Þjóðviljinn - 22.06.1988, Page 5

Þjóðviljinn - 22.06.1988, Page 5
VIÐHORF Island og kjamorkuvopn Um sorglega tilhneigingu mannanna verka til ófullkomleika eða Nokkur orð í viðbót um ályktun Alþingis um stefnu Islendinga í afvopnunarmálum Steingrímur J. Sigfússon skrifar Hreint hefur mér tekist djöful- lega til við samsetningu greinar- ófétis sem birtist hér í Þjóðvilja 9. júní sl. fyrst Vigfús Geirdal tekur hana fyrir mestmegnis skammir um sig og þar á ofan rakalausar. Ekki var það ætlunin, enda laukrátt sem fram kemur í grein Vigfúss í sama blaði sjálfan þjóð- hátíðardaginn að hann á annað skilið af mér. Hélt ég að það hefði komið fram í þessari áðurnefndu grein frá 9. júní, en nóg um það. Reyndar finnst mér tilefnið, að svo miklu leyti sem það snýst að- eins um áhrif, nytsemd eða ónýti ályktunarinnar frá ‘85, naumast verðskulda margar breiðsíður rit- aðs máls og í öllu falli ekki mikið af digrum stóryrðum. Ég mun því ekki lengja að ráði þessi skrif af minni hálfu. Það hlýtur enda að teljast tvísýnt um árangur þegar þar er komið umræðum að ég er, samkvæmt penna Vigfúss, „trúr þeirri hefð prókúruhafa sósíal- ismans að rýja mannorðið utan af þeim sem leyfa sér að gagnrýna mig.“ Eg gæti vissulega spurt eins og Vigfús Geirdal hvort ég eigi slík ummæli skilin. Nú eða þá kvartað undan því að stórar fullyrðingar væru lítt rökstuddar en hirði um hvorugt. Ég fullvissa hinsvegar Vigfús Geirdal um að hann verð- ur ekki fyrir frekari rúningi af minni hendi. Um ályktunina frá ‘85 læt ég nægja að bæta þessu við: 1. Fyrir daga ályktunar Alþing- is um stefnu íslendinga í afvopn- unarmálum var engin hliðstæð samþykkt til. Með kostum sínum og göllum markar því sú sam- þykkt óumdeilanlega ákveðin tímamót. 2. Eins og flest mannanna verk er þessi ályktun langt í frá galla- laus, hvort sem heldur er tækni- lega séð eða pólitískt og eins og oft vill verða með málamiðlanir hefur ugglaust enginn verið ánægður með samþykktina. Því fór auðvitað fjarri að við, þeir herstöðvaandstæðingar sem urð- um sammála um að styðja á- lyktunina, næðum þar öllu því fram sem við vildum. Menn stóðu einfaldlega frammi fyrir því að meta hvort það sem hægt var að ná fram í ályktuninni, væri skárra en ekki neitt, svo notuð sé nú sæmilega skiljanleg íslenska. Niðurstaðan varð JA. Það væri þrátt fyrir allt mikilvægt að fá m.a. það inn í ályktun Alþingis að hér á landi skyldu ekki vera kjarnorkuvopn. 3. Samkvæmt stjórnskipan landsins ber ráðherrum, hand- höfum framkvæmdavaldsins, að gæta þess í hvívetna að störf þeirra og stjórnarathafnir séu samkvæmt stjórnarskrá, lands- lögum og vilja Alþingis eða meirihluta þess. Éf ákvæði stjórnarskrár eða vilji Alþingis um einhver efni liggur fyrir með nægilega skýrum hætti skipta at- kvæðaskýringar einstakra manna eða túlkanir eftir á engu máli. Al- þingi hefur ákveðið að á íslandi skuli ekki vera kjarnorkuvopn. Ráðherrar og ríkisstjórnir eru bundin af þeirri samþykkt og ber að framfylgja og fara eftir henni meðan Alþingi afnemur hana ekki eða breytir til annars vegar. Löggjafanum er hins vegar ekki nema að takmörkuðu leyti ætlað það hlutverk að útfæra framkvæmd laga í smáatriðum, þó að það geti vissulega styrkt ákvæði laganna eða gert sam- þykktir þýðingarmeiri sé það gert. 4. Menn geta eðlilega spurt sig hvort vígstaða þeirra, sem eru andvígir kjarnorkuvopnum eða erlendum herstöðvum og veru í hernaðarbandalagi, hafi breyst við samþykkt þessa og þá til hins betra eða verra. Þegar eftir samþykkt ályktun- arinnar og reyndar við sjálfa af- greiðsluna fóru menn að túlka innihaldið. Fór það varla fram hjá neinum að ýmsum NATO- sinnum var áberandi órótt og fræg er ofanígjöf Morgunblaðsins við þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins fyrir að standa að sam - þykkt -inni. En nú vill svo vel til að orðalag ályktunar Alþingis frá ‘85 er skýrt og fyrirvaralaust hvað kjarnorkuvopn á íslandi varðar. „Hér skulu ekki staðsett kjarn- orkuvopn,“ stendur þar. Éngir fyrirvarar af taginu, „nema á stríðstímum," eða „en heimilt er þó...“ og þar fram eftir götunum eru í samþykktinni. Með þessu m.a. rökstuddi nú- verandi utanríkisráðherra þá af- dráttarlausu skoðun sína, að ákvæði ályktunarinnar hvað þetta snerti tækju jafnt til ófrið- artíma sem friðar. Sjálfur hef ég sem kjarnorkuvopnaandstæðing- ur frá upphafi haldið hinu sama fram og talið einboðið að þannig notuð yrði samþykktin helst að liði. Ég hef nú tínt til nokkrar rök- semdir til skýringar þeirri skoðun minni að samþykkt Alþingis um stefnu íslendinga í afvopnunar- málum frá 1985 hafi verið heldur skárri en ekki og geti rétt notuð verið gagnlegt tæki í baráttunni gegn kjarnorkuvopnum og víg- búnaðarbrjálæði. Eitt er ljóst. Tilvist marg- nefndrar ályktunar er staðreynd og menn hljóta að haga baráttu sinni í samræmi við það. Hvort menn svo nenna að þrasa lengur eða skemur um þekkingu, vinnu- brögð eða innræti þeirra sem að afgreiðslu hennar stóðu er annar handleggur. Ég læt það hér með öðrum eftir. Akureyri, 20. júní 1988. Steingrímur J. Sigfússon er þing- maður Norðurlandskjördæmis eystra og formaður þingflokks Al- þýðubandaiagsins. Menn geta eðlilega spurtsig hvort víg- staða þeirra, sem eru andvígir kjarn- orkuvopnum eða erlendum herstöðvum og veru í hernaðarbandalagi, hafi breyst við samþykkt þessa og þá til hins betra eða verra. Lýðræðishugsun á brauðfótum Nú er þjóðin hneyksluð. Eða réttara sagt er það aðeins hluti þjóðarinnar sem veit varla hvern- ig skal haga sér um þessar mundir vegna óbilandi hneykslisáráttu sem víða hefur gripið um sig að undanförnu. En hvað er það sem veldur þessum ósköpum? Jú, það verða forsetakosningar innan skamms. Það er allt og sumt. Okkar ástkæri, elskulegi og dáði forseti hefur fengið mót- framboð, öllum helstu mektar- mönnum þjóðarinnar og öðrum að óvörum, svo víða hefur hland hlaupið fyrir hjörtu í kjölfarið. Sökudólgurinn að þessu upp- námi þjóðarinnar er ekkert stór- vægilegra en frú nokkur og hús- móðir frá Vestmannaeyjum sem stigið hefur upp úr hversdags- leikanum svo eftir verður tekið og gerist svo djörf að margra áliti að hafa hug á embætti forseta ís- lands. „Þetta eru bara fíflalæti!" „Hefur hún nokkra menntun?" - „Og er svo ekki Flokkur manns- ins einhvers staðar þarna á bak við?“ Þetta er hluti af þeim við- brögðum sem mátti heyra á út- varpsstöðinni Bylgjunni þann 25. maí síðastliðinn er vegfarendur voru inntir eftir því hvað þeim fyndist um framboð Sigrúnar Þorsteinsdóttur til forsetaemb- ættisins. Og vegfarendur höfðu aldeilis ekki sagt sitt síðasta þann daginn: „Þetta er svo kostnaðarsamt" og „Vigdís á ekkert að taka eftir þessu.“ Þannig héldu vegfarendur áfram að tuða um dýrt lýðræði, menntunarleysi frambjóðand- ans, fíflalæti og fleira svo mér fór Jóhann Björnsson skrifar að blöskra hversu lýðræðishugs- un almennings virðist vera ábóta- vant. Aðeins örfáir nefndu í þessu tilviki að framboð Sigrúnar Þorsteinsdóttur húsmóður væri sjálfsagt. Þorri þjóðarinnar virðist ekki enn vera búinn að uppgötva frels- ið og lýðræðið þar sem enn er til fólk sem fer í fýlu, sýnir virðing- söguþjóð" sem byggir þetta land. Og ekki hafa nú allar greinarn- ar, sem birst hafa í Velvakanda Morgunblaðsins, verið hliðhollar lýðræðinu eða haft mikla trú á frelsi einstaklingsins til þess að bjóða sig fram í ábyrgðarstöðu fyrir íslensku þjóðina. Fyrirsagn- ir sem birst hafa á borð við „Óvirðing við forsetaembættið“ En á það að líðast að hugsjónaleysingjarnir nái sínu fram og að minnihlutahóparnir í þjóðfélaginu sitji úti íhorni, steinhaldi kjafti og dragi jafnvelframboð sín til baka þegar öðrum þóknast? Samvisku minnar vegna get ég ekki gert annað en að lýsa því hér með yfir að ég tel téðan Árna Guðjónsson hæstaréttarlögmann og umboðsmann Vigdísar Finn- bogadóttur varasaman lýðræði ís- lensku þjóðarinnar þar sem til- hneigingar hans til einræðis, gegn löglegum lýðræðislegum kosn- ingum um embætti forseta ís- arleysi og ókurteisi og strunsar út er frú Sigrún frambjóðandi lætur sjá sig á vinnustaðafundum, sam- anber í Granda. Og svo er bara sagt: „Við höfum bara engan áhuga á að hlusta á þetta. Þvílík- ur dónaskapur að bjóða fram gegn sitjandi forseta.“ Eða eins og réttara væri að orða þetta: „Þvílíkur dónaskapur að láta reyna á lýðræðið.“ Mig undrar því ekki að margur skuli vera eins illa upplýstur, fast- ur í sleggjudómum og allt að því óþroskaður og barnalegur sem raun ber vitni þar sem fólk nennir ekki lengur að leggja það á sig að hlusta öðru hvoru á annað og mikilvægara en lágmenninguna, sápuóperurnar og síbyljuvæl fjöl- miðlanna sem um þessar mundir flæðir yfir hina „menningarlegu og „Dæmalaust forsetafram- boð“, svo eitthvað sé nefnt, geta ekki flokkast undir kröfur um aukið og virkara lýðræði. Ekki bætti það heldur úr skák er Árni nokkur Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og umboðs- maður Vigdísar Finnbogadóttur lét hafa eftir sér svohljóðandi í DV þann 7. júní s.l.: - „Og eins og aðrir landsmenn teljum við eðlilegt að Sigrún Þorsteinsdóttir dragi framboð sitt til baka núna meðan þess er enn kostur.“ Engar frekari röksemdir eru í máli Árna Guðjónssonar fyrir því að Sigrún skuli draga framboð sitt til baka, fyrir utan það að hann telur það eðlilegt. Og hann heldur þjóðina alla telja það einnig eðlilegt, sem er að sjálf- sögðu rangt. lands, koma berlega í ljós í fyrr- greindri yfirlýsingu hans í DV. Réttur minnihlutans „Aðeins fjórir mættu á fram- boðsfund Sigrúnar Þorsteinsdótt- ur í Keflavík" var aðalfrétt Bylgj- unnar í heilan dag þann 31. maí sl. Greint var lítillega frá fundin- um en aðalfréttin var samt sem áður að „aðeins fjórir mættu á fundinn.“ Þessi frétt átti bersýnilega að gefa til kynna hversu lítill fjöldi stuðningsmanna stæði á bakvið framboð frú Sigrúnar. Fyrir utan það að bjarga fréttatími Bylgj- unnar þann daginn, þá undrar mig hvernig fjölmiðlar og fjöldi fólks hagar sér gagnvart þessu framboði vegna þess eins að það | lítur ekki út fýrir að vera ýkja burðugt. Þetta er víst ekkert einsdæmi þar sem minnihlutahópur er á ferðinni. Allir vilja auðvitað sigra og vera í meirihluta og það þykir ekki fínt og er ekki í tísku nú til dags að eiga sér hugsjónir og fylgja þeim eftir. Almennt hugsjónaleysi meðal þjóðarinnar hefur gert það að verkum að minnihlutahópar sem krefjast aukins og virkara lýð- ræðis eru oft litnir hornauga. En á það að líðast að hugsjónaleys- ingjarnir nái sínu fram og að minnihlutahóparnir í þjóðfé- laginu sitji úti í horni, steinhaldi kjafti og dragi jafnvel framboð sín til baka þegar öðrum þókn- ast? Er lýðræðið ekki þess virði að reynt sé á það, þó svo það kosti peninga? Getum við ekki alveg eins sleppt t.d. borgarstjórnar- kosningum ef Davíð Oddsson borgarstjóri reynist með yfir- burði í skoðanakönnunum? Nei, réttur minnihlutahópa í landi sem vill kalla sig lýðræðis- legt er meðal annars að taka virk- an þátt í skoðanaskiptum og bjóða sig f-ram til opinberra emb- ætta. Þetta eru sjálfsögð mannréttindi og það ættu þeir að hafa í huga umboðsmaður forset- ans, Árni Guðjónsson, starfs- fólkið í Granda, greinahöfundar dagblaðanna og fleiri sem atað hafa framboð Sigrúnar auri með miklu offorsi og látum að undan- fömu. Keflavík, 11. júní 1988 Jóhann Björnsson er verkamaður. Hann gegnir nú formennsku í Al- þýðubandalaginu í Keflavík og Njarðvík. Miðvlkudagur 22. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.