Þjóðviljinn - 29.06.1988, Blaðsíða 6
stað þar fyrir utan hefur þurft að
aðlaga sig að henni. Þetta hefur
náttúrlega leitt til árekstra og
vanræksíu - t.d. hefur uppeldinu
verið ýtt út úr hringiðu samfé-
lagsins, það er illa búið að því og
störfin að því eru vanmetin af því
að þau skila ekki beinum gróða.
Sömu sögu er að segja um
umönnun gamalla og sjúkra.
Störfum að umönnum og upp-
eldi hefur verið ýtt út úr daglegri
hringrás samfélagsins og þau tog-
ast á við hana um fjármagn, þótt
þau séu henni nauðsynleg þegar
til lengri tíma er litið. Þessir árek-
strar verða æ meira áberandi, og
því er ekki að furða, að því afli
vaxi ásmegin sem þessi vanþakk-
látu og lítilsmetnu störf hafa ver-
ið falin, þ.e. mæðrunum. Þær
geta að auki stutt sig við það að
nútíma tækni er í vaxandi mæli
„kvenleg“ - móðurleg. Hlutverk
stórvirkra vinnuvéla og
karlmannlegra krafta verður æ
minna, en þeim mun meira reynir
á mannleg samskipti, og menn
hafa haldið því fram að tölvusam-
skiptin sem ná um allt samfélagið
séu meira í ætt við móðurlega
umhyggju en föðurvald. Á þenn-
an hátt vinnur tíminn með mæðr-
aveldinu.
Á hinn bóginn vinnur tíminn
gegn bæði feðra- og mæðraveldi á
annan hátt. Við lifum í samfélagi
sem breytist svo ört að nýjar kyn-
slóðir geta ekki fetað í fótspor
hinna fyrri, heldur verður hver
kynslóð í vaxandi mæli að brjóta
sér nýjar brautir í hugmynda-
legum, siðferðilegum og menn-
ingarlegum efnum. Þessar að-
stæður hafa kallað á uppreisn
æskulýðs gegn feðraveldinu, og
það er augljóst að mæðraveldi
mundi líka kalla yfir sig slíka upp-
reisn, þótt mýkra sé og bæti úr
ýmsum augljósum göllum feðra-
veldisins.
Hugsjón mæðraveldis og
kvennamenningar beinist gegn
ýmsum augljósum göllum nú-
tímasamfélags og er löngu tíma-
bær viðbót eða ieiðrétting við
hugsjónir sósíalismans. Hún er
hins vegar engin heildarlausn á
samfélagsvanda nútímans, held-
ur er hún á margan hátt engu
síður afturhverf enfeðraveldið
sem hún beinist gegn. Það þarf að
móta mun róttækari valkost, sem
stefnir að fullu jafnrétti allra ein-
staklinga og tekur mið af þeim
samfélagsbreytingum sem eru að
gerast og mola undirstöður bæði
feðraveldis og mæðraveldis.
JÍ_ Fóstrur
Fóstrur óskast til starfa á leikskólann Álfaberg og
dagheimiliö/leikskólann Hvamm. Upplýsingar
gefa forstöðumenn, Kristín Þóra Garðarsdóttir,
Alfabergi, í síma 53021 og Kristbjörg Gunnars-
dóttir, Hvammi, í síma 652495.
Félagsmálastjóri Hafnarfjarðar
Kennara vantar
við Grunnskólann í Grindavík. Kennslugreinar:
Almenn kennsla, íþróttir stúlkna, hannyrðir og
kennsla 6 ára barna. Væg húsaleiga og staðar-
uppbót. Umsóknarfresturertil 10. júlí. nk. Nánari
upplýsingar gefur skólastjóri í síma 92-68183 og
formaður skólanefndar í síma 92-68304.
Grindavíkurbær
jLj Útboð
Rafveita Hafnarfjarðar óskar hér með eftir tilboð-
um í SF6-gaseinangraðan háspennurofabúnað
fyrir 145 kv spennu.
Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu rafveitunn-
ar gegn 5 þúsund kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu rafveitustjóra
þriðjudaginn 9. ágúst n.k. kl. 11.
Rafveita Hafnarfjarðar
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd
Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í fram-
kvæmdir við smíði stálgrinda og klæðninga
þriggja óeinangraðra bygginga á Nesjavöllum.
Heildarrúmmál 4225 m3.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að
Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn 15.000 króna
skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn
12. julí 1988 kl. 11.
Efnt verður til vettvangsskoðunar að Nesja-
völlum fimmtudaginn 7. júlí kl. 14.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
o
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
✓
Forseti Islands
Fer til Þýskalands
Rœbir við forsetann og kanslarann ogfer á landsleik í hand-
knattleik. Blásarakvintett með í för
Foseti íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir fer í opinbera heim-
sókn til Þýskalands dagana 3.-9.
júlí næstkomandi í boði dr. Ric-
hard von Weizsacer, forseta Sam-
bandslýðveldisins.
Fyrsti viðkomustaður forset-
ans er Bonn þar sem forsetarnir
munu eiga viðræður saman auk
þess sem hún hittir Helmut Kohl
kanslara, heimsækir þýska sam-
bandsþingið og fer að gröf Jóns
Sveinssonar, Nonna.
Því næst flýgur forsetinn til
Berlínar þar sem hún mun skoða
söfn, fara í leikhús og vera við-
stödd tónleika íslensks blásara-
kvintetts í hljóðfærasafni Berlín-
arborgar. Blásarakvintettinn sem
verður för með forsetanum leikur
einnig í Hamborg og víðar.
Frá Berlín heldur forsetinn til
Frankfurt þar sem hún verður
m.a. viðstödd íslandskynningu
íslenskra fyrirtækja fyrir þýska
viðskiptavini.
Síðasti viðkomustaður forset-
ans í Þýskalandi er Hamborg. Þar
horfir hún á landsleik íslands og
Vestur-Þýskalands í handknatt-
leik sem fram fer síðdegis 8. júlí
og daginn eftir hittir hún íslend-
inga búsetta í Norður-Þýska-
landi.
Með í þessari ferð verður auk
blásarakvintettsins, Steingrímur
Hermannsson utanríkisráðherra
og Edda Guðmundsdóttir,
Hannes Hafstein ráðuneytisstjóri
og Ragnheiður Hafstein, og
Kornelíus Sigmundsson forsetar-
itari og Inga Hersteinsdóttir! iþ
Fjármálaráðuneytið
Jón Baldvin
hrókerar
Miklar mannabreytingar í lykilstöðum.
Indriði H. Þorláksson setturyfir
hagsýsluna
Miklar mannabreytingar
standa fyrir dyrum í æðri stöðum
í fjármálaráðuneytinu. Nýr hag-
sýslustjóri tekur við um næstu
mánaðamót og nýlega hefur Jón
Baldvin Hannibalsson fjármála-
ráðherra ráðið í fjórar aðrar
lykilstöður í ráðuneytinu.
Indriði H. Þorláksson, sem
verið hefur skrifstofustjóri í fjár-
málaráðuneytinu, hefur verið
settur sem hagsýslustjóri í stað
Gunnars H. Hall sem sagt hefur
starfinu lausu.
Lárus Ögmundsson hefur ver-
ið settur skrifstofustjóri á tekju-
sviði ráðuneytisins, en hann hef-
ur lengi gegnt starfi deildarstjóra.
Birgir Guðjónsson heitir sá
sem settur hefur verið til að stýra
launaskrifstofu ráðuneytisins.
Hann er settur í starfið til árs í
stað Guðmundar Björnssonar,
sem fengið hefur íímabundið
leyfi frá störfum.
Bjarni Sigtryggsson, aðstoðar-
hótelstjóri Hótel Sögu, hefur ver-
ið ráðinn sem sérlegur upplýsing-
afulltrúi fjármálaráðuneytisins
og Bolli Þór Bollason hagfræð-
ingur hefur tekið við starfi skrif-
stofustjóra hagdeildar ráðuneyt-
isins.
-rk
Indriði H. Þorláksson. Hann hefur
síðari árin verið þekktastur sem
framlenging á fjármálaráðherr-
um í kjarasamningum við opin-
bera starfsmenn, oft grunaður
um græsku en aldrei ftýjað vits.
Verður nú hagsýslustjóri.
Ný saga
Voni frillumar valdatæki?
Sturlungufrillur, nýsköpunartogarar, fyrstu kvennakosning-
ar, viðreisnarstjórn... Ný saga komin út
Víðtækt frillulífi á Islandi á
síðari hluta þjóðveldisaldar er
miklu fremur skýranlegt sem
nauðsynlegur þáttur í valdakerfi
samfélagsins en sem vottur um
siðferðislausung Sturlungaaldar.
Þetta má lesa úr fróðlegri grein
Auðar G. Magnúsdóttur í „Nýrri
sögu“ nýútkominni, léttleikandi
og myndskreyttu tímariti sem
ungir sagnfræðingar sjá um fyrir
Sögufélagið. Auðursýnir að á 13.
öld var frillulífið eitt af viður-
kenndum formum fyrir tengsl
karls og konu, - annað en ótíndur
hórdómur - og ástæður þess gátu
verið margar: sjálf ástin, fátækt
of mikil að til hjúskapar gæti
komið, ættgöfgi svo mikil að ekki
fannst kvonfang, - og ekki síst
upplögð tenging við aðrar ættir
og sá auður, öryggi og frændgarð-
ur sem þeim fylgdu. Þannig gat
höfðingjum komið best að eiga
sem flestar frillur og enga eigin-
konu.
Auður er ekki ein um
skemmtileg fræði í „Nýrri sögu“,
- þarna fjallar Þorleifur Óskars-
son um samspil einka- og félags-
rekstrar kringum nýsköpunar-
togarana sælu, Guðjón Friðriks-
son segir frá fyrstu konunum sem
kusu í Reykjavík, Halldór
Bjarnason berst fyrir endurreisn
ættfræðinnar sem alvöruvísinda,
Helgi Þorláksson rakkar niður
gullaldarglýju í íslandssögunni
með sérstöku tilliti til kvenna-
starfa forðum, Sigurður G.
Magnússon skrifar um hugarf-
arsbreytingar á 16. öld og Gísli
Ágúst Gunnlaugsson um ást og
hjónaband á fyrri öldum.
Pétur Gunnarsson skrifar
ádrepu um landlægt menning-
arslór, orðabókarleysi og niður-
grotnan Þjóðarbókhlöðuupp-
kastsins, Erlendur Sveinsson
skrifar um „íslandI í lifandi mynd-
um“, rætt er við Árna Björnsson
um þjóðháttasöfnun, og þrír
fræðimenn þreifa á viðreisnar-
stjórninni, Gísli Gunnarsson,
Hannes Gissurarson og Stefán
Ólafsson.
Þetta er annað tölublað „Nýrr-
ar sögu“, og er tímaritið nú helg-
að minningu Valdimars Unnars
Valdimarssonar sagnfræðings,
sem lést sviplega í umferðarslysi í
London í maí. Eftir hann er í
„Nýrri sögu“ grein um afstöðu ís-
lands til inngöngu Kína í Samein-
uðu þjóðirnar, og er í henni rakið
hvernig tveir pólar virðast stjórna
utanríkisstefnu ríkisstjórnarinn-
ar í Reykjavík, -annarsvegar
Natóaðild/herseta, hinsvegar
hagsmunir í sjávarútvegi.
„Ný saga“ er aðgengilegt tíma-
rit, fróðlegt og skemmtilegt, fæst
hjá Sögufélaginu í Fischersundi
og í öllum almennilegum bóka-
búðum.
-m
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. júní 1988