Þjóðviljinn - 01.07.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.07.1988, Blaðsíða 1
Föstudagur 1. júlí 1988 147. tölublað 53. órgangur Lektorsstaðan 33 MIKIÐ OHEILLAVERK fií Pólitískur vinargreiði ístöðuveitingu við Háskólann. Menntamálaráðherra gengurþvert á álit dómnefndar. Sigmundur Guðbjarnason: Brot á anda laga um embœttisveitingar við H.í. ÓlafurÞ. Harðarson:Tekið JramfyrirhendurH.Í.ÞórólfurÞórlindsson: Meðöttu óskiljanlegt Embættisgjörð Birgis ísleifs Gunnarssonar, menntamálaráð- herra, er hann setti í gær Hannes Hólmstein Gissurarson flokks- Komst Hannes á garðann hjá því opinbera vegna pólitísks þrýst- ings á Birgi Isleif? bróður sinn í lektorsstöðu í stjórnmálafræði við Háskólann, hefur vakið óhug meðal háskóla- manna. - Hér hefur mikið óheillaverk verið unnið, segir Sigmundur Guðbjarnason, hásk- ólarektor og telur að ráðherra hafi látið undan þrýstingi flokksbræðra. Ólafur P. Harðarson, sem gegnt hefur stöðunni, segir að stöðuveitingin sé dæmi um gam- aldags pólitíska fyrirgreiðslu og frekleg árás á Háskólann sem sjálfstæða menntastofnun. Að sögn Þórólfs Þórlinds- sonar, deildarforseta félagsvís- indadeildar er alls óskiljanlegt hvernig ráðherra gat gengið framhjá Ólafi. Ekki einasta gengur Birgir í berhögg við faglegt álit dóm- nefndar, sem taldi Ölaf Þ. Harð- arson hæfastan til að gegna stöðunni, heldur er þetta í fyrsta skipti í sögu H.Í., síðan dóm- nefndir komu til, að ráðherra veitir manni stöðu sem ekki hefur fengið ótvíræðan hæfnisdóm. Athygli vekur að Birgir ísleifur gefur lítið fyrir álit dómnefndar- innar og nær skýlausan stuðning deildarfundar við Ólaf. Þess í stað leitaði ráðherra ráða hjá utanaðkomandi aðilum. Meðal þeirra eru fyrrum lærifaðir Hann- esar og pólitískur samherji. Sjá síðu 3 Birgir ísleifur Gunnarsson segist ekki gefa mikið fyrir álit dóm- nefndar. Þeim mun meira gefur hann fyrirálit Normans P. Barrys, sem er samherji Hannesar í fræðikenningum frjálshyggjunn- ar. Kvótakerfi Enginn er eyland Alþjóðlegrifiskveiðiráðstefnu áHótel Sögu lýkurídag. Nýsjálenska kvótakerfið hefur vakið mesta athygli hagsmunaaðila í sjávarútvegi Ungur piltur í f lóttamannabúðunum í Ramallah gef ur sigurmerkið. Á milli f ingra hans er gúmmíkúla eins og þær sem ísraelsher notar gegn bömunum. Palestína Uppreisn í Landinu helga Önnurgrein Ólafs Gíslasonarsegirfráferðyfirá Vesturbakkann. Bardagar íflóttamannabúðum íRamallah Einna mesta athygli hefur vak- ið kvótakerfi Nýsjálendinga á al- þjóðlegri fiskveiðiráðstefnu sem lýkur í dag á Hótel Sögu þar sem saman eru komnir helstu vísinda- menn á sviði fiskhagfræði auk embættismanna og stjórnenda fiskveiða frá mörgum þjóð- löndum. Á Nýja-Sjálandi eiga út- gerðarmenn veiðiskipa kvótann sem þeir geta selt, leigt eða ráð- stafað að vild nema hvað útlend- ingar mega ekki eiga nema 50% í hverjum kvóta. Ragnar Árnason dósent er ekki í nokkrum vafa um að ís- lendingar eigi að taka upp kvót- akerfi Nýsjálendinga því það kerfi bjóði upp á mestu hag- kvæmnina í fiskveiðum. Sveinn H. Hjartarson, hag- fræðingur Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, er einnig hrifinn af kvótakerfi Nýsjálend- inga en segir að þróunin í fisk- veiðiflota þeirra hafi orðið sú að annaðhvort sé um að ræða stór skip eða smá. Hefðbundnir ver- tíðarbátar hafi með nýsjálenska kvótakerfinu horfið af sviðinu. Sveinn er einnig á þeirri skoðun að engin skynsamleg rök séu fyrir því í dag að afnema kvótann hér- lendis en spurning sé hvort breyta eigi honum með tilliti til meiri hagkvæmni í veiðum og rekstri fiskiskipa. Sjá síðu 5 í annarri grein sinni frá Palest- ínu sem birt er í blaðinu í dag segir Ólafur Gíslason frá ferð yfir á Vesturbakkann, til Jerúsalem, Ramallah og þorpsins Kafir Ma- lik. Sagt er frá bardaga í flótta- mannabúðum í Ramallah og rætt við fjölda fólks. „Landslag þarna kom kunnug- lega fyrir sjónir. Það var sama landslagið og ég hafði séð á biblíumyndunum þegar ég gekk til prests. Fjárhirðarnir litu meira að segja eins út og fjárhirðarnir á Betlehemsvöllum. En eitthvað hafði breyst. I?að var uppreisn í Landinu helga..." Sjá síðu 7-9 Skák Kasparov óstöövandi Jóhann náðijafntefli móti Hiibner Í13. umferð Heimsmeistarinn Garrí Kasparov er enn langefstur með 10 1/2 vinning, eftir 13. umferð heimsbikarmótsins í Belfort. í gær lagði hann Nigel Short og var það hans 5. sigur í röð. Jóhann Hjartarson gerði jafntefli við Robert Hubner og hefur nú 5 vinninga, en Húbner er kominn með 7 1/2.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.