Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1988næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Þjóðviljinn - 29.06.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.06.1988, Blaðsíða 3
Verðhœkkanir Komnar úr böndunum Eftir síðustu gengisfellingu hef- ur skriða verðhækkana farið af stað. í gær tilkynnti Lands- virkjun hækkun gjaldskrár um 8% sem þýðir að raforkuverð til neytenda hækkar um 5%. Póstur og sími hefur farið fram á 7,5% hækkun sinnar gjaldskrár en þeirri beiðni hefur verið vísað í nefnd þriggja ráðhcrra. Þá hækkaði áfengi og tóbak um 6% þann 1. júní, Hitaveita Reykja- víkur hækkar gjaldskrá um 11,4% um næstu mánaðamót og húsaleiga hækkar um 8%. Ríkisútvarpið hefur fengið heimild til að hækka afnotagjöld- in um 10% frá 1. júlí en hafði farið fram á 23% hækkun. Hörð- ur Vilhjálmsson fjármálastjóri Ríkisútvarpsins segir 10% hækk- un ekki næga, hún rétt slagi upp í verðbólguna. Það hefði hins veg- ar verið ákveðið að afnotagjöldin hækkuðu að raungildi um 15% á þessu ári. Hörður sagðist búast fastlega við því að farið yrði fram á hækk- un afnotagjalda áður en inn- heimtuseðlar yrðu sendir út í okt- óber í haust. Ríkisútvarpið burð- aðist með vanda frá árunum 1986-1987. Það hefði verið sam- eiginlegur skilningur stjórnvalda og Ríkisútvarpsins að reksturinn kæmist á réttan kjöl á þessu ári og því næsta. -hmp Verðhœkkanir Ríkisstjórnir spretta upp Björn Grétar Sveinsson: Það tekur enginn mark á ríkisstjórninni. Launafólk á vaktinni r Eg get ekki séð að nokkur mað- ur taki þessa ríkisstjórn alvar- lega. Það eru að rísa upp ríkis- stjórnir um allt land og nú er Landsvirkjun orðin að ríkis- stjórn, sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður verkalýðs- félagsins Jökuls á Höfn, við Þjóð- viljann í gær. Það mætti orða það þannig að vérkafólk væri á vakt- inni og myndi sækja sitt þegar að rauðu strikunum kæmi. Björn sagði ríkisstjórnina ekk- ert eiga eftir annað en þingmeiri- hlutann. „Ríkisstjórnin verður að skilja það að hún fær ekki frið til að ráðskast með kaup og kjör fólks sem virðist þó vera það eina sem hún getur gert.“ Björn sagð- ist reikna með aðgerðum í haust fari verðlag upp fyrir rauðu strik- in og ekki verði fallist á upptöku samninga. Þann 14. júní gerði Jökull verðkönnun á Höfn en slíkar kannanir hefur Jökull gert reglu- lega síðustu tvö ár. Könnunin leiddi ma. í Ijós að appelsínusafi hafði hækkað um 26% frá l.febrúar, epladjús um 45,3%, tómatsósa um 26,3% og Ora fisk- bollur um 24%. Rautt strik er í Akureyrar- samningunum þann 1. nóvember og sagðist Björn reikna fastlega með því að það strik myndi bresta. Verkalýðshreyfingin hefði í heild sinni lýst yfir að því yrði ekki tekið þegjandi og hljóðalaust. Enda sagðist Björn ekki hafa hitt nokkurn einasta mann, sama hvar í flokki hann stæði, sem mælti aðgerðum ríkis- stjórnarinnar bót. -hmp FRÉTTIR Verðhækkanir Lögin dauður bókstafur Steingrímur Hermannsson: Efnahagsráðstafanirnar brotnar á bak aftur. Landsvirkjun hœkkar gjaldskrá um 8%. Halldór Jónatansson: Landsvirkjunar að ákveða verðið Eg tel það afar alvarlegt að