Þjóðviljinn - 01.07.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.07.1988, Blaðsíða 10
_____IDAGJ_____________ Röðull Síðan ég hóf störf við Þjóðvilj- ann hefur blaðið Röðull stundum borist inn á borð til mín. Hef ég oftast reynt að geta blaðsins að nokkru þótt í litlu væri að jafnaði. Röðull er nú kominn á 14. árið og hefur frá upphafi að ég hygg, ver- ið gefinn út af Alþýðubandalag- inu í Borgarnesi og nærsveitum. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ríkharð Brynjólfsson kennari á Hvanneyri en auk hans skipa rit- nefndina þau Þórunn Eiríksdótt- ir, Ingþór Friðriksson, Halldór Brynjúlfsson og Sveinn M. Eiðs- son. Eðlilegt er að efni blaðsins sé öðru fremur tengt áhuga- og hagsmunamálum heimamanna. Svo er það einnig í síðasta tbl. sem kom út í maí. Þar skrifar rit- stjórinn um deildarfundi Kaupfé- lags Borgfirðinga og þýðingu þeirra. H. J. segir frá fundi um fiskeldi og fiskirækt, sem at- vinnumálanefnd Andakílshrepps efndi til. Ingþór Friðriksson segir frá þjónustuhópi aldraðra, sem stofnaður var á aðalfundi Heilsu- gæslustöðvarinnar í Borgarnesi í vor og er nú tekinn til starfa við stöðina. Margrét Tryggvadóttir segir fréttir af bæjarmálum í Borgarnesi. Þórunn Friðriksdótt- ir ritar opið bréf til Pósts og síma og bendir á eitt og annað sem betur mætti fara í þjónustu þeirrar stofnunar við dreifbýlið. Halldór Brynjúlfsson ræðir um tekjustofna sveitarfélaga og birtir þingsályktunartillögu þingmanna Alþýðubandalagsins á síðasta þingi um tekjustofna sveitarfé- laga. Guðbrandur Brynjúlfsson segir fréttir af Mýrum og Ingþór Friðriksson af starfsemi karla- kórsins Söngbræðra. Ragnar Ol- geirsson ritar minningargrein um Einar Sigmundsson fyrrum verk- stjóra hjá Vegagerðinni í Borgar- nesi og svo er Þorvaldur Heiðars- son með vísnaþáttinn sinn. En Röðull horfir ekki ein- göngu á heimaslóðir, hann lætur einnig til sín taka almenn þjóðfé- lagsmál. Þannig ritar Björn Grét- ar Sveinsson einskonar 1. maí ávarp þar sem hann lætur í Ijós þá ósk og von að íslensk verkalýðs- hreyfing eignist sem fyrst sína „maí-sól“ og Birna Þórðardóttir, sú herskáa valkyrja, ritar greinina „Án baráttu vinnst ekk- ert“. Ingibjörg Bergþórsdóttir á þarna grein um Ferðaþjónustu bænda og aðra, sem hún nefnir „Skiltastríðið". Ræðir hún þar um herför Vegagerðarinnar gegn ýmiss konar skiltum, sem sett hafa verið upp fólki til leiðbeiningar en séu óheimil „utan byggðar" en „utan byggð- ar“ telst, samkvæmt skilgreining- unni, öll sveitabyggð á íslandi. Aftur á móti er það í fínu lagi þótt ekki sjáist út úr augunum fyrir allskonar skiltum í þéttbýlinu. Guðmundur Þorsteinsson skrifar greinina: „Landbúnaður á ís- landi - hvers vegna?“ og Berg- þóra Gísladóttir um útvarpsstöð- ina Rót. Loks er það svo bréf 7 borgfirskra presta til Brynjólfs biskups, frá árinu 1671, þar sem þeir biðjast undan tilmælum kon- ungs um að leggja fé í „kaup- skap“. _ mhg ídag er 1. júlí, föstudagur í elleftu viku sumars, tólfti dagursólmánaðar, 183. dagurársins. Sól kemurupp í Reykjavík kl. 3.05 en sest kl. 23.56. Viðburðir Alþingi endurreist kemur fyrst saman 1845. Landsbankinn opn- aður 1886. Búnaðarbankinn opnaður 1930. Fædd Theódóra Thoroddsen skáld 1863. Dáinn Mikaíl Bakúnín anarkískurfræði- maður 1876. Stofnaður Komm- únistaflokkur Kína 1921. Þjóð- hátíðardagurKanada. Þjóðhátíð- ardagur Burundi og Rúanda. Guðrún Erlendsdóttirfyrst kvenna skipuð hæstaréttardóm- ari 1986. UM UTVARP & SJONVARPJ_ Pylsa- þytur Sjónvarp kl. 21.00 Framhaldsmyndaflokkur um mæðgur, sem reka njósnaþjón- ustu í samvinnu við þriðja mann. Á ýmsu gengur um líf þeirra mæðgna utan starfsins. Móðirin hefur nokkuð rækilega verið við karlmenn kennd, sex sinnum gift en þó engan veginn fengið nóg af svo góðu og hyggst nú góma sjö- unda eiginmanninn. Verður úr öllu þessu brauki verulegur pylsaþytur. -mhg Sumar- vaka Útvarp, rás 1 kl. 21.00 Sumarvakan er að þessu sinni í fiórum liðum. Fyrst les Sigurður Ó. Pálsson ljóð eftir Jóhann E. Magnússon og frásögn um hann eftir Braga Björnsson frá Surts- stöðum. - Þá syngur Elín Sigur- vinsdóttir lög eftir Sigfús Hall- dórsson. Höfundur leikur á pí- anó. - Síðan kemur lagaflokkur- inn Austurstræti, eftir Sigfús Halldórsson við ljóð Tómasar Guðmundssonar. Friðbjörn G. Jónsson syngur með blönduðum kór undir stjórn Guðna Þ. Guð- mundssonar. Sigfús Halldórsson leikur á píanó. - Loks les Edda V. Guðmundsdóttir þriðja lestur sinn úr Minningum Önnu Borg, í þýðingu Árna Guðnasonar. - Kynnir er Helga Þ. Stephensen. -mhg útvarp, rás 1 kl. 17.03 Það liggur bara við að manni fallist hendur við að kynna síð- degistónlistina á rás 1 í dag. Þá fáum við að heyra, töluvert ræki- lega, í hvorki meira né minna en 5 af okkar „gömlu“ stórsöngvur- um. Fyrst syngur Magnús Jónsson fimm lög við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Þau eru: „More n grato“ eftir Cardillo, „Ti Þuríður, Takið voglio tanto bene“, eftir De Curt- is, „Marechiare" eftir Tosti, „A la Barcillunisa“, þjóðlag frá Sikil- ey og „Pecche" eftir Pennino. - Þá syngur Guðrún Á. Símonar við undirleik Útvarpshljóm- sveitarinnar „Mon Coeur“ og „Amor Vieder" úr „Samson og Dalíla“ eftir Saint-Saéns“. Hans Wúnderlich stjórnar hljóm- sveitinni. - Þuríður Pálsdóttir syngur við undirleik Fritz Guðmundur. syngur við undirleik Sinfóníu- hljómsveitar íslands Cavatina úr „Rakaranum í Sevilla“ eftir Rossini, Söng nautabanans úr „Carmen" eftir Bizet, Ölsöng úr óperunni „Mörtu“ eftir Flotow og „Parisiamo" úr „Rigoletto“ eftir Verdi. Bohdan Wodiczko og dr. Victor Urbancic stjórna hljómsveitinni. -mhg Magnús, Guðrún, Kristinn, eftir Weisshappels „Una voce poco fa“ úr Rakaranum í Sevilla, eftir Rossini. - Þuríður og Kristinn Hallsson syngja dúett úr „Töfra- flautinni“ eftir Mozart, við undir- leik Fritz Weisshappels. Og enn syngur Þuríður Pálsdóttir aríu Micaelu úr „Carmen" eftir Bizet, við undirleik Sinfóníuhljóm- sveitarinnar undir stjórn Bruc- kner Ruggenberger. - Guðmu- dur Jónsson rekur svo lestina og GARPURINN Góðan daginn. Ekki vænti ég að þið seljið dínamit? \ KALLI OG KOBBI FOLDA 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.