Þjóðviljinn - 03.06.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.06.1988, Blaðsíða 7
HEIMURINN Skipbrot Reagans í Panama Noriega hershö fðingi situr semfastast-en efnahagur Panama er í rúst Síðan í fyrrasumar hefur Reag- an Bandaríkjaforseti og stjórn hans reynt að neyða hæstráðanda í Panama, Noriega hershöfðing- ja, til að segja af sér. Það hefur ekki tekist: þótt syndir Noriegas séu margar og stórar hefur hann styrkt stöðu sína bæði á heima- velli og út á við fyrir bragðið. Hinsvegar hefur stóra bróður í norðri tekist að leggja efnahags Panama í rúst. Um leið hefur bandarískum stjórnvöldum tekist að magna upp mikið hatur á Bandaríkjun- um meðal hinna tiltölulega frið- sömu Panamabúa. Þeir hafa reyndar eldað grátt silfur við stór- veldið fyrr - ekki síst 1964 þegar upp úr sauð vegna átaka um framtíð Panamaskurðar og bandarískrar hersetu á eiðinu - en nú fyrst keyrir um þverbak. Ekki svo að skilja að Panamabú- ar séu tiltakanlega hrifnir af Nori- ega, sem um margt líkist öðrum „górillum" úr herforingjastétt sem setið hafa yfir hlut alþýðu í þessum hluta heims. En þeir segja: Noriega er okkar vanda- mál - það er ekki þeirra í Was- hington að slátra honum. Fyrst átti á fá Noriega, sem hef- ur verið æðsti maður Panamahers síðan 1983, framseldan til réttar- halds í Bandaríkjunum vegna að- iidar að eiturlyfjasmygli. Og því studdu Bandaríkjamenn með virkum hætti mótmælaaðgerðir gegn Noriega og stjórninni. Þegar það kom ekki að haldi juku Bandaríkin þrýstinginn á Panama og í febrúar tókst þeim að fá Delvalle forseta, sem svo átti að heita, til að reka Noriega. Noriega svaraði með því að steypa Delvalle af hans valta stóli, mátti hann leita hælis í bandarískri herstöð við skipask- urðinn - og þar mun hann enn. Þessu svaraði Bandaríkja- stjórn svo með því að frysta inni- stæður Panamamanna í banda- rískum bönkum og skipa banda- rískum fyrirtækjum að borga enga skatta eða afgjöld til Pan- ama. Þar munaði mest um gjöld Panamaskurðarfélagsins, áttatíu miljónir dollara á ári. Þetta hefur haft í för með sér mikinn pening- askort í Panama, þar sem banda- rískur dollari er hinn eiginlegi gjaldmiðill, verulegan fjárflótta og fjárfestingar frá útlöndum hafa stöðvast. Panamamenn eru að velta því fyrir sér, hvort þeir hafi nú þegar tapað hálfum öðr- um miljarði á öllu saman eða jafnvel fimm miljörðum og má sjá minna grand í mat sínum. Hinn ótrúi þjónn Það er næsta hlálegt að það skuli einmitt vera Noriega sem Bandaríkjastjórn leggur svo mikið kapp á að hremma. Hers- höfðinginn hefur þjónað í 24 ár í her Panama og þar af hefur hann í 12 ár verið á snærum bandarísku leyniþjónustunnar CIA, auk þess sem hann hefur margt unnið fyrir ísraelsku leyniþjónustuna Moss- ad. Noriega var í nánu sambandi við Omar Torrijos forseta, sem árið 1977 undirritaði nýjan samn- ing um Panamaskurð við Banda- ríkin, en samkvæmt ákvæðum hans fær Panama skurðinn til eignar í árslok 1999. Noriega, sem hefur margt illvirkið framið á pólitískum andstæðingum og þá fyrst og fremst vinstrisinnum, er nú sak- aður um samúð með kommúnist- um. Það hlýtur að koma mörgum spánskt fyrir sjónir. Til dæmis ráðamönnum í E1 Salvador - her- inn þar, sem hefur í átta ár barist við vinstrisinnaða skæruliða, veitti Noriega árið 1984 sitt æðsta heiðursmerki fyrir hans liðveislu og velvild margskonar. En þar með er ekki allt sagt. Noriega hefur boðist til að verja Costa Rica ( sem hefur ekki her í eiginlegri merkingu þess orðs) - og þá væntanlega fyrir Sandinist- um í Nicaragua. En hann hefur líka brosað til Sandinista á öðrum stundum. Hann á sér vini í ísrael- sku leyniþjónustunni og hefur haft samband við róttæka skæru- liða sunnar í álfunni. Með öðrum orðum: hann hagar seglum eftir vindi, reynir að eiga víða hauka í horni - en hollur kommúnistum er hann vitanlega ekki. Dapurleg afrekaskrá Þegar á heildina er litið er stefna Bandaríkjamanna í Pan- ama og Mið-Ameríku yfir höfuð mjög í skötulíki. Fyrir sjö árum, þegar Reagan tók við embætti, sór hann að hann mundi stöðva það sem hann og hægrimenn aðr- ir töldu framsókn kommúnista í þessum heimshluta. Því dæmi átti að snúa við - í E1 Salvador með stuðningi við hægriöfl þar og með Biðröð fyrir utan banka í Panama: ekki grænan dollar að fá... Noriega hershöfðingi, hinn ótrúi þjónn. En hann erokkar höfuðverkur, segja Panamabúar. aðstoð við andbyltingarsveitir sem herjuðu á Nicaragua. En þótt miklu fé hafi verið varið í hernaðaraðstoð og aðra hjálp hefur þessi stefna beðið hremmi- legt skipbrot. Dæmi Panama, þar sem vald- beiting og efnahagslegar aðgerðir hafa verið í litlu sambandi við stærð vandans, undirstrikar það mjög rækilega hve herfilega Re- agan hefur mistekist. Það ríkti ekki friður í Mið- Ameríku þegar Reagan tók við embætti, en svæðið var samt ekki stórpólitískt átakasvæði og það var í raun mögulegt að finna friðsamlegar lausnir á ýmsum erf- iðum hnútum. Nú þegar valda- skeiði Reaganas fer að Ijúka geta menn horft um öxl og séð fyrir sér sjö ár vaxandi spennu, hundrað þúsund manns hafa týnt lífi, eymd fólksins hefur aukist, allt er fullt með hneykslismál sem bandarískir embættismenn, stjórnmálamenn, kontraskæru- liðar og miðamrískir höfðingjar eru flæktir í. Og Noriega hers- höfðingi er þar sem sú fræga rús- ína í pylsuendanum. áb byggði á Information. V-Pýskaland Mesta námaslys síðan 1962 Miklar sprengingar urðu í brúnkolanámum um 170 km austur af Frankfurt á miðviku- dagskvöld. 57 námaverkamenn fórust, flestir feður 30-45 ára gamlir og þar af 15 Tyrkir. Talið er að flestir hafi látist samstundis þegar sprengingin varð og hinir af gaseitrun því verkamennirnir höfðu aðeins súrefnisbirgðir með sér til nokk- urra klukkustunda. Sprengingin var það öflug að lyftur og að- færsluæðar námunnar lokuðust. Rannsókn slyssins hefur ekki ennþá leitt í ljós hvað gerðist. Kolaryk getur varla hafa valdið sprengingunni því hér var um brúnkolanámu að ræða. Um allt V-Þýskaland blöktu fánar í hálfa stöng í gær. Reuter/-gsv. Leiðtogafundurinn Svæðisbundnar erjur á dagskrá Stórveldin œtla að taka á málum S-Afríku Eftir fjórða toppfund þeirra Mikael Gorbatsjovs og Ron- alds Reagans í Moskvu virðast samksipti Sovétmanna og Banda- ríkjamanna vera á traustum grunni um þessar mundir. Báðir aðilar lýstu vilja sínum til þess að koma í kring fimmta fundi þeirra félaga í þeim tilgangi að koma handfestu á samning um langdrægar flaugar. Lítið þokað- ist í þeim málum í Moskvu þótt ýmislegt annað hreyfðist í þess- um yfirgripsmestu afvopnunars- amningum stórveldanna hingað til. Samningaliðin komu sér sam- an um að hefja viðræður um mál- efni Suður-Afríku. Samþykkt var dagsetning á þeim viðræðum þar sem reynt verður að ná samkomulagi um að flytja kúb- anskt herlið frá Angóla og að veita Namibíu sjálfstæði. Mikael Gorbatsjov telur að margt hafi áunnist í samningum stórveldanna einmitt um svæðis- bundin vandamál og deilur ríkja þar sem stórveldin koma eitthvað nærri. Þessu hefur ef til vill verið gefinn of lítill gaumur hingað til. Samningar stórveldanna fjalla nefnilega ekki aðeins um stóru bomburnar sem allir eru með hugann við. Reuter/-gsv. Staðan hefur breyst og við getum nú fundið pólitískar lausnir á fleiri krísum. Föstudagur 3. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Noregur Þörungarnir að hverfa Eitruðu þörungarnir við strendur Noregs virðast nú I rénun og mesta hættan því liðin hjá í bili. Að sögn sérfræðinga hjá nor- sku hafrannsóknastofnunni gæti allt eins verið um tímabundinn næringarskort að ræða eða að vindar og hafstraumar hafi beint þeim á haf út. Einnig virðist þörungafaraldurinn í rénun á Skagerak og Kattegat. Bjartsýni ríkir nú um að ástandið batni verulega en sérfræðingar eru varkárir og segja að lengri tími þurfi að líða áður en hægt sé að segja með einhverri vissu um framhaldið við Noregsstrendur. Norskir fiskibændur hafa nú misst um 500 tonn af laxi í þöru- ngaleðjuna og vísindamenn eru að reyna að meta það hversu tjónið er mikið við suðurströnd Noregs. Reuter/-gsv.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.