Þjóðviljinn - 08.06.1988, Síða 2
FRETTIR
Samningar á Akureyri
Túlkaðir framhjá lögum
Bœjarstjórn samþykkir Einingarsamninga, túlkarþá innan ramma
laganna. Yngvi Kjartansson: Skollaleikur að samningarnir séu lög-
legir
Afundi bæjarstjórnar Akur-
eyrar í gær voru samþykktir
nýgerðir kjarasamningar við
Einingu og hjúkrunarfólk, en
segja bæjarfulltrúar úr ríkis-
stjórnarflokkunum túlka þá í
samræmi við bráðabirgðalög
stjórnarinnar.
Yngvi Kjartansson átti sæti í
kjarasamninganefnd Akureyrar-
bæjar fyrir Alþýðubandalagið og
samþykkti hafa samninginn þrátt
fyrir bráðabirgðalögin. Þegar
samningarnir komu síðan fyrir
bæjarráð samþykkti Sigríður
Stefánsdóttir fulltrúi Alþýðu-
bandalags samningana með sama
fyrirvara.
Á fundi bæjarstjórnar í gær
sagði Sigríður að meirihlutinn
réðist ekki í lítið þegar hann túlk-
aði lög sem forsætisráðherrann
sjálfur treysti sér ekki til að túlka.
Yngvi sagði við Þjóðviljann að
hann teldi samningana við hjúkr-
unarfólk og við Einingu tvímæla-
laust brjóta gegn bráðabirgðalög-
unum. Þegar lögin voru sett hafi
legið fyrir samþykktur samningur
við ófaglærða og aðeins eftir að
skrifa undir samninginn hjá ræst-
ingarfólki, en hinsvegar segir
Yngvi að ekkert slíkt hafi legið
fyrir hjá verkamönnum og sorp-
hreinsunarmönnum.
Yngvi lagði áherslu á að
auðvitað styddi hann þessa kjara-
samninga, það væri hins vegar
skollaleikur að halda því fram að
þau brytu ekki gegn bráðabirgða-
lögunum. „Það er verið að brjóta
þau um allt land sem sýnir best
hvað þetta eru vond lög,“ sagði
Yngvi. -hmp
Betri heilsa
Allir út
að hlaupa
r
Ahádegi á laugardag ræsir
heilbrigðisráðherra keppend-
ur í nýju langhlaupi, heilsuhlaupi
Krabbameinsfélagsins þarsem
öllum er heimil þátttaka, dregið
verður um verðlaunin og mark-
miðið er að vera með.
- Þetta er framlag Krabbam-
einsfélagsins til að stuðla að
heilsuvernd og hollari lífsmáta,
sagði Ólafur Þorsteinsson fram-
kvæmdarstjóri K.í.
Hlaupið byrjar og endar fyrir
utan hús félagsins að Skógarhlíð
6, og skráning fer fram á sama
stað frammá laugardag. Þátt-
tökugjald er 300 krónur og inni-
falinn sérstakur hlaupabolur.
«Þ
Kynjadýr
Óþekkt dýrategund
Hugsanlega áður óþekkt rœkjutegund.
Veiddist djúpt út af Kolbeinsey
Sérkennilegur fiskur fannst
þegar var verið að vinna rækj-
uafla frá Þórshamri GK 75 á Ár-
skósandi. Helst lítur út fyrir að
hér sé á ferðinni ný rækjutegund.
„Rækjan“ er mun rauðari en
venjuleg rækja og fannst aðeins
eitt stykki af henni í aflanum.
Pétur Geir Helgason fram-
kvæmdastjóri Árvers á Ár-
skógssandi hefur verið viðloð-
andi rækju í um 25 ár og sagðist
aldrei áður hafa séð svona kvik-
indi. „Ég er með myndir af um 50
þekktum rækjutegundum og
þessi er ekki þar á rneðal," sagði,
Pétur.
„Rækjan“ er úr afla sem fékkst
mjög djúpt út af Kolbeinsey,
umþb. 300 föðmum, sem er tal-
svert meira dýpi en venjulega er
togað á. Því er hugsanlegt að
þetta sé rækjutegund sem lifir á
meira dýpi en önnur rækja.
Pétur sagði fiskinn í dýrinu
líkjast mjög venjulegri rækju en
hann væri hlutfallslega stærri. Þá
hefur „rækjan" færri lappir en
gengur og gerist og enga fálmara.
Það furðulegasta við dýrið er að
hausinn er innundir skelinni. Pét-
ur vissi ekki hvort dýrið gæti
dregið hausinn inn og sett hann
út.
-hmp
Hér sést kynjarækjan við hlið venjulegrar rækju. Hún sýnist hauslaus en hausinn er undir skelinni.
Fiskeldi
Fiskirannsóknir
Trollýsa
í rannsókn
Við ætlum að gera tilraunir á
ýsunni og reyna að finna út
hvernig henni reiðir af eftir smug
í gegnum trollmöskva, sagði Ein-
ar Jónsson, fiskifræðingur, en til-
raunir með ýsu í kerjum munu
hefjast í sumar í hinni nýju til-
'raunastöð Hafrannsóknastofnun-
ar í Grindavík.
Sjómenn hafa lengi kvartað
yfir því hve riðillinn er stór í
botnvörpunni og jafnframt bent á
að alltaf sleppi töluvert af ýsunni,
sem sé meira og minna dauð eftir
að hafa smogið í gegnum riðilinn.
- Fáist þetta staðfest, má segja
að forsendur fyrir reglum um nú-
verandi möskvastærð séu
brostnar. Þess ber þó að gæta, að
þó rétt kunni að vera að taka alla
þá ýsu sem í trollið kemur, fljóta
ýmsar aðrar tegundir með.
Einar sagði að hugmyndin
þeirra Hafrannsóknamanna væri
að setja þorsk og ýsu, sem
veiddust samtímis, í ker og at-
huga hvor tegundin lifði betur af
hnjaskið eftir trollið.
- Það er ekki víst að við fáum
sömu niðurstöður út úr þessum
athugunum og reyndin er í eðli-
legu umhverfi. Mér vitanlega
hefur þetta ekki verið reynt áður
með þessum hætti. Þess má þó
geta að Skotar eru að gera rann-
sóknir með ýsu úti á sjó, en það
eru miklu dýrari og umfangsmeiri
athuganir, sagði Einar.
-rk
Fiskeldismenn vilja meira
Nefnd fímm ráðuneyta sem hef-
ur haft erfíðleikana í fískeldi
til umræðu skilaði greinargerð til
ríkisstjórnarinnar í gær. Ákveðið
hefur verið að 800 milljónir verði
settar til að tryggja eldi á þeim 7
milljón umframseiðum sem til
eru í landinu. Hefur Þorsteinn
Pálsson forsætisráðherra lagt til
að 300 milljónir komi til á þessu
ári og 500 milljónir á því næsta.
Friðrik Sigurðsson fram-
kvæmdastjóri Landssambands
fiskeldisstöðva sagðist fagna því
Eldi á umframseiðum tryggtfram á nœsta ár. 800 milljónir
og nœsta. Friðrik Sigurðsson: Skiptingin milli ára
að 800 milljónir fengjust til að slæma samkeppnisaðstöðu fisk-
tryggja eldi umframseiðanna. eldis á íslandi. Hér á landi væru
Hann væri hins vegar ekki sáttur engar opinberar ábyrgðir á
við skiptinguna á milli ára, betra rekstrarlánum en þær séu allt frá
hefði verið að 500 milljónir kæmu 50% í Skotlandi upp í 90% í Fær-
til á þessu ári en 300 á því næsta.
Friðrik sagði að rekstrarvandi
fiskeldisstöðvanna stæði eftir
óleystur. í greinargerð ráðu-
neytanna er lagt til að sérstök út-
tekt verði gerð á samkeppnisað-
stöðu greinarinnar. Taldi Friðrik
að slík úttekt myndi ieiða í ljós
Fiskmarkaður Norðurlands
Geymdur í skúffu
Fyrrum framkvœmdastjóri: Tilraunin misheppnaðist ekki. Markað
urinn náði aldrei að byrja
Á aðalfundi fiskmarkaðarins
Það er mikill misskilningur að
starfsemi fiskmarkaðarins
hafi misheppnast eins og haldið
hefur verið fram. Staðreyndin er
hins vegar sú að starfsemi hans
komst aldrei upp úr startholun-
um til að umbreyta þeim staðar-
viðhorfum sem hér ríkja meðal
fiskvinnslu og útgerðar um að
það borgi sig að kaupa og selja
fisk eftir þörfum hverju sinni,
sagði Sigurður P. Sigmundsson
fyrrum framkvæmdastjóri Fisk-
markaðar Norðurlands við Þjóð-
viljann.
sem nýlega var haldinn var
ákveðið að leggja markaðinn
formlega niður í bili og gera hann
upp en hann hóf starfsemi sína sl.
haust. Á þessu tímabili Seldi
markaðurinn tæplega 600 tonn af
fiski. Skuldir hans nema um 3
milljónum króna og verður reynt
að selja eignir hans og telja norð-
anmenn það gott ef tekst að
sleppa á sléttu þegar öll kurl
verða komin til grafar.
Sigurður sagði það vissulega
á þessu ári
röng
sér fyrir breyttri afstöðu þeirra,“
sagði Friðrik.
-hmp
eyjum.
Þá benti Friðrik á að Lands-
bankinn og Búnaðarbankinn
væru þeir bankar sem helst veittu
afurðalán til fiskeldis. Þau væru
helmingi lægri en í fiskvinnslu og
nauðsynlegt væri að að leiðrétta
það. „Þar sem þetta eru ríkis-
bankar hlýtur ríkið að geta beitt
vera nokkur vonbrigði hve áhugi
stærstu hluthafa markaðarins var
lítill fyrir viðskiptum við hann.
Um orsökina fyrir þessum litla
áhuga sagði Sigurður ekki svo
gott segja hver hún væri en benti
á að tengslin á milli vinnslu og
útgerðar væru mikil nyrðra og
staðarmenn þar væru jafnvel
hræddir við fiskverðið sem réðist
af framboði og eftirspurn á frjáls-
um markaði.
-grh
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 8. júní 1988
Slippstöðin
Umræðu
frestað
Afundi bæjarstjórnar Akur-
eyrar í gærkvöld var ekki rætt
hvort bærinn ætti að nýta for-
kaupsrétt sinn við sölu hlutabréfa
ríkisins í Slippstöðinni hf. á Ak-
ureyri, og virðist málið orðið
feimnismál hjá Sjálfstæðis- og AI-
þýðuflokksmönnum í meirihluta
bæjarstjórnar.
Málið kemur varla til kasta
bæjarstjórnarfundar fyrr en 21.
júní, en verður væntanlega tekið
upp á næsta bæjarráðsfundi.
Bæjarfulltrúar Alþýðubanda-
lags og Framsóknarflokks eru
eindregið á móti sölu ríkisins á
sínum eignarhlut sem og starfs-
menn Slippstöðvarinnar sem
hafa ályktað þar um mjög harð-
lega og telja þeir atvinnuöryggi
sínu ógnað verði einkaaðilum
fært fyrirtækið.
-grh