Þjóðviljinn - 29.06.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.06.1988, Blaðsíða 8
Frá venjulegu heimili í flóttamannabúðunum í Baqaá. Móðirin á heimilinu var ekkja og naut þeirra forréttinda að búa ein í þessum kofa sem er tæpir 9 ferm., hlaðinn úr múrsteini að hluta og að hluta úr blikkplötum... Dóttir konunnar bjó í öðrum álíka stórum kofa með bónda sínum og 6 börnum. Fjölskyldan sefur íflatsæng á gólfinu, en dýnustaflinn sést undir lakinu... rakstur og klippingu og veitingar voru seldar á götum úti, einkum djúpsteikt brauð og mjölbollur. Þarna mátti einnig sjá flestan þann varning, sem finna má á venjulegum arabískum markaði, fatnað, skó, búsáhöld, fiðurfé á fæti, egg, ávexti, grænmeti, baunir og mjöl, en kjöt er af skornum skammti, enda munað- arvara fyrir alþýðu manna í Jór- daníu. Gjafafatnaður frá Evrópu var þarna á boðstólnum í stórum stfl gegn vægu verði, og er hann seldur til ágóða fyrir flóttamann- ahjálpina. Þá kom á óvart að sjá þarna verslað með gull og skartg- ripi, en gullið gegnir mikilvægu hlutverki í hefðbundnum sam- skiptum fólks í arabaheiminum. Einnig kom á óvart að sjá þarna starfræktan banka, en allt þetta fjölbreytilega líf og þjónusta jók á þá tilfinningu að hér væri mannlíf með tiltölulega eðli- legum hætti miðað við það sem gerist í fátækrahverfum Amman og annarra borga í Jórdaníu. Seinna átti ég eftir að kynnast því að aðstæðurnar þarna voru hátíð miðað við það sem finna má á Vesturbakkanum, og síðan er farið er úr öskunni í eldinn þegar farið á Gaza-svæðið, sem liggur á mörkum ísraels og Egyptalands, en þar ríkir nú styrjaldarástand. Lykt af mannlífi Gönguferð í gegnum markað- inn í Baqaá er ekki síður upplifun fyrir lyktarskynið en sjónina. Þarna blandast saman ilmur af kryddjurtum eins og basil og mintu, fnykur af fiðurfé og óþef- ur úr opnum skólpræsum, kaffi- ilmur og kardimommu, þefur af rotnandi grænmeti og úrgangi, stækja af olíusteikarpottum sem eru úti á götunum, ilmur af smyrslum og steinkvötnum kvennanna og sæt lykt af appels- ínum, fíkjum og öðrum ávöxtum, sem fylla hlaðna bekki og borð og blandast einnig góðum ilminum frá ofni bakarans. Eftir tilvísun lá leið mín í gegn- um endilangan markaðinn um hálftíma hægan gang að miðsvæði flóttamannabúðanna þar sem var að finna miðstöð UNWRA, (Un- ited Nations Relief and Works Agency), en það er sérstök flótta- mannahjálp Sameinuðu þjóð- anna fyrir Palestínuaraba, sem starfað hefur frá 1949 í Jórdaníu, Líbanon, Sýrlandi, á Vestur- bakkanum og á Gaza-svæðinu. Hjá UNWRA fengum við flestar þær upplýsingar, sem hér koma fram, og var mér meðal annars sýnt sjúkraskýli og skóli sem stofnunin rekur auk þess sem mér var boðið að skoða venjulegt heimili í búðunum. Eldhús fjölskyldunnar var ( sérstöku afdrepi inni á lóðinni. Þar er bæði ísskápur og gaseldavél. 25 sent á dag Baqaá-búðirnar eru fjölmenn- ustu flóttamannabúðir Palestínu- araba í Miðausturlöndum. Skráðir flóttamenn þar eru tæp 70.000, en mér var tjáð að raun- verulegur fjöldi í búðunum nálg- aðist 100.000. Af þessum fjölda eru tæplega 60.000 skráðir flótta- menn frá 1948, þegar Ísraelsríki var stofnað, hinir komu eftir 6 daga stríðið 1967. Skráðir kofar í búðunum eru 7650, sem þýðir að í hverjum kofa búa að meðaltali yfir 10 manns. Palestínskir flóttamenn í Jór- daníu búa að því leyti við aðrar aðstæður en á herteknu svæðun- um að þeir hafa allir rétt á fullgildu jórdönsku vegabréfi óg þeir hafa fullan aðgang að jór- dönskum vinnumarkaði. Alls eru tæplega 850.000 palestínskir flóttamenn skráðir í Jórdaníu, þar af voru um 210.000 skráðir búsettir í flóttamannabúðum fyrir ári. Jórdanía er jafnframt það land sem hýsir flesta palestín- ska flóttamenn, eða 38% allra skráðra flóttamanna sem eru taldir vera meira en 2,2 miljónir. Til aðstoðar þessu fólki hefur UNWRA haft um 200 miljónir dollara á ári, eða rúmlega 25 cent á mann á degi hverjum. Ef tekið er tillit til þessa þrönga fjárhags verður skiljanlegra hvað hjálpin virðist í mörgum tilfellum fátæk- leg og ófullnægjandi. Auk þess sem ytri aðstæður gera aðstoð oft á tíðum illframkvæmanlega, bæði á herteknu svæðunum og í Líban- on. Alls eru 10 palestínskar flótta- mannabúðir í Jórdaníu. Fjórar þeirra hafa verið starfræktar frá 1948, hinar voru settar upp eftir 6 daga stríðið 1967. Péttbýli hœttulegt heilsunni Ég skoðaði heilsugæslustöð UNWRA í Baqaá undir leiðsögn forstöðumanns hennar. Þar eru starfandi 7 læknar, þar af einn tannlæknir. Hjúkrunarkonur og -menn eru 19 og ljósmæður eru 6. Þetta starfslið þjónar mannfjölda sem er álíka mikill og íbúar Reykjavíkur. Vinnuálagið á læknana er gífurlegt, eða 100 - 160 sjúklingar á dag, og sögðust þeir sinna að minnsta kosti fjór- um sinnum fleiri sjúklingum á dag en læknar utan búðanna. Húsakynnin eru frumstæð skýli byggð fyrir gjafafé frá ríkisstjórn Kanada, og voru skýli þessi tekin í notkun fyrir tæpu ári. Sérstakt sjúkraskýli fyrir börn er frá sama tíma, reist fyrir norskt gjafafé. Mér var tjáð að heilbrigðis- vandamál þau sem við væri að etja væru mörg af félagslegum rótum og stöfuðu af of miklu þéttbýli, þekkingarskorti, óhollri fæðu og ófullnægjandi barnaum- hirðu. Algengustu sjúkdómarnir eru öndunarfærasjúkdómar, melt- ingartruflanir svo sem niður- gangur, háls-, nef- og eyrnasjúk- dómar, sníklafaraldrar, húðsjúk- dómar, hjarta- og æðasjúkdómar og sykursýki. Mér var tjáð að bólusetningar- herferð hefði skilað góðum ár- angri og að faraldssjúkdómum eins og malaríu, berklum og lömunarveiki hefði verið útrýmt. Barnadauði í búðunum er 47 börn af hverjum 1000, sem er lægri tala en fyrir Jórdaníu í heild. Helsta hættan fyrir börnin stafar af þrengslum, sem auka á smithættu, opnum skolpræsum (neðanjarðarræsi voru sögð í smíðum), og ófullnægjandi um- hirðu vegna barnmergðar. Með- alfjölskyldustærðin er 7,2 börn, og í búðunum fæðast að meðaltali 2200 börn á ári eða 6 börn á dag. Börn í ómegð í barnasjúkraskýlinu var okkur tjáð að komið væri með nýfædd Frá markaðnum í Baqaá. Intifada - uppreisn í landinu helga Intifada - uppreisn í landinu helga Intifada - upp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.