Þjóðviljinn - 08.06.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 08.06.1988, Blaðsíða 15
IÞROTTIR Fótbolti Guðrún með fjögur Létt hjá Skallagrími Einn leikur var í 1. deild kvenna í gærkvöld. KR og Fram áttust við á KR velli og sigruðu KR stúlkur með fjórum mörkum gegn einu. Guðrún Jóna Kristins- dóttir var í aðalhlutverki hjá KR- ingum og gerði öll mörkin. Kristín Þorleifsdóttir minnkaði muninn fyrir Fram úr víti, en staðan í hálfleik var 2-0. í>á var leikið í 4. deild karla þar sem Skallagrímur úr Borgarnesi heimsótti Létti á Gervigrasið. Borgnesingar voru mun ákveðn- ari í leiknum og sigruðu 5-1 eftir að staðan hafði verið 3-0 í hálf- leik. Jón Þór Þórisson og Hafþór Hallsson skoruðu tvö mörk hvor og Ólafur Helgason það fimmta fyrir Skallagrím, en Einar Birgis- son svaraði fyrir Létti. -þóm Og þetta líka... Gunnar Örn Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar, Youri Sedov þjálfari meistaraflokks og Jóhann Óli Guðmundsson formaður félagsins lofa völlinn. 1. deild Guðmundur Steinsson er mikill markaskorari eins og flestir vita. En merkilegast þykir þó hversu jafn skorari hann er eins og sést ef ferill hans er skoðaður nánar. Þrjú ár í röð, eða árin 1984-86, skoraði kappinn 10 mörk í 1. deildinni á hverju ári. Árangurinn dugði honum til að hljóta Gullskóinn 84 en þann silfraða næstu tvö árin. í fyrra lék hann síðan aðeins hálft keppnistíma- bilið og skoraði því að sjálfsögðu 5 mörk. Nú hefur Guðmundur þegar gert 4 mörk og á því 6 eftir til að fylla upp í kvótann. Gervigrasið í Laugardalnum er í hæsta máta hættulegt og það hafa margir íþrótta- mennirnir fengið að reyna. Benjamín Sigursteinsson, Ieikmaður4. deildar- liðs Skotfélags Reykjavíkur, fékk að kenna á „mottunni" á dögunum þeg- ar lið hans lék við Árvakur í Mjólkur- bikarnum. Pilturinn var á hlaupum og enginn mótherji sjáanlegur þegar hann skyndilega féll við og lá kylliflat- ur. Benjamín var fluttur á slysadeild og í Ijós kom að hann vartvíbrotinn og klæðist því gifsi þessa dagana. Ár- vakur vann leikinn... Zico er enn að skora mörk og nú síðast í fjögurra liða móti sem lauk í Tókýó í gær. Lið hans, Flamengo, tók þá þátt í stuttu móti ásamt Bayer Leverkusen og landsliðum Japan og Kína. Til úr- slita léku Flamengo og Leverkusen, sem eru nýkrýndir Evrópumeistarar félagsliða. Brassarnir sigruðu með marki Zicos en Kínverjar urðu í þriðja sæti og gestgjafarnir ráku lestina. Zico er því greinilega velgóður enn. Tennis Ivan Lendl skaut boltanum í netið, skokkaði síðan til Svíans Svenssons, tók í höndina á honum og þakkaði fyrir leikinn áður en hann reif af sér skyrtuna og yfirgaf völlinn mjög dapur í bragði. Hann er þar með úr leik í Opna franska tennismótinu en það hefur ekki gerst síðan 1985 að hann lendi ekki í einhverjum úrslitum. „Þéttur og sléttur“ Víkingar taka nýja grasvöllinn í Fossvoginum í notkun Fyrsti opinberi leikurinn á nýja grasvellinum í Fossvogi verður gegn Leiftri í kvöld. Tennisvell- irnir þar eru þegar tilbúnir og framkvæmdir við nýtt félags- heimili eru á fullum dampi. Völlurinn hefur verið lengi í vinnslu og hann var tilbúinn fyrir tveimur árum en þótti ekki tilbú- inn fyrir átökin. Þegar hafa verið spilaðir tveir prufuleikir á grasinu og hefur völlurinn komið vel út. Ekki hefur þó verið spilað í rign- ingu og eru menn smeykir við það þar sem völlurinn er hannaður Fótbolti Línur að skýrast Fjórir leikir í 1. deildinni í kvöld Fjórða umferð 1. deildarinnar hefst í kvöld. Aðeins einn leikur verður í Reykjavík, en aðrir leikir fara fram í Keflavík, Húsa- vík og á Akureyri. Víkingar leika sinn fyrsta leik á nýjum heimavelli þeirra í Foss- voginum. Þeir fá Ólafsfjarðarlið- ið Leiftur í heimsókn en bæði lið- in voru í 2. deild í fyrra. Leiftur hefur komið nokkuð á óvart í ár en liðið hefur enn ekki tapað leik. Að vísu hafa þeir ekki unnið leik heldur og að auki ber að gæta að þeir hafa aðeins leikið á heima- velli. Víkingar ætluðu sér stóra hluti í sumar en leikur þeirra hefur far- ið stigversnandi ef eitthvað er. Þeir byrjuðu á að gera jafntefli við KR en töpuðu síðan fyrir KA og nú síðast Fram í hræðilegum leik af þeirra hálfu. Júrí Sedov þarf greinilega að laga ýmislegt hjá liðinu og koma Víkingar ef- laust galvaskir til leiks á völlinn við Traðarland. Völsungar frá Húsavík taka á móti fslandsmeisturum Vals en hvorugu liðinu hefur gengið sem skyldi það sem af er. Valsmenn hafa aðeins hlotið eitt stig en lið- inu var spáð ágætu gengi í sumar. Þeir hafa enn ekki náð að skora og hljóta því að setja allt á fullt í leiknum á Húsavík. Völsungum hefur gengið enn verr en þeir verma nú botn deildarinnar með ekkert stig. Liðin léku síðasta leikinn í deildinni í fyrra og þá skildu þau jöfn, 0-0, en það dugði Völsungum einmitt til að hanga uppi eins og menn muna. Þórsarar eru einnig neðarlega, hafa hlotið eitt stig, en eiga þó einn leik til góða. Þeir fá Skaga- menn í heimsókn og verður það eflaust hörkuviðureign. Akur- nesingar byrja mótið ágætlega, eru í þriðja sæti með sjö stig, og virðast ætla að halda sig við topp- inn eina ferðina enn. Bæði liðin leika örugglega til sigurs því ekk- ert lið hefur efni á öðru. Fjórði leikurinn í kvöld verður svo leikur Keflavíkur og Fram í Keflavík. Framarar eru í toppsæti deildarinnar og hafa enn ekki tapað stigi. Þeir léku öldungis vel gegn Víkingum nú á sunnudaginn og haldi þeir áfram á sömu braut verður ekki að sökum að spyrja. Keflvíkingar hafa á sterku liði að skipa þrátt fyrir að stigin séu ekki fleiri en þrjú. Þeir hafa verið nokkuð óheppnir og munu vafa- laust veita Frömurum skráveifu. Þá er rétt að minna á síðasta leik 4. umferðar en það er leikur KR og KA í Frostaskjólinu á morgun. -þóm Frjálsar Góður árangur hjá Guðmundi Fimmti besti tími íslendings íl500m frá upphafi Guðmundur Sigurðsson, milli- vegalengdarhlaupari, náði fimmta besta árangri íslendings í 1500m hlaupi á Bislet-leikvangin- um í Ósló. Hann hljóp á 3.50,34 mínútum og varð fimmti í hlaupinu. Mjótt var á munum á fyrstu hlaupurunum og fylgdi Guð- mundur fast á hæla sigurvegara hlaupsins. Hlaupið var liður í keppnisför Guðmundar og Hannesar Hrafnkelssonar um Noreg og keppa þeir í Bergen um næstu helgi. Hannes hljóp 1500 metrana á 3.58,47 og er í stöðugri framför. íslandsmet Jóns Diðrikssonar hljóðar upp á 3.41,65 en aðrir sem hlaupið hafa á betri tíma en Guðmundur eru Ágúst Ásgeirs- son, Brynjólfur Hilmarsson og Svavar Markússon. -þóm eftir nýrri forskrift og engin reynsla komin á grasið í þeim efn- um. Grassvæðið sjálft er 130 fer- metrar og völlurinn sjálfur 105x75 metrar. Búningsaðstaða er í Bjarkarási og Lækjarási en þar er einnig að finna bílastæði. Víkingar hafa notið mikils vel- vilja Styrktarfélags vangefinna sem rekur þessar stofnanir, sem sést best á láni á búningsaðstöðu og stæðum en það er að sjálf- sögðu aðeins til bráðabirgða því nýtt félagsheimili er í smíðum og verður tilbúið í haust. Húsið Það hús er 2100 fermetrar og er ekkert slor. í því verða búnings- klefar, litlir íþróttasalir, veitinga- sala, gufubað, svo að sumt sé tal- ið. Einnig verður likamsræktar- stöð og djassballettsalur en fyrir- hugað er að ganga til samstarfs við einhverjar stofur um að reka þá sali. Að sjálfsögðu verður greiður aðgangur fyrir fatlaða um allt húsið. Tennisfólk fær einnig búningsaðstöðu í húsinu en vell- irnir eru þegar tilbúnir. Tennis- klúbbur hefur verið stofnaður og eru meðlimir nú á þriðja hundr- að. Fyrirhugað er að stofna trimmhóp sem mun fá aðstöðu í húsinu. Enn á eftir að byggja íþrótta- hús og framtíðarkeppnisvöll því völlurinn sem verður tekinn í notkun í kvöld er hugsaður sem æfingasvæði í framtíðinni. Enn- fremur verður reist stúka við að- aivöllinn og í íþróttahúsinu veður stúka. Svæðið í framtíðinn verður því um 300 fermetrar en þó að það sé sæmilega inikið er það ekki nóg. Ekkert pláss er fyrir malarvöll og fleira og því verður Hæðargarðssvæðið ennþá í notk- un. Leikurinn við Leiftur hefst kl.20.00. Áður mun lúðrasveit leika nokkur lög og séra Ólafur Skúlason, sem oft hefur verið kallaður félagsprestur, mun blessa völlinn. -ste Miðvikudagur 8. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.