Þjóðviljinn - 29.06.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF
Karlaveldi, feðraveldi mæðraveldi
Gestur Guðmundsson skrifar
Oft segir val einstakra orða
mikla sögu. Þannig er til dæmis
um eitt mestnotaða hugtak
Kvennalistans, þ.e. karlveldi.
Það er upphaflega þýðing á al-
þjóðlegu hugtaki, patriarkat,
sem þýðir orðrétt feðraveldi eða
föðurveldi. Við þýðinguna hefur
merkingin sem sé runnið lítið eitt
til og er full ástæða til að athuga
þá tilfærslu.
Hugtök á íslensku eiga helst að
vera gagnsæ, þannig að merking
þeirra skiljist að töluverðu leyti
af sjálfu orðinu. Sé hugtakið
„karíveldi" skilið beinni merk-
ingu, merkir það þjóðskipulag
þar sem karlar hafa völdin. Hug-
takið „feðraveldi" vísar hins veg-
ar til þjóðskipulags, þar sem
sumir karlarhafa völdin, s.n. feð-
ur. Það er enginn orðhengils-
háttur að benda á þessa þýðingar-
villu heldur er hún til marks um
óljósa hugmyndafræði og spurn-
ingar sem Kvennalistinn á eftir að
svara.
Gagnrýni Kvennalistans á
karlveldi hefur yfirleitt snúist um
forréttindi karla gagnvart kon-
um, og ég vil taka undir slíka
gagnrýni svo langt sem hún nær.
Andstæðan karl - kona hrekkur
hins vegar skammt til skilnings og
það sést meðal annars þegar hug-
að er að því úr hvaða þjóðskipu-
lagi hugtakið feðraveldi er sprott-
ið. Grunneining slíks þjóðskipu-
lags var jarðeignin, og hinn
karlkyns jarðeigandi drottnaði
yfir öðru heimilisfólki - konu
sinni, börnum og vinnufólki. Síð-
an var yfirleitt um að ræða ákveð-
inn píramída. Þannig að yfir jarð-
eigandanum drottnaði höfðingi
eða lénsherra, en undir honum
gat verið um að ræða leiguliða,
sem á sinn hátt drottnaði yfir fjöl-
skyldu sinni á svipaðan hátt og
jarðeigandinn. í þessu þjóðfélagi
fór því fjarri að allir karlar hefðu
völd. Þannig var vinnumaðurinn
skör lægra settur en eiginkona
jarðeigandans, og hann var
dæmdur til þess hlutskiptis ævi-
langt. Synír jarðeigandans voru
líka undirgefnir honum en gátu
hins vegar átt von á því að skipta
um hlutverk síðar á ævinni, vel að
merkja ef þeir voru föður sínum
hlýðnir og tóku upp siði hans.
Eftir iðnbyltinguna tókst hið
giftusamlegasta hjónaband með
feðraveldinu og kapítalismanum,
fjölskyldur borgarastéttarinnar
tóku upp mynstur feðraveldisins
að mestu leyti, og verkalýðsstétt-
in innleiddi það í sínar raðir,
sumir segja í ríkari mæli en lág-
stéttir fyrra þjóðskipulags.
Verkalýðsstéttin átti sjálfstæðari
eign en fyrri lágstéttir: fyrst og
fremst vinnuaflið sem hún gat selt
á frjálsum markaði og síðar íbúð-
arhúsnæði og slíkar eignir, og á
þessum forsendum gat myndast
sjálfstætt feðraveldi innan þess-
ara fjölskyldna, þótt það hafi alls
ekki verið algilt. I menningu
verkalýðsstéttarinnar hafa ávallt
blandast saman þættir feðraveld-
is og kvennamenningar, auk þess
sem börn og ungmenni hafa notið
þar óvenjumikils sjálfræðis. Það
er engin tilviljun að hugsjónir
jafnréttis hafa átt sér traustasta
bólfestu í verkalýðsstéttinni.
Gagnrýni femínista á feðra-
veldið er þörf viðbót við sósíal-
ismann og nauðsynleg til að
hamla gegn því að feðraveldið
gangi aftur í skipulagi sósíalista.
Áherslan á mæðraveldið getur
hins vegar orkað öllu meira tví-
mælis. I fyrsta lagi gengur aftur-
hvarf til mæðraveldis skemur en
hugsjónir jafnréttis að því leyti að
það felur í sér einn þátt af kúgun
fyrri alda, þ.e. forræði eldri kyn-
slóða yfir hinum yngri. í öðru lagi
er tilhneiging til þess að áherslan
á kvennamenningu takmarkist
við sjóndeildarhring núverandi
þjóðskipulags, þ.e. konur taki að
líta jákvæðum augum það hlut-
verk sem þeim hefur verið falið í
feðraveldinu - hlutverk sem
markast bæði af því að feðurnir
kúga konurnar og að mæðurnar
taka að sér þætti í kúgunarhlut-
verki gagnvart yngri kynslóðun-
um.
Þessi gagnrýni hæfir Kvenna-
listann og ógagnrýna afstöðu
hans til kvennamenningar og
mæðrahlutverks. Eiginlega ætti
listinn að heita „Mæðralistinn",
því að staðreyndin er sú, að þær
hugsa flest mál út frá sjónarhóli
mæðra. Þegar þær taka útgangs-
punkt í reynsluheimi kvenna,
vísa þær jafnan fyrst og fremst til
reynslu kvenna sem mæðra. Mál-
atilbúnaður þeirra á opinberum
vettvangi tekur yfirleitt mið af
þessari reynslu - miðar að því að
draga úr því tvöfalda álagi sem
oft er á mæðrum og jafnframt að
því að marka fleiri þjóðfélagssvið
viðhorfum og samskiptaháttum
mæðra.
Eitt meginmál Kvennalistans
hefur verið „samfelldur skóla-
dagur“, sem merkir að börnin
dvelji í skólanum allan vinnudag-
inn, fái þar máltíð og hafi athvarf
og njóti eftirlits þegar sjálfum
skóladeginum er lokið. Með
þessu er annars vegar verið að
létta á mæðrum og auðvelda
þeim að vera fullgildir aðilar á
vinnumarkaði, án þess að þurfa
að hafa áhyggjur af börnum sín-
um á daginn. Hins vegar er verið
að móta stofnanirnar í anda
mæðrahlutverksins, í stað þess að
skólinn veiti fræðslu og beiti aga-
í anda föðurhlutverksins, enda
voru kennarar oftast karlkyns hér
áður fyrr - á hann að veita þá
stöðugu umhyggju og leiðsögn
sem jafnan hefur verið hlutverk
mæðra.
Þannig mætti rekja áfram mál
Kvennalistans og sýna fram á
hvernig þau markast af reynslu-
heimi mæðra og eru tilraun til að
láta þann reynsluheim setja mark
sitt á allt samfélagið. Það er
óþarfi að rekja þetta frá máli til
máls, enda er markmið mitt að
benda á það almenna atriði, að
Kvennalistinn hefur nánast sett
samasemmerki á milli „reynslu-
heims kvenna" og „reynsluheims
mæðra" án þess að ræða það atr-
iði ítarlega. Þegar íslensk kvenn-
ahreyfing tók skrefið frá því að
gagnrýna stöðu kvenna til þess að
ganga á jákvæðan hátt út frá
reynslu kvenna, lokuðu þær á
ýmsan hátt augunum fyrir því
hvernig kynhlutverk kvenna eru
tannhjól í tvíveldi kapítalisma og
feðraveldis, oft á tfðum kúgunar-
hlutverk gagnvart börnum og
gagnvart öðrum konum.
Þótt Kvennalistinn hafi þannig
markað sér þröngan bás, sem á
margan hátt orkar tvímælis, berst
hann fyrir umbótum sem verða æ
brýnni. Hið gifturíka hjónaband
feðraveldis og kapítalisma hefur
ekki fært þegnunum eintóma
giftu. Það hefur leitt til þess að
allt samfélagið er skipulagt með
þarfir framleiðslunnar fyrir
augum, en allt það líf sem á sér
Gestur Guðmundsson er félags-
fræðingur og vinnur við ritstörf.
Hann skrifar nú vikulegar greinar i
Þjoðviljann.
„Eiginlega œtti Kvennalistinn að heita
„Mœðralistinn“, þvístaðreyndin ersú,
að þœr hugsa flest mál útfrá sjónarhóli
mœðra. Pegarþærtaka útgangspunktí
reynsluheimi kvenna, vísa þær jafnan
fyrst ogfremst til reynslu kvenna sem
mæðra. “
Hringvegur um Snæfellsnes
Finnbogi G. Lárusson skrifar
Talsvert hefur verið ritað og
rætt um vegakerfið á Snæfellsnesi
og þar á meðal hringveg um Nes-
ið. Ég las grein eftir Kristin Krist-
jánsson, sem birt var í Morgun-
blaðinu 6. október 1987, þar segir
hann orðrétt meðal annars:
„Væntanleg vetrarhringferð um
Nesið hlýtur að miðast við
Heydal annars vegar og veg fyrir
Jökul hins vegar. Það er að segja
ef menn eru því sammála að
byggð skuli haldast á Nesinu
öllu.“ Ég tek svo sannarlega
undir þessi orð Kristins og þakka
honum hans ágætu grein.
Ef talað er um hringveg um
Snæfellsnes þá finnst mér að slík-
ur vegur hljóti að miðast við
Heydal annars vegar og veg fyrir
Jökul hins vegar. Ég tel að sú veg-
argerð sé svo brýn að hún ætti að
vera forgangsverkefni í vegagerð
á Nesinu, ef vilji er fyrir því að allt
Nesið haldist í byggð, sem ég
vona.
Hugmyndir hafa komið fram
um hringveg sem miðaðist við
Fróðárheiði annars vegar en
Kerlingarskarð hins vegar. Mér
finnst furðulegt að mönnum skuli
detta slíkt í hug. Ég skil ekki
hvernig á að kalla það hringveg
um Nesið ef taka á aðeins mið-
stykkið úr Nesinu og fara kring-
um það. Ef við skoðum landa-
kortið og lítum á Snæfellsnes, þá
sjáum við hvað er lítill hluti af
Nesinu milli Kerlingarskarðs og
Fróðárheiðar. Hellissandur og
Ólafsvík yrðu ekki í þannig hugs-
uðum hring, svo að eitthvað sé
nefnt. Þetta yrði ekki spor í þá átt
að tengja saman byggðina á öllu
Nesinu, síður en svo. En það er
þó það sem þarf að gerast.
Það væri mikil bylting til bóta
fyrir þá, sem byggja Nesið, og þá
sem ferðast um það, ef byggður
yrði upp góður vegur fyrir Jökul.
Hann yrði nokkuð örugg vetrar-
leið og er næsta furðulegt hvað
dregist hefur lengi að gera slíkan
veg. Ég fullyrði að leiðin frá
Heiðarkasti að Gufuskálum er að
mestum hluta mjög gott vegar-
stæði og upplagt til malbikunar.
Þessi leið er því tvímælalaust góð
vetrarleið.
Landsvæðið frá Arnarstapa að
Gufuskálum er snjóléttasta svæð-
ið á Nesinu. Ég vil segja að það sé
allt sem mælir með góðum vegi
fyrir Jökul og vil ég hér nefna
nokkur dæmi því til sönnunar.
Leiðin liggur á láglendi og það
vita allir heilvita menn hvað mik-
ill munur getur verið á veðri og
færð uppi á fjöllum eða á lág-
lendi. Þá er þessi leið að mestum
hluta þurrlendi, hraun og mó-
lendi. Á þessari leið er sveitarfé-
Iag Breiðuvíkurhreppur sem hef-
ur orðið mjög útundan hvað sam-
göngur snertir en myndi þá fá
betri þjónustu. f þessari sveit, á
Arnarstapa, er vaxandi bátaút-
gerð og blómstrandi atvinnulíf,
ört vaxandi byggð og ferðamann-
aþjónusta. Þetta allt kallar á
bættar samgöngur.
Ég tel að forgangsverkefni í
uppbyggingu Útnesvegar sé að
færa veginn frá Sleggjubeinu að
Arnarstapa, niður í svokallað
Klifhraun þar sem nú mun vera
búið að mestu að mæla fyrir nýj-
um vegi. Þessi umrædda leið, sem
liggur nú um Stapabotn og með-
fram Stapafelli, hefur verið í
flestum tilfellum erfiðasti kaflinn
á Útnesvegi á vetrum.
Þá vil ég nefna læknisþjónust-
una á Nesinu. Heilsugæslustöðin
er í Ólafsvík og þangað þurfa all-
ir, sem búa í læknishéraðinu, að
sækja læknisþjónustu þegar sjúk-
dóma ber að höndum. f því sam-
bandi getur vegurinn fyrir Jökul
ráðið úrslitum um hvort hæet er
að ná í lækni í tæka tíð eða koma
sjúklingnum á flugvöliinn sem er
á Breiðinni milli Ólafsvíkur og
Hellissands. Þá getur verið um
mannslíf að tefla. í þessu sam-
bandi vil ég nefna hér eitt dæmi af
mörgum.
Það var sunnudaginn 10. aprfl
sl. að kona undirritaðs lá í rúminu
mikið veik. Ég hringdi til Ólafs-
víkur á læknavakt og náði í Sig-
urð Baldursson lækni. Hann vildi
koma og skoða konuna en hann
sagðist ekki vita um færðina.
Veður var slæmt, norðan hvass
og hríðarbylur. Ég vissi ekki um
færðina, hvorki á Fróðárheiði né
fyrir Jökul. Við ákváðum að tala
saman aftur, eftir að hafa grenns-
last um færðina. En þegar ég
hafði nýlokið samtalinu við lækn-
inn, koma tveir menn á fólksbíl
frá Ólafsvík og sögðust þeir hafa
komið fyrir Jökul og gengið vel.
Enginn teljandi snjór hefði verið
á þeirri leið en dimmt að keyra á
köflum vegna skafhríðar.
Ég hringdi þá aftur í lækninn og
sagði honum frá þessu. En þá var
hann búinn að frétta að Fróðár-
heiði væri kolófær. Læknirinn
kom og fór fyrir Jökul og gekk
ljómandi vel. Það væri hægt að
telja upp fjölmörg dæmi þessu lík
í áraraðir.
Það mundi spara ríkinu mikið
fé og létta vegfarendum og sjúk-
um mikið erfiði ef vegurinn fyrir
Jökul yrði uppbyggður fyrir
vetrarumferð.
Ékki má skilja orð mín svo að
ég sé á móti fjallvegum sem eru
Fróðárheiði og Kerlingarskarð.
Nei, síður en svo. Ég tel að þessir
fjallvegir þurfi að vera í góðu á-
standi og að þeim sé vel við hald-
ið svo að umferð um þá geti verið
með eðlilegum hætti. En ég full-
yrði að góður vegur fyrir Jökul
skapar ómetanlegt öryggi öllum
þeim sem byggja Nesið, einnig
vegfarendum og þeim sem þurfa
að leita læknis. Þá stuðlar hann
að stórbættum samgöngum og
hamlar á móti byggðaröskun og
fólksfækkun á Nesinu.
Ég hef haft mjög mikið sam-
band við fólkið sem ferðast hér
um Nesið og farið með ferðahóp-
um sem leiðsögumaður til náttúr-
uskoðunar fram fyrir Jökul. Þar
eru stórkostleg náttúruundur
sem fólk fýsir að skoða. En marg-
ir undrast það hvað veginum er
lítill sómi sýndur. Bílstjórar, sem
keyra flutningabfla með vagna
aftan í, hafa sagt mér að þeir kjósi
helst að fara fyrir Jökul, þegar
þar er fært, því að fjallvegirnir
séu þeim svo erfiðir í hálku og
snjó.
Þá er mjög brýnt að yfirkeyra
afleggjarann ofan í Djúpalón og
Dritvík hið bráðasta svo að nátt-
úruskoðendur komist þangað
með góðu móti, því að þangað er
mikil umferð á sumrin. Einnig
þarf að stækka bílaplanið við
Djúpalón, það er of lítið.
Það er svo sannarlega mál til
komið að fara í alvöru að vinna
að því að vegurinn fyrir Jökul
verði byggður upp og bættur með
vetrarumferð fyrir augum, öllum
til hagsbóta. Ég mælist vinsam-
lega til þess við háttvirta þing-
menn Vesturlandskjördæmis að
þeir láti þetta mál til sín taka, snúi
nú bökum saman og vinni ötul-
lega að framgangi og farsælli
lausn þessa máls.
Flnnbogi er bóndi á Laugarbrekku
undir Jökli og organisti í Hellna-
kirkju.
„Pað vœri mikil bylting til bótafyrir þá, sem byggja Nesið, og
þá, semferðast um það, efbyggðuryrði upp góður vegur fyrir
Jökul. Hann yrði nokkuð örugg vetrarleið og er næsta
furðulegthvað dregisthefur lengi að gera slíkan veg. “
Miðvikudagur 29. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5