfsmennirnir hafa ekki þegið að vinna yfirvinnu. Blaða- mönnum er meinaður aðgangur að álverinu og þurfti Þjóðviljinn að tala við starfsmenn yfir girð- ingu. Starfsmenn segja yfirstjórn fyrirtækisins algerlega úr tengsl- um við þá og hún njóti alls ekki trausts þeirra. Þegar Þjóðviljanum var meinaður aðgangur að álverinu í gær var revnt að ná f einhvern yfirmanna Isal til að fá skýringar þeirra á þessu banni. Það tókst ekki. í því fóru starfsmenn að tín- ast í mat og komu nokkrir þeirra upp að girðingunni til blaða- manns. Hljóðið í starfsmönnunum var þungt og sagði einn þeirra að að- stæðurnar í kerskálunum væru vægast sagt fyrir neðan allar hell- ur. „Ég held að það sé leitun að öðru eins,“ sagði annar. Tvær 5 fermetra kompur eru til kaffi- drykkju í pásum. Starfsmennirnir segja þær í fyrsta lagi alltof litlar og í öðru lagi berist þangað inn mikil mengun. Þá var að heyra á starfsmönn- unum að stjórnin hefði engan skilning á aðstæðum starfs- manna. „Það hefur verið stefna fyrirtækisins að líta á starfsmenn sem óvini fyrirtækisins,“ sagði einhver þeirra. Bréfaskriftir at- vinnurekenda til starfsmanna bar á góma. Starfsmennirnir sögðu að atvinnurekendur mættu senda eins mörg bréf og þeim sýndist, það tæki enginn mark á þeim enda hefðu þeir sýnt að þeir væru ekki traustsins verðir. -hmp HP Vndar boðnir í stað launanna Starfsmönnum HP ekki greidd laun um mánaðamótin. Setuverkfall ígœrdag. Framhaldið óráðið Að undanförnu hafa verið uppi væringar vegna umskipta á meirihluta í útgáfufélagi Helgar- póstsins, Goðgá hf., sem hafa komið illilega við starfsmenn blaðsins. Um síðustu mánaðamót voru erfiðleikar við launa- greiðslur og nú um þessi mánaða- mót var starfsmönnum tjáð að sjóðir félagsins væru uppurnir og að því miður gætu það ekki feng- ið greidd laun. í það minnsta ekki að fullu. Þeim var boðið að út yrðu gefn- ir víxlar, uppáskrifaðir af stjórn- inni, til að bjarga fyrir horn heimilisrekstrinum, en allir lög- lærðir menn sem starfsmennirnir ráðfærðu sig við um víxlana réðu þeim frá að þiggja nokkuð slíkt. Það væru ónýtir pappírar. Nú er komin upp sú staða að starfsmenn HP eru blankir og skuldum vafðir um mánaðamót og atvinnurekandi þeirra segist ekki geta greitt þeim þau laun sem þeim annars réttilega ber. Starfsfólkið er að vonum dauft vegna allt þessa en segir samt sem áður afstöðu sína fullkomlega skýra. Meðan engin launaumslög berist inn á borð sé því miður ekki grundvöllur fyrir því að blaðið sé unnið. Fyrir vinnu þurfi launþegi að fá greidd laun. Róbert Árni Hreiðarsson er stjórnarformaður í Goðgá hf. um þessar mundir og sagði hann varla von til að hægt yrði að galdra fram með einhverju töfra- bragði 2 miljónir bara sí svona. Starfsfólkinu hafi verið gerð grein fyrir því að á næstu dögum yrði hægt að öngla saman fyrir launum þess. Sú lausn að bjóðast til að ganga í ábyrgð fyrir ein- hverjum víxlum væri sjálfsögð ef það leysti einhvern vanda. Nú er bara að bíða og sjá hvort starfsmenn HP fá greidd laun og hvenær og hvort það truflar á ein- hvern hátt útkomu blaðsins næsta fimmtudag. -tt 2 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.