Þjóðviljinn - 08.06.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.06.1988, Blaðsíða 1
Ölduselsskóli Valdi Sjöfn Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra ákvað í gær að setja Sjöfn Sigurbjörnsdóttur skólastjóra Ölduselsskóla í Reykjavík þrátt fyrir eindregin meðmæli kennara og foreldra með hinum umsækjandanum, yfirkennaranum Reyni Daníel Gunnarssyni. í fréttatilkynningu mennta- málaráðuneytisins er tiltekið að að Sjöfn hafi mikla reynslu af fé- lagsstörfum auk skólamennsku, - og er þar helst að nefna setu hennar í borgarstjórn 1987-82 eftir að Birgir ísleifur tapaði borginni úr höndum Sjálfstæðis- flokksins. Sjá síðu 2 Viðhorf Hvers- konar sentristi? Hverskonar sentristi? spyr Gestur Guðmundsson í viðhorfs- grein í dag sem skrifuð er í tilefni nokkurra orða í afmælisgrein Svavars Gestssonar um Brynjólf Bjarnason á dögunum. Sjá síðu 5 Miðvikudagur 8. júní 1988 128. tölublað 53. órgangur Byggingarn efnd flugstöðvar Settir af til hálfs Samstarfshópur utanríkisráðuneytis ogfjármálaráðuneytis setturtil höfuðs byggingarnefnd. Óhjákvœmilegarframkvœmdir í ár taldar kosta 34 milljónir Byggingarnefnd flugstöðvar- innar á Keflavíkurflugvelli hefur í reynd verið vikið óformlega frá störfum. Utanríkisráðherra og fjármálaráðherra hafa jafnað ágreining sinn um málsmeðferð á þeirri 120 milljón króna fjárþörf sem er vegna flugstöðvarbygg- ingarinnar í ár, með því að stofna til sameiginlegs starfshóps á veg- um ráðuneytanna, sem geri til- lögur um hvernig vangoldnir reikningar ríkissjóðs verði hand- fjallaðir og um framkvæmdir sem taldar eru óhjákvæmilegar á þessu ári. Að mati utanríkisráðuneytis- ins er óhjákvæmilegt annað en að ráðast verði í framkvæmdir í ár uppá 34 milljónir króna, vegna lagfæringa og öryggisþátta. Steingrímur Hermannsson tel- ur að samkomulag takist milli ráðuneyutanna um að ríkissjóður verji 70-100 milljónum króna í ár til flugstöðvarinnar. Sjá síðu 3 Furðurækjan sem Þórshamar fékk útaf Kolbeinsey. Sjávarfang Skrítin rækja Kynjadýr út afKol- beinsey Undarleg rækja fannst þegar var verið að vinna afla frá Þórs- hamar GK 75. Aðeins eitt stykki fannst. Pétur Geir Helgason hef- ur verið viðloðandi rækju í 25 ár og segist aldrei hafa séð rækju sem þessa, ef þetta er þá rækja. Fiskurinn í kynjadýrinu er mjög líkur venjulegri rækju en er rauðari og hefur hausinn innund- ir skelinni. Sjá síðu 2 Bráðabirgðalögin Aldrei Álitinu leynt Samningar nyrðra öðruhvorumegin við lögin Ekki er enn ljóst hvort ríkislög- maður telur samninga ísals við starfsmenn brjóta í bága við bráðabirgðalögin þar sem ríkis- stjórnin ákvað að halda því leyndu og kynna það fyrst aðilum samningsins. Flest bendir til að lögmaðurinn sé ósammála VSÍ og telji samn- inginn ólöglegan, - en engin ákvæði eru í lögunum um það hvernig við skuli bregðast og virðast ráðherrarnir í vand- ræðum. Samningar á mörkum laga- rammans eða öðruhvorumegin við hann eru hér og þar í gangi, og í gær samþykkti bæjarstjórn Ak- ureyrar samning sem meirihluti bæjarstjórnarinnar túlkar lög- legan, en einn fulltrúi í kjara- samninganefnd segir ljóslega í bága við lögin. Sjá síðu 3 Berlæraður ánamaðkameistari aftur Listahátíð er komin á fullt skrið í Reykjavík og í gær kom til landsins Peter Waschinsky brúðuleikhússtjóri frá Austur- Pýskalandi með leikhús sitt í ferðatösku, - en hann sýnir „Án- amaðkana“ í kvöld í Lindarbæ. í Þjóðviljanum í dag er meðal annars sagt frá Marmara Guð- mundar Kambans, sem frum- sýndur verður í kvöld á aldaraf- mæli skáldsins, kynnt sýning listmálarans Hodgkins í FÍM- salnum, Sigurður Þór Guðjóns- son fjallar um Sálumessu Pender- eckis og Tómas R. Einarsson um tónleika Stefáns Grappellis í fyrr- akvöld. Sjá síður 7-9 Blaðamenn á Helgarpósti gengu út af vinnustað sínum í gær með uppsagnarbréf í höndunum og er afar tvísýnt hvort blaðið kemur út á ný. Sjá síðu 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.