fyr- irtæki eins og Landsvirkjun skuli leyfa sér að ganga þvert gegn bráðabirgðalögunum, sagði Steingrímur Hermannsson utan- ríkisráðherra að loknum ríkis- stjórnarfundi í gær. En Landsvir- kjun hefur tilkynnt 8% hækkun gjaldskrár sinnar án þess að Rósa Jónína Benediktsdóttir afgreiðslukona í Happahúsinu heldur hér á þeim skafmiðum sem þar eru á boðstólum. Skafmiðahappadrœtti Of margir um hituna Einhverjir verða að víkja en allirsegja: „Ekki ég“. Happa- þrenna Háskólans stendur upp úr með miljón miða á mánuði Miðað við fyrstu viðtökur erum við bjartsýnir á fram- haldið þó ég neiti því ekki að það er orðið ansi þröngt á markaðin- um, sagði Örn Petersen hjá Mark og mát sem stendur á bak við nýj- asta fyrirbrigðið í skafmiðahapp- drættinu, Fjarkann. Eigendur þess eru Handknattleiks- og Skáksambandið. Mörgum fannst nú vera nóg fyrir og spyrja hvort virkilega sé markaður fyrir alla þessa skaf- miða. Vinningshlutfall þessara happdrætta er alls staðar mjög svipað eða um 50% en þegar vax- andi auglýsinga- og dreifingar- kostnaður dregst frá hagnaðinum er ólíklegt að meira en 15-20% af andvirði miðanna renni til þeirrar starfsemi sem fólk telur sig vera að styrkja. - Þetta er leikur og spurningin snýst um það að ná hylli kaupendanna. Okkar leiícur gengur öðrum þræði út á skák og handbolta sem njóta mikilla vin- sælda um þessar mundir og verða mikið í sviðsljósinu á árinu, sem án efa hefur hvetjandi áhrif á söl- una. Það er þó alveg Ijóst að ein- hverjir hljóta að detta út af mark- aðinum en ég hef trú á að við höldum velli, sagði Örn. - Markaðurinn þolir svona 3-4 aðila en þegar svona margir aðil- ar eru komnir í spilið og farnir að heyja auglýsingastríð er þetta komið út í hreina vitleysu. Við auglýstum okkar skafmiða þegar við fórum af stað með þá um miðjan apríl en undanfarinn mánuð höfum við ekkert auglýst og höfum ekki í hyggju að taka þátt í þessari auglýsingabaráttu, sagði Ámundi Ámundason hjá Styrktarfélagi Vogs sem selur Bílaþrennuna. Mér finnst nauð- syn á að þau félagasamtök sem selja skafmiða hafi með sér eitthvert samráð, einfaldlega skipti markaðnum á milli sín. Auk þess er ekkert óeðlilegt við það að ráðuneytið veiti ekki sömu aðilunum leyfi endalaust heldur skipti því á milli félag- anna. Þannig er til dæmis sann- gjarnt að þau félög sem sátu ein að kökunni fyrstu 6 mánuðina dragi sig í hlé um tíma og gefi öðrum tækifæri til að komast að, sagði Ámundi. Háskóli fslands reið á vaðið með Happaþrennuna í mars á síðasta ári. Síðan hafa a.m.k. fimm aðrir aðilar komið inn á markaðinn en Happaþrennan hefur alla tíð verið langmest seld. Kemur þar eflaust bæði til for- skotið í upphafi og ekki síður ein- okunaraðstaðan varðandi pen- ingavinninga. Nú selst um 1 milj- ón miða af Happaþrennu á mán- uði sem gerir um 600 miljón króna veltu á ári. Öðrum aðilum gengur misvel að selja sína miða, aukin sam- keppni kallar á meiri auglýsingar og minni hagnað og þeir sem selja minnst auglýsa mest,- Við ætlum okkur ekki að gefa eftir þrátt fyrir að salan hafi minnkað eftir því sem aðilum á markaðnum hefur fjölgað og það sé nú alveg