Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1988næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Þjóðviljinn - 29.06.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 29.06.1988, Blaðsíða 14
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Vestfirðir - Sumarferð Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum er í Flatey 2. og 3. júlí. Safnast verður til Brjánslækjar og siglt þaðan kl. 13 á laugardag og ti) baka síðdegis á sunnudag. Á útleið verða nærliggjandi eyjar skoðaðar af sjó. Leiðsögumenn fylgja hópnum allan tímann og fræða um fortíð, nútíð og náttúrufar eyjabyggðanna. í Flatey verður gist í tjöldum. Kvöldvaka verður á laugardagskvöld og síðan stiginn dans. Miðað er við að þátttakendur geti komið á eigin bílum að Brjánslæk en rúta fer frá ísafirði á laugardagsmorgun. Ferð: Flatey frá Brjánslæk kr. 1800. Rútafráísafirðikr. 1200. í báðum tilvikumerhálftgjaldfyrir börn 6-11 ára. Þátttökutilkynningar og nánari upplýsingar hjá eftirtöldum: Kristinn H. Gunnarsson Bolungarvík, s. 7437 og 7580; Bryndís Frið- geirsdóttir ísafirði, s. 4186; Ingibjörg Björnsdóttir Súðavík, s. 4957; Þóra Þórðardóttir Súgandafirði, s. 6167; Ágústa Guðmundsdóttir Flateyri, s. 7619; Magnús og Sigrún Vífilsmýrum, 7604; Sverrir Kar- velsson Þingeyri, s. 8104; Halldór Jónsson Bíldudal, s. 2212; Jóna Samsonardóttir Tálknafirði, s. 2548; Gróa Bjarnadóttir Patreksfirði, s. 1484; Guðmundur Einarsson Seltjörn, s. 2003; Giesela Halldórsdótt- ir Hríshóli, s. 47745; Jón Ólafsson Hólmavík, s. 3173. Kjördæmisráð. Borgarmálaráð ABfí Fossvogsdalur, útivist eða umferð? Fundur Borgarmálaráðs ABR verður haldinn að Hverfisgötu 105 miðviku- daginn 29. júní kl. 17.00 um skipulag í Fossvogsdal. Gerð verður grein fyrir hugmyndum um útivistarsvæði í Fossvogsdal og rætt um skipulag umferðar á höfuðborgarsvæðinu. Málshefjendur: Guðrún Ágústsdóttir fulltrúi AB í skipulagsnefnd Reykjavíkur Valþór Hlöðversson, bæjarfulltrúi í Kópavogi Yngvi Þór Loftsson landslagsarkitekt kynnir prófverkefni um skipulag AB félagar eru hvattir til að mæta til að ræða framtíð Fossvogsdals. Borgarmálaráð ABR Alþýðubandalagið Kópavogi Sumarferð ’88 Alþýðubandalagið í Kópavogi hvetur alla Kópavogsbúa til að taka þátt í Sumarferð '88 á laugardaginn n.k. I ráði er að Kópavogsbúar haldi hópinn og hafi eina rútu til umráða. Að öðru leyti má lesa um ferðatilhögun hér annars staðar á síðunni eða hringja í undirritaða. Upplýsingar og skráning hjá: Stellu síma 42419, Heiðrúnu s: 40648 og Kristjáni s: 44430. Austurland Sumarferð í Jökuldalsheiði 9. júlí Laugardaginn 9. júlí gengst Alþýðubandalagið á Austurlandi fyrir skemmtiferð um Jökuldal, Hrafnkelsdal og Jökuldalsheiði. Farið verður í rútum f rá Egilsstöðum (söluskála KHB) kl. 9.00 að morgni og komið aftur um kvöldið. Fargjald er kr. 900.-. Ferðir verða frá fjörðunum til Egilsstaða eftir þátttöku og aðstæðum. Skoðuð verður náttúra og rakin byggðasaga í leiðinni. Meðal annars verður litið við á fornbýlum í Hrafnkelsdal og á eyðibýlum í Jökuldalsheiði. (hópi leiðsögumanna verður Páll Pálsson frá Aðalbóli. Fararstjóri verður Hjörleifur Guttormsson. Hér er einstakt tækifæri að kynnast þessum slóðum í fylgd með staðkunn- ugum. Ferðin er auðveld fyrir fólk á öllum aldri og allir velkomnir. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að skrá sig sem fyrst hjá Ferða- miðstöð Austurlands á Egilsstöðum, sími 1200. Alþýðubandaiagið - kjördæmisráð Sextán söngvar eftir Kristin Reyr Sá þúsundþjalasmiður Krist- inn Reyr hefur gefið út nótna- hefti með sextán sönglögum sem hann hefur samið við eigin texta. Útsetningu annaðist Eyþór Þor- láksson. í textum þessum kennir margra grasa; Kristinn ávarpar- Pórberg og Stein Steinarr, hann semur lög við eftirmæli um góðan vin og heimsókn í Gljúfrastein, við lýrísk kvæði og gamansöm. Meðal annars við texta sem víða hefur farið: um sailorinn á sankti Kildu, sem glíminn var og hnefa- fær og „sjarmör frá hvirfli niður í tær“. Þetta er sjöunda hefti tón- smíða frá hendi Kristins. Lilja og Ijóða- þýðingar í endurútgáfu Hörpuútgáfan á Akranesi hef- ur endurútgefið LILJU Eysteins Ásgrímssonar. Gunnar Finn- bogason cand. mag. annaðist út- gáfuna. í formála segir m.a. að Lilja sé ort um 1350 af Eysteini Ásgrímssyni munki. Hún var fyrst prentuð á Hólum í Vísnabók Guðbrands Þorlákssonar 1612, en nú munu Lilju-útgáfur vera orðnar sem næst 30 ef meðtaldar eru þýðingar á erlend mál. Með hverri vísu í þessari útgáfu eru skýringar. Þá hefur Hörpuútgáfan endur- útgefið Ljóðaþýðingar Yngva Jó- hannessonar sem komu fyrst út 1973. í formála segir m. a.: Frum- kvæðin fylgja þýðingunum. Les- andi getur þá, ef hann skilur frummálið, gert samanburð eða athugun á þýðingaraðferð, án þess að leita frumkvæðið uppi annars staðar...“ 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Sumarferdin 1988 Um næstu helgi Þegar skráningu lauk í gærkvöld kom í Ijós að nærri 300 manns höfðu skráð sig í sumarferðina 1988. Þeir sem þegar hafa skráð sig eru beðnir um að sækja miða sína nú þegar og þeir sem ætla að skrá sig eru beðnir um að gefa sig fram strax þannig að unnt verði að reka endahnútinn á skipulagningu sumarferðarinn- ar 1988. Sími 17500. Mikill fjöldi fólks kemur við sögu I ferðinni sem leiðsögumenn og farar- stjórar, auk þeirra sem taka á móti okkur á stöðunum. Brákarey/Borg Á Borg á Mýrum tekur á móti okkur séra Þorbjörn Hlynur Árnason. Þar flytur Stefanía Traustadóttir formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík ávarp til ferðalanganna og Jóhanna Leópoldsdóttir flytur stutt ávarp: Vel- komin á Vesturland. Straumfjörður í Straumfirði ætlar Árni Waag að leiða okkur í allan sannleika um fuglalífið og Guðjón Fiðriksson sagnfræðingur ætlar að segja okkur frá Pour quois pas? slysinu. Mýramenn með í för Allan tímann frá Borgarnesi og til baka aftur í Borgarnes verða Mýra- menn við hátalarann í rútunum til þess að fræða okkur um landsvæðið. Þar verða fremstir í flokki bræðurnir Halldór Brynjúlfsson Borgarnesi, og oddviti Hraunhreppinga, Guðbrandur Brynjúlfsson. Þá verður Sigurður B. Guð- brandsson einn fararstjóra og leiðsögumanna um Mýrar; fáir menn eru kunnugri svæðinu en einmitt hann. Að Ökrum Þórir Jökull Þorsteinsson fréttamaður sem er alinn upp á Ökrum segir ferðalöngunum frá Ökrum en þar gerum við stuttan stans áður en haldið verður vestur fyrir Hítará. Vestan Hítarár I næsta áningarstað koma þeir við sögu Gylfi Þór Einarsson jarðfræðing- ur, séra Hreinn S. Hákonarson, sem er eftirmaður Árna Þórarinssonar og Arni Páll Arnason, sem er einnig eftirmaður séra Árna, ekki í sama skilningi °g Hreinn heldur er hann afkomandi hans. Árni Páll ætlar að lesa kafla úr bók þeirra Árna og meistara Þórbergs. Á leiðinni heim verður komið við í Hítardal ef veður leyfir. Fararstjórnin Ferðanefndin skiptir á sig ýmsum verkum í fararstjórninni. í fararstjórn- inni eru Stefanía Traustadóttir, Svavar Gestsson, Árni Páll Árnason, Jó- hanna Leópoldsdóttir, Dagný Haraldsdóttir og Reynir Ingibjartsson. Undirbúið ferðina vel með nesti og góðan hlífðarfatnað. ^SsHw- t> ,v&' Á— £ Tsafc. Y\ivMm V ii" i mmJHMk at■''ítvíSmWtmmMBm ÁrniWaag GuðjónFrið- ÞórirJökull HreinnS. Há- riksson Þorsteinsson konarson SigurðurGuð- HalldórBrynj- Guðbrandur JóhannaLeó- brandsson úlfsson Brynjúlfsson poldsdóttir DagnýHar- Árni Páll Árna- SvavarGests- Reynirlngi- aldsdóttir son son bjartsson

x

Þjóðviljinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3928
Tungumál:
Árgangar:
57
Fjöldi tölublaða/hefta:
16489
Gefið út:
1936-1992
Myndað til:
31.01.1992
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað, málgagn kommúnista, síðar sósíalista
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 145. tölublað (29.06.1988)
https://timarit.is/issue/225561

Tengja á þessa síðu: 14
https://timarit.is/page/2915947

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

145. tölublað (29.06.1988)

Aðgerðir: