Þjóðviljinn - 03.06.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 03.06.1988, Blaðsíða 14
ALÞYÐUBANDALAGIÐ Skúli Vesturland Gunnlaugur Ólöf Þjóðmálaspjall Skúli, Gunnlaugur og Ólöf spjalla um þjóömálin í Borgarnesi (Röðli) mánu- dagskvöld, Grundarfirði (Alþýðubandalagshúsinu) þriðjudagskvöld, Hell- issandi (Gimli) miðvikudagskvöld. Alstaðar frá kl. 20.30. - Alþýðubanda- lagið. Alþýðubandalagið Reykjavík 5. deild Aðalfundur deildarinnar verður haldinn miðvikudaginn 8. júní kl. 20.00 í Gerðubergi. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. Hvenaer vilt þú fara í Heiðmörk til að gróðursetja? 2) Önnur mál. - Stjórnin. Vorráðstefna á Hallormsstað Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi efnir til árlegrar vorráð- stefnu á Hallormsstað dagana 18. og 19. júní næstkomandi. Dagskrá: Laugardagur 18. júní kl. 13.30: Ráðstefna um byggðamál, fram- söguerindi og umræður. Kvöldvaka við varðeld. Sunnudagur 19. júni: Gönguferð um Hallormsstaðaskóg undir leiðsögn fróðra manna. Kl. 13: Ávarp í tilefni dagsins. Ráðstefna um jafnréttismál. Framsaga og umræður. Ráðstefnuslit kl. 18. Alþýðubandalagsfélagar og stuðningsfólk, fjölmennið og tilkynnið þátttöku til formanna félaganna eða stjórnar kjördæmisráðs: Hermann sími 21397, Sveinborg sími 71418, Sigurjón sími 11375. Kjördæmisráð Alþýöubandalagsins á Austurlandi Alþýðubandalagið á Akranesi Fundur í bæjarmálaráði Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði mánudaginn 6. júni nk. í Rein kl. 20.30. Dagskrá: 1) Reikningar bæjarsjóðs 1987. Reynslan af fyrstu fjárhagsáætl- un meirihiutans í bæjarstjórn Akraness. 2) Onnur mál. - Stjórnin. Sumarferð ABR Merktu við á almanakinu núna strax! - 2. júlí Laugardaginn 2. júlí verður farin hin árlega sumarferð Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Aðalviðkomustaðir: Borg á Mýrum/Brákarsund (sögusvið Egilssögu), Straumfjörður á Mýrum þar sem Pour-quoi-pas? fórst, Hítardalur. Félagar athugið, ferðin verður ódýr, það verður farið á staði sem þú hefur sjaldan eða aldrei séð og leiðsögumenn verða að sjálfsögðu með þeim betri. Nánar auglýst síðar. Alþýðubandalagið Akureyri Aðalfundur bæjarmálaráðs Aðalfundur bæjarmálaráðs verður haldinn nk. mánudag 6. júní kl. 20,30 í Lárusarhúsi. Dagskrá: 1. Yfirlit yfir störf ráðsins frá sl. ári og umræður um stöðu bæjar- mála á miðju kjörtímabili. 2. Kosning stjórnar í bæjarmálaráð. 3. Dagskrá bæjarstjórnarfundar 7. júní nk. 4. Önnur mál. Allir félagar velkomnir. Þeir félagar sem starfa í nefndum og ráðum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Stjórnin. Ráðstefna um byggðamál Dalvík 10.-12. júní 1988 Alþýðubandalagið boðar til ráðstefnu um byggðamál á Dalvík 10. - 12. júní n.k. Ráðstefnan hefst kl. 14.30 föstudaginn 10. júní og er áætlað að henni Ijúki síðdegis sunnudaginn 12. júní. Dagskrá: Föstudagur 10. júní Kl. 14.30 Framsöguerindi Umræður Kl. 19.00 Farið til Hríseyjar. Eyjan skoðuð og snæddur kvöldverður. Laugardagur 11. júní Kl. 09.00 Framsöguerindi Umræður Kl. 16.00 Skoðunarferð um Dalvík - söfn og fyrirtæki. Snætt á Grund í Svarfaðardal. Þátttakendum kenndur svarf- dælskur mars. Sunnudagur 12. júní Kl. 09.00 Sundskálaferð Kl. 10.30 Hópavinna - skil og umræður Eftirtaldir hópar starfa: I Stjórnkerfið og þjónusta II Atvinnumál og þjónusta III Menning og viðhorf IV SfS og kaupfélögin. Ráðstefnunni lýkur síðdegis. Gisting verður í heimavist Dalvíkurskóla (Sumarhótel). Allar nánari upplýsingar veita Svanfríður Jónasdóttir í síma 96-61460 og Þóra Rósa Geirsdóttir í síma 96-61411. Þær taka einnig við þátttökutilkynn- ingum. Nánar auglýst síðar Alþýðubandalagið Glapræöi hf. Eftir Bjarna Hannesson, Undirfelli Ekki getur hjá því farið að þeir sem fylgjast með efnahagsstjórn- un hér á landi fyllist „hryllingi“ yfir þeirri vanstjórnun og vit- leysum sem núverandi og fyrrver- andi stjórnvöld eru sek um og sannarleg eru samkvæmt hagtöl- um síðari ára. Stjórnvöld virðast í fáum at- riðum taka tillit til staðreynda og séríslenskra aðstæðna og að framkvæma bandarísk-íslenskan Reaganisma í hagstjórn. Þessi „galdrahagfræði" er með ein- dæmum fávísleg og getur ekki annað en valdið stórtjóni fyrir alla þá sem flækjast í þau „fræði“ þó hægt sé að töfra fram efna- hagslega velgengni í örfá ár með botnlausri skuldasöfnun innan- lands og utan. Efnahagsstefna fyrrverandi og núverandi stjórnvalda er orðin íslendingum ærið dýr, arður af „góðæri“ síðustu tveggja ára (um 8 til 12 milljarðar, bendi á graf 1.2.3. til hliðsjónar) hefur verið eytt og erlendar skuldir hafa aukist á sama tíma um 14 til 17 milljarða. Það hefur því verið sól- undað um 25 til 30 milljörðum á rúmum 2 árum og munum við því að líkum setja algert heimsmet í fávíslegri efnahagsstjórnun á þessu tímabili. Byggðaröskun og taprekstur Samtímis þessu hefur gengi verið haldið of hátt skráðu (sönn- un fyrir þeirri fullyrðingu er halli á viðskiptajöfnuði er verður að líkum síðustu 2 ár 17 milljarðar og að líkum um 7,5 til 9 árið 1989) er veldur taprekstri fyrirtækja er framleiða vörur til útflutnings, fyrirtæki sem aðallega eru starf- andi á landsbyggðinni. Slíkt veld- ur lágum launum hjá þeim er vinna við útflutningsframleiðsl- una, byggðaröskun og gífurlegu falli á verðmæti hverskyns fast- eigna víðast hvar á landsbyggð- inni. Tekjutapið síðustu ár mun að líkum vera nálægt 5 til 7 milljarðar króna og mun fall í fasteignaverðmæti vart minna en 15 til 25 milljarðar og sumstaðar eru fasteignir á landsbyggðinni lítt seljanlegar þó boðnar séu á allt að hálfvirði. Þessi þróun er á svæðum sem framleiða 3A grunnverðmæta í útflutnings- vörum landsmanna. Gengismál íógöngum Mitt mat er það að gengi ísl. kr. hafi byrjað að falla um áramót 1986-87 er hinir frægu „þjóðar- sáttarsamningar" voru gerðir, þá urðu flestir þeir aðilar er sjá um mótun efnahagsstefnu sammála um „glapræðisstefnu" þá sem olli sóun á um 25 til 30 milljörðum króna og bendi á meðfylgjandi gröf til hliðsjónar þeirri fullyrð- ingu. Síðan tel ég að gengisfallið hafi numið um 1% á mánuði og hafi verið orðið 15 til 19% of hátt skráð miðað við Vs 1988 er gengið var fellt í síðara sinn um 10% og tel ég að þá hafi átt að fella það um 14% en ekki 10% eins og gert var. Viðskiptahalli 1987 um 6,5 milljarðar og líklegur halli til árs- loka 1988 um 10 milljarðar króna ásamt væntanlegum halla 1989, að líkum allt að 7.5 milljarða er mun valda ásamt öðrum ástæðum um 34 milljarða hækkunar á er- lendum langtímalánum, krefjast þess af stjórnvöldum að gerðar verði róttækar ráðstafanir gegn því flóði erlendrar vöru inn í landið, ásamt gagnaaðgerðum gegn gengdarlausum austri á er- lendum gjaldeyri til ferðalaga, þarf þar til að koma fleiri aðgerð- ir en gengisfellingar, mun þar ekki duga annað en ríflegar tolla- hækkanir á bflum og alls kyns óþarfa öðrum, ásamt a.m.k. jafn háum skatti á ferðamannagjald- eyri og lagður var á matinn við síðustu áramót. Fylgikvillar óstjórnar Hágengisstefna síðustu ára er að mínu mati beinn verðmæta- flutningur frá landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið og bendi á graf 4 og 5 til „sönnunar“. Ég tel að „féflettingin" nemi um 5 til 7 milljörðum króna síðustu eitt og hálft ár, og muni verða til við- bótar til næstu áramóta um 2 til 3 milljarðar. Hinsvegar virðist vera hægt að „töfra“ fram 4.5 milljarða kr. í Kringlu, ráðhús og kúlukaffihús og um 20 milljarða í bflakaup og ferðalög erlendis, fjármunaráð- stöfun sem veldur stórgróða ým- issa aðila á höfuðborgarsvæðinu, en til Byggðastofnunar fást sífellt minni fjármunir, bendi á graf 5 til hliðsjónar. Þykír mér langlund- argeð landsbyggðarmanna vera ærið mikið, ef þeir fara ekki að hætta að styðja ríkjandi stjórnvöld sem að mínu mati ættu skilið viðurnefnið „Glapræði h/f.“ Ritað 28/5 1988 Bjarni Hannesson Undirfelli 5 O -5 -10 -15 -20 15 10 5 0 140 120 100 80 60 40 20 O 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 800 600 400 200 0 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 Framlög til Byggðastofnunar á fjárlögum Viðskiptahalli 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 Erlendur kostnaður við innflutning á bílum og erlend ferðalög Erlendar langtímaskuldir 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.