Þjóðviljinn - 16.06.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 16.06.1988, Blaðsíða 16
Vala Ragna Ingólfsdóttir 10 ára: Fer til Þýskalands með mömmu og bróður mínum að hitta ömmu, en hún býr þar. Ég verð í fimm vikur. Óskar Sölvason 9 ára: Ég fer í sumarbústað í viku og fer einhverntíma seinna í sumar á íþróttanámskeið hjá KR. Kjartan Geir Kristjánsson 10 ára: Ég ætla að heimsækja vin minn, sem býr rétt hjá Hellu. Fer síðan til Þýskalands í þrjár vikur með mömmu, pabba og systur minni. þJÓÐVIUINN Fimmtudagur 16. júní 1988 135. tölublað 53. órgangur -SPURNINGIN— Hvaö ætlar þú aö gera í sumar? Valgerður Einarsdóttir 8 ára: Ég fer í Vindáshlíð og upp í sum- arbústað með mömmu og pabba. Sveinhildur Torfadóttir 11 ára: Ég fer til Danmerkur með foreldr- um mínum í tvær vikur og til Akur- eyrar í viku í ágúst. Kennaraháskólinn Krakkar í stærð- fræði Listahátíð - Stærðfræðin er grein, sem ekki á að fjalla um í tómarúmi, heldur þarf að tengja hana við raunveruleika barnanna. Við óskuðum eftir 40 ungmennum víðsvegar af landinu og þau hafa verið með verkefni, jafnt utan sem innan dyra með allskyns efni- við, tæki og tól, sagði Anna Krist- jánsdóttir dósent við Kennarahá- skólann í viðtali við Þjóðviljann, en hún er ein af umsjónar- mönnum á sumarnámskeiði kennara, sem nú stendur yfir. Þetta er hálfsmánaðar nám- skeið ætlað kennurum, sem kenna 7-12 ára krökkum, sagði Anna. Yfirskrift námskeiðsins er stærðfræðinám, en áherslan er lögð á umhverfi barnanna, vinnu- brögðin, hvernig börnin tileinka sér best námsefnið og hvernig hægt er að vinna úr því. - Kjarni málsins er óskin um að gera barn- ið virkt í námi og leik. Tengja saman athöfn og hugsun. Stuðla að því að forvitni barnsins sé haldið við, því að víst er hún stór hluti af þekkingarleitinni. Börnin eru í fjórum hópum og bera kennarahópar ábyrgð á hverjum barnahóp, sagði Anna. Anna sagði, að á þessu nám- skeiði væri lögð mikil áhersla á að láta börnin fá viðfangsefni við sitt hæfi, sem þau gætu unnið með og leyst sjálf. Áhersla væri lögð á hið meðvitaða hjá börnunum. Að þau geri ekki hlutina hugsunar- Íaust, eða til að þóknast öðrum, heldur af eigin áhuga og sköpunarmætti. Anna taldi að þarna byði stærðfræðin uppá óþrjótandi möguleika. Aðspurð taldi Anna það ekki erfitt að tengja stærðfræði við hugmyndaheim barnanna. - Stærðfræðin fæst við mynstur og regluleika og við höfum gert þónokkrar tilraunir með að tengja stærðfræðinám við mynd- list með nokkuð góðum árangri og flestir þekkja skyldleika stærðfræði og tónlistar, sagði Anna. -gjh ídag Meðal þeirra dagskrárliða sem Listahátíð býður uppá í kvöld er sýning Black Ballet Jazz í Þjóð- leikhúsinu, kl. 20.00 og popptón- leikar The Christians í Laugar- dalshöll sem hefjast kl. 21. í íslensku óperunni verða kammertónleikar þar sem ungir íslenskir tónlistarmenn verða alls ráðandi. Meðal þeirra sem koma fram verða Hákon Leifsson sem stjórnar frumflutningi á tveirnur íslenskum verkum, - klarinettu- konsert eftir Hauk Tómasson og Capriccio fyrir píanó og hljóm- sveit eftir Leif Þórarinsson. Ein- leikarar í þessum verkum verða Guðni Franzson klarinettuleikari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari. Tónleikarnir hefj- ast kl. 20.30. í Listasafni íslands flytur Folke Lalander fyrirlestur um konkret- list í Svíþjóð og hefst hann kl. 20.30. -milljónir, i hverjum iaugardogi. Upplýsingasími: 686111. Það er ekki erfitt að tengja stærðfræði við hugmyndaheim barna, segir Anna Kristjánsdóttir dósent við Kennaraháskólann. Hópur ungra stærðfræðinema fylgdist af áhuga með því sem fram fór. Mynd E.OI. SÍMI681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.