Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1988næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Þjóðviljinn - 29.06.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.06.1988, Blaðsíða 9
börn í ungbarnaeftirlit einu sinni í mánuði á 1. aldursári. Haldin er sjúkraskrá yfir öll nýfædd börn, og ef það sýnir sig að þau þrosk- ast ekki eðlilega, þá eru þau tekin í daglega meðhöndlun og sett á sérstakt fæði, auk þess sem for- eldrum er kennd barnaumhirða. Áhersla er lögð á nýtingu móður- mjólkur, þar sem vatnsblandað mjólkurduft eykur mjög á smit- hættu. Barnalæknirinn tjáði okk- ur að vanhirða á börnum stafaði ekki bara af vankunnáttu, heldur líka af því að fjölskyldur væru svo stórar að foreldrar önnuðu því ekki að sinna öllum börnum sín- um nægilega vel. Okkur var tjáð að enginn liði fæðuskort í búðun- um, en um 1700 manns þiggja daglegar matargjafir. Þetta þýðir að fólkið í búðunum er að stórum hluta efnahagslega sjálfbjarga og karlmenn sækja mikið vinnu utan búðanna. Það vakti furðu mína að syk- ursýki skyldi vera meðal al- gengari sjúkdóma, þar sem hún er yfirleitt rakin til ofneyslu. Sér- fræðingurinn í meðhöndlun þessa sjúkdóms tjáði mér að í búðunum væru skráð 500 tilfelli, og væri orsökin annars vegar rakin til rangrar fæðusamsetningar (of mikil kolvetni), hins vegar til inn- byrðis skyldleika íbúanna og til áhrifa af þeirri streitu sem þétt- býlið og aðrar aðstæður í búðun- um hafa í för með sér. Aðspurðir um það hvernig læknarnir meðhöndluðu niður- gang, sem er einn skæðasti barn- asjúkdómurinn í mörgum fá- tækum löndum, sögðu læknarnir að við honum væri gefin saltupp- lausn í því skyni að koma í veg fyrir vatnstap sem væri hættuleg- asta afleiðing niðurgangs. Auk þess að tala við lækna sjúkraskýlisins kom ég einnig á rannsóknastofuna, þar sem unn- ið var að greiningu sýna. Það er óhætt að segja að aðstaða þar hafi verið engin. Ein lítil smásjá og kannski eitt eða tvö lítil tæki í viðbót, og mér var tjáð að allar mikilvægari greiningar væru sendar á sjúkrahús í Amman. 50 nemendur í bekk Eftir heimsóknina á sjúkra- skýlið kom ég í stúlknaskóla þar sem prófum var að Ijúka og síð- ustu nemendurnir rétt að fara heim. Skólastýran sagði mér að þarna væru um 1500 nemendur á gagnfræðaskólastigi. Stórt port myndaði skólalóðina og voru byggingar skólans allt í kringum portið. Þetta eru bárujárnsskúrar með kennslustofum þar sem ekk- ert er innandyra nema lúðir tré- Götumynd frá markaðnum í Baqaá. Palestínskar konur eru stoltar og hnarreistar. Þær klæðast skósíðum serkjum, bera höfuðklút og nauðsynjar til heimilisins á höfðinu. Kennslustofa í stúlknaskóla Flóttamannahjálparinnar í Baqaá. í hverri kennslustofu eru 50 nemendur. Engin kennslugögn voru sjáanleg. Ljósmyndir teknar af greinarhöfundi. bekkir og svört tafla á vegg. Nemendur eru 50 í hverjum bekk og svo þétt setinn bekkurinn að ekki komast fleiri í hverja „stofu“. Skrifstofa skólastýrunn- ar var líka í bárujárnskofa, og þótt þar væri snyrtilegt innan dyra var engin kennslugögn eða bækur þar að sjá, eða afdrep fyrir kennara. Veggir er snéru inn að skóialóðinni voru skreyttir myndum eftir nemendur sem sýndu palestínskar konur að störfum innan sem utan heimilis. 8 í flatsœng á 9 ferm. Að Iokum var mér boðið að sjá dæmigert heimili í þessum flótta- mannabúðum. Þetta var heimili 9 manna fjölskyldu, sem bjó í tveim kofum og hafði litla lóð innan veggja að auki. Þarna sem annars staðar þar sem ég kom inn á heimili palestínskra flótta- manna var gætt fyllsta þrifnaðar. Gólfin voru steypt og hvítskúruð. Fjölskyldan var ættuð frá He- bron, og varð landflótta þegar ís- raelsher lagði undir sig Vestur- bakkann árið 1967. Eftir 21 ár í útlegð var ættmóðirin orðin ekkja, og naut hún þeirra forrétt- inda að búa ein í öðrum kofan- um, sem var gerður úr ómáluðum blikkplötum negldum á grind. Þetta var öldruð kona, og kofinn hennar var kannski 3x3 m. að flatarmáli. Húsmóðirin var korn- ung að sjá, en átti þó 6 börn, og sváfu þau með foreldrum sínum í flatsæng á gólfinu í hinum kofan- um. Var vandséð hvernig 8 manns gátu komist þar fyrir. Eld- hús var í sérstöku afdrepi, þar sem var bæði gashella og vaskur með rennandi vatni. Garðurinn á milli kofanna var kannski 3x4m, og þar voru snúrur fyrir þvotta. Húsgögn voru þarna nær engin, eða þægindi, að frátöldum dýn- unum, og engar voru hirslurnar til að varðveita jarðneskar eigur þessara öreiga. Þegar ég ljós- myndaði móðurina með nokkr- um barna sinna inni í svefnskála hennar mátti sjá að henni var brugðið og tár komu fram í ótta- slegnu andliti hennar. Eins og hún væri að spyrja sjálfa sig og umheiminn þeirrar áleitnú spurn- ingar, hver yrði framtíð þeirra barna, sem hún hefði alið í þenn- an heim. Daginn eftir hélt ég yfir á Vest- urbakkann og þar uppgötvaði ég nýja veröld, og um leið að flótta- mannabúðirnar í Jórdaníu voru konunglegar miðað við ástandið sem þar ríkti. En meira um það í blaðinu næsta föstudag. -ólg eisn í landinu helga Intifada - uppreisn í landinu helga Intifada - uppreisn í landinu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 145. tölublað (29.06.1988)
https://timarit.is/issue/225561

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

145. tölublað (29.06.1988)

Aðgerðir: