Þjóðviljinn - 03.06.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.06.1988, Blaðsíða 8
HEIMURINN Sigur Mitterrands: Þáttaskilí frönskum stjórnmálum Fyrri umferð þingkosninga á sunnudaginn Hver sem þróun mála kann að verða í Frakklandi nú á næstunni, þegar nýjar þingkosningar fara í hönd og margt er í óvissu, er ekki að efa að endurkjör Mitterrands 8. maí markar þáttaskil í frönsk- um stjórnmálum. Verður það augljóst, þegar litið er á stöðuna, sem nú er komin upp, í nokkuð víðara samhengi og farið fáein ár aftur í tímann. Eftir valdatöku Mitterrands og sósíalista 1981 litu hægri menn nefnilega svo á, að þessi kosningasigur vinstri aflanna hefði nánast því verið „tæknilegt slys“ og innan skamms kæmist aftur á „eðlilegt ástand“, þ.e.a.s. hægri menn tækju aftur við völdunum, sem þeir höfðu áður haft í 23 ár samfleytt, og héldu þeim síðan til dómsdags eða lengur. Ástandið í Frakk- landi næstu árin á eftir virtist nefndi Rocard sem forsætisráð- herra og mynduð var stjórn, þar sem sósíalistar höfðu töglin og hagldirnar mótmælti því enginn eða dró í efa réttinn til þess, þótt augljóst væri að sú stjórn hefði þá ekki meirihluta á þingi. Margir leiðtogar hinna svonefndu mið- flokka í lýðræðisbandalaginu lýstu því jafnvel yfir, áður en til- kynnt var um þingrof að þeir myndu ekki vera í „kerfisbund- inni stjórnarandstöðu“, eða leggja fram vantrauststillögu heldur vega og meta hvert mál fyrir sig. Sjálfskaparvíti hœgrimanna Nú er fróðlegt að velta því fyrir sér hvernig þessi staða hefur komið upp og hvað hún kann að Einar Már Jónsson skrifarfrá París staðfesta þessa spá: vinsældum Mitterrands og stjórnar hans hrakaði mjög og allt benti til þess að sósíalistar myndu bíða afhroð í þingkosningunum 1986 og missa völdin. Yrði Mitterrand annað hvort að hrökklast burtu eða láta sér lynda að sitja valdalaus í for- setastóli, og fyrir Chirac væri opin leið til æðstu embætta. En eitthvert sandkorn slæddist inn í þessa vítisvél sem hægri menn voru svo sannfærðir um að tifaði sósíalistum til tjóns: tap þeirra 1986 varð miklu minna en búist hafði verið við, og því hélt Mitterrand velli og gat jafnvel komið ár sinni kænlega fyrir borð í viðskiptunum við Chirac. Nú hafa forsetakosningarnar síðan leitt í ljós, það sem greinilega hef- ur verið í gerjun undanfarin ár í franska þjóðardjúpinu: sósíalist- ar eru búnir að vinna sér sess sem stjórnendur landsins, a.m.k. til jafns við hægri menn, og í augum kjósenda hafa hinir síðarnefndu ekki lengur neinn sérstakan „rétt“ til valdastóla, eins og þeir virtust hafa í rúma tvo áratugi. Þessi breyting kom skýrt fram í andrúmsloftinu þegar úrslit urðu kunn. Nú voru sósíalistar ekki lengur „reynslulausir" eins og 1981, þegar aðeins einn úr þeirra hópi hafði áður gegnt ráðherra- embætti, heldur gátu þeir nú teflt fram mörgum mönnum sem höfðu víðtæka reynslu í að halda um stjórnvölinn og gátu státað af miklum persónulegum vinsæld- um í stjórnarstörfum. Dæmi um það er sú illkvittnislega skrýtla sem víða heyrðist eftír stjórnar- myndun Rocards: „Nú er Jack Lang aftur orðinn menningarmálaráðherra.“ „Jæja, var hann hættur að vera það...?“ Enginn heldur því víst fram að eftirmaður hins vinsæla Jacks Langs í þessu embætti, Leotard, hafi skilið eftir sig óafmáanleg spor... Þegar Mitterrand út- boða í framtíðinni. Lítill vafi get- ur leikið á því að þessi ósigur hægri manna nú er að töluverðu leyti sjálfskaparvíti þeirra sjálfra, en tildrögin eru nokkuð flókin. Mönnum hefur orðið býsna star- sýnt á það hvernig málin hafa víxlast undarlega milli hægri og vinstri manna í Frakklandi síð- asta áratug eða svo. í meira en tuttugu ár unnu hægri menn allar kosningar með því að beita hinu fullkomna vopni sínu sem var kommúnistagrýlan: þurftu þeir ekki annaö en benda á að engir vinstri menn gætu þá komist til valda nema með því að vera í bandalagi við kommúnista, myndu þeir þá verða „gíslar“ þeirra og kommúnistar því ráða mestu. Það átti ekki svo lítinn þátt í sigri Mitterrands 1981 að þá hröpuðu kommúnistar úr rúm- lega 20% atkvæða niður í 15%, og hefur hrun þeirra haldið áfram síðan, þannig að nú eru þeir komnir niður fyrir 7% og svo að segja úr leik. Er kommúnista- grýlan því orðin marklaus og heyrist ekki lengur nefnd. En á sama tíma hefur það hins vegar gerst, að á hægri vængnum er kominn upp flokkur sem leikur þar sama hlutverk - með enn meiri glæsibrag - en kommúnist- um var falið vinstra megin á sín- um tíma: er það hin öfgasinnaða og jafnvel hálf-fasíska „þjóðfylk- ing“ Le Pens. Tákn um þessa nýju stöðu var skopteikning ein sem sýnd var í franska sjónvarp- inu kosningakvöldið: Chirac var þar lokaður inni í búri, sem var eins og kjörkassi að lögun, og undir stóð „gísl þjóðfylkingarinn- ar hefur enn ekki verið leystur úr haldi“... Því hefur gjarnan verið haldið fram bæði í Frakklandi sjálfu og utan þess, að Mitterrand - sem kallaður er „alger snillingur“ í að komast til valda - hafi skapað þessa stöðu: hafi hann smám saman brotið kommúnistaflokk- Loks lauk tveggja ára skeiði „nauðungarvináttu" og „sambúðar". inn niður með lævíslegu banda- lagi við hann, og síðan hafi hann nánast því skapað „þjóðfylking- una“ eða a.m.k. gert hana að því sem hún er nú með því að koma á hlutfallskosningu 1986, því með gamla einmenningskjör- dæma-kerfinu, sem nú er aftur komið í lög, hefði „þjóðfylking- in“ ekki fengið nema sárafáa þingmenn kjörna. En þótt Mitterrand sé tvímælalaust snill- ingur á ýmsum sviðum, hefur ekki borið á því hingað til að hann sé almáttugur, og hafa þessi umskipti verið þeim sjálfum að kenna sem þau stóðu næst. Það er tvímælalaust hruni kommúnista að þakka að Mitterrand og öðr- um leiðtogum vinstri manna hef- ur tekist að byggja upp voldugan sósíalistaflokk sem byrjaði í lág- marki en er nú orðinn langstærsti stjórnmálaflokkur Frakklands. En þetta hrun stafar hins vegar af því að kommúnistum tókst engan veginn á sínum tíma að aðlaga sig breyttum tímum (eins og ítalskir kommúnistar gerðu) og síðan hafa þeir unnið statt og stöðugt að sínu eigin sjálfsmorði með ruglingslegri og ráðvilltri stefnu sem hefur fælt burtu tvo þriðju af fylgi þeirra. Heyrist því nú oft fleygt að flokkurinn sé kominn á „lokastig“ eins og sagt er um krabbameinssjúkling. Uppgangur Le Pens er hins vegar talsvert flóknara fyrirbæri sem á vitanlega ekkert skylt við það að sósíalistar skyldu taíca upp hlutfallskosningar 1986. Það at- riði var gamall liður í stefnuskrá vinstri manna (og reyndar margra miðflokkamanna líka) og leiddi einungis til þess að flokkur Le Pens fékk þingmannatölu sem var í samræmi við atkvæðatöl- una, - og því má halda fram með góðum rökum, að betra sé að fjölmenn stjórnmálahreyfing hafi fulltrúa á þingi, hver sem hún er, heldur en hún sé útilokuð af þeim vettvangi með ýmsum belli- brögðum. Þótt það hljómi eins og mótsögn er uppgangur Le Pens í vissum tengslum við hrun komm- únista. í hverju landi er til ákveð- ið „óánægjufylgi" eins og stjórnmálafræðingar vita, þ.e.a.s. hópur kjósenda sem eru jafnan óánægðir með allt og alla og greiða atkvæði einhverjum stjórnarandstæðingum sem lætur nógur hátt, - eða þeim yfirleitt sem kjaftforastir eru. Lengi vel leitaði þetta „óánægjufylgi" í Frakklandi til kommúnista, en þeim tókst að fæla það frá sér, og fólust þá klókindi Le Pens í því að ná þessu fylgi til sín. Vitanlega er þetta „óánægjufylgi“ ekki endi- lega sömu kjósendurnir ár frá ári, en stjórnmálafræðingar benda nú gjarnan á að samanlagt fylgi Le Pens og kommúnista undanfarin ár hafi yfirleitt verið rétt yfir 20%. En Le Pen hefði tæplega getað náð til sín þessu óánægjufylgi og ýmsu öðru fylgi Iíka, sem leitaði 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.