Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1988næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Þjóðviljinn - 29.06.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.06.1988, Blaðsíða 16
þJÓÐVIUINN Miðvikudagur 29. júní 1988 145. tðlublað 53. ðrgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 Rauði krossinn Starfið í Godjjam að hefjast Hefur safnast á 8. miljón. Áætlað að verja 20 miljónum á nœstu 3 árum til verndunar vatnsbóla og trjáplöntunar Siálfboðaliðar Ætla að starfa í V2—I ár í Eþíópíu Blanda afhugsjón og ævintýramennsku Sjálfboðaliðastarfið í Eþjópíu leggst vel í þau Steindór og Sigríði og sögðust þau e.t.v. dvelja þar í ár, ef allt gengi vel. Mynd: Ari. Eyjólfur Eyjólfsson vélstjóri Ég geri það stundum. Yfirleitt borga ég ekki gíróseðla sem sendir eru heim. Eg er hræddur um að oft skili þessir peningar sér ekki til þeirra sem á þeim þurfa að halda. Aldís Axelsdóttir hárgreiðslumeistari Stundum, það fer eftir ágangi og fyrir hverju er veriö að safna. Ef margir aðilar koma með stuttu millibili að biðja um pening, þá verður þetta þreytandi. Arndís Jakobsdóttir hjá Pósti og síma Já, ég hef gert það. Það fer ekk- ert frekar eftir því hvaða verkefni er verið að safna fyrir. Þuríður Guönadóttir húsmóðir með meiru Já, ég geri það og yfirleitt gef ég frekar ef fólk kemur heim til mín. Oftast eru þetta krakkar sem ganga í húsin og þau leggja metnað í að ná sem mestu inn. Jón Bjarni Bjarnason auglýsingastjóri Já, það kemur fyrir. Hvort ég gef fer eftir málefninu og fjárhag. - Þetta verkefni er beint sam- starf íslenska Rauða krossins og Rauða krossdcildarinnar i Go- djjam í Eþjópíu. Megin áhersla verður lögð á verndun vatnsbóla, því sóttmengað vatn er mikill bölvaldur á þessum slóðum. Það eru ýmsir sjúkdómar sem smitast í gegnum drykkjarvatnið, en einna algengust er niðurfallssýki, sagði Jakobína Þórðardóttir, deildarsjóri alþjóðadeildar Rauða krossins, um starfið sem er að hefjast í Eþjópíu. - Við vonumst til að geta aukið starfsemina á næstu árum ef nægjanlegt fé fæst. Trjáplöntun er eitt af því sem við viljum styðja, því þarna er mikilvægt að vernda landið gegn uppblæstri. Vonir standa einnig til að hægt verði að koma af stað fiskveiðum í stóru vatni, sem þarna er. Núna er aðeins veitt meðfram bökkun- um, en ef fólkið hefði róðrarbáta væri hægt að sækja fiskinn lengra út. Á föstudaginn leggja þau Steindór Erlingsson og Sigríður Sverrisdóttir af stað til Godjjam- héraðs í Eþjópíu, til að starfa sem sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins. - Við munum ferðast um héraðið og starfa með innfæddum sjálfboðaliðum að verndun vatnsbóla. Einnig getur trjárækt komið inní og efling heilsugæslu. Það hefur alltaf verið draumur Áætlað er að verja 20 miljón- um á næstu 3 árum til verkefnis- ins í Godjjamhéraði og fyrir um mánuði fór Rauði. krossinn af stað með söfnun meðal lands- manna. Sendir voru út gíróseðlar og hreint vatn, sem við teljum sjálfgefið að hafa aðgang að, boðið til sölu. - Það er komiðr inn á 8. milj- ón og ennþá eru gíróseðlar að berast, sagði Gunnlaugur Snædal umsjónarmaður söfnunarinnar er hann var inntur eftir við- brögðum almennings. - Gíróseðlasafnanir eru yfir- leitt frekar daufar en vatnssalan var góð auglýsing. Fólk geymir oft svona beiðnir um fjárframlög þar til betur stendur á hjá því. Fyrir stuttu barst t.d. greiðsla á seðli, sem sendur var út vegna söfnunar til flóttamanna 1986. Við bíðum bara spennt eftir því hvað kemur inn eftir mánaða- mótin. mj hjá mér að starfa við svona. Þetta er sambland af hugsjón, að geta hjálpað til, og eiginhagsmunum. Fá tækifæri til að ferðast og kynn- ast menningu annarra þjóða, sagði Sigríður sem er á 3. ári í hjúkrunarfræði. Steindór, sem er líffræðinemi, sagðist fyrst hafa sótt um á undirbúningsnámskeiði Rauða krossins af ævintýra- mennsku. - Þegar ég kynntist því starfi, sem samtökin vinna um allan heim, þá langaði mig til að taka þátt í því. Þau sögðu að fyrsta mánuðinn yrði Stefán Jón Hafstein með þeim og kæmi þeim inní starfið. Á námskeiðinu í vetur hefðu þau líka fengið gott veganesti frá sæn- skri stúlku, sem starfað hefði í héraðinu, og legðist förin bara vel í þau. - Eitt af því sem við eigum að gera er að fylgjast með því, að fjármagnið frá íslandi verði vel nýtt. Fólk virðist vera hrætt um að söfnunarfé komist ekki til skila, en í þessu tilfelli má treysta því. -mj -SPURNINGIN— Gefur þú í safnanir hjálp- arstofnana?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 145. tölublað (29.06.1988)
https://timarit.is/issue/225561

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

145. tölublað (29.06.1988)

Aðgerðir: