Þjóðviljinn - 08.06.1988, Síða 7

Þjóðviljinn - 08.06.1988, Síða 7
Listahátíð 1988 Listahátíð 1988 Listahátíð 1988 Listahátíð 1988 í kvöld og á föstudagskvöldið, verða tvær forsýningar á Marm- ara eftir Guðmund Kamban, á stóra sviði Þjóðleikhússins. Sýn- ingarnar eru liður i Listahátíð 1988, en Þjóðleikhúsið tekur upp sýningar á leikritinu í haust. Til- efni sýninganna á Marmara er aldarafmæli Guðmundar Kamb- ans, en hann fæddist í Litlabæ á Álftanesi þann 8. júní 1888. Guðmundur hélt til náms í heimspeki og leiklist í Kaup- mannahöfn árið 1910, og þar kom fyrsta leikrit hans, Hadda Padda, út á dönsku árið 1914. Leikritið var sýnt við góðar undirtektir í Konunglega leikhús- inu í Kaupmannahöfn sama ár, og í Iðnó ári seinna. Með Höddu Pöddu hófst ferill Guðmundar sem leikskálds og leikstjóra, en hann var aðstoðarleikstjóri í upp- færslu Konunglega leikhússins. Árið 1915, þá þegar vel þekkt- ur í Danmörku, fluttist Kamban til Bandaríkjanna og hugðist ger- ast rithöfundur á enska tungu. Ætlun hans var að brjóta þannig enn frekar list sinni íeið úr ein- angrun til heimsfrægðar, auk þess sem hann vildi færa heimin- um sönnur á því að nútímamenn- ing væri ekki framandi hugtak á íslandi. Ameríkuförin varð hon- um þó ekki til þess framdráttar sem hann hafði vonast, heldur sneri hann aftur til Danmerkur, vonsvikinn og auralaus eftir tveggja ára dvöl. En þó förin hafi ekki tekist eins og til var ætlast, kom Guðmundur þó frá Banda- ríkjunum með hugmyndir að mörgum seinni skáldverkum sín- um, til dæmis gerast leikritin Marmari, Vér morðingjar, Stjörnur öræfanna og skáldsagan Ragnar Finnsson, í Bandaríkjun- um. Á þriðja áratugnum voru mörg verka hans frumsýnd, svo sem Vér morðingjar, (hjá Dagmar leikhúsinu í Kaupmannahöfn, í Osló og í Iðnó) árið 1920, Kon- ungsglíman, (Konunglega leikhúsið) árið 1920 og Arabísku tjöldin (Þess vegna skiljum við). Á þessum árum naut Guðmund- ur virðingar í Danmörku bæði sem leikstjóri og sem leikskáld og fékkst þar að auki fyrstur íslend- inga við kvikmyndaleikstjórn, en hann gerði kvikmyndirnar Höddu Pöddu og Hús í svefni. Eftir sautján ára dvöl í Dan- mörku gerði hann aðra tilraun til að gerast rithöfundur á ensku og fluttist til Bretlands, en varð að gefast upp vegna peningaleysis og fluttist þá til Þýskalands, þar sem hann bjó í nokkur ár. Árið 1938 fluttist hann aftur til Dan- merkur og bjó þar til dauðadags, en hann féll í uppgjöri danskra frelsisliða við meinta landráða- menn í maí 1945. LG Róbert Belford tekst meðal annars á hendur að bjarga sakamanni sem hann hefur áður þurft að dæma. Helgi Skúlason (Róbert Belfort) og Ellert Ingimundarson (Thomas Murphy). Myndir-Ari. «sgæ ggg Mamnan; barátta hugsjónamannsins gegn spillingunni MENNING Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir „Það væri hneyksli ef hann (Róbert) héldi áfram að vera dómari Gísli Halldórsson (Littlefield einkamála- dómari) og Rúrik Haraldsson (William Belford stórkaupmaður, bróðir Róberts). Haft er eftir Guðmundi Kamb- an að hann mæti Marmara mest verka sinna. Hann lauk við teikritið í Danmörku árið 1918, og kom það út á prenti sama ár. Ætlunin var að taka það strax til sýninga í Dagmar leikhúsinu í Kaupmannahöfn, en hætt við á síðustu stundu, vegna deilna Kambans við Thorkild Rose for- stjóra leikhússins um hugsan- legar styttingar á verkinu, og urðu þær deilur til þess að Marm- ari var aldrei sýndur í Dan- mörku. Leikurinn var frumsýndur í Mainz í Þýskalandi árið 1933 þar sem hann hlaut frábærar mót- tökur, og í fyrsta skipti á íslandi hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1950, þá í upprunalegri gerð, nema að fjórða þættinum var sleppt, en óstytt tekur leikritið fjóra tíma í flutningi. Marmari gerist í Bandaríkjun- um snemma á þessari öld. Þar segir frá átökum Roberts Belf- ords dómara við siðspillta kaupsýslumenn sem auðgast á fá- tækt og örbirgð í nafni náunga- kærleiks og líknarmála. Róbert birtist í upphafi leikritsins sem maður sem þrátt fyrir velgengni sína sem dómari (og samkvæm- isljón) hikar ekki við að leggja allt undir í baráttu sinni við spill- ingu og gróðahyggju. Andstæðingar Róberts bregð- ast við hart þegar hann skýrir þeim frá því að hann hyggist skýra almenningi frá því sem leynist undir yfirlýsingum þeirra um náungakærleika. Einnig lendir Róbert í andstöðu við dómsvaldið sem hann hefur þjón- að við mikinn orðstír til skamms tíma, hann getur ekki lengur samþykkt aðferðir þess og for- sendur, og hlýtur því að segja sig úr lögum við það sem opinber- lega er talið vera lögum og regl- um samkvæmt. Róbert er þannig samnefnari uppreisnarmannsins sem hefur kjark til að rísa upp gegn greinilegu óréttlæti og vald- níðslu, og hlýtur sem von er litla þökk þeirra sem með völdin fara. í leikriti Kambans leikur lítill vafi á hverjir eru fulltrúar hins góða málstaðar, og hverjir hafa rangt fyrir sér. Hér verður ekki skýrt frá hvernig leikar fara, en Róbert heldur margar ræður mál- stað sínum til varnar, svo ekki fer á milli mála hver boðskapur leikritsins er. Óhætt er að segja að barátta Róberts Belfords sé hvorki úrelt né eitthvert fyrir- brigði sem heyri sögunni til. Það er kunnara en frá þurfi að segja að á hverjum degi gerist það ein- hversstaðar í heiminum að ein- staklingur rís upp gegn kerfi sem honum finnst spillt og óréttlátt. Og yfirleitt bregst hið sama kerfi við bæði hart og óvægilega til að þagga niður í rödd gagnrýninnar. Marmari birtist að þessu sinni á fjölunum í nýrri leikgerð Helgu Bachmann, sem einnig leikstýrir verkinu. Hjálmar H. Ragnars samdi tónlist við leikinn, og Karl Aspelund hannaði leikmynd og búninga. Hugsjónamanninn Róbert Belford leikur Helgi Skúlason, en aðrir leikarar eru Arnór Be- nónýsson, Árni Tryggvason, Bryndís Petra Bragadóttir, Bryndís Pétursdóttir, Edda Þór- arinsdóttir, Ellert A. Ingimund- arson, Erlingur Gíslason, Gísli Halldórsson, Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, Halldór Björns- son, Helga Vala Helgadóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Pálmi Gestsson, Kristbjörg Kjeld, Mar- grét Guðmundsdóttir, Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson, Sigríður Þorvaldsdóttir og Þor- grímur Einarsson. LG pjóðleikhúsið Afmælis- sýning Aldarafmœli Guðmundar Kambans, rithöfundar, leikstjóra, leikskálds og kvikmyndaleikstjóra Miðvikudagur 8. júní 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.