ljóst að Lukkutríóið verður ekki sú fjár- hagslega lyftistöng fyrir björgun- arsveitirnar sem vonast var eftir, sagði Birgir Ómarsson. •Þ Miðvikudagur 29. júni 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 hækkunin hefði verið rædd í ríkisstjórninni í heild. Ljóst er að ríkisstjórnin mun ekkert gera til að koma í veg fyrir hækkunina þar sem Jón Baldvin Hannibals- son fjármálaráðherra segir hana orðinn hlut. Landsvirkjun telur sig þurfa mun meiri hækkun eða 19%. Eftir ríkisstjórnarfund í gær sagði Jón Baldvin að skilmerki- lega hefði verið frá því gengið að gjaldskrármál Landsvirkjunar yrðu tekin fyrir af ríkisstjórn eins og um hvert annað ríkisfyrirtæki væri að ræða. Ríkisstjórnin stæði hins vegar frammi fyrir orðnum hlut. Að sögn Steingríms Her- mannssonar var þessi skilningur ríkisstjórnarinnar staðfestur á fundi hennar í gær. Það mátti þó skilja á orðum Steingríms að ágreiningur ríkti um þessi mál í ríkisstjórninni. - Ýmsir töldu þessa hækkun svo hógværa að hún skipti ekki máli. Ég tel þetta skipta öllu máli. Ég veit ekki hverjir ætla að hlýða þessum lögum og get ekki sagt annað en að ráðstafanir ríkisstjórnarinnar hafi verið brotnar á bak aftur. Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar sagði við Þjóð- viljann í gær, að Landsvirkjun hefði litið svo á að það væri henn- ar að ákveða raforkuverðið í samráði við Þjóðhagsstofnun og iðnaðarráðherra. Það hefði verið gert. - Ríkið á 50% í Landsvirkj- un og ég er ekki viss um að hinir eigendurnir; Akureyrarbær og Reykjavíkurborg séu sammála því að það sé ríkisstjórnarinnar að ákveða gjaldskrána. Ég reikna heldur ekki með því að samstaða ríki um það í ríkisstjórninni. Halldór sagði fáa hafa eins gilda ástæðu til að hækka gjald- skrá sína og Landsvirkjun eftir það sem á undan væri gengið. Landsvirkjun skuldaði um 25 miljarða og gengisbreytingin hefði aukið skuldirnar um 2500 miljónir króna og hækkað vaxta- gjöld um 190 miljónir. - Að með- töldum vaxtagjöldum hefur af- koman því í heild versnað um 280 miljónir en gjaldskrárhækkun um 8% gefur 120 miljónir. Það standaþvíeftiru.þ.b. 160miljón- ir. Þetta er lágmarkshækkun, við hefðum þurft 19% hækkun gjald- skrár. Að sögn Halldórs er ekki stefnt á meiri hækkanir í ár en fari verð- bólga upp fyrir 23% sé ástæða til að taka gjaldskrána til endur- skoðunar á ný. 23% verðbólga þýði 9% lækkun raforkuverðs á ársgrundvelli. -hmp Stríðsmenjar Tundurdufl Hrísey SF 41 fékk óskemmti- legan feng í vörpuna í fyrrinótt þar sem báturinn var að humar- veiðum út af Hornaflrði. Tundur- dufl í eigu hers hennar hátignar, Bretadrottningar, reyndist vera í pokanum. Að sögn Þrástar Sigtryggs- sonar, skipherra hjá Landhelgis- gæslunni, var tundurduflið óvanalega heillegt og kveikju- þræðir virkir. - Við tökum duflið til handa- gagns og setjum það í þann vísi að safni sem Gæslan hefur verið að safna smám saman í, sagði Þröstur. -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 145. tölublað (29.06.1988)
https://timarit.is/issue/225561

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

145. tölublað (29.06.1988)

Aðgerðir: