Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1988næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Þjóðviljinn - 29.06.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.06.1988, Blaðsíða 10
SÍS-fundurinn - Við komum til þessa fundar í viðkvæmu andrúmslofti. Marg- háttaðir erfiðleikar og and- streymi hafa hrjáð Sambandið og samvinnumenn að undanförnu. Forustumennirnir hafa átt í inn- byrðis deilum. Sambandið og flest kaupfélögin eiga í miklum fjárhagserfiðleikum. Frumskil- yrði þess, að undanhaldi verði snúið í sókn er að menn setji nið- ur deilur og snúi bökum saman. Sundraður hópur vinnur aldrei sigra. Hann er vígður ósigri. Sem betur fer lofar þessi fundur góðu um framtíðina. Hér hafa farið fram miklar umræður og mál- efnalegar. Við förum héðan á- kveðin í því að leysa vandamálin. Fundurinn hefur verið til sóma öllum þeim, sem hann hafa setið. Þannig mælti Þröstur Ólafsson, formaður stjórnar KRON, við lok aðalfundar SÍS í Bifröst á dögunum. Undir þessi orð Þrastar tók Valur Arnþórsson, stjórnarfor- maður SÍS. Hann taldi umræð- urnar á fundinum þær mestu og bestu, sem fram hefðu farið um málefni samvinnuhreyfingar- innar um langt skeið. Það er gott og ómetanlegt fyrir forráðamenn samvinnuhreyfingarinnar að fá slíkar ábendingar og ieiðbeining- ar frá aðalfundi, sem hér hafa komið fram, sagði Valur Arn- þórsson. Hér er síður en svo neinn uppgjafartónn í mönnum. Þvert á móti förum við héðan í sóknarhug minnug þess, að oftast er sókn besta vörnin. Það er rétt hjá Þresti Ólafssyni að andrúmsloftið var viðkvæmt. Menn bjuggust við miklum og hörðum deilum. Það sást m.a. á þeim óvenjulega áhuga, sem fjöl- miðlar sýndu fundinum, - fram- anaf. Þeir bjuggust við miklum afla, eins og Eysteinn Jónsson orðaði það - og höfðu mikinn viðbúnað til að nýta þann afla. En hversvegna brugðust afla- föngin? Svarið við þeirri spurn- ingu felst raunar í því, sem sagt er hér að framan. Það ríkti einhugur á fundinum um að öllum hjaðn- ingavígum og innbyrðis átökum skyldi hætt en allri orku beint að því, að hefja samvinnuhreyfing- una til þess vegs og þeirra áhrifa, sem hún hefur löngum haft á ís- lenskt viðskipta- og þjóðlíf frá því hún fyrst festi hér rætur. Sumir hafa fundið stjórn Sam- bandsins það til foráttu að hún hafi ekkert haft til málanna að leggja á fundinum nema þá „þessi sömu, gömlu íhaldsúrræði", eins og það er gjarnan orðað. Þetta er rangt og að því mun vikið í öðrum pistli. - mgh ídag er 29. júní, miðvikudagur í tíundu viku sumars, tíundi dagur sól- mánuðar, 181. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 3.02, en sestkl. 23.59. Fullttungl. Viöburðir Pétursmessa og Páls. Búnaðar- banki íslands stofnaður 1929. Bandaríkjamenn gera fyrstu loft- árásir Víetnamstríðsins á Hanoi og Haiphong 1966. Fædd Stef- anía Guömundsdóttir leikari 1876. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Skipulagður f lokkur fasistanjósn- ara í enskum hafnarbæjum. Þeir af la sér nákvæmra upplýsinga um bresk skip á leið til Spánar og síma þærtil flugstöðva Francos. -Frægursænskurfimleikaflokk- urtilíslands. Fimleikaflokkur K. F. U. M. f rá Stockhólm i er á leiðinni hingað og ætlar að halda hérsýningar. Morgun-Dagur Stjarnan kl. 07.00 Nú hafa orðið vaktaskipti á Stjörnunni. Þorgeir Ástvaldsson farinn í sumarfrí og Bjarni Dagur Jónsson kominn á morgunvakt- ina. Eftir sem áður verður þáttur- inn sjálfum sér líkur. Bjarni Dag- ur spjallar út og suður, fylgist með veðurfarinu, íþróttavið- burðum o.fl. Þröstur Elliðason segir frá aflabrögðum í ám og vötnum kl. 7.30 og 8.30. Inn á milli er svo leikin tónlist, innlend og erlend. Bjarni Dagur sér svo áfram um hádegisútvarpið að öðru leyti en því að í sumar verð- ur laugardagsþátturinn í umsjá Bjarna Hauks Þórssonar. - mhg „Upp, upp mín sál“ - og líkami. Hærra, Sjónvarp kl. 21.55 f fyrrasumar, nánar tiltekið þann 16. ágúst, var á dagskrá Sjónvarpsins þáttur um „ungt fólk á uppleið". Þessi þáttur verður nú endurfluttur í kvöld. Tekið er tali ungt fólk, sem er að UM UTVARP hærra fikra sig upp mannfélagsstigann. Flest er það meira og minna þekkt: körfuknattleiksmaður, auglýsingateiknari, leiklistar- nemar o.fl. Þátturinn er í umsjá þeirra Ásgríms Sverrissonar og Freys Þormóðssonar. - mhg & SJONVARP Blóðþrýstingurinn Stöð 2, kl. 21.20 Að undanförnu hefur Stöð 2 sýnt fræðsluþætti um mannslík- amann, og smásjártökur af lík- amsstarfsemi mannsins. Að þessu sinni verður fjallað um blóðþrýstinginn, sem getur haft það til að bregða sér til beggja átta, ýmist verið of hár eða öfugt, - og þau vandamál, sem gjarnan fylgja slíkum breytingum. Of hár blóðþrýstingur getur m.a. angrað hjartað en of lágur hefur oft í för með sér svima og jafnvel yfirlið. Og þá minnist ég þess, úr líffæra- og heilsufræðitímum í gamla daga, að kennarinn líkti æðakerf- inu gjarnan við vatnslagnir í hús- um. Spryngi einhver leiðslan gæti það valdið vandræðum og tjóni. Við þessum óhöppum hefur þó forsjónin leitast við að sjá með því að búa líkamann kerfi, sem á að halda blóðþrýstingnum í jafnvægi svo að blóðið geti með eðlilegum hætti gegnt því hlut- verki, að dreifa næringu og sú- refni um líkamann. Þetta er því góðkynja kerfi, sem er meira en hægt er að segja um sum kerfin í samfélaginu. En, - því miður, ekkert kerfi er svo fullkomið að það geti ekki brugðist. - mhg Vinsældalistinn Rás 2, kl. 02.00 Nú er sú nýbreytni tekin upp að vinsældalisti vikunnar verður endurfluttur kl. 2.00 aðfaranótt fimmtudagsins. Annars er hann á dagskrá á sunnudögum kl. 16.03. En alltaf kunna einhverjir að hafa „misst af strætisvagninum“ og geta þeir nú bætt úr því með því að vaka frameftir fimmtudagsnóttinni. Á listanum eru 10 vinsælustu lög vikunnar. - Skúli Helgason sér um þáttinn. - mhg GARPURINN FOLDA 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 145. tölublað (29.06.1988)
https://timarit.is/issue/225561

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

145. tölublað (29.06.1988)

Aðgerðir: