Þjóðviljinn - 01.07.1988, Blaðsíða 7
uppreisn í Landinu helga
A Vesturbakkanum
Ég hafði fengið sérstakt leyfi
hjá innanríkisráðuneytinu í Am-
_ man til þess að fara yfir á Vestur-
bakkann um brúna við norður-
enda Dauðahafsins. A landamær-
unum var margfaldur vörður jór-
danskra yfirvalda annars vegar
og ísraelskra hernámsyfirvalda
hins vegar. Svæðið utan vegar á
milli landamærastöðvanna var
lagt jarðsprengjum. Ferðaheim-
ild jórdanska innanríkisráðu-
neytisins dugði mér til þess að fá
ísraelska ferðaheimild inn á her-
námssvæðið og þar með inn í Is-
rael líka. Rútubíll ók okkur að
landamærunum, og þegar öll toll-
og vegabréfsskoðun var afstaðin
var tekinn leigubíll til Jerúsalem.
Ungur maður með arabískt nafn
en suðuramerískt vegabréf var
mér samferða til Jerúsalem. Þeg-
ar okkur gafst tækifæri til þess að
tala saman opinskátt komumst
við að því að við vorum nokkurn
veginn í sömu erindagerðum, og
ákváðum því að taka saman gist-
ingu í hinum arabíska hluta Jerú-
salem. Ég komst síðan að því að
þessi félagi minn var af palest-
ínskum uppruna og átti fjöl-
skyldu á Vesturbakkanum, og
leiðsögn hans og aðstoð átti eTtir
að verða mér ómetanleg.
s
A fréttastofunni
Við byrjuðum á því að leita
uppi fréttastofu Palestínumanna í
Jerúsalem, Palestinian Press Ser-
vice. Þetta er sjálfstæð og óháð
fréttastofa sem gegndi mikilvægu
hlutverki við miðlun frétta frá
hernumdu svæðunum fyrstu
mánuði uppreisnarinnar. Frétta-
stofan miðlaði fréttum til stóru
alþjóðlegu fréttastofanna og var
meira til hennar vitnað þar en til
ísraelskra heimilda þar til fyrir fá-
einum vikum að henni var lokað
af ísraelskum yfirvöldum. Við
vissum af lokuninni, en fórum
engu að síður á staðinn og hittum
þar fyrir einn af þeim sem unnið
höfðu við fréttastofuna frá upp-
hafi.
„Því miður getum við litla að-
stoð veitt,“ sagði maðurinn.
„Þótt við vildum gjarnan veita
ykkur Ieiðsögn og aðstoð, þá er
það ekki hægt, því flestir frétta-
mennirnir okkar sitja nú í fang-
elsi. Eins og þið sjáið er hér búið
að loka fyrir alla starfsemi og við
sitjum hér nánast með bundið
fyrir munninn."
- Getur þú ekki ráðlagt okkur
til hvaða staða við eigum að fara
og við hverja við eigum að tala?
- Þið verðið að fara til Gaza,
þar er ástandið alvarlegast. Ann-
ars get ég bara sagt þér að allir
Palestínumenn eru jafngóðir til
þess að tala við. Þeir munu allir
segja þér sömu söguna. Hvar sem
þú kemur á herteknu svæðin og í
flóttamannabúðirnar finnur þú
fólk sem tjáir sig daglega með því
að hætta lífi sínu og limum. Held-
ur þú að þetta fólk sé ekki þess
umkomið að segja þér hvað því
býr í brjósti og hvað hér er að
gerast?
Á fundi
í Ramallah
Þegar við komum til Ramall-
ah, bæjar sem liggur í tæplega
klukkustundar akstur norður frá
I
^ |
ÓLAFUR \ Jm
GÍSLASON Æiy
Jerúsalem, var eins og bærinn
væri líflaus. Klukkan var rúmlega
12 og allar götur voru mann-
lausar, verslanir og veitingahús
lokuð, ekkert að sjá nema járn-
hlera fyrir gluggum verslananna
og stöku herjeppa á ferli um
mannlausan bæinn undir
steikjandi hádegissól.
Við heimsóttum ungt fólk sem
sat á fundi í húsagarði og ræddi
ástandið. Þetta voru nemendur
og kennarar við háskólann í
Ramallah, Palestínuarabar sem
búið höfðu í hersetnu landi bróð-
urpart ævi sinnar, en voru ekki
flóttamenn.
Það er stúlka um tvítugt sem
verður fyrir svörum:
„Hér eins og annars staðar á
Vesturbakkanum og Gaza-
svæðinu hafa verið stöðug verk-
föll allt frá því að intifadan (upp-
reisnin) byrjaði fyrir hálfu ári.
Verslanir og þjónusta er ekki
opin nema 3 klst á dag eða fram
undir hádegið, þá er öllu lokað.
Og í hverri viku eru einhverjir
dagar sem lokað er allan daginn.
í síðustu viku var bara opið tvo
morgna, í þessari viku verður
allsherjarverkfall í einn dag og
annan í þeirri næstu. Þetta er lið-
ur í þeirri friðsamlegu andspyrnu
sem við beitum gegn hernáminu.
Auk verkfallsbaráttunnar þá
neitar fólk hér á hersetnu svæð-
unum að borga skatta til yfir-
valda. Hér borgar enginn skatt
nema stærri iðnfyrirtæki, sem
þurfa að sækja aðföng og fyrir-
greiðslu til ísraelsstjórnar. Þau
neyðast til að borga skatta. Svo
leitumst við eftir megni við að
sniðganga ísraelskar vörur í versl-
unum. Það er liður í að gera okk-
ur efnahagslega sjálfstæðari. Við
höfum til dæmis komið upp hér í
bænum palestínsku mjólkurbúi
og framleiðum þar okkar eigin
jógúrt. Yfirvöld gerðu allt sem
þau gátu til þess að stöðva það,
en þeim tókst það ekki. Nú
kaupir enginn hér ísraelska jó-
gúrt, og það hefur komið hart
niður á mjólkuriðnaði þeirra, því
jógúrt er mikilvægur þáttur í mat-
aræði okkar. Við leitumst einnig
við að verða sem mest sjálfbjarga
um allar smærri lífsnauðsynjar,
og höfum meðal annars lagt
áherslu á að rækta grænmeti fyrir
fólkið, hvar sem því verður við
komið, svo að við þurfum ekki að
vera upp á ísraelskt grænmeti
komin. Þetta er liður í okkar
þjóðfrelsisbaráttu, og ísraels-
menn hafa þegar fundið fyrir
þessu. Við höfum heimildir um
14 ísraelsk fyrirtæki sem hafa
orðið að loka eftir að uppreisnin
hófst, vegna þess að vörur þeirra
seljast ekki lengur. Skattatapið
er tilfinnanlegt fyrir hernámsyfir-
völdin, og þeir eru nú farnir að
stöðva bíla á leiðinni á milli Ram-
allah og Jerúsalem og kanna
hvort viðkomandi hafi greitt
skatt. Hafi hann ekki gert það er
bíllinn tekinn í pant. En yfirvöld-
in hafa í svo mörgu að snúast að
þau geta aldrei sinnt þessu.“
En kemur þetta ekki verst
niður á Palestínumönnunum
sjálfum? Kemur ekki að því að
þeir neyðist af efnahagslegum
ástæðum til þess að þýðast her-
námsyfirvöldin?
„Auðvitað kostar þetta fórnir
fyrir fólkið. Menn verða að skera
niður neyslu sína og útgjöld.
Margir, t.d. kennarar, hafa verið
án launa mánuðum saman.
Smærri atvinnufyrirtæki eiga í
erfiðleikum með að greiða laun
og öll efnahagsumsvif hafa dreg-
ist saman. En verkfallið hefur
líka aukið á samstöðu fólksins.
Nú gerist það iðulega að fólkið
tekur sig saman um að verja hús
sem hermenn ætla að ráðast inn í
til þess að taka fanga. Það gerðist
ekki áður. Við stefnum að því að
stofna hér skipulagsnefndir á
hverfagrundvelli sem eiga að
skipuleggja einstaka þætti upp-
reisnarinnar. Til dæmis að skipu-
leggja varnir gegn hernum.
Skipuleggja ræktun á sjálfsnægt-
argrundvelli o.s.frv.
I rauninni kemur uppreisnin
verst niður á börnunum, og það
voru líka börnin sem hrundu
henni af stað. Og þá einkurn í
flóttamannabúðunum.
Börnin gátu ekki lengur horft
upp á foreldra sína niðurlægða.
Lokun skólanna varð til þess að
auka mjög á spennuna þeirra á
meðal. Ofbeldishneigðin nreðal
barnanna veldur okkur áhyggj-
um og er á vissan hátt ógnvænleg.
En um leið trúum við því að með-
al þessara barna sé að vaxa upp
nýtt forystuafl fyrir palestínsku
byltinguna, og það teljum við já-
kvætt.
2. grein
Nei, þeir geta ekki svelt okkur
til hlýðni. Við erum reiðubúin að
halda áfram í verkfalli í ár í við-
bót, og við vitum að það er sam-
staða um það meðal fólksins. Int-
ifadan er ekki að fjara út. Hún er
hins vegar að breyta um stefnu:
Friðsamlegt andóf almennings
verður almennara og urn leið víð-
tækara. Við lítum það jákvæðum
augum, og það kemur sér illa
fyrir stjórnvöld."
Skotið á börnin
við Amari-flótta-
mannabúðirnar
Þegar við nálguðumst Amari
Þessi piltur í flóttamannabúðunum í Ramallah var barinn svo af ísraelskum hermönnum að vinstra nýrað í
honum sprakk. Það er móðir piltsins sem stendur hjá honum og sýnir okkur ör eftir áverkana. Ljósm. ólg.
Föstudagur 1. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7