Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1988næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Þjóðviljinn - 29.06.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 29.06.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRÉTTIR Flokksráðstefnan sett í Moksvu: Minni umsvif flokksins, meiri völd til ráðanna í setningarræðu sinni á nítj- ándu flokksráðstefnu Kommún- istaflokksins sem hófst í Moskvu í gær lagði Gorbatsjof aðalritari mikla áherslu á nauðsyn þess að draga úr stjórnsýslu flokksins, skilja að valdsvið hans og ríkisins og auka vald þjóðkjörinna ráða. Um 5000 fulltrúar sækja ráð- stefnuna en í flokknum eru nú 19,5 miljónir meðlima. Ráðstefn- unni er einkum ætlað að meta stöðu þeirra umbreytinga sem kenndar eru við perestrojku. Efnahagsmál í ræðu sinni taldi Gorbatsjof að nokkuð hefði miðað áleiðis í efnahagsmálum - hagvöxtur væri nú allur fólginn í aukinni fram- leiðni, rauntekjur fólks hefðu aukist meir en ætlað var. En hann taldi að árangur perestrojkunnar væri samt ófullnægjandi, van- rækslusyndir fleiri og stærri en menn gerðu sér grein fyrir hefðu hlaðist upp í efnahagslífinu og því væri hvorki hægt að ráða bót á matvælaskorti á ýmsum sviðum né verðbólguhneigðum. Gorbatsjof lagði áherslu á nauðsyn þess að flýta breytingum í átt til aukins sjálfstæðis fyrir- tækja (sem núverandi stjórn- sýslukerfi hefur margoft verið sakað um að reyna að kæfa í fæð- ingunni), á eflingu samvinnufé- laga og fjölskyldubúskapar, á nauðsyn nýs verðmyndunarkerf- is, sem mætti þó ekki lækka lífs- kjör fólks. „Sjálfstjórn almennings“ Gorbatsjof ræddi margt um al- varlegar „afskræmingar“ á því pólitíska kerfi sem til varð upp úr Októberbyltingunni. Hann sagði að leiðin út úr þeim vítahring væri að efla „sjálfstjórn alþýðu", koma á kerfi sem tryggði að sér- hver samfélagshópur gæti með frjálsum hætti látið í ljós vilja sinn, bæta stöðu einstakra þjóða, bæta réttarfar og löggæslu og „gera glöggan mun á verkefnum flokksins og ríkisins". f framhaldi af því lagði hann áherslu á að efla vald, starf og umboð ráðanna, sem Ráðstjórnarríkin eru kennd við, en þau hafa undir fyrri herr- um breyst í formlegar af- greiðslustofnanir fyrir stjórnend- ur Kommúnistaflokksins. í þeirri endursögn ræðunnar (frá APN) sem þessi frásögn er byggð á, er ekki getið um tiltekn- ar tillögur Gorbatsjofs um nýja tilhögun á framboðum og kosn- ingum til ráða og flokksstjórnar. En hinn pólitíski kjarni ræðunnar sýnist vera í því fólginn að draga eigi úr umsvifum og stjórnsýslu- afskiptum Kommúnistaflokksins á öllum sviðum þjóðlífsins - um leið og hann haldi pólitísku for- ystuhlutverki sínu. Vanræktir möguleikar í þeim kafla ræðunnar sem fjallaði um alþjóðamál taldi Gor- batsjof að verulegur árangur hefði náðst á sl. þrem árum með „nýjum hugsunarhætti“ - og gat sérstaklega um jákvæða þróun samskipta risaveldanna og samkomulagið um Afganistan. Hann sagði að „tilskipanaaðferð- ir“ fyrri valdsmanna hefðu áður leitt til þess að alvarlegar ákvarð- anir um alþjóðamál hefðu verið teknar í þröngum hópi, án veru- legrar umræðu og án „samráðs við vini okkar“, og hafi þetta leitt til rangra ákvarðana. Mega menn, ef vill, sjá í þessum orðum óbeina gagnrýni bæði á innrásina í Tékkóslóvakíu fyrir tuttugu árum og á hernaðinn í Afganist- an. Gorbatsjof tók það fram um leið, að fjandsamleg heimsvalda- stefna hefði neytt Sovétríkin til að ná til jafns við Bandaríkin í vígbúnaði. En fyrri forystumenn Sovétríkjanna hefðu vanrækt að nýta pólitíska möguleika til að draga úr spennu milli austurs og vesturs og því „létum við draga okkur inn í vígbúnaðarkapp- hlaup sem hlaut að hafa neikvæð áhrif á efnhagsþróun landsins og Gorbatsjof: þjóðin getur ekki sætt sig við þann árangur sem náðst hefur... stöðu þess á alþjóðlegum vett- vangi“. Meðal nauðsynlegra verkefna á sviði alþjóðamála taldi Gorbat- sjov vera m.a. aukin samskipti við sósíalistaflokka, sósíaldem- ókrata og aðrar vinstrihreyfing- ar. áb tók saman Vestur-Evrópa Rússamir koma Eftirlitsmenn með myndavélar, mælitœki og minnisbækur heimsækja Nató-herstöðvar Bretland Hreinsunar- deild að Mt. Everest Fjalliðfræga þakið alls kyns rusli eftir breska göngugarpa Hópur knárra breskra ætlar að taka sig til og gera umhverfis- hreinsun mikla við rætur hæsta fjalls heims, Mt. Everest. Hreinsa á upp rusl eftir leiðangra fjali- göngugarpa síðustu áratugi. Áningarstaðir göngumanna og hlíðar hins fræga fjalls eru nú þakin alls konar drasli sem liggur eins og hráviði út um allt. A ári hverju fara um sex til sjö leið- angrar á Everest og síðustu þrját- íu árin hefur ekkert verið hugsað um þrifnað á svæðinu. „Fjallgöngugarparnir eru svo þreyttir eftir ferðina og ánægðir með að vera lifandi að þeir gleyma öllu ruslinu sem þeir flytja með sér. Mjög margir leiðangranna hafa verið breskir og okkar menn virðast miklir sóðar og þess vegna ætlum við að taka til hendinni,“ sagði forsvars- maður hreinsunardeildarinnar sem ætlar að bjarga umhverfis- málunum við heimsins hæsta tind. Hópurinn leggur upp í haust og í honum verða um 50 manns. Aætlað er að ruslatínslan taki heilan mánuð. Reuter/-gís Það sem var óhugsandi fyrir nokkrum árum er nú að gerast. Rússarnir gera nú innrás í helg- ustu vá Atlantshafsbandalagsins í ríkjum Vestur-Evrópu. Her- stöðvar sem hafa verið lokaðar fyrir íbúum viðkomandi landa eru nú opnaðar fyrir sovéskum sérfræðingum. Undirbúningur afvopnunar er hafinn í Evrópu. Rússarnir koma ekki með vopn heldur með hvers konar mælitæki, myndavélar og minnisbækur. Þeir ætla að telja, mynda og mæla allar Cruising og Pershing-2 flaugarnar í Nató- ríkjunum sem nú miða beinast að Sovétríkjunum. Bandarískir tæknimenn gera samskonar innrás í herstöðvar í Tékkósló- vakíu, Austur-Þýskalandi og So- vétríkjunum. Rússarnir heimsækja 12 her- stöðvar í Vestur-Evrópu. Allt frá Greenham Common fyrir utan London til Comiso á Sikiley. Á þremur árum á að flytja þessar eldflaugar frá Evrópu til Banda- ríkjanna þar sem þeim verður eytt undir eftirliti Sovétmanna í Hercules-stöðinni skammt frá Salt Lake City í Utha. Samkvæmt samningunum mega aðeins 10 sérfræðingar vera í hverri rannsóknarferð í her- stöðvarnar og þeim er fylgt mjög nákvæmlega af fulltrúum gestg- jafans allan sólarhringinn. Hvað þeir mega sjá og hvað ekki er nákvæmlega skilgreint áður en eftirlitið hefst og hernaðarleynd- armálin eru kyrfilega vernduð. Eftirlit með afvopnun og því, að stórveldin geti ekki svindlað á hvort á öðru í því sambandi, er mikilvægasti þátturinn í hinu nýja samkomulagi, INF-samningnum svokallaða. Gert er ráð fyrir að Jiminy Carter fyrrverandi forseti Bandarikjanna lét að sér kveða í fátækrahverfí Ffladelfíu- borgar í síðustu viku. Hann hjálpaði til við að byggja húsnæði fyrir fátæklinga á vegum Habitat en það eru samtök sem helga sig því að hjálpa fátæklingum í heiminum. „Hér ætla ég að byggja hús og ef til vill einhverjar vonir. Ég er enginn snillingur með hamarinn eftirlit þetta fari fram reglulega á næstu 13 árum. Hvernig til tekst skiptir miklu máli og þegar samið hefur verið um að fækka lang- drægum kjarnaflaugum um helming eins og til stendur getur framkvæmdin á eftirlitinu nú vís- að veginn. Þó er gert ráð fyrir að þá verði um miklu víðtækara eft- irlit að ræða.„Þetta eru aðeins og líklega er ég betri húsgagna- smiður en húsasmiður. Við vilj- um með þessu framtaki okkar reyna að vekja athygli banda- rískra borgara á því hversu marg- ir eru heimilislausir í landinu. Þetta er nokkurs konar frí fyrir okkur hjónin að taka þátt í þessu,“ sagði Carter. Þess má geta að Rosalynn kona hans hef- ur helgað Habitat eina viku á ári hverju eftir að þau hjónin yfir- fyrstu skrefin og fyrsta kynslóð eftirlitsmanna á afvopnunaröld. Þeir eiga eftir að dvelja hjá okkur lengi,“ sagði talsmaður Nató í Brússel. Reuter/-gís. gáfu Hvíta húsið á sínum tíma. Fátækrahverfi borgarinnar er eitt það versta sinnar tegundar í landinu. Habitat stendur fyrir því að endurbyggja hrörlega bústaði fólks í hverfinu. Samtökin voru stofnuð 1976 af bandarískum milljónamæringi, Millard Fuller, sem gaf allan sinn auð til þess að hjálpa fátækum. Þau hafa byggt 3-4000 íbúðir fyrir fátæklinga í Bandaríkjunum. Reuter/-gís. Miðvikudagur 29. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Bandaríkin Carter-hjónin hjálpa fátæklingum Vilja vekja athygli landa sinna á fjölda heimilislausra

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 145. tölublað (29.06.1988)
https://timarit.is/issue/225561

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

145. tölublað (29.06.1988)

Aðgerðir: