Þjóðviljinn - 29.06.1988, Blaðsíða 15
IÞROTTIR
I
Og þetta
iíka...
Klukkan
Margir hafa saknað þess að hafa
enga klukku eða markatöflu á Val-
svellinum en Sanitas ætlar að bæta
úr því. Fyrir næsta heimaleik verður
líklega komin myndarleg tafla sem
sýnir tímann og stöðuna.
Andraspyrnur
Góðkunningjar fyrstu deildarinnar
eru farnir að tala um „Andraspyrnur"
og er átt við þegar leikmaður ætlar að
spyrna boltanum fram á völlinn en
hann fer óvart aftur fyrir manninn,
svipað og Andri Marteinsson gerði
gegn Fram fyrir skömmu en nokkrar
slíkar voru framkvæmdar í leik Vals
og ÍBK.
Heimsbikar-
keppnin 1994
Amríkanar eru fullvissir um að keppn-
in verði haldin hjá þeim og eru vissir
um að FIFA segi nei við helstu keþpi-
nauta þeirra, Brasilíu og Marokkó.
„Hún verður hér enda veit FIFA að
gróðinn yrði mestur hér. Hér er allt til
reiðu og við gætum þess vegna hald-
ið keþpnina um helgina," sagði Clive
Toye, formaðuramrísku knattspyrnu-
samtakanna. Það styður kenninguna
að FIFA ætlaöi að tilkynna staðinn
fyrir skömmu en frestaði því til 4. júlí,
þjóðhátíðardags Amríku.
„Stóri pinninn“
er viðurnefni ítalans gamla, Aless-
andro Altobelli, sem hefur tilkynnt að
hann sé hættur aö leika með landslið-
inu. Tilkynningin kom eftir 2-0 tapið
gegn Sovét í Evrópukeppninni en
hann hefur áður gefið slíkar yfirlýs-
ingar, þegar Ítalía var slegin út úr
Heimsbikarkeppninni í Mexicó. Alto-
belli er 32 ára en meðalaldur ítalska
liðsins var 25 ára í Evrópukeppninni.
Sektir og bönn
Michel Gonzalez, betur þekktur sem
bara Michel og leikur með Real Ma-
drid fékk níu leikja bann frá UEFA eftir
„mjög alvarlega og ranga hegðun"
eftir jafnteflisleik liðsins við PSV
Eindhoven í Evrópukeppni félagsliða
fyrr í apríl. Það þýðir að ef Real Ma-
drid kemst áfram í sömu keppni
næsta ár getur Michel ekkert spilað
með. Hugo Sanchez fékk þriggja
leikja bann fyrir sömu sakir og Real
Madrid var sektað um rúmar tvær
miljónir fyrir atvikin, þegar þeir blóð-
heitu réðust að dómararnum. Bayer
Leverkusen var sektað um tæþa eina
og hálfa miljón fyrir að hafa ekki stjórn
á áhorfendaskaranum þegar vítasp-
yrnukeppnin fór fram á milli Bayer og
Espanol.
Sólarlandaferð
Yfirvöld á eyjunni Aruba á Karabíska
hafinu hafa boðið öllu hollenska
landsliðinu til sín í frí eftir leikinn við
Sovét. Fulltrúi stjórnarinnar á eyjunni
sendi Rinus Michels skeyti þar sem
hann bauð liðinu og eiginkonum en
ekki er víst hvort hér er um auglýsing-
abrellu að ræða.
Banna alveg
Alþjóða Ólympíunefndin hefur hvatt
öll sérsambönd t'l að hætta alveg
samvinnu við suður-afríska íþrótta-
menn þangað til aðskilnaðarstefn-
unni hefur verið kastað fyrir borð.
Sala
Caen, sem skreið uppí frönsku fyrstu
deildina síðasta á keppnistímabili,
hefur keypt tvo Englendinga. Það eru
þeir Graham Rix frá Arsenal sem hef-
ur leikið 17 landsleiki og Brian Stein
frá Luton sem hefur aðeins leikið einn
landsleik.
Öl er böl
eða allavega gildir það fyrir Bryan
Robson, fyrirliða enska landsliðsins.
Hann var á dögunum tekinn fyrir ölv-
un við akstur og að neita að pissa í
glas fyrir lögregluna. Robson var á
fína flotta bláa Jaguar Saloon skraut-
tæki sínu þegar hann var tekinn en
hann var leystur út á tryggingu og á
að mæta fyrir rétt 1. ágúst og hlýða á
dóminn.
l.deild
Völsungar reka
þjálfarann
Arnar Guðlaugsson tekinn við
Botnliðið í fyrstu deild, Völs-
ungur, rak þjálfara sinn, Sigurð
Halldórsson, í gær vegna slæms
gengis að undanförnu. Arnar
Guðlaugsson, sem þjálfaði lengi
vel hjá Fram, er tekinn við liðinu
og stýrir því í leiknum gegn Vík-
ingum í kvöld.
I samtali við Ingólf Freysson,
formann félagsins, segir hann að
það sé nóg að líta á stöðuna til að
sjá ástæðuna fyrir uppsögninni.
Hann tók fram að allt væri í góðu
og uppsögnin hefði gengið vel.
Nýi þjálfarinn, Arnar Guð-
laugsson, er búsettur á Húsavík.
Hann þjálfaði í fótbolta hér áður
en hefur aðallega verið í hand-
bolta undanfarin ár.
„Þetta kemur svo skyndilega
að ég er ekki enn búinn að átta
mig á þessu. Mér er þó efst í huga
að óska Arnari velfarnaðar og
liðinu góðs gengis í næstu
leikjum," sagði Sigurður Hall-
dórsson. Honum var boðið að sjá
um unglingastarf í Völsungi en
ætlar frekar að fara á Skagann og
sjá til.
-ste
Arnar Guðlaugsson fær það verkefni að hífa Húsvíkingana upp af
botninum og verður fyrsta tilraunin gerö í kvöld þegar liðið hans mætir
Víkingum á Húsavík.
Ólympíuhlaupið fer fram 2. júlí og hefst klukkan 11.00 á túninu við sundlaugina í Laugardal í Reykjavík og
kl. 14.00 á Ráðhústorginu á Akureyri.
Hlaupiö er haldið í tilefni ólympíudagsins sem er 21. júní. Keppt verður í 1,5 kílómetra skemmtiskokki og
10 kílómetra keppnishlaupi en verðlaunin eru fimm bikarar og fimm ólympíupeningar á hverjum stað.
Skráningareyðublöð liggja frammi á sundstöðum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri og einnig á
skrifstofu ISÍ í Laugardal. Einnig er hægt að láta skrá sig í síma 91 -685525 á skrifstofu FRÍ. Á Akureyri geta
hlauparar skráð sig samdægurs en í Reykjavík er síðasti skráningardagur 1. júlí.
Fótbolti
Tommamótið
sett í kvöld
Fyrstu leikirnir á
fimmtudaginn
Tommamótið í fótbolta verður
sett í kvöld klukkan 20.30 í
Vestmannaeyjum. Á fímmtudag
verða síðan fyrstu leikirnir strax
klukkan 9 um morguninn. Þá
leiða saman folöld sín FH og
UMFA, ÍA og Reynir, Fram og
Víðir ásamt ÍR og Þrótti, því leik-
mcnn eru úr 6. flokki.
Leikið er á minivöllum og eru 7
í hvoru liði en leiktíminn er 2 x 15
mínútur. Skiptingar eru frjálsar.
Þetta er einn vinsælasti við-
burður yngstu leikmannana því
saman eru komin um 600 drengir
og stúlkur víðsvegar af landinu úr
24 liðum.
-ste
Golf
Unglingar erlendis
Frjálsar
Unnar vann
fimmtarþrautina
Golfunglingarnir eru í ferða-
hug og skal haldið fyrst til Noregs
þar sem keppt verður á Norður-
landamóti yngri unglinga 30. júní
til 2. júlí. Síðan er ferðinni heitið
til Skotlands þar sem Evrópum-
eistaramót drengjaliða fer fram
6. til 10. júlí.
Þátttakendur
Telpur
Árný Árnadóttir..................GA
Karen Sævarsdóttir...............GS
RagnhildurSigurðardóttir.........GR
Drengir
BirgirÁrnason.................GV
Björn Knútsson................GK
Hörður Felix Harðarson........NK
Kjartan Gunnarsson...........GOS
Magnús Karlsson...............GA
Ragnar Þ. Ragnarsson..........GL
Varamaður
Júlíus Hallgrímsson.........G V
Liðsstjóri
Hannes Þorsteinsson
Fararstjóri
Hörður Guðmundsson
Úrslit í nokkrum greinum
Meistararmóts Islands lágu ekki
fyrir á mánudaginn þegar blaðið
fór í prentun og birtast hér með.
Urslit
Fimmtarþraut
Unnar Vilhjálmsson UÍA........3398
Þorsteinn Þórsson ÍR..........3333
Agnar Steinsson ÍR.............2644
3000 m hlaup
Jóhann Ingibergsson FH...9:34.06
DaníelGuðmundssonUSUH 9:37.6
GunnlaugurSkúlasonUMSS 9:46.7
4x400 m hlaup kvenna
SveitHSK.................4:17.0
4x400 m hlaup karla
FH.......................3:28.7
HSK......................3:29.4
ÍR.......................3:33.9
FHb......................3:41.6
Mjólkurbikar
ÍBV í 16 liða úrslit
„Eigum engan
Ronald Koeman“
sagði Bryan Robson þegar hann var
spurður hvort hann ætlaði ekki að
breyta varnarspilinu og nota
„sweeper". „Það er gott kerfi en við
eigum engan Koeman hér í Englandi
sem getur lesið leikinn, náð boltanum
og spilað honum áfram eins og besti
miðvallarleikmaður," sagði Robson
en hann hefur mikið verið gagnrýndur
fyrir að hafa ekki náð einu einasta stig
í Evrópukeppninni en slíkt hefur ekki
gerst í síðastliðnum 11 Evrópu- og
heimsbikarkeppnum.
Einn leikur var í leyni í 3. um-
ferð Mjólkurbikarsins fyrir
skömmu. Hann fór fram í
Vestmannaeyjum og tókust á
Vestmannaeyingar og leikmenn
Badmintonfélags ísafjarðar.
Skemmst er frá því að segja að
Eyjamenn sigruðu með fjórum
mörkum gegn einu. Guðmundur
Gíslason skoraði fyrsta mark
leiksins fyrir Badmintonfélagið
beint úr aukaspyrnu en Tómas
Ingi Tómasson tvö og Páll Gríms-
son og Jón Ólafur Daníelsson sitt
markið hvort fyrir heimamenn.
Ikvöld
Fótbolti
l.delld kl.20.00
Húsavík..........Völsungur-Víkingur
Akureyri......................KA-ÍA
Laugardalur............Fram-Leiftur
Mjólkurbikar 3. umferð kl. 20.00
Selfoss-Árvakur
Reynir S.-Þróttur R.
Tindastóll-Magni
Þróttur N.-Einherji
Miðvikudagur 29. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15