Þjóðviljinn - 03.06.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.06.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Er krabbamein hörgulsjúkdómur? Sveinn Baldursson skrifar Miðvikudaginn 18. maí síð- astliðinn birtist athyglisverð grein um „Meðferð krabba- meina'1 eftir Þórarin Sveinsson, yfirlækni krabbameinsdeildar Landspítalans. Lesandinn fær allnokkra innsýn í heim hinna hefðbundnu krabbameinslækn- inga nútímans. 1 ljósi þess hve árangurslitlar hefðbundnar krabbameinslækn- ingar þó eru kemur spánskt fyrir sjónir áhugaleysi Þórarins á þeim kenningum að krabbamein stafi af óheilsusamlegu líferni. Ég held að almenningur ætlist fremur til þess af læknum að þeir taki sérhverri hugmynd að lækn- ingaaðferð með opnum huga og dæmi hana ekki úr leik fyrirfram af því einu að hún sé einföld og kosti litla peninga. í mínum huga ættu læknar sífellt að leita að ódýrari og einfaldari lækningaað- ferðum og helst auðvitað að finna leiðir til að koma í veg fyrir sjúk- dóma, en ekki bara að íækna þá þegar þeir koma, fram með mar- gföldum kostnaði. Þessi grein er skrifuð vegna þess að fram hafa komið þær hug- myndir að krabbamein sé hörgul- sjúkdómur. Undirritaður getur auðvitað ekki dæmt um það, en illur leikur væri gerður lesendum Þjóðviljans að bera þessar upp- lýsingar ekki á borð fyrir þá, svo hægt sé að ræða málið og rann- saka. Kemur B17 fjörvi í vegfynr- krabbamein? í bókinni „Falið vald“ eftir Jó- hannes Björn Lúðvíksson er afar merkilegur kafli um rannsóknir á krabbameini, líklegar orsakir þess og leiðir til að koma í veg fyrir það (bls. 65-67). Rétt er að birta þennan kafla vegna þeirra sem ekki hafa lesið bók Jóhann- esar Björns. (Sjá hliðargrein.) („Margir hafa gælt við... með öðru en C-vítamíni.“). Grafar- þögn lækna um B17 fjörvann er undarlegt mál. Ef varnargildi B17 gegn krabbameini er tómur uppspuni eða misskilningur, þá þarf að kveða slíkt niður með gildum rökum byggðum á rann- sóknum. Ef á hinn bóginn gildir að B17 nýtist sem forvörn gegn krabbameini, þá ber að nota það. Hvaða falsspámenn? í grein Þórarins varar hann við „falsspámönnum sem halda því fram að aðeins með því sem þeir kalla heilsusamlegt iíferni án nokkurra marktækra skil- greininga megi koma í veg fyrir myndun krabbameina og jafnvel lækna þá sem veikst hafa“ (tilv. lýkur). Vissulega er „heilsusam- legt líferni“ ákaflega teygjanlegt hugtak. Það minnir mig á þann ásetning Magellans, fyrsta hnattfarans, að velja handa mönnum sínum gæðakost eins og „ost af bestu tegund“ og „vín af ágætum árgangi". Ekki vantaði viljann til „heilsusamlegs lífern- is“. En það vantaði kassa af sítr- ónum eða öðrum matvælum rík- um af C-fjörva og því hrundu menn hans niður úr skyrbjúg. Svo við víkjum aftur að krabbameininu, þá veit ég ekki hvað marktæk skilgreining á heilsusamlegu líferni með tilliti til krabbameinsvarna er, ef það að neyta fæðu, sem inniheldur B17 vítamín, er það ekki. Svara er þörf Deilur um gildi B17 fjörva eða nánar tiltekið Laetrile hafa verið miklar undanfarin ár. Tilfinning- ar en ekki köld vísindaleg rök- hyggja virðast því miður koma töluvert við sögu í þessum deilum. Það er eins og mörgum finnist erfitt að þola þá hugsun að einfalt efni eins og Laetrile geti hjálpað í baráttunni við krabba- mein eða jafnvel læknað það að fullu. Ef Laetrile er virkt gegn krabbameini, þá er það auðvitað stór biti að kyngja fyrir alla þá sem trúa staðfastlega á mátt nú- tímaaðferða. Enn óhugnanlegri hlýtur þeim mönnum sú tilhugs- un að vera að krabbamein sé hörgulsjúkdómur og vöntunar- efnið sé auðfengið. En sannleik- urinn er sá að í vísindum þurfa menn sífellt að kyngja stórum bi- tum. Læknisfræðin á ekki að vera þar undanskilin. Hún er engin heilög kýr frekar en aðrar vís- indagreinar. Með tilvísan í niðurstöður rannsókna dr. ErnstT. Krebs, þá er fróðlegt fyrir almenning að fá svar við eftirfarandi spurningum, sem ég beini til Þórarins: 1. Er laetrile notað hér á landi og ef ekki, þá hvers vegna? 2. Hafa rannsóknir á notagildi Laetrile verið stundaðar hér á landi. Ef svo er ekki, myndir þú beita þér fyrir slíkum rannsókn- um ef rannsóknarfé fengist og ef ekki, þá hvers vegna? 3. Hvert er þitt persónulega álit á Laetrile lyfinu, B17 fjörvan- um og niðurstöðum dr. Krebs? 4. Telur þú ekki að nota beri Laetrile eða B17 hér á landi að gefinni þeirri forsendu að niður- stöður dr. Krebs séu réttar? 5. Treystir einhver sér til þess að reka málflutning og tilvitnanir Jóhannesar Björns til föðurhús- anna? Það liggur beint við að beina spurningum þessum til Þórarins, en vitanlega væri gott ef fleiri kunnáttumenn legðu eitthað til málanna. Með von um betri árangur í krabbameinslækningum og for- varnarstarfi í framtíðinni. Heimildir: Jóhannes Björn Lúðviks- son: Falið vaid. Rvík, 1982. s. 65-67. Brian Inglis: The Diseases of Civiliz- ation. London Granada 1983. s. 290. lan Cameron: Magellan og fyrsta hnattsiglingin. Rvík. 1974. s. 77. Sveinn er tölvunarfræðingur í Reykjavík Föstudagur 3. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 „Ef Laetrile er virktgegn krabbameini er það auðvitað stór biti að kyngjafyrir alla þá sem trúa staðfastlega á mátt nútímaaðferða. “ UM LAETRILE Margir hafa gælt við þá hug- mynd að krabbamein sé vöntun- arsjúkdómur. Eins og náttblinda og skyrbjúgur, tekur sjúkdómur- inn sig upp í líkamanum án sýni- legrar smitunar. Reykingar, líkamlegt álag (jafnvel sýklar) og einhæfur matur geta komið krabbameini af stað, en eru í sjálfu sérekki orsökin. Húnkem- ur innanfrá. Sú staðreynd að krabbamein hefur verið óþekkt fyrirbæri hjá nokkrum þjóðflokkum, rennir styrkum stoðum undir þá kenn- ingu að það orsakist af einhverju sem við borðum eða ekki borð- um. Þessi hugmynd kemur m.a. fram hjá Vilhjálmi Stefánssyni í bók hans, Cancer: Disease of a Civilization ? (Krabbamein: Menningarsjúkdómur?). Vil- hjálmur dvaldi langdvölum með- al Eskimóa áður en „menningin“ náði að umlykja þá, en fram að þeim tíma var krabbamein óþekkt þar um slóðir. Hinum megin á hnettinum fæddist sama hugmynd hjá öðrum merkum manni, Dr. Albert Schweitzer. { formála að bók Alexander Berg- las, Cancer: Cause and Cure, segir Schweitzer: „Við komu mína til Gabon árið 1913, var ég furðu lostinn að rekast ekki á eitt einasta krabba- tilfelli. Ég fann ekkert meðal inn- byggjanna á tvö hundruð mílna svæði frá ströndinni... Ég get ekki, að sjálfsögðu, sagt ákveðið að þar hafi alls engin krabbi verið til. En, eins og aðrir trúboðs- læknar, get ég aðeins sagt, að ef einhver tilfelli voru til staðar, þá hljóta þau að hafa verið mjög sjaldgæf. Það lítur út fyrir að þetta krabbameinsleysi stafi af frábrugðnu fæði innfæddra í sam- anburði við Evrópubúa..." Læknarit og trúboðslæknar hafa skráð mörg slík krabba- meinslaus svæði í heiminum eins og Schweitzer talar um. Sumt af þessu fólki sem virðist ónæmt fyrir krabba eru veiðimenn sem borða mikið kjöt, annað græn- metisætur sem bragða aldrei kjöt. Sumt er hvítt, annað svart. Hvað er sameiginlegt með öllu þessu fólki? Eftir miklar rannsóknir og ferðalög, kom svarið frá Dr. Ernst T. Krebs árið 1953: Það sem skilur þetta fólk frá öðru fólki - og það á allt sameiginlegt - er að fæða þess inniheldur mikið nitriloside (B17). Eskimóar fengu B17 úr laxaberum og inn- yflum jórturdýra sem borðuðu mýragrös (Triglochin Maritima). Hunza ættflokkurinn, sem enn þann dag í dag hefur ekki haft eitt einasta krabbameinstilfelli, sækir B17 í apríkósusteina sem þeir bæði borða beint og framleiða olíu úr. Af öðrum fæðutegundum sem eru ríkar af B17, má nefna bókhveiti, bitrar möndlur og epl- asteina. Síðan 1953 hafa rannsóknir Dr. Krebs verið staðfestar af þús- undum Bandaríkjamanna (sjá bók Dr. Johns Richardsons, La- etrile Case Histories) og aðrar þúsundir hafa verið læknaðar af krabba með Laetrile, sem er sam- anþjappað form af B17. Mikill fjöldi bóka hafa verið ritaðar um þessi mál á síðari árum og er áhugasamari lesendum bent á þær. 23 24 Tímarit læknasamtak- anna í Ameríku, eiga allt sitt undir auglýsingum lyfjafyrirtækj- anna, eru ekki eins góðar heim- ildir. Fékk Dr. Ernst T. Krebs nó- belsverðlaun fyrir rannsóknir á B17? Nei, hann má frekar þakka fyrir að ganga laus. í Banda- rkjunum þar sem fleiri eiturlyfja- salar og glæpamenn ganga lausir en í nokkru öðru ríki, hefur lög- reglan hvað eftir annað verið not- uð til að gera innrásir í heilsu- fæðuverslanir til að fjarlægja apríkósusteina úr hillunum - ým- ist vegna þess að þeir séu hættu- legir (Hunzar borða allt að 70 á dag) eða gefi falska von (stóri bróðir gætir þín). Árlega deyja um 350 þúsund Bandaríkjamenn úr krabba- meini. Þó er það staðreynd að miklu fleiri lifa þar á krabba en deyja úr honum. Billjónum og aftur billjónum er ausið til rannsókna á nýjum lyfjum og geislameðferðum, en ef krabba- mein er næringarsjúkdómur, eru allar þessar rannsóknir til einskis. Allir sérfræðingar heimsins gætu ekki læknað skyrbjúg með öðru en C-vítamíni. Ur bók Jóhannesar Björns Lúð- víkssonar, „Falið vald“